Rúnar er búinn að léttast um 13 kíló – „Við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir“

Byrjum þetta á smá sprengju:

Mér finnst illa gert af fólki að leyfa sér að verða of þungt.

Ekki misskilja mig!
Þetta þýðir ekki að ég sé að setja út á fólk í ofþyngd, heldur er ég að segja að innst inni vitum við öll að við eigum ekki að fara illa með okkur. Þetta eru engir fegurðarstaðlar, heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn.

Rúnar Már Theodórsson, höfundur greinar

Mér finnst umræðan um að það eigi að leyfa hverjum og einum að vera eins og hann er af því að hann er ánægður í sínum líkama einfaldlega ekki eiga rétt á sér, og beinlínis vera hættulegar fullyrðingar, því að það er ekki að ástæðulausu sem við erum í miklu fleiri áhættuhópum en fólk í meðalþyngd.

Margir af mínum vinum og minni fjölskyldu eru í ofþyngd og ég veit að þau langar ekki að vera þar, frekar en neinn annan sem hefur kynnst fylgikvillunum. Það þarf að gera greinarmun á milli þess að líða vel og að líða vel í eigin líkama

Þess vegna er mér meira annt um það að fólk fái þá hjálp sem það vantar og lagi sitt ástand áður en það er of seint, heldur en að fólk fái að halda sér í sínum þægindaramma sem er yfirleitt byggður á sjálfsblekkingunni að þeim líði vel í þessum líkama. Líkama sem er endalaust undir of miklu álagi, því við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir

Einnig finnst mér að hver sem er megi leiðbeina okkur og koma með athugasemdir og ráð, svo lengi sem þau eru ekki persónulega niðrandi. Við erum jú öll hluti af samfélagi sem myndi aldrei virka ef allir myndu bara hugsa um sjálfa sig og sleppa sér endalaust í nautnum og fíknum sem gera okkur ófær um að gera einföldustu hluti.
Lífsstíllinn er óheilbrigður og álagið á allt okkar stoðkerfi er mjög svo óeðlilegt.

Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að gera bara lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir að fara í vörn og berjast á móti?
Allt of margir vilja frekar fara í stríð við aðra, en sjálft sig og mér finnst það svo sorglegt. Af hverju ekki bara að skjóta hærra en þú hefur nokkurn tíma skotið áður, á hverjum degi? Það er kannski erfitt, en með réttu hugarfari og nægum viljastyrk getur maður gert nákvæmlega allt sem mann langar til þess að gera.

Það þarf bara þetta fyrsta skref út fyrir þægindarammann sem við elskum öll og dáum!

Mín persónulega Reynsla

Frá því að ég byrjaði fyrst að reyna, sirka 2008-9 var ég alltaf fastur á því að ræktin væri eina lausnin til þess að létta mig, svo ég byrjaði að lyfta. En alltaf þyngdist ég meira og meira, svo ég gafst upp á mjög stuttum tíma vegna þess að kílóafjöldinn hækkaði alltaf.

Ég veit núna að það sem gekk á var líklega að vöðvar komu í stað fitu, og þess vegna fór þyngdin upp á við. Það sem ég einblíndi á voru kílóin og mér fannst vera samasem merki á milli þyngdaraukningar og árangursleysis. Þetta reyndi ég örugglega 3-4 sinnum á ári í mörg ár, en í stuttan tíma í hvert skipti, og fékk alltaf sömu niðurstöðuna í hausinn á mér. Ég var líka sannfærður um að ef ég pantaði mér eitthvað prótein og fitubrennsluefni þá gæti ég bara haldið áfram sama gamla mataræðinu og allt yrði í lagi. Hljómar ekki jafn gáfulega á prenti og það hljómar í hausnum er það nokkuð?

Ég var alltaf að heyra að það sem skipti máli væri 70% mataræði 30% hreyfing, en aldrei gaf ég því tækifæri því ég vildi ekki skilja við allan góða matinn og nammið, eða þá að ég hafði betri afsökun sem ég… uuuu, man ekki akkúrat núna. Skiptir ekki máli, hún var örugglega alveg jafn heimskuleg og hinar afsakanirnar.

Seint á árinu 2015 sá ég svo fjarþjálfun auglýsta á facebook og hugsaði að það gæti svosem ekki gert ástandið verra og skellti mér í hana. Þar var mér afhent matarprógram og mér var sagt að víkja aldrei út af því, og Guð minn almáttugur hvað það var frábært að borða hollt. Á endanum gafst ég þó upp aftur því ég sá engan árangur sjálfur.

Það eru þessi misheppnuðu skipti sem láta mann halda að það sé ómögulegt að standa upp af rassgatinu og reyna aftur.

En ég ákvað að reyna einu sinni enn fyrir nokkrum mánuðum, reyndar hef ég ekki ennþá staðið upp af rassgatinu, en ég er að einblína á mataræðið. Ég tók út brauðmeti, skipti kóki yfir í sódavatn og fór að borða minna af skyndibitum. Endalaust af pínulitlum breytingum sem ég tek varla eftir núna og ég er kominn niður um 13 kíló á innan við 3 mánuðum og mér hefur aldrei liðið betur.

En nóg um mig. Það sem ég er að segja er að, Þú þarft bara að finna það sem hentar þér, virkar fyrir þig og ekki gefast upp á því að búa til bestu útgáfuna af sjálfum þér því að það er klárlega þess virði og þegar það tekst áttu aldrei eftir að sjá eftir því.

Vonandi var þetta hvetjandi fyrir einhvern að lesa,
Þetta var mín tilraun til þess að hjálpa

Takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til þess að lesa þetta!


Höfundur greinar: Rúnar Már Theodórsson

Karen Hrund er ólétt aðeins 15 ára: Mæðrahlutverkið, fordómar, gleði og ljót skilaboð

Karen Hrund er 15 ára og hefur nýlokið grunnskólagöngu sinni. Hún er búsett á Akureyri og er í sambandi með Ómari Berg, 21 árs. Saman eiga þau von á barni og er Karen komin 35 vikur á leið. Bleikt fékk Kareni í viðtal til að ræða um meðgönguna, verðandi mæðrahlutverk og fordómana sem hún hefur orðið fyrir vegna aldurs hennar. Karen kynntist kærastanum sínum þegar hún var fjórtán ára og hann ný orðinn tvítugur. Þau byrjuðu saman í ágúst í fyrra. Þau eiga von á strák og segist Karen hlakka til en vera samt ótrúlega stressuð líka. „Þú veist aldrei… Lesa meira

Móðir bakaði brownies úr brjóstamjólk fyrir kökusölu – Viðbrögðin létu ekki á sér standa

Móðir, sem ekki vill láta nafn síns getið, ákvað að nota brjóstamjólk í köku sem hún bakaði fyrir kökusölu skóla barnsins síns. Hún skilur ekki af hverju fólki finnst það ógeðslegt og bregðist svona illa við því. Hún segir að hún hafði ekki nægan tíma til að fara út í búð til að kaupa mjólk þannig hún notaði „sína eigin.“ Þegar aðrar mæður fréttu af þessu sérstaka hráefni leyndu viðbrögðin sér ekki. Þeim fannst þetta ógeðslegt en móðirin skilur bara alls ekki af hverju. Samkvæmt henni þá „þurfa sum þessara barna næringuna.“ Hún ákvað að snúa sér til Facebook í leit að ráðum um hvað hún… Lesa meira

Sjáðu nýjustu Stranger Things stikluna

Netflix þættirnir „Stranger Things“ fóru sem stormsveipur um heimsbyggðina i í fyrra enda rosalega góðir þættir. Heillandi saga, frábærar persónur, óviðjafnaleg spenna og nógu mikil hrollvekja til að láta hárin rísa. Netflix staðfesti útgáfudaginn fyrr í mánuðinum en þáttaröðin kemur á Netflix 27. október 2017 og mun innihalda níu þætti. Einnig er komin lýsing fyrir þáttaröðina: „Það er 1984 og íbúar Hawkins, Indiana eru enn að kljást við hryllinginn sem fylgdi demagorgon og leyndarmál Hawkins Lab. Það er búið að bjarga Will Byers frá „the Upside Down“ en stærri og illsvitandi tilvera ógnar enn þeim sem lifðu af.“ Nú hefur… Lesa meira

22 hlutir sem barnið þitt ætti að kunna áður en það byrjar í skóla

Hvernig reiðir barninu þínu af í samanburði við önnur börn þegar kemur að hlutum eins og málskilningi, skrift eða öðrum grundvallarþáttum? Sálfræðingurinn Janine Spencer við Brunel-háskóla hefur sett saman lista yfir tuttugu og tvö atriði sem börn ættu að geta gert áður en þau byrja í grunnskóla. Þau munu koma betur undirbúin fyrir skólagönguna og létta þeim lífið verulega þegar loks er sest á skólabekk. Listinn birtist fyrst í vefútgáfu breska blaðsins Mirror. Þar er jafnframt tekið fram að foreldrar eiga ALLS ekki að örvænta þó barnið kunni ekki öll þessi atriði. Hér eru aðeins nefnd atriði sem börn hefðu… Lesa meira

Er rangt að stunda kynlíf á meðan börnin eru sofandi í sama herbergi?

Mikil umræða hefur spunnist á spjallborði vefsíðunnar Netmums, eða Netmæður, um kosti og galla þess að foreldrar stundi kynlíf meðan börnin eru sofandi í sama herbergi. Sitt sýnist hverjum um þetta og er óhætt að segja að mæður skiptist í tvær fylkingar. Færslan sem kom öllu af stað Færslan sem kom umræðunni af stað snerist um foreldra tveggja barna, 10 og 8 ára, sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfa að deila herbergi með börnum sínum í nokkra mánuði. Konan sem skrifar færsluna segir að henni hafi verið verulega brugðið þegar vinkona hennar, sum sé móðir þessara 8 og 10 ára barna,… Lesa meira

Eva Björk gerir fallega ábreiðu af laginu „Lover, Please Stay“ – Myndband

Eva Björk er söngkona og lagahöfundur. Hún hefur sungið og samið tónlist frá unga aldri og gaf út sitt fyrsta lag 17 ára. Boltinn fór fyrst að rúlla hjá henni þegar hún byrjaði í kór Lindakirkju hjá Óskari Einars árið 2011. Síðan þá hefur hún fengið mörg tækifæri til að vinna með frábærum listamönnum. Eva hefur tekið að sér alls konar bakraddaverkefni eins og undankeppni Eurovision. Hún hefur einnig sungið bakraddir fyrir Kaleo, Glowie, Sylvíu, Kítón og Frostrósir. Hún tók þátt í tónleikauppsetningu Jesus Christ Superstar, bæði sem kórmeðlimur en einnig sem hluti af hópnum „Soul Girls.“ Árið 2013 stofnaði… Lesa meira

Sniðugar bola samstæður sem við vissum ekki að voru til

Mörgum finnst gaman að klæða sig í stíl við til dæmis makann sinn, barnið sitt eða vin sinn. Hvað er þá skemmtilegra en að geta gert það á sniðugan hátt. Eins og að vera í bola samstæðum sem eru mjög snjallar og fyndnar. Hér fyrir neðan eru nokkrar sniðugar bola samstæður sem við vissum ekki að voru til. #1   #2   #3   #4   #5   #6   #7   #8   #9   #10   #11   #12   #13   #14   #15   #16   #17   #18 Lesa meira

Þú trúir því líklega ekki, en þetta er sami maðurinn

Á unglingsárunum var Martyn Ford ekkert frábrugðinn öðrum unglingum; hann var hár og grannur og vakti svo sem ekki mikla eftirtekt eða athygli. Á fullorðinsárunum fór hann að hafa mikinn áhuga á líkamsrækt, svo mikinn að í dag er hann algjört vöðvafjall. Á myndinni hér að neðan má sjá hann þegar hann var unglingur og svo hvernig hann lítur út í dag. Ford er eigandi líkamsræktarstöðvar á Englandi, Better Bodz Gym, þar sem hann stundar lyftingar af kappi. Í dag vegur hann tæp 150 kíló og hefur hann vakið athygli kvikmyndaframleiðenda. Hann fer til dæmis með hlutverk í kvikmyndinni Undisputed… Lesa meira

Panorama myndir sem misheppnuðust stórkostlega

Panorama getur verið ótrúlega skemmtileg leið til að taka flottar myndir. Hins vegar getur það einnig misheppnast stórkostlega þar sem það má engin hreyfing eiga sér stað í umhverfinu sem er verið að taka mynd af. Hvort sem maður er að taka mynd af fólki eða öðru þá getur hin minnsta hreyfing gjörbreytt myndinni. Hér eru nokkrar panorama myndir sem misheppnuðust stórkostlega. Bored Panda greinir frá. #1 Langur kisi   #2 Panorama mynd tekin á tónleikum, sviðljósin breyttust í miðri myndatöku   #3 Þetta gerist þegar maður hnerrar í miðri myndatöku   #4 Það skemmti sér einn mjög vel í… Lesa meira

Þetta eru löndin þar sem konur eru kynferðislega ánægðastar

Það er misjafnt eftir því hvar konur búa í heiminum hversu sáttar þær eru kynferðislega. Stefnumótasíðan Victoria Milan gerði könnun á kynferðislegri ánægju kvenna í yfir 20 löndum. Markmið könnunarinnar var að finna út meðal tímann sem makar eyðir í kynferðislega ánægju kvenna. Alls tóku 6117 konur þátt í könnunni og samkvæmt niðurstöðunum bar Danmörk sigur úr býtum. Konur í Danmörku eru því kynferðislegar ánægðastar samkvæmt þessari könnun og njóta að meðaltali 44 mínútur í senn sem eru tileinkaðar þeirra ánægju. Í Bandaríkjunum njóta konur 41 mínútur að meðaltali í senn og eru því í öðru sæti. Finnskar konur eru… Lesa meira

Ótrúlegar myndir frá brúðkaupi á Íslandi innblásið af Game of Thrones

Parið Monica og Ben eru miklir aðdáendur Game of Thrones. Þegar kom að því að ákveða hvar þau vildu gifta sig þá kom aðeins einn staður til greina, Ísland! Monica er frá Ítalíu og Ben er frá Bretlandi en þau héldu athöfnina á Þingvöllum. „Við erum bæði aðdáendur Game of Thrones og mjög hrifin af fantasíu,“ sagði Monica við Rock N Roll Bride. Monica og Ben hafa áður komið til Íslands í Game of Thrones ferð og bað Ben hana um að giftast sér hér á landi. „Við kunnum einnig að meta frjálslegt eðli Íslendinga og opinská viðhorf þeirra til… Lesa meira

Sportscasting/„Að lýsa leiknum“- Hvað er það og hvernig á að nota það?

Sportscasting er orð sem kemur frá Janet Lansbury einni helstu talskonu RIE stefnunnar í heiminum í dag og hefur það á stuttum tíma orðið að mikið notuðu hugtaki í stefnunni sjálfri og víðar. Í íslenskri þýðingu tala ég oft um það “að lýsa leiknum” og finnst það ná ágætlega utan um merkingu orðsins, en hvað þýðir það samt, að „sportscast-a“ eða “að lýsa leiknum” í uppeldi? Sportscasting er það þegar við segjum upphátt það sem við sjáum í aðstæðum. Við segjum bara staðreyndir án þess að dæma eða segja okkar skoðun á atriðinu sem við erum að „lýsa“ (sama hvort um jákvæða eða neikvæða… Lesa meira