Rúnar er búinn að léttast um 13 kíló – „Við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir“

Byrjum þetta á smá sprengju:

Mér finnst illa gert af fólki að leyfa sér að verða of þungt.

Ekki misskilja mig!
Þetta þýðir ekki að ég sé að setja út á fólk í ofþyngd, heldur er ég að segja að innst inni vitum við öll að við eigum ekki að fara illa með okkur. Þetta eru engir fegurðarstaðlar, heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn.

Rúnar Már Theodórsson, höfundur greinar

Mér finnst umræðan um að það eigi að leyfa hverjum og einum að vera eins og hann er af því að hann er ánægður í sínum líkama einfaldlega ekki eiga rétt á sér, og beinlínis vera hættulegar fullyrðingar, því að það er ekki að ástæðulausu sem við erum í miklu fleiri áhættuhópum en fólk í meðalþyngd.

Margir af mínum vinum og minni fjölskyldu eru í ofþyngd og ég veit að þau langar ekki að vera þar, frekar en neinn annan sem hefur kynnst fylgikvillunum. Það þarf að gera greinarmun á milli þess að líða vel og að líða vel í eigin líkama

Þess vegna er mér meira annt um það að fólk fái þá hjálp sem það vantar og lagi sitt ástand áður en það er of seint, heldur en að fólk fái að halda sér í sínum þægindaramma sem er yfirleitt byggður á sjálfsblekkingunni að þeim líði vel í þessum líkama. Líkama sem er endalaust undir of miklu álagi, því við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir

Einnig finnst mér að hver sem er megi leiðbeina okkur og koma með athugasemdir og ráð, svo lengi sem þau eru ekki persónulega niðrandi. Við erum jú öll hluti af samfélagi sem myndi aldrei virka ef allir myndu bara hugsa um sjálfa sig og sleppa sér endalaust í nautnum og fíknum sem gera okkur ófær um að gera einföldustu hluti.
Lífsstíllinn er óheilbrigður og álagið á allt okkar stoðkerfi er mjög svo óeðlilegt.

Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að gera bara lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir að fara í vörn og berjast á móti?
Allt of margir vilja frekar fara í stríð við aðra, en sjálft sig og mér finnst það svo sorglegt. Af hverju ekki bara að skjóta hærra en þú hefur nokkurn tíma skotið áður, á hverjum degi? Það er kannski erfitt, en með réttu hugarfari og nægum viljastyrk getur maður gert nákvæmlega allt sem mann langar til þess að gera.

Það þarf bara þetta fyrsta skref út fyrir þægindarammann sem við elskum öll og dáum!

Mín persónulega Reynsla

Frá því að ég byrjaði fyrst að reyna, sirka 2008-9 var ég alltaf fastur á því að ræktin væri eina lausnin til þess að létta mig, svo ég byrjaði að lyfta. En alltaf þyngdist ég meira og meira, svo ég gafst upp á mjög stuttum tíma vegna þess að kílóafjöldinn hækkaði alltaf.

Ég veit núna að það sem gekk á var líklega að vöðvar komu í stað fitu, og þess vegna fór þyngdin upp á við. Það sem ég einblíndi á voru kílóin og mér fannst vera samasem merki á milli þyngdaraukningar og árangursleysis. Þetta reyndi ég örugglega 3-4 sinnum á ári í mörg ár, en í stuttan tíma í hvert skipti, og fékk alltaf sömu niðurstöðuna í hausinn á mér. Ég var líka sannfærður um að ef ég pantaði mér eitthvað prótein og fitubrennsluefni þá gæti ég bara haldið áfram sama gamla mataræðinu og allt yrði í lagi. Hljómar ekki jafn gáfulega á prenti og það hljómar í hausnum er það nokkuð?

Ég var alltaf að heyra að það sem skipti máli væri 70% mataræði 30% hreyfing, en aldrei gaf ég því tækifæri því ég vildi ekki skilja við allan góða matinn og nammið, eða þá að ég hafði betri afsökun sem ég… uuuu, man ekki akkúrat núna. Skiptir ekki máli, hún var örugglega alveg jafn heimskuleg og hinar afsakanirnar.

Seint á árinu 2015 sá ég svo fjarþjálfun auglýsta á facebook og hugsaði að það gæti svosem ekki gert ástandið verra og skellti mér í hana. Þar var mér afhent matarprógram og mér var sagt að víkja aldrei út af því, og Guð minn almáttugur hvað það var frábært að borða hollt. Á endanum gafst ég þó upp aftur því ég sá engan árangur sjálfur.

Það eru þessi misheppnuðu skipti sem láta mann halda að það sé ómögulegt að standa upp af rassgatinu og reyna aftur.

En ég ákvað að reyna einu sinni enn fyrir nokkrum mánuðum, reyndar hef ég ekki ennþá staðið upp af rassgatinu, en ég er að einblína á mataræðið. Ég tók út brauðmeti, skipti kóki yfir í sódavatn og fór að borða minna af skyndibitum. Endalaust af pínulitlum breytingum sem ég tek varla eftir núna og ég er kominn niður um 13 kíló á innan við 3 mánuðum og mér hefur aldrei liðið betur.

En nóg um mig. Það sem ég er að segja er að, Þú þarft bara að finna það sem hentar þér, virkar fyrir þig og ekki gefast upp á því að búa til bestu útgáfuna af sjálfum þér því að það er klárlega þess virði og þegar það tekst áttu aldrei eftir að sjá eftir því.

Vonandi var þetta hvetjandi fyrir einhvern að lesa,
Þetta var mín tilraun til þess að hjálpa

Takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til þess að lesa þetta!


Höfundur greinar: Rúnar Már Theodórsson

Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti

Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og lakkrísdufti alveg frábær. Ristaðar möndlur með súkkulaði og lakkrísdufti 200 g möndlur 200 g hvítt súkkulaði 1/2 msk kakó 1/2 msk lakkrísduft, t.d. frá Johan Bulow Ristið möndlurnar í 180°c heitum ofni í um 10 mínútur. Takið úr ofninum og kælið. Blandið kakó og lakkrísdufti… Lesa meira

Quesadillas með nautahakki og bræddum osti

Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift.  Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt 4 tortillur smjör 2 bollar rifinn ostur Steikið nautahakk á pönnu við meðalhita þar til það er ekki lengur bleikt. Hellið allri fitu af. Bætið baunum, chilí og kryddum saman viði. Steikið í um 3 mínútur í viðbót. Takið af pönnunni. Smyrjið tortillu með smjöri… Lesa meira

Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir – Annar hluti

Hér kemur annar hluti af „Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir“ þar sem, eins og nafnið gefur til kynna, einn hlutur á myndinni er ekki eins og hinir hlutirnir! Athugaðu hvort þú sérð hvaða hlutur sker sig úr á myndunum hér fyrir neðan. Bored Panda tók saman. Sjá einnig: Einn af þessum hlutum er ekki eins og hinir - Fyrsti hluti #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 #18 #19 #20 Lesa meira

„Ég er þakklát fyrir að hafa barist á móti öllum þeim sem kölluðu mig aumingja“

Ég er menntskælingur sem finnur að það er eitthvað í hjarta mínu sem knýr mig til að gefa mér tíma til að setjast niður og skrifa. Í kjölfar límmiðaumræðu Þórunnar Antoníu og annarra byltinga er varða kynferðisofbeldi eykst umtalið í samfélaginu, sem ég tel vera gott. Það er þó eitt sem mér finnst vanta í umræðuna. Við erum flest sammála um að ábyrgðin liggur hjá geranda þegar um ofbeldi er að ræða. Hvort sem ofbeldið er kynferðislegt, fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt. Það sem mér finnst vanta er hvatning og stuðningur við þolendur ofbeldis til að skila skömminni sem fylgir ofbeldi til síns… Lesa meira

Hann hefur sofið með fleiri stjörnum en nokkur annar

Average Rob hefur sofið með fleiri stjörnum en nokkur annar! Eða svona næstum því. Rob notar Photoshop til að setja sig sofandi inn á myndir með stjörnum eins og Taylor Swift, Barack Obama og Eminem. Hann hefur svo sannarlega látið drauminn rætast. #1 Þreyttur í lestinni með Barack Obama #2 Örugglega gott að kúra á öxlinni á David Beckham #3 Eminem góður við hann #4 Sofandi með North og Kanye West #5 Margot Robbie hress umvafin hvolpaást, og þessum sofandi gaur #6 Mila Kunis teiknaði á hann meðan hann var sofandi #7 Belgian Red Devils #8 Ryan Reynolds með pósurnar… Lesa meira

Hún sagði vinkonu frá kynferðislegri áreitni – „Áður en ég vissi af var hún farin að ausa yfir mig skömmum“

Femíníska vefritið Knuz birti í dag magnaða grein sem fjallar um þolendaskömm. Greinina ritar kona sem kýs að njóta nafnleyndar - en þar segir hún frá hörðum viðbrögðum vinkonu sinnar sem hún trúði fyrir atviki sem olli henni mikilli vanlíðan og snerist um grófa kynferðislega áreitni sameiginlegs vinar þeirra. Við fengum góðfúslegt leyfi ritstjórna knúzsins til að birta þessa mikilvægu grein: Ég hef ákveðið að skrifa um þolendaskömm, atvik sem ég lenti sjálf í og hvað gerðist þegar ég loksins þorði að segja vinkonu minni frá þessu. Eftir að hafa upplifað harkaleg viðbrögð vinkonu minnar, þá sá ég að ég… Lesa meira

„Geimverujóga“ er nýtt trend á Instagram – Frekar óhugnanlegt

Ef það sem hræðir þig mest við jóga er að prumpa óvart þegar þú ert að skipta um erfiðar stellingar þá hefur þú ekki séð geimverujóga. Harðkjarna jógafólk getur gert ýmislegt við líkamann sinn sem er frekar óhugnanlegt. Upphaflega kallast þessi tegund af jóga „Nauli,“ en hefur verið kallað „Alien Yoga“ samkvæmt Independent. Þessi aldagamla jóga hreyfing, sem er nú vinsælt trend á Instagram, snýst í grunninn um að anda alveg út áður en þú „einangrar kviðinn“ og sýgur hann svo undir rifbeinin. Þegar þú sérð hreyfinguna þá áttu eftir að átta þig á af hverju þetta er kallað geimverujóga. https://www.instagram.com/p/BSb6nMkDLnY/… Lesa meira

Þrjár unglingsstelpur skipa hljómsveitina MíóTríó sem var að gefa út skemmtilegan sumarsmell – Myndband

Þrjár stelpur á aldrinum þrettán til fimmtán ára skipa hljómsveitina MíóTríó frá Hveragerði. Þær eru Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdóttir. MíóTríó var að gefa frá sér myndband við eldhressan og skemmtilegan sumarsmell. Ef þetta kemur þér ekki í sumarskap þá veit ég ekki hvað gerir það! Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Það verður spennandi að sjá hvað kemur næst frá þessum ótrúlega hæfileikaríku stelpum! Hér getur þú fylgst með MíóTríó á Facebook. Lesa meira

Fíflasíróp Jóns Yngva – Frábært á pönnukökurnar!

Bókin Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta kom út á dögunum. Bókinni lýsir höfundurinn, Jón Yngvi Jóhannsson, sem matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Jón Yngvi heldur úti skemmtilegri facebook síðu sem tengist bókinni - en þar birtir hann reglulega uppskriftir og góð ráð sem hefðu getað ratað í bókina en gerðu það ekki. Þar á meðal er þessi frábæra uppskrift að fíflasírópi sem hann var svo huggulegur að leyfa okkur að birta hér fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel og gleðilegt sumar! Vegna fjölda (ja, að minnsta kosti tveggja)… Lesa meira

Scott Disick og Bella Thorne kela í sólinni í Frakklandi: „Hann fór klárlega með henni til að pirra Kourtney“

Scott Disick barnsfaðir og fyrrverandi kærasti Kourtney Kardashian sást eiga notalegar stundir með raunveruleikastjörnunni og leikkonunni Bellu Thorne. Þau fóru saman til Frakklands vegna Cannes kvikmyndahátíðinnar og sást til þeirra hafa gaman í sólinni á miðvikudaginn. Þau voru við sundlaugina að hlusta á tónlist, kyssast og fá sér vín. „Þau voru að hlæja og skemmta sér,“ sagði heimildarmaður E! News. „Þau eyddu öllum deginum að kúra saman og reyna við hvort annað. Þau kysstust nokkrum sinnum og á einum tímapunkti lá Bella ofan á Scott og hann strauk henni um hárið. Þegar Scott fékk FaceTime símtal þá var Bella að… Lesa meira