Rúnar er búinn að léttast um 13 kíló – „Við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir“

Byrjum þetta á smá sprengju:

Mér finnst illa gert af fólki að leyfa sér að verða of þungt.

Ekki misskilja mig!
Þetta þýðir ekki að ég sé að setja út á fólk í ofþyngd, heldur er ég að segja að innst inni vitum við öll að við eigum ekki að fara illa með okkur. Þetta eru engir fegurðarstaðlar, heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn.

Rúnar Már Theodórsson, höfundur greinar

Mér finnst umræðan um að það eigi að leyfa hverjum og einum að vera eins og hann er af því að hann er ánægður í sínum líkama einfaldlega ekki eiga rétt á sér, og beinlínis vera hættulegar fullyrðingar, því að það er ekki að ástæðulausu sem við erum í miklu fleiri áhættuhópum en fólk í meðalþyngd.

Margir af mínum vinum og minni fjölskyldu eru í ofþyngd og ég veit að þau langar ekki að vera þar, frekar en neinn annan sem hefur kynnst fylgikvillunum. Það þarf að gera greinarmun á milli þess að líða vel og að líða vel í eigin líkama

Þess vegna er mér meira annt um það að fólk fái þá hjálp sem það vantar og lagi sitt ástand áður en það er of seint, heldur en að fólk fái að halda sér í sínum þægindaramma sem er yfirleitt byggður á sjálfsblekkingunni að þeim líði vel í þessum líkama. Líkama sem er endalaust undir of miklu álagi, því við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir

Einnig finnst mér að hver sem er megi leiðbeina okkur og koma með athugasemdir og ráð, svo lengi sem þau eru ekki persónulega niðrandi. Við erum jú öll hluti af samfélagi sem myndi aldrei virka ef allir myndu bara hugsa um sjálfa sig og sleppa sér endalaust í nautnum og fíknum sem gera okkur ófær um að gera einföldustu hluti.
Lífsstíllinn er óheilbrigður og álagið á allt okkar stoðkerfi er mjög svo óeðlilegt.

Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að gera bara lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir að fara í vörn og berjast á móti?
Allt of margir vilja frekar fara í stríð við aðra, en sjálft sig og mér finnst það svo sorglegt. Af hverju ekki bara að skjóta hærra en þú hefur nokkurn tíma skotið áður, á hverjum degi? Það er kannski erfitt, en með réttu hugarfari og nægum viljastyrk getur maður gert nákvæmlega allt sem mann langar til þess að gera.

Það þarf bara þetta fyrsta skref út fyrir þægindarammann sem við elskum öll og dáum!

Mín persónulega Reynsla

Frá því að ég byrjaði fyrst að reyna, sirka 2008-9 var ég alltaf fastur á því að ræktin væri eina lausnin til þess að létta mig, svo ég byrjaði að lyfta. En alltaf þyngdist ég meira og meira, svo ég gafst upp á mjög stuttum tíma vegna þess að kílóafjöldinn hækkaði alltaf.

Ég veit núna að það sem gekk á var líklega að vöðvar komu í stað fitu, og þess vegna fór þyngdin upp á við. Það sem ég einblíndi á voru kílóin og mér fannst vera samasem merki á milli þyngdaraukningar og árangursleysis. Þetta reyndi ég örugglega 3-4 sinnum á ári í mörg ár, en í stuttan tíma í hvert skipti, og fékk alltaf sömu niðurstöðuna í hausinn á mér. Ég var líka sannfærður um að ef ég pantaði mér eitthvað prótein og fitubrennsluefni þá gæti ég bara haldið áfram sama gamla mataræðinu og allt yrði í lagi. Hljómar ekki jafn gáfulega á prenti og það hljómar í hausnum er það nokkuð?

Ég var alltaf að heyra að það sem skipti máli væri 70% mataræði 30% hreyfing, en aldrei gaf ég því tækifæri því ég vildi ekki skilja við allan góða matinn og nammið, eða þá að ég hafði betri afsökun sem ég… uuuu, man ekki akkúrat núna. Skiptir ekki máli, hún var örugglega alveg jafn heimskuleg og hinar afsakanirnar.

Seint á árinu 2015 sá ég svo fjarþjálfun auglýsta á facebook og hugsaði að það gæti svosem ekki gert ástandið verra og skellti mér í hana. Þar var mér afhent matarprógram og mér var sagt að víkja aldrei út af því, og Guð minn almáttugur hvað það var frábært að borða hollt. Á endanum gafst ég þó upp aftur því ég sá engan árangur sjálfur.

Það eru þessi misheppnuðu skipti sem láta mann halda að það sé ómögulegt að standa upp af rassgatinu og reyna aftur.

En ég ákvað að reyna einu sinni enn fyrir nokkrum mánuðum, reyndar hef ég ekki ennþá staðið upp af rassgatinu, en ég er að einblína á mataræðið. Ég tók út brauðmeti, skipti kóki yfir í sódavatn og fór að borða minna af skyndibitum. Endalaust af pínulitlum breytingum sem ég tek varla eftir núna og ég er kominn niður um 13 kíló á innan við 3 mánuðum og mér hefur aldrei liðið betur.

En nóg um mig. Það sem ég er að segja er að, Þú þarft bara að finna það sem hentar þér, virkar fyrir þig og ekki gefast upp á því að búa til bestu útgáfuna af sjálfum þér því að það er klárlega þess virði og þegar það tekst áttu aldrei eftir að sjá eftir því.

Vonandi var þetta hvetjandi fyrir einhvern að lesa,
Þetta var mín tilraun til þess að hjálpa

Takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til þess að lesa þetta!


Höfundur greinar: Rúnar Már Theodórsson

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira

Dagforeldrar vöxuðu augabrúnir tveggja barna án vitneskju foreldra

Tvær mæður komust að því að dagforeldrar barnanna þeirra höfðu tekið sig til og vaxað augabrúnir þeirra á meðan á daggæslu stóð án þeirrar vitneskju og samþykkis. Ég skoðaði andlitið á barninu og sá að það vantaði hluta af augabrúnunum hennar en hún fæddist með samvaxnar augabrýr, segir Alyssa Salgado, móðir Lilayah. https://youtu.be/dXhiESAmTGk Popsugar greinir frá því að sonur Glendu Maria Cruz hafi einnig verið í sömu daggæslu og að augabrúnir hans hafi líka verið vaxaðar sama dag og dóttir Alyssu. Báðar mæðurnar hættu að mæta með börnin í daggæsluna og verið er að rannsaka atvikin. Lesa meira

Systurnar Emilía og Halldóra hissa eftir gjafasendingu: „Hver á þessar nærbuxur?“

Emilía Guðrún Valgarðsdóttir sendi systur sinni Halldóru, sem býr í Norfolk í Virginiu,  pakka með gjöfum og sælgæti á dögunum. Sendingin komst fljótt og örugglega til skila en þær systur urðu þó virkilega hissa þegar bæst hafði við gjafirnar í kassanum. Halldóra systir sendir mér skilaboð til þess að þakka fyrir gjafirnar en spyr mig í leiðinni hver eigi þessar nærbuxur, segir Emilía Guðrún mjög hissa. Hvorki ég né Matti eigum þessar nærbuxur og eftir smá samtal komumst við að því að ekki var bara búið að bæta við nærbuxum heldur líka einhverju nammi og oststykki sem ég kannaðist ekki… Lesa meira

Klárar Íslenskar konur sem eru á lausu

Stefnumótamenning á Íslandi hefur aldeilis breyst á síðustu árum með tilkomu samfélagsmiðla og smáforrita. Hér áður fyrr bauð fólk þeim sem þau höfðu áhuga á, á stefnumót og kynntist fólk almennilega þar. Nú þarf ekki nema eina stroku til hægri til þess að lýsa áhuga og þá getur fólk farið að spjalla saman samstundis og komist að því hvort þau eigi samleið eða ekki. Bleikt.is tók saman lista af efnilegum og klárum konum sem eru á lausu: Manúela Ósk Manúelu ættu flestir að þekkja. Sigraði hún keppnina ungfrú Reykjavík og ungfrú Ísland árið 2002 og hefur síðan þá verið mikið í sviðsljósinu. Þórunn Antonía Þórunn… Lesa meira