Sædís Inga var kölluð fituhlussa: Sumt grær aldrei á sálinni

Einelti hefur verið mikið í umræðunni og er þess virkilega þörf þar sem þessi viðbjóður viðgengst alltaf, því miður. Þetta virðist ætla að vera eins og skæður sjúkdómur sem aldrei verður komið í veg fyrir alveg sama hvernig reynt er. Sjálf upplifði ég mikið einelti og satt best að segja hefur það enn áhrif á líf mitt.

Ég var grönn og pen þegar ég byrjaði í núll bekk eins og þá var kallað og hlakkaði til að byrja í skólanum. En eftir því sem leið á skólagönguna bætti ég á mig og var hreinlega komin við þröskuld offitu þegar grunnskóla lauk. Eins og flestir vita er það oftar en ekki tekin sem svo kölluð „gild ástæða“ til að níðast á fólki, kalla það öllum illum nöfnum, grýta það og hrinda og jafnvel leggja á það hendur.

Mín ár í grunnskóla fékk ég að kynnast þessu öllu. Ég var belja, fituhlussa, offitusjúklingur, hlass, hvalur og ég tala nú ekki um allan orðaforðan sem telur öll ljótustu orð í íslensku sem fólk getur gert sér í hugarlund að kalla megi með svona svívirðingum. Eitt sinn var ég líka slegin kinnhesti af skólabróður mínum og það í bekkjarstofunni og ekkert var gert.

Sædís Inga höfundur greinar
Sædís Inga höfundur greinar

En það sem ristir dýpst af þessu öllu er þegar skólastjórinn hótaði að slá mig. Við stóðum bekkjarsystur á ganginum í skólanum og hún hafði dregið fram ermarnar á peysunni sinni og sló þeim í andlitið á mér. Og í þann mund sem ég arga á hana að hætta að slá mig gengur skólastjórinn fram hjá .Hann snar stoppaði og spurði hvað gengi á, ég útskýrði það og viðbrögðin voru á þá leið. Hann ýldi brúnir og sagði „Ef þú hættir ekki þessum öskrum slæ ÉG þig.“

Eins og gefur að skilja féllust mér hendur, ég stóð þarna á ganginum orðlaus, gjörsamlega orðlaus og það gerist nú ekki oft. Skólasystir mín hló að þessu og fannst þetta mjög fyndið en ekki mér. Sem betur fer er þetta ekki framkoma sem líðst í dag, hvorki frá skólastjórnendum né nemendum við hvort annað. En eins og ég sagði verður því miður aldrei komið alveg í veg fyrir þetta.

En það sem verra er, er eftirfylgnin. Hversu bugaður er einstaklingurinn eftir svona framkomu til margra ára í grunnskóla? Hversu mikil vanlíðan fylgir fólki sem svona upplifir og hvernig áhrif hefur það á einstaklinginn þegar grunnskóla er lokið og hvernig spjarar hann sig eftir það. Því miður verð ég að segja að eftirfylgnin er engin og tala ég af eigin reynslu.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Einstaklingum er hrint út úr grunnskóla og hann skal gjöra svo vel að kyngja framkomunni, hysja upp um sig og takast á við daglegt líf. Það er enginn sem sest niður með þessum einstakling og spyr hvernig hann hafi það, hvernig og hvort hann sé að vinna úr sínum málum eða hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir hann til að aðstoða við að koma ró á sálarlíf hans og vinna úr því sem er kannski margra ára einelti, svívirðingar og oftar en ekki misþyrmingar af hálfu bekkjarfélaga.

Því miður ætlar fólk aldrei að læra, starfsdögum hjúkrunarfræðinga yfir skólaárið fækkar alltaf og fækkar og námsráðgjafar komast oft ekki yfir öll þau tilfelli sem koma inn á borð til þeirra, þó svo þeir séu allir að vilja gerðir til að leysa öll svona mál og hjálpa einstaklingnum… Og ég tala nú ekki um sálfræðiþjónustu í sveitarfélögum úti á landi sem eru virkilega lömuð þegar kemur að þjónustu við börn.

Öll meiriháttar alvarleg tilfelli sem snerta börn úti á landi verður að senda suður til Reykjavíkur sem anna alls ekki þessari þjónustu og úr verður að alls ekki allir fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Úr verður að einstaklingar falla á milli rifanna í kerfinu og verða að meiriháttar erfiðum tilfellum sem jafnvel verður aldrei hægt að hjálpa almennilega og eða lækna ástand sem hefði jafn vel verið hægt að koma í veg fyrir með almennilegri aðstoð ef hún hefði verið veitt strax.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Vona ég svo sannarlega að við náum að breyta þessari þróun sem því miður hefur orðið og að við náum einhverri af þessari þjónusti til baka út á land svo landið allt geti byggt upp sterkari einstaklinga sem geti verið virkir þátttakendur í daglegu lífi en ekki lamaðir á kerfinu vegna lélegra þjónustu sem hefði mátt koma í veg fyrir, einungis með bættri þjónustu. Væri því óskandi að ráðamenn þessa lands reyndu nú að grípa til einhverra aðgerða og auka þjónustu við börn á landsbyggðinni og sæu til þess að þau fengu sömu þjónustu og aðrir því að við byggjum jú landið okkar á öllum Íslendingum, ekki bara Reykvíkingum.

-Sædís Inga Ingimarsdóttir

Höfundur greinar er formaður foreldrafélags Oddeyrarskóla og situr í Samtaka og er varaformaður þar. Situr hún einnig í skólanefnd Akureyrar sem fulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira