Sjö atriði sem hamingjusöm pör gera ekki

 

Í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, bókum og á samfélagsmiðlum sjáum við glansmyndina af hvernig hið fullkomna samband á að vera. Parið þeysist á milli skemmtilegra athafna og staða; á sólarströnd, úti að borða þar sem það skálar innilega og kynlífið er auðvitað truflað! Samkvæmt þessu er hamingjan bara einum Instagram status frá og enginn þarf að brjóta saman þvotta, skúra eða borga reikninga.

Við vitum hins vegar að sambönd eru alls ekki svona. Sambönd eru vinna, samvinna til að neistinn haldi áfram að lifa. En sambönd snúast ekki bara um hvað parið gerir, heldur líka um hvað það gerir ekki.

Hér eru sjö atriði sem þú ættir ekki að gera, ef þú vilt halda sambandinu við makann góðu.

Samanburður

Með því að bera sambandið stöðugt saman við önnur sambönd missum við sjónar á hamingjunni og okkur sjálfum. Þó það sé eðlilegt að skoða önnur sambönd, þá er það ekki góð eða sanngjörn hugmynd að ætlast til að samband okkar sé eins og sambönd annarra. Hvert og eitt samband er einstakt og samanburður við önnur getur valdið óöryggi, pirringi og óhamingju.

Draga úr makanum

Þegar parinu þykir sannanlega vænt um hvort annað, þá virðist ekkert ómögulegt og því allir vegir færir. Hamingjusöm pör leitast við að hvetja hvort annað til að fylgja draumum sínum, þar sem þau skilja þarfir hvors annars þrátt fyrir að þær séu ekki alltaf hagkvæmar. Sambönd sem endast eru sambönd þar sem parið þroskast saman og ræktar drauma hvors annars. Að halda aftur af makanum leiðir ekki aðeins til gremju og áhugaleysis þegar fram í sækir, heldur veikir það líka sambandstengslin.

Vantraust

Grunnurinn fyrir sterkan og traustan grunn sambands, felst í að setja traust og trú á maka þinn, ásamt því að hafa heiðarleika, hollustu og virðingu sem kjarnann í sambandinu. Þeir sem treysta makanum eru eins og opin bók og snuðra ekki í málum maka síns. Þegar við byrjum að efast um símtal hjá makanum eða gúggla nafn hans til að finna eitthvað í stað þess að spyrja hann hreint út, þá bendir það til þess að stærri vandamál séu fyrir hendi: ástand sambandsins og okkar eigið óöryggi.

Gera lítið úr makanum

Ef þú dregur úr maka þínum þá sýnir það verulegan skort á ást og skilningi. Enginn er fullkominn, en að koma með neikvæðar og niðrandi athugasemdir um galla maka okkar sýnir að við tökum honum ekki eins og hann er. Svona hegðun fær makann til að finnast hann ekki elskaður og fær hann síður til að opna sig. Hamingjusöm pör líta fram hjá ófullkomleika hvors annars og nota galla hvors annars til að verða nánari.

Kvartanir

Þó það sé eðlilegt að þurfa stundum að blása út, þá vita hamingjusöm pör að það er best að blanda fjölskydu og vinum ekki í þeirra samband. Af hverju? Af því að enginn þekkir sambandið betur en þau. Á sama hátt þá gefa aðrir oft neikvæð ráð og athugasemdir. Hamingjusöm pör tala saman ef það er eitthvað í sambandinu sem angrar þau og gera það án þess að finnast þau dæmd eða þurfa að kvíða samræðunum. Hamingjusöm pör eiga líka í djúpum samræðum við hvort annað, eiginleiki sem rannsóknir hafa sýnt að eykur hamingjuna frekar en hjá þeim sem halda samræðum alltaf léttum og yfirborðskenndum.

Gleyma vináttunni

Hamingjusöm pör eru alla jafna besti vinur hvors annars, þó að þau eigi líka aðra vini og það af báðum kynjum. Rannsóknir sýna að góð vinátta er sterkur grundvöllur góðs sambands, sambands sem er staðfastara og meira fullnægjandi bæði hvað ást og kynlíf snertir. Rannsóknir sýna líka að pör með vináttu sem grunn finna fyrir sterkara rómantísku aðdráttarafli og stunda fleiri áhugamál og athafnir saman sem efla sambandið.

Leysa ekki úr ágreiningsmálum

Sambönd eru ekki bara glimmer og gleði, en hamingjusöm pör sópa ekki vandamálum sínum undir teppi eða láta eins og rifrildi hafi ekki átt sér stað. Þó það geti verið nauðsynlegt að taka sér pásu til að jafna sig, þá taka hamingjusöm pör á sig rögg og tala saman og vinna að því að leysa ágreininginn í stað þess að flýja vandamálið. Par sem þykir vænt um hvort annað sýnir þroska þegar þau jafna ágreining sinn, hvort sem að niðurstaðan er góð eða slæm. Ef ágreiningur er látinn liggja lengi óleystur, þá vindur hann upp á sig með reiði, gremju, földum tilfinningum og ekkert lagast.

Heimild

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira

Sjónvarpsmynd í vinnslu um samband Harry og Meghan

Aðdáendur Harry Bretaprins og Meghan Markle geta glaðst yfir nýjustu fréttum, en Lifetime mun vera að vinna að sjónvarpsmynd um ástir þeirra, sem ber titilinn Harry & Meghan: The Royal Love Story eða Harry og Meghan: Konungleg ástarsaga. Myndin mun fjalla um samband þeirra og ástarsögu allt frá því að sameiginlegur vinur kynnti þau þar til þau trúlofuðu sig í nóvember 2017. Myndin mun einnig skoða líf Meghan sem fráskilin bandarísk leikkona. Prufur standa yfir í hlutverk myndarinnar og enginn sýningardagur hefur verið gefinn upp. Lifetime sýndi hinsvegar myndina William & Kate: The Movie 11 dögum áður en þau giftu… Lesa meira

Ragga nagli: „Sit mjög oft ein eftir að borða“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Í nýjasta tölublaði MAN er viðtal við hana um mataræði, hreyfingu, bætiefni, sem og bestu fötin og tækin í ræktina. Ragga fjallar þar meðal annars um hvernig mataræðið og máltíðir hafa breyst hjá henni: Það má segja Hvað, Hvernig, Hversu oft og Hversu mikið ég borða hafi breyst. Ég var mjög brennd af allskonar boðum og bönnum mjög lengi. Fékk skilaboð um að borða ekki brauð, lamb, svín, maís, banana, og fleira rugl. Nú borða ég allt sem að kjafti kemur og mér finnst gómsætt. Máltíðamynstrið hefur breyst hjá mér. Á einhverju matarplani átti ég að… Lesa meira

Myndband: Carrie Underwood og Ludacris syngja lag Super Bowl í ár

Carrie Underwood og Ludacris taka röddum saman í laginu The Champion sem er upphafslag útsendingar NBC sjónvarpsstöðvarinnar frá Super Bowl LII eða Ofurskálinni. Lagið mun einnig vera notað í umfjöllun stöðvarinnar um Vetrarolympíuleikana. Lagið er samið af Underwood og Ludacris ásamt Brett James og Chris DeStefano og er ansi grípandi, en þó ólíkt þeim lögum sem maður hefur heyrt hingað til frá Underwood. https://www.youtube.com/watch?v=Htu3va7yDMg Super Bowl fer fram 4. febrúar næstkomandi og auk stjarnanna á vellinum, þá munu stjörnur líka skemmta áhorfendum, Pink mun syngja þjóðsönginn og Justin Timberlake mun sjá um hálfleikssýninguna. Underwood er óðum að ná sér eftir… Lesa meira

Myndband: Ný Harry Potter mynd „um þann sem við nefnum ekki á nafn“ er komin út

Sjö mánuðum eftir að Warner Bros gaf aðdáendum Harry Potter leyfi til að gera nýja mynd um þann sem við nefnum ekki á nafn, er myndin komin á netið. Í myndinni, Voldemort: Origins of the Heir, er sögð sama Grisha McLaggen, erfingja Gryffindor, sem leitar að Tom Riddle, sem hvarf eftir að erfingi Hufflepuff var myrtur. „Við veltum fyrir okkur: Hvað varð til þess að Tom Riddle varð Voldemort? Hvað gerðist á þessum árum og hvað gerðist í Hogwart þegar hann kom til baka? Það er margt ósagt,“ segir Gianmaria Pezzato leikstjóri myndarinnar. „Þetta er saga sem vð viljum segja:… Lesa meira

Uppskrift: Ómótstæðilegur prótein súkkulaðibúðingur Hönnu Þóru

Hanna Þóra er 29 ára Hafnfirðingur sem hefur brennandi áhuga á veisluskreytingum, bakstri og dúlleríi. Hún er líka snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur, flugfreyja, i sambúð og tveggja barna móðir. Hanna Þóra er ein af þeim sem er með síðuna Fagurkerar.is. Hér útbýr hún prótein súkkulaðibúðing, sem er tilvalinn til að halda sykurpúkanum frá, sérstaklega núna í janúar. Uppskriftin Hálfur desilítri chia fræ Ein skeið súkkulaðipróftein 1-2 dl Mjólk  (Möndlu,kasjú,soya eða venjuleg allt eftir smekk) Ég nota double rich chocolate sem ég keypti í prótín.is sem er í síðumúla og er einnig með vefverslun www.protin.is Við höfum keypt þetta prótein í tæp… Lesa meira

Myndband: Lærðu að brjóta þvottinn á nýjan hátt og sparaðu pláss

Það er eitt sem yfirgefur okkur aldrei, sama hversu heitt við viljum það: þvottahrúgan. Í meðfylgjandi myndbandi eru kennar sex aðferðir til að brjóta þvottinn saman sem eiga það sameiginlegt að spara pláss í skápnum, myndbandið lofar líka að maður spari tíma með þessu. Ég ætla að prófa næst þegar ég ræðst á þvottafjallið. https://www.facebook.com/FirstMediaBlossom/videos/10155894084094586/ Lesa meira

Kim Kardashian er með rándýrar ruslatunnur

Kim Kardashian hendir sko ruslinu með stæl, en hún er með ruslatunnur frá engum öðrum en tískuhönnuðinum Louis Vuitton. Af því að þegar maður er metinn á 220 milljónir dollara þá veit maður ekkert hvað maður á að eyða aurunum í, er það nokkuð? Fylgjendum hennar á Instagram sýndist sitt hvað um tunnurnar þegar Kim póstaði mynd af þeim. Nefndi einn þeirra að þær kostuðu meira en húsið hans. Ekki er vitað hvað tunnurnar kostuðu Kim, en sú minni kostar allavega um 3000 dollara á Ebay eða um 300 þúsund íslenskar krónur. Lesa meira

Myndband: Snemma beygist krókurinn

Krútt dagsins í dag er ungabarnið sem gefur sjálfum Rocky lítið eftir, en barnið virðist búið að ná helstu æfingum boxarans. Ert þú búin/n að fara í ræktina í dag eða á leiðinni þangað eftir vinnu? https://www.facebook.com/nerdingoutloud/videos/484454691914052/ Lesa meira

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Bogmaður

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011. Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin. Hér er áramótaspáin fyrir Bogmanninn 22. nóvember - 21. desember. Bogmaður Kæri bogmaður, byrja á því að segja þér að spáin fyrir þig er mögnuð og 3 stór spil sem komu úr bunkanum. Til að byrja með þá skoða ég árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að þú hafir upplifað einhverja togstreitu á árinu og svörin sem þú… Lesa meira

Myndband: Fólk er frábært – Blanda af því besta frá 2017

Í meðfylgjandi myndbandi sem er af Facebook síðunni People are awesome má finna blöndu af því besta frá árinu 2017. Fólk í hinum ýmsu íþróttagreinum af framkvæma ótrúlegustu hluti sem margir virðast ögra þyngdarlögmálinu all verulega. Ísland á meira að segja fulltrúa. https://www.facebook.com/peopleareawesome/videos/1542174665831706/ Facebooksíða People are awesome. Lesa meira