Rúnar er búinn að léttast um 13 kíló – „Við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir“

Byrjum þetta á smá sprengju:

Mér finnst illa gert af fólki að leyfa sér að verða of þungt.

Ekki misskilja mig!
Þetta þýðir ekki að ég sé að setja út á fólk í ofþyngd, heldur er ég að segja að innst inni vitum við öll að við eigum ekki að fara illa með okkur. Þetta eru engir fegurðarstaðlar, heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn.

Rúnar Már Theodórsson, höfundur greinar

Mér finnst umræðan um að það eigi að leyfa hverjum og einum að vera eins og hann er af því að hann er ánægður í sínum líkama einfaldlega ekki eiga rétt á sér, og beinlínis vera hættulegar fullyrðingar, því að það er ekki að ástæðulausu sem við erum í miklu fleiri áhættuhópum en fólk í meðalþyngd.

Margir af mínum vinum og minni fjölskyldu eru í ofþyngd og ég veit að þau langar ekki að vera þar, frekar en neinn annan sem hefur kynnst fylgikvillunum. Það þarf að gera greinarmun á milli þess að líða vel og að líða vel í eigin líkama

Þess vegna er mér meira annt um það að fólk fái þá hjálp sem það vantar og lagi sitt ástand áður en það er of seint, heldur en að fólk fái að halda sér í sínum þægindaramma sem er yfirleitt byggður á sjálfsblekkingunni að þeim líði vel í þessum líkama. Líkama sem er endalaust undir of miklu álagi, því við vitum öll hvaða kvillar fylgja offitu, bæði andlegir og líkamlegir

Einnig finnst mér að hver sem er megi leiðbeina okkur og koma með athugasemdir og ráð, svo lengi sem þau eru ekki persónulega niðrandi. Við erum jú öll hluti af samfélagi sem myndi aldrei virka ef allir myndu bara hugsa um sjálfa sig og sleppa sér endalaust í nautnum og fíknum sem gera okkur ófær um að gera einföldustu hluti.
Lífsstíllinn er óheilbrigður og álagið á allt okkar stoðkerfi er mjög svo óeðlilegt.

Af hverju er svona erfitt fyrir okkur að gera bara lífsstílsbreytingu í staðinn fyrir að fara í vörn og berjast á móti?
Allt of margir vilja frekar fara í stríð við aðra, en sjálft sig og mér finnst það svo sorglegt. Af hverju ekki bara að skjóta hærra en þú hefur nokkurn tíma skotið áður, á hverjum degi? Það er kannski erfitt, en með réttu hugarfari og nægum viljastyrk getur maður gert nákvæmlega allt sem mann langar til þess að gera.

Það þarf bara þetta fyrsta skref út fyrir þægindarammann sem við elskum öll og dáum!

Mín persónulega Reynsla

Frá því að ég byrjaði fyrst að reyna, sirka 2008-9 var ég alltaf fastur á því að ræktin væri eina lausnin til þess að létta mig, svo ég byrjaði að lyfta. En alltaf þyngdist ég meira og meira, svo ég gafst upp á mjög stuttum tíma vegna þess að kílóafjöldinn hækkaði alltaf.

Ég veit núna að það sem gekk á var líklega að vöðvar komu í stað fitu, og þess vegna fór þyngdin upp á við. Það sem ég einblíndi á voru kílóin og mér fannst vera samasem merki á milli þyngdaraukningar og árangursleysis. Þetta reyndi ég örugglega 3-4 sinnum á ári í mörg ár, en í stuttan tíma í hvert skipti, og fékk alltaf sömu niðurstöðuna í hausinn á mér. Ég var líka sannfærður um að ef ég pantaði mér eitthvað prótein og fitubrennsluefni þá gæti ég bara haldið áfram sama gamla mataræðinu og allt yrði í lagi. Hljómar ekki jafn gáfulega á prenti og það hljómar í hausnum er það nokkuð?

Ég var alltaf að heyra að það sem skipti máli væri 70% mataræði 30% hreyfing, en aldrei gaf ég því tækifæri því ég vildi ekki skilja við allan góða matinn og nammið, eða þá að ég hafði betri afsökun sem ég… uuuu, man ekki akkúrat núna. Skiptir ekki máli, hún var örugglega alveg jafn heimskuleg og hinar afsakanirnar.

Seint á árinu 2015 sá ég svo fjarþjálfun auglýsta á facebook og hugsaði að það gæti svosem ekki gert ástandið verra og skellti mér í hana. Þar var mér afhent matarprógram og mér var sagt að víkja aldrei út af því, og Guð minn almáttugur hvað það var frábært að borða hollt. Á endanum gafst ég þó upp aftur því ég sá engan árangur sjálfur.

Það eru þessi misheppnuðu skipti sem láta mann halda að það sé ómögulegt að standa upp af rassgatinu og reyna aftur.

En ég ákvað að reyna einu sinni enn fyrir nokkrum mánuðum, reyndar hef ég ekki ennþá staðið upp af rassgatinu, en ég er að einblína á mataræðið. Ég tók út brauðmeti, skipti kóki yfir í sódavatn og fór að borða minna af skyndibitum. Endalaust af pínulitlum breytingum sem ég tek varla eftir núna og ég er kominn niður um 13 kíló á innan við 3 mánuðum og mér hefur aldrei liðið betur.

En nóg um mig. Það sem ég er að segja er að, Þú þarft bara að finna það sem hentar þér, virkar fyrir þig og ekki gefast upp á því að búa til bestu útgáfuna af sjálfum þér því að það er klárlega þess virði og þegar það tekst áttu aldrei eftir að sjá eftir því.

Vonandi var þetta hvetjandi fyrir einhvern að lesa,
Þetta var mín tilraun til þess að hjálpa

Takk æðislega fyrir að gefa þér tíma til þess að lesa þetta!


Höfundur greinar: Rúnar Már Theodórsson

Foreigner í fyrsta sinn á Íslandi

Risasveitin Foreigner mun heimsækja Ísland í fyrsta sinn og taka tónleika í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. maí 2018. Foreigner þarf vart að kynna fyrir almenningi, en hljómsveitin hefur selt yfir 75 milljón platna í gegnum feril sinn sem nær yfir 40 ára tímabil, og fagnar þeim áfanga nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Það má því búast við frábærri upplifun þegar sveitin tekur öll sín bestu lög í Laugardalshöll. Hljómsveitin hefur verið álitin ein vinsælasta rokkhljómsveit heims og mun koma beint frá The Royal Albert Hall í Bretlandi og ættu Íslendingar því að fá sveitina í toppformi í Laugardalshöllinni en sveitin hefur… Lesa meira

Kendall Jenner leikur í nýju myndbandi Fergie

Á föstudag gaf Fergie út plötuna Double Dutchess, sem er önnur stúdíóplata hennar, en í fyrra kom Dutchess út. Á fimmtudag kom út myndband við lagið Enchanté (Carine). Með Fergie í laginu syngur sonur hennar, Axl Jack sem er fjögurra ára og hann hljómar ekki aðeins dásamlega, heldur syngur hann bæði á ensku og frönsku. Kendall Jenner leikur síðan í myndbandinu og Fergie sjálf sést ekkert þar. https://www.youtube.com/watch?v=pMZAhWZxdGI   Lesa meira

Snyrtistofan á Garðatorgi stækkar við sig

Erna Gísla­dótt­ir eig­andi Snyrti­stof­unn­ar á Garðatorgi og annað starfsfólk stofunnar hélt partý í vikunni í til­efni af stækk­un stof­unn­ar. Aðstaðan fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur verið bætt og því hægt að láta dekra við sig í nýrri og endurbættri snyrtistofu. Boðið var upp á létt­ar veit­ing­ar, tilboð og kaupauka. Fjöldinn allur af góðum gestum mætti og fagnaði með Ernu og starfsfólki hennar.   Lesa meira

Feðgin bresta í söng á bílarúnti

Cole LaBrant er þekkt stjarna á Youtube og milljónir horfa á myndbönd hans á Cole&Say. En myndbandið sem hann tók upp með stjúpdóttur sinni, Everleigh fjögurra ára, sprengir krúttskalann í bílarúntmyndböndum. https://www.youtube.com/watch?v=Jmjuu_jGeg0   Lesa meira

Klæðir kisur eins og Taylor Swift

Jessica katta- og Taylor Swift aðdáandi sem búsett er í Oregon í Bandaríkjunum, tók sig til á dögunum og klæddi kettlingana sem hún er með í fóstri upp og vöktu myndirnar mikla athygli og aðdáun á Instagram. Jessica klæddi kettlingana í samsvarandi búninga og Swift klæðist í myndbandi lagsins Look What You Made Me Do. Jessica var að vonum hæstánægð með móttökurnar sem myndirnar fengu og skrifaði á Instagram: „Þetta er frábært. Ég er svo glöð og spennt og ég vona að Taylor sjái þessi krútt. Ég vona líka að kettlingarnir fái góð heimili til frambúðar. Þakka ykkur fyrir.“ Swift… Lesa meira

Íris skrifar um fæðingarþunglyndi – Engin glansmynd

Íris Bachmann er með bloggsíðuna irisbachmann.com. Nýlega skrifaði hún grein um eigin reynslu af fæðingarþunglyndi, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta. „Vinkona mín Karitas Harpa byrjaði með myllumerkið #enginglansmynd á síðustu dögum og það var það sem hvatti mig til þess að segja mína sögu,“ segir Íris. „Mig langaði að taka þàtt í þessari herferð hjá henni og hefur fólk almennt tekið þátt með að senda Karitas myndir með #enginglansmynd.“ Reynslu Írisar má lesa hér fyrir neðan og við hvetjum þá sem vilja taka þátt að nota myllumerkið og/eða senda Karitas myndir á netfangið karitasharpa@gmail.com. Einnig má senda Írisi… Lesa meira

12 ára búktalari vinnur America´s Got Talent

Hin 12 ára gamla Darci Lynne, búktalarinn sem heillaði bæði dómara og áhorfendur, vann tólftu seríu America´s Got Talent á miðvikudag. Sigurinn skilar henni 1 milljón dala í verðlaunafé og sýningum í Las Vegas. Í áheyrnarprufu hennar í júní síðastliðnum valdi einn dómara, Mel B., að ýta á gullhnappinn sem skilaði Lynne beint í úrslit þáttanna. https://www.youtube.com/watch?v=paIYpech9pY Og hér má sjá atriðið sem skilaði Lynne sigri. https://www.youtube.com/watch?v=8ropWor8aAM https://www.youtube.com/watch?v=uP4skab_zx4   Lesa meira

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira