Sara var tvisvar mjög nálægt dauðanum: „Ég þorði ekki að drekka vatn því ég hélt að ég mynda fitna og þyngjast af því“

Sara Ósk Vífilsdóttir fékk kjark til þess að segja frá sinni hlið af átröskun eftir að Andrea Pétursdóttir steig fram og sagði sína sögu á mánudaginn. Við hjá Bleikt birtum pistil Andreu um baráttu hennar við átröskun sem er hægt að lesa hér. Samfélagsmiðlar spiluðu stórt hlutverk í bæði átröskun Andreu og Söru og segja þær að glansmyndirnar sem er haldið úti á slíkum miðlum hafi haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra.

Bleikt hafði samband við Söru Ósk og fékk leyfi til að birta pistillinn hennar sem hún deildi fyrst á Facebook.

Sara Ósk Vífilsdóttir

„Hélt að ég myndi aldrei skrifa þennan póst og ég er búin að mana sjálfa mig í það þangað til að Andrea steig fram með sína reynslu og hennar hlið á átröskun. Svona er mín hlið.

Ég var rosalega glaðlynd stelpa, átti alltaf mikið af vinum og var mjög félagslynd. Lífið var æðislegt. Ég elskaði alla í kringum mig. Ég greindist með þunglyndi og kvíða 13 ára og byrjaði með sjálfsskaða. Pabbi minn var alkóhólisti og dópisti og kom mikil vanlíðan út frá því. Ég skar mig út úr vinahópnum smám saman.

Ég var alltaf þykkari en stelpurnar í bekknum. Ég neitaði að fara í skólasund, ég hataði líkama minn en gerði samt ekkert í því. Ég borðaði mjög mikið á þessum aldri.

15 ára var ég gjörsamlega komin með nóg af mér sjálfri. Ég tók allt sælgæti út og minnkaði matarskammtana. Át bara hnetur og drakk alltaf 7-8 bolla af grænu tei á dag. Fór að hreyfa mig meira. Samfélagsmiðlarnir spiluðu STÓRAN part. Ég miðaði mig við aðrar „flottar“ stelpur og skildi ekki af hverju ég gat ekki orðið svona „flott“ eins og þær. Ég var föst á þessum miðlum.

Ég var byrjuð að láta mig dreyma um bein á líkömum sem mig langaði að myndu sjást á mér. Ég var hætt að mæta í skólann, lokaði mig af og ýtti öllum frá mér.

Ég var farin að telja hverja einustu kaloríu ofan í mig og vigtaði matinn líka sem mátti ekki vera meira en 100 grömm. Ég var orðin það slæm að ég þorði ekki að drekka vatn því ég hélt að ég mynda fitna og þyngjast af því. Kílóin hrundu og missti ég yfir 20 kg á þrem mánuðum sem er gjörsamlega út í hött og ekki eðlilegt.

Myndir frá því þegar Sara Ósk var veik.

Ég var tvisvar mjög nálægt dauðanum. Hárið á mér var farið að detta af, ég skalf alltaf og var alltaf kalt. Svo byrjuðu hár að vaxa á öðrum stöðum til þess að reyna að halda á líkamanum hita, líffærin voru að gefast upp og var ég alltaf svo orkulaus að ég átti erfitt með að labba. Ég var alltaf að fá blóðsykursfall.

Mér fannst ég vera sigra heiminn þegar ég var í svelti. Alltaf þessi rödd sem sagði „þú stendur þig svo vel, haltu áfram.“

En sem betur fer var gripið fljótt inn í því ég var nú þegar byrjuð í bráðateymi á Bugl. Allt í einu sást að ég væri orðin að ekki neinu og ég var lögð strax inn á Bugl í átröskunarmeðferð.

Ég var lögð inn fjórum sinnum á sama ári vegna sjúkdómsins. Hann réð. Ég gat ekki tekist á við hann. Mig langaði að deyja. Þetta er eins og að vera í fangelsi og þú kemst ekki út. Þig langar innst inni að ná bata en sjúkdómurinn ræður öllu.

Það var allt orðið svo viðkvæmt líka í kringum mig, það mátti ekki segja hitt og þetta því þá myndi það hafa einhver áhrif. Ef einhver sagði „þú ert komin með fyllingu í andlitið“ þá var það beint í sveltið því ég túlkaði það þannig að ég væri feit.

Ég er allt önnur í dag. Ég er hamingjusöm. Ég er byrjuð hjá einkaþjálfra og hefur það hjálpað mikið. Ég er komin í kjörþyngd! Og ég gerði það allt SJÁLF! Ég sé framtíð mína fyrir mér. Ég er byrjuð að læra að elska sjálfa mig.

Sara Ósk í dag.

Þetta er stanslaus barátta á hverjum degi. En ég ætla ekki að gefast upp.

Ég veit að margir hafa trú á mér en ég verð líka að hafa trú á sjálfri mér. Ég hef hana og er svo STOLT af mér með þann árangur sem ég hef náð.

Ég vil þakka öllum sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta allt saman. Ekki síst fjölskyldan.❤

Ég er ekki að leitast eftir athygli. Það þarf að tala meira um þennan sjúkdóm. Hann er algengari en margir halda. Það þarf að vekja meiri athygli.

Elskið ykkur sjálf. Það er svo mikilvægt.“

Sjá einnig:

Andrea stígur fram og birtir ótrúlegar myndir: „Samfélagsmiðlar spila eitt stærsta hlutverkið í minni átröskun“

Ókunnug kona í Smáralind sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir

Andrea Ísleifsdóttir var í Smáralind á dögunum þegar ókunnug kona kom upp að henni og byrjaði að spjalla við hana um son Andreu. Samræðurnar byrjuðu vel en tóku snögga beygju þegar konan sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir ef hún ætlaði ekki að ala son sinn "rétt" upp. Konan taldi Andreu ekki vera að ala son sinn "rétt" upp þar sem Andrea skilgreinir hann sem "hann." Andrea segir frá þessu í grein sinni á Glam.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hér með lesendum. Hér að neðan má lesa alla grein Andreu í heild sinni. Um… Lesa meira

Fólk er að missa sig yfir gömlum myndum af Emiliu Clarke og Kit Harrington

Gamlar myndir af Emiliu Clarke og Kit Harrington eru að ganga eins og eldur í sinu um netheima. Myndirnar voru teknar fyrir Rolling Stones tímaritið árið 2012 og eru hreint út sagt guðdómlegar! Alfie Allen og Lena Headey voru einnig í myndatökunni. Bored Panda greinir frá þessu. Horfðu á myndbandið neðst í greininni frá myndatökunni og sjáðu tíst frá netverjum. „Þetta augnablik var ógleymanlegt,“ sagði ljósmyndarinn Peggy Sirota um myndina af þeim kyssast. „Ég bað þau um að kyssast og ætli ástin hafi ekki verið í loftinu og ég var bara nógu heppinn að vera þarna.“ Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. Fólk var… Lesa meira

Mel B rauk af sviði eftir kvikindislegan brandara Simon Cowell um brúðkaupsnóttina hennar

Melanie „Mel B“ Brown, fyrrum kryddpía og dómari í America‘s Got Talent, rauk af sviði síðastliðið þriðjudagskvöld eftir að meðdómari hennar Simon Cowell sagði grófan og klúran brandara um brúðkaupsnóttina hennar. Mel B stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn til tíu ára, Stephen Belafonte. Simon sagði „brandarann“ eftir tækniklúður í sýningu töframanns í America's Got Talent. „Ég get eiginlega ímyndað mér að þetta sé eins og brúðkaupsnótt Mel B. Mikil eftirvænting, lofar miklu, skilar litlu,“ sagði Simon. Mel B var ekki hrifin af þessum ummælum og kastaði yfir hann vatnsglasinu sínu áður en hún rauk af sviðinu í beinni… Lesa meira

Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum. Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn… Lesa meira

Ofurkrúttlegir hundar með sólgleraugu skynsamari en Donald Trump

Samfélagsmiðlar hafa logað af myndum frá sólmyrkvanum sem átti sér stað í gær og fjöldi fólks ferðaðist langar leiðir til Bandaríkjanna til þess að verða vitni að honum, enda eitt af ótrúlegustu undrum náttúrunnar. Til þess að sjá sólmyrkvan var nauðsynlegt að nota sérstök sólgleraugu sem vernda augun gegn hættulegum geislum sólarinnar. Forseti Bandaríkjanna virti þó þær viðvaranir ekki og ákvað að taka af sér sólgleraugun í miðjum sólmyrkva. Hinsvegar mátti sjá skynsama hunda víðsvegar um heiminn sem fylgdu fyrirmælum og pössuðu vel upp á sjónina. https://www.instagram.com/p/BYEh_hqlb3y/ https://www.instagram.com/p/BYE3M_GlZhX/ https://www.instagram.com/p/BYEW7QSgg6y/ https://www.instagram.com/p/BYESnoOjW10/ https://www.instagram.com/p/BYER1L-Bo_i/ https://www.instagram.com/p/BYEIhw3luBI/ https://www.instagram.com/p/BYD0_suHVsP/ https://www.instagram.com/p/BYESMlLjS1w/ https://www.instagram.com/p/BYEQo1LFTAS/ https://www.instagram.com/p/BYEBgZ1DC4_/ https://www.instagram.com/p/BYDhZlLht0V/ https://www.instagram.com/p/BYEk7FUAtgh/ Lesa meira

Karen Kjartansdóttir: „Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar“

„Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar. Mögulega í ætt við nektarmenningu Austur-Þýskalands,“ svona hefst pistill Karenar Kjartansdóttur um sundlaugar á Íslandi. Karen fór í sund um daginn með son sinn sem er að byrja í 1. bekk í grunnskóla. Honum var meinaður aðgangur að kvennaklefanum með Karen vegna aldurs, en hann þótti of gamall. Í kjölfarið kom ýmislegt upp í huga Karenar á meðan sundferðinni stóð, bæði varðandi reglur í íslenskum sundlaugum og skort á þeim. Eins og regluleysi varðandi eftirlitslausar rennibrautir. Karen skrifaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún deildi vangaveltum sínum. Hún segir í samtali… Lesa meira

Friðrik Dór fékk ryk í augun á Dalvík – Myndband

Fiskidagstónleikarnir á Dalvík voru haldnir 12. ágúst síðastliðinn en talið er að yfir 30 þúsund manns hafi sótt tónleikana. Margar af skærustu stjörnum landsins stigu á stokk ásamt hljómsveit Rigg viðburða í glæsilegri umgjörð eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Friðrik Dór Jónsson flutti lagið Í síðasta skipti með miklum ágætum og tóku gestir tónleikanna virkan þátt í söng og leik. Friðrik Dór lét hafa það eftir sér baksviðs eftir flutninginn að hann hefði fengið eitthvað ryk í augun í miðju lagi. „Ég er búinn að syngja þetta lag þúsund og tíu sinnum. Það gerðist eitthvað sérstakt þarna á… Lesa meira

Svona ræktarðu þitt eigið avókadó tré skref fyrir skref – Myndband

Avókadó, eða lárpera, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi sem og víðar. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta græni ávöxturinn sem bragðast örlítið eins og kartafla. Inni í lárperu er steinn sem flestir henda en margir hafa prófað að setja steinn í mold eða vatn og sjá hann spíra. En hvað svo? Er hægt að rækta sitt eigið avókadó tré? Svarið má sjá hér að neðan í myndbandi frá Mr Eastcostman. Myndbandið hans hefur fengið rúmlega fjögur milljón áhorf og sýnir hann í því hvernig á að rækta sitt eigið avókadó tré skref fyrir skref. Lesa meira

Getur þú giskað hver er með hverjum? – Myndband

Cut gerðu skemmtilegt verkefni á dögunum en þau fengu nokkra einstaklinga til að giska á hverjir eru par úr hópi tíu einstaklinga. Einstaklingarnir þekkja ekki fólkið og eiga að giska á hvaða tveir einstaklingar eru par út frá því að horfa á einstaklingana og spyrja þá spurninga. Fólkið sem er að giska segir svo af hverju fólkið heldur að þessir tveir einstaklingar séu saman. Eins og svipaður fatasmekkur eða daðurslegt augnaráð. Myndbandið er mjög skemmtilegt og áhugavert! Horfðu á það hér fyrir neðan. Lesa meira

Kendall Jenner húðskömmuð fyrir að nota þennan emoji-kall

Það er ekkert nýtt að Kardashian-Jenner fjölskyldan sé undir smásjá þegar kemur að öllu því sem þau gera. Allt frá klæðnaði, orðavali þeirra á Twitter og meira að segja notkun þeirra á emoji-köllum. Í maí var Kim Kardashian harðlega gagnrýnd fyrir tíst sitt um Manchester árásina. Hún deildi mynd af sér og Ariönu Grande með tístinu. Netverjar gagnrýndu hana fyrir að nota þetta sem tækifæri til að deila mynd af sér sjálfri. Kim eyddi upprunalega tístinu og deildi fljótlega tveimur öðrum tístum sem voru ekki með mynd. Sjá einnig: Kim Kardashian gagnrýnd harðlega fyrir þetta tíst um Manchester árásina Nú er… Lesa meira

Kylie Jenner útskýrir af hverju hún hætti með Tyga: „Við munum alltaf hafa einstök tengsl“

Kylie Jenner og Tyga hættu saman í mars á þessu ári eftir næstum þriggja ára samband. Öll slúðurpressan var á nálum í kjölfarið en Kylie og Tyga tjáðu sig hvorug um sambandsslitin opinberlega. Nú hefur Kylie loksins tjáð sig um þau, en hún gerði það í raunveruleikaþættinum sínum „Life of Kylie.“ Hún segir ástæðuna fyrir því að hún hætti með honum ekki vera út af einhverju stóru rifrildi eða að það hafi verið eitthvað slæmt á milli þeirra. „Það var alls ekki neitt að sambandinu okkar. Hann og ég munum alltaf, alltaf hafa einstök tengsl,“ segir Kylie. „Það var ekkert… Lesa meira