Signa Hrönn hefur barist við matar- og áfengisfíkn í mörg ár: „Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei“

Ef ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjoppuna tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig,

segir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vandamálið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndibitamat en þegar hún bjó í foreldrahúsum. Þegar hún var 18 ára gömul greindist hún með PCOS sem er fjölblöðruheilkenni við eggjastokka og konur í yfirstærð fá frekar en grannar konur og getur haft mikil áhrif á frjósemi þeirra.

Líf mitt var búið, ég fór í djúpt þunglyndi, hætti að mæta í vinnu, þreif ekki, eldaði ekki og svaf á daginn. Ef einhver bankaði á dyrnar svaraði ég ekki, ég skammaðist mín fyrir mig.

Í sérsaumuðum fermingarfötum

Signa minnist þess að móðir hennar hafi þurfti að láta sérsauma á hana fermingarföt þar sem stærsta stærðin í búðunum á Akureyri og í Reykjavík var ekki nógu stór fyrir hana.

Til allrar Guðs lukku eru aðrir tímar núna og stelpur og strákar geta keypt fín föt í öllum stærðum og gerðum. En auðvitað var niðrandi að þurfa að láta sérsauma á sig fermingarföt. Mér leið ömurlega.

Oft var nefnt við Signu Hrönn á unglingsárunum að hún yrði að fara að passa sig í mataræðinu, sem var auðvitað sagt af væntumþykju en hafði meiri áhrif á hana en nokkur gerði sér grein fyrir. Signa Hrönn segir að ef foreldrar hennar hefðu vitað um líðan hennar við þessum athugasemdum hefðu þeir aldrei nokkurn tímann haft orð á þessu því þeir vildu Signu Hrönn einungis það besta og voru að passa upp á heilsu hennar. Signa Hrönn reyndi alla megrunarkúra sem fyrir fundust en fíknin stjórnaði hegðun hennar. Þegar hún prófaði Herbalife borðaði hún í leyni og faldi öll ummerki. Stundum fór hún fram á næturnar til að borða.

Þegar Signa Hrönn var 19 ára gömul fór hún á Kristnes í svokallaðan offituhóp, sem er undirbúningshópur fyrir hjáveituaðgerð.

Ég ætlaði ekki í þessa aðgerð, ég ætlaði að gera þetta allt sjálf. Það gekk vel í fyrstu en svo féll ég og gat ekki meir. Hugsanir sem ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum fóru í gegnum kollinn á mér.

Íslandsmeistarar í að dæma fólk

Árið 2009 var Signa Hrönn tilbúin til að takast á við hjáveituaðgerðina og næstu vikur voru hreint helvíti. Hún átti erfitt með að koma niður vökva og fæðu í dágóðan tíma þar sem henni fannst hún alltaf vera södd, en það kom allt saman með tímanum. Signa Hrönn léttist mest fyrsta árið og þrátt fyrir að hafa ekki þurft að hafa fyrir því á venjulegan hátt er þetta samt það erfiðasta sem hún hefur nokkurn tímann gert. Mikill vítamínskortur getur fylgt í kjölfar aðgerðarinnar og margir berjast við hann alla ævi. Eftir aðgerðina fékk Signa Hrönn laktósaóþol og þurfti því að læra að lesa allar innihaldslýsingar upp á nýtt.

Við Íslendingar erum meistarar í því að dæma fólk. Ég fann fyrir fordómum fyrir og eftir aðgerðina, að þetta væri nú bara svindlleiðin, eða létta leiðin, því fólk í mínu ástandi nennti bara ekki að hafa fyrir því að léttast. En mér er alveg sama því þetta virkaði fyrir mig og bjargaði lífi mínu.

Þegar Signa Hrönn fór að léttast byrjaði hún að hugsa betur um útlitið og fara meira út á lífið. Allt gekk vel um sinn en fljótlega fann hún að þetta var orðin ákveðin sýki, djamm um hverja helgi, og margir hvöttu eiginmann hennar til þess að stöðva hana.

Fljótlega fór Signa Hrönn að átta sig á því að hún mundi ekki eftir neinu sem gerðist á djamminu og hún hafði enga stjórn á áfengisneyslu sinni.

Ég hugsaði oft með mér að það væri best að hætta að drekka en ég taldi mér alltaf trú um að ég myndi hafa stjórn á því næst. Ég áttaði mig á því að þetta var vandamál en viðurkenndi það aldrei. Það var bara of gott að djamma.

Djammið tók ekki enda fyrr en Signa Hrönn áttaði sig á því að hún var orðin ólétt en þá hafði hún enga löngun í áfengi.

Þegar hún var gengin tíu vikur veikist Signa Hrönn alvarlega og þurfti stanslaust að vera undir læknishendi og þegar hún var gengin 27 vikur var ákveðið að opna hana þar sem hún átti ekki mikið eftir og í raun vissi enginn hvað olli þessum miklu kvölum því ekkert sást á neinum myndum. Ákvörðun var tekin um að setja líf móður í forgang og var hjónunum sagt að líf hennar væri í forgangi en þeir gerðu hvað þeir gætu til að bjarga barninu.

Þeir voru hræddir um að barnið myndi fæðast og þá væru ekki neinar lífslíkur fyrir það þar sem við vorum á Akureyri og ekki var hægt að fljúga með okkur suður vegna veðurs. Tækin og tólin til að halda lífi í svona fyrirburum eru bara til staðar í Reykjavík. Það var ekki möguleiki fyrir þá að lifa af hérna á Akureyri en dóttir okkar er svo þrjósk að hún beið bara þæg og góð í móðurkviði meðan læknarnir athöfnuðu sig og færðu barnið á milli staða inni í mér.

Barði ókunnuga konu

Í ljós kom að Signa Hrönn var komin með hrikalega garnaflækju þar sem smágirnið og allar garnirnar voru búnar að troða sér í gegnum lítið gat sem var eftir hjáveituna. Ekki var búist við því að Signa Hrönn gæti gengið heila meðgöngu eftir slíka aðgerð, hvað þá átt barnið á eðlilegan hátt þar sem hún var með skurð frá brjóstum niður að nafla og öll saumuð að innan. Þrjóskan í þeim mæðgum skilaði sér þó í fullri meðgöngu og náttúrulegri fæðingu og eru þær ævinlega þakklátar læknateyminu á SAk. Nokkru eftir fæðingu fór Signa Hrönn aftur að fá sér í glas og í þetta skiptið var hún handviss um að hún myndi hafa stjórn á drykkjunni. Fljótlega komst hún að því að hún hafði rangt fyrir sér og fór aftur að þjást af minnisleysi.

Þann 11. febrúar 2012 hélt maðurinn hennar upp á afmælið sitt. Hún hafði sett sér það markmið að ef hún hefði ekki stjórn á drykkju sinni myndi hún hætta. Þetta kvöld hafði hún enga stjórn á drykkjunni og gerði hluti sem hún skammast sín enn fyrir.

Ég barði konu sem var búin að angra mig allt kvöldið. Mér fannst hún ekki eiga neitt skilið nema gott högg. Ég man ekkert eftir þessu og hef ekki hugmynd um hver þessi kona er.

Morguninn eftir hætti Signa Hrönn að drekka og fannst það töluvert minna mál en hún hafði gert ráð fyrir. Hún fór enn út að skemmta sér en hún var edrú. Signa Hrönn var edrú í þrjú ár og kynntist á þeim tíma nýrri og betri fíkn. Hún segir sjálf að hún funkeri illa ef hún hafi ekki einhverja „fíkn“ og hélt áfengisfíkninni niðri með því sem hún kallar góð fíkn, en það er að æfa á fullu og borða hollan mat.

Féll jólin 2015

Árið 2014 eignaðist hún sitt annað barn og fékk í kjölfarið fæðingarþunglyndi sem hún leyndi svo vel að ekki einu sinni maðurinn hennar sá nokkuð athugavert. Þegar Signa Hrönn fór svo að standa sjálfa sig að því að hugsa um það hvernig hún gæti horfið úr lífinu án þess að það hefði áhrif á börnin og mann hennar, sagði hún stopp og leitaði sér hjálpar. Hún var orðin hrædd við sjálfa sig og þessar hugsanir. Hjónin misstu íbúðina sína eftir langa baráttu í maí 2015 og þróaðist fæðingarþunglyndið þá fljótt yfir í almennt þunglyndi og mikinn kvíða sem Signa er enn þann dag í dag að vinna úr.

Besta geðlyf sem ég hef notað er hreyfing, ég æfi crossfit og geri það af krafti.

Á jólunum 2015 voru þau hjón á litlu jólunum í vinnu manns hennar þegar Signa Hrönn ákvað að detta í það í fyrsta sinn síðan hún hætti að drekka. Hún hafði verið að fá sér einn og einn bjór eða rauðvín heima við og réð vel við það og taldi hún þá að nú gæti hún ráðið við að „detta í það“. Signa Hrönn missti stjórn á drykkjunni og fór í algjört minnisleysi. Hún hélt áfram að skreppa á djammið með vinunum ef eitthvað var um að vera, en eftir hvert skipti lá hún í rúminu daginn eftir þjáð af móral yfir því að hafa drukkið.

Við lifum í hröðu samfélagi þar sem alltof lítill tími gefst með börnum okkar og ég ætla ekki að eyða þeim litla tíma í að vera þunn og ógeðsleg mamma. Ég vil samt taka það fram að dætur mínar hafa aldrei séð mig í glasi og munu alls ekkert fá að sjá það. Börn eiga ekki að þurfa að horfa upp á foreldra sína undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.

Ólíkt offitu er hægt að fela alkóhólisma. Signa Hrönn segir að fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og öðrum og biðja um hjálp.

Ég hef ótal sinnum sagt sjálfri mér að ég sé enginn alki því ég sé ekki að drekka á hverjum degi. En alki og alki er ekki það sama, það gátu liðið margar vikur jafnvel mánuðir á milli þess sem ég fékk mér í glas en um leið og ég byrjaði varð ég hömlulaus og gat ekki hætt. Það er ekkert mál að fela alkóhólisma hann sést ekkert endilega utan á fólki, en offituna gat ég ekki falið með nokkur móti,

segir Signa Hrönn. Þegar Signa Hrönn tók þá ákvörðun að viðurkenna vandann og opinbera hann gerði hún sér ekki grein fyrir því að hún gæti verið að opna augu fólks sem stæði í sömu sporum og hún, en hún ákvað að tala um þetta á Snapchat, hollari-eg, á dögunum og fékk hún í kjölfarið mjög góð viðbrögð.

Signa Hrönn er ákaflega glöð að hafa tekið þá ákvörðun að opinbera vanda sinn og ætlar sér að vera edrú en segir jafnframt að henni finnist í raun gríðarlega erfitt að taka þá stóru ákvörðun að hætta að drekka „forever“ og hefur því tileinkað sér að taka bara einn dag í einu.

Það er mun auðveldara að taka einn dag í einu heldur en að ákveða allt lífið svona á einu bretti eins og sagt er.

Hún hefur lært að til að standa sig þurfi hún að hafa allt í rútínu og skrifað niður á blað. Á næsta mánudag verður hún þrítug og er þakklát fyrir að fá að eldast á heilbrigðan hátt með þeim sem hún elskar.

Birtist fyrst í DV.

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Húsráð: Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur

Það er fátt jafn skemmtilegt á íssköldum morgni en að standa úti og hamast við að skafa bílrúðurnar. Ken Weathers, fréttamaður á KATE ABC fréttastöðinni í Knoxville Tennessee lumar þó á góðu húsráði. Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur. https://www.youtube.com/watch?v=TrcDxVM_gbU Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira