Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð honum að sjálfsögðu upp á einn líka. Þegar hann mætti á svæðið tók ég strax eftir þessum brúnu stóru augum. Hann var léttur í fasi, grannur, sólbrúnn og hlédrægari en þegar hann er á snappinu sínu. Ég spurði hann nokkurra spurninga og setti upptökuna nokkrum sinnum á pásu þar sem hann er jafnvel enn skemmtilegri en við sjáum dags daglega (ég hélt reyndar að það væri varla hægt).

Hver er Patrekur Jaime?

Ég er samfélagsmiðlaáhrifavaldur, 17 ára, samkynhneigður og er frá Akureyri og já það er ég.

Hvenær ertu fæddur?

20. mars árið 2000.

Stjörnumerki?

Fiskur.

Hvaðan er nafnið þitt komið?

Suður Ameríku.

Áttu einhver systkini?

Ég á tvo yngri bræður.

Hvenær komstu út úr skápnum?

Ég kom fyrst út úr skápnum sem tvíkynhneigður þegar ég var 15 ára að mig minnir og svo stuttu eftir það kom ég bara út sem samkynhneigður.

 Nú eruð þið Binni Glee góðir vinir, hafið þið alltaf þekkst?

Já. Við kynntumst í grunnskóla eða vorum sem sagt í sama grunnskólanum. Hann er einu ári eldri en ég þannig þegar ég var í sjötta bekk og hann í sjöunda þá kynntumst við betur og höfum verið bestu vinir síðan þá.

En þú hefur talað um að það sé stundum smá drama milli ykkar?

Já það er stundum.

Eruð þið ólíkir eða líkir?

Við erum mjög líkir og höfum t.d. mikið af sömu áhugamálum. En t.d. í útliti erum við mjög ólíkir en ég held að ástæðan fyrir því hversu góðir vinir við erum sé sú hversu líkir persónuleikar okkar eru.

Ertu í sambandi?

Eeee…. ég er ekki á föstu.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn?

Franskar kartöflur eru svona uppáhaldið mitt. Mér finnst það geggjað gott en eins og heima hjá mér finnst mér oft gott að fá mér bara ávexti.

Áttu mikið af snyrtidóti?

Mjög mikið, allt of mikið.

Hvað áttu margar augnskuggapallettur?

Tíu held ég, en ég nota samt eiginlega bara alltaf sömu pallettuna.

Hvaða snyrtivörur notar þú á hverjum degi?

Sólarpúður og augnhárabrettarar er það sem ég þarf alltaf.

Ef þú mættir aðeins velja þrjá hluti til að taka með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu?

 Síminn minn, vinir mínir og matur.

Hvernig var að búa á Akureyri og koma út úr skápnum?

Það var alls ekki erfitt. Ég hef líka alltaf verið sterkur persónuleiki og læt engan vaða yfir mig. Þannig að fólk var ekkert með neina stæla við mig. Ég held líka að allir hafi bara vitað þetta þar sem ég á líka mjög gott félagslíf og mjög marga góða vini á Akureyri þannig að flestum bara grunaði þetta og það fannst þess vegna bara öllum þetta mjög eðlilegt.

En hvernig tóku foreldrar þínir þessu?

Þeim fannst þetta allt í lagi og tóku þessu vel, þetta var líka búið að fréttast svo þau vissu þetta alveg.

Hvað viltu segja við þau sem eru ekki jafn sterk á svellinu og þú og hafa jafnvel verið lögð í einelti en þrá að koma út úr skápnum?

Það mun lagast með árunum. Ef þú er bara þú sjálf/ur þá lagast þetta bara að sjálfu sér með tímanum. Bara hafa trú á sér og láta þetta ekki hafa áhrif á sig.

Nú ert þú mjög mikill áhrifavaldur og hefur áhrif á fjölda manns þá aðallega unga fólkið. Mér finnst frábært hvað þú hefur alltaf sagt að þú sért ekki fyrirmynd og sért ekki að reyna að vera það enda bara ungur og óharðnaður sjálfur. Viltu segja okkur aðeins hvað þú átt við, sem sagt deila með okkur þessari skoðun þinni?

Já, ég man þegar ég byrjaði að snappa þá 16 ára, rétt fyrir jólin það ár en þá fannst mér ég svo mikið þurfa að líta út eins og fyrirmynd, að allir þyrftu að líta svo upp til mín og að ég ætti alltaf að gera allt rétt. Svo stækkaði fylgjendahópurinn minn og ég fór að taka eftir því að ég var ekki ég sjálfur inn á snappinu.

Svo núna í febrúar þá hugsaði ég með mér að ég nennti þessu ekki lengur svo ég gaf út yfirlýsingu á snappinu mínu um að ég ætla bara að gera það sem ég vill gera. Ef fólki líkar það ekki þá verður bara að hafa það þar sem ég vill alls ekki breyta mér fyrir aðra. Eins og ég sagði þá er ég bara 17 ára og er sjálfur bara að lifa lífi unglings og hef alveg gert hitt og þetta.  Af því ég er svo stór á samfélagsmiðlum þá finnst fólki það ekki í lagi en ég er sjálfur bara að móta mitt líf og að lifa lífinu eins og ég vill gera það þessa stundina.

Hefurðu þá fengið skilaboð frá reiðum mæðrum?

Nei, ekki frá reiðum mæðrum en frá krökkum sem segja mér að ég sé ekki góð fyrirmynd og ég svara alltaf og segi við þau: „Ok! Ef ég er ekki fyrirmyndin þín þá er bara ekkert sem ég get gert í því.“ En ég hef samt líka alveg fengið skilaboð þar sem fólk segir mér að ég sé þeirra  helsta fyrirmynd þar sem ég stend alltaf fastur á mínu og er að gera bara nákvæmlega það sem ég vill gera.

Nú ertu alveg hrikalega fyndinn og með hárbeittan húmor.  Þú ert orðinn nokkuð þekktur fyrir frasa á borð við „slay my pussy“ og fleira í þeim dúr. Hefurðu orðið var við að fólk sé að nota frasana þína?

Já. ég t.d. notaði mjög mikið á tímabili lagið „Once upon a time I was a hoe“ á Snapchat og það varð risastórt eftir það. Ég tek allan heiðurinn af því þannig að þegar ég sé það þá er ég alveg „okei…“

Svo auðvitað eru frasar sem ég nota eins og  „what‘s up my pussy?“ Ég fæ enn þá send snöpp af fólki vera að segja það og ég nota frasana varla lengur. Um daginn voru stelpur í útskriftarferð úr FG í Búlgaríu og þær létu útbúa boli með mynd af mér sem á stóð „Boring next“ og mér fannst það æði. Bara þvílíkur heiður.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera þekktur á samfélagsmiðlum?

Það hefur bara breytt lífi mínu. Ég fæ tækifæri á að gera hluti sem ég bjóst aldrei við að gera. Ég er að lifa allt öðruvísi lífi en flestir 17 ára unglingar og mér finnst það ótrúlega gaman.

En ertu athyglissjúkur?

Já ég myndi alveg segja það. Erum við það ekki öll sem erum að snappa eða allt svona samfélagsmiðlafólk? Erum við ekki öll athyglissjúk upp til hópa?

Ég get ekki annað en verið sammála honum og brosi yfir frábæru svari og fæ mér góðan sopa af boostinu mínu. Ég var þó ekki búin að svala forvitni minni nóg svo ég dembdi á hann fleiri spurningum.

Það vilja pottþétt allir vita hvað þú ert með marga fylgjendur?

Á Instagram er ég með um 6500 en á Snapchat fer það bara eftir dögum. Stundum er ég með 10 þúsund áhorf en stundum slefa ég bara upp í 6 þúsund. Það er mjög misjafnt eftir dögum og hverju ég er að pósta á snappið. Það eiga allir slæma snappdaga og stundum set ég tvö story á snappið mitt en svo aðra daga set ég inn allt sem ég geri.

Finnur þú fyrir einhverri öfund eða slíku á milli snappara?

Nei alls ekki. Ég á til dæmis marga mjög marga samfélagsmiðlavini, fólk sem ég hef kynnst í gegnum samfélagsmiðla. Margir af mínum bestu vinum eru mjög stórir samfélagsmiðlaáhrifavaldar.

Finnst þér snapparar bara vera að auglýsa vörur eða að fá hluti gefins eins og svo oft er í umræðum út á við?

Ég er mikið á Twitter og þar hef ég oft séð fólk vera að ergjast út af þessu og segja að snapparar séu að þiggja gjafir sem þeir noti svo ekki einu sinni. En ég get sagt ykkur að ég veit að þau gera það ekki, allavega ekki þau sem ég þekki sem eru frekar stórir áhrifavaldar. Ég einhvern veginn trúi því ekki að fólk sé að stunda þetta. Eða að auglýsa eitthvað sem þau trúa ekki að sé gott. En það eru auðvitað einhverjar auglýsingar sem ég sé sem eru óspennandi og ég hugsa alveg: „Nei! Hvað er að ske?“

En svo eru líka mjög margar auglýsingar sem höfða til mín og fá mig til að langa að skreppa strax út að kaupa mér vöruna. Það er líka þannig að fólk sem er að auglýsa er jafnvel búið að nota vöruna lengi og veit að hún virkar. Þá auðvitað stundum er hægt að nýta sér það að fá að auglýsa vöruna og fá hana frítt í staðinn. Þú getur t.d. talað við það fyrirtæki sem er með vöruna og fengið að auglýsa fyrir þá. Ég veit alveg að fólk gerir þetta og mér finnst það ógeðslega sniðugt því þá ert þú bara að auglýsa fyrir þau vöru sem þú hefur elskað í einhvern tíma.

Hvað óttast þú mest?

Það fer alveg eftir því hvað þú ert að tala um. Ég er t.d. alveg hræddur við köngulær og svona. Svo ef þú spyrð mig hvað ég óttast við framtíðina þá var ég um daginn að tala við mjög góða vinkonu mína, Sonju Story (snapchat nafnið hennar) um að ég væri svolítið stressaður að Snapchat væri að fara að deyja út, líka af því að núna er þetta bara lífið mitt.

Ég vinn auðvitað bara við þetta og við finnum alveg bæði fyrir þvi að það verður ekkert langt í að þetta deyi út. Instagram er að koma mjög sterkt inn í staðinn. Við fórum að hugsa um að þegar það deyr út og eitthvað annað tekur við þá verðum við bæði orðin dálítið eldri og þá verðum við örugglega að vinna með fólki sem er í okkar stöðu núna. Við verðum þá reynslunni ríkari því það mun alltaf koma eitthvað nýtt í kringum þetta þar sem samfélagsmiðlar eru svo stór partur af okkur öllum.

Hefurðu hafnað auglýsingum?

Já mjög mörgum. Ég fæ boð á hverjum einasta degi um einhverjar auglýsingar. Ég hef líka alveg fengið vörur og ekki líkað við þær og þurft að skila þeim.

 En færðu stundum gjafir frá fylgjendum?

Eummm??? Nei! Ég veit ekki til þess að hafa fengið eina einustu gjöf frá þeim. Enda vil ég helst ekki að fylgjendur mínir séu að gefa mér gjafir því mér finnst þeir alls ekki eiga að finnast þeir þurfa þess. Bara alls ekki því ég er svo ótrúlega ánægður með mína fylgjendur.

 Hverjir eru helstu áhrifavaldar í þínu lífi?

Sonja Story sem er ein af mínum bestu vinkonum. Ég lít mikið upp til hennar. Sunneva Einars er líka ein af mínum allra bestu vinkonum og hún hefur kennt mér svo mikið á samfélagsmiðla, sérstaklega á Instagram. Hún er líka alltaf til staðar fyrir mig ef það er eitthvað að í mínu persónulega lífi.

Svo auðvitað Hildur Árnadóttir sem er æðislegur bloggari. Hún hefur líka alltaf verið til staðar fyrir mig ef það er eitthvað sem er að angra mig. Ég gæti bara ekki verið ánægðari með þessar þrjár vinkonur mínar og er svo þakklátur fyrir að eiga þær að.

Ég er líka svo þakklátur fyrir Eylenda sem María Hólmgríms og Tanja Ýr eiga því þær kynntu mig fyrir þeim.

En af hverju byrjaðir þú að snappa?

Bara upp á gamanið. Ég bjóst alls ekki við að ná svo langt og að það myndi breyta lífi mínu svona mikið.

Hvað er samt það allra skemmtilegasta við að vera snappari?

Eiginlega bara allt fólkið sem þú kynnist í kringum þetta allt.

Hver er uppáhalds snapparinn þinn?

Tinnabk er örugglega minn uppáhalds snappari.

En er einhver snappari sem er ekki jafn þekktur og margir aðrir sem þú villt benda áhugasömum fylgjendum á?

Já, evathora er ekkert voðalega vinsæl en hún er algjör snillingur.

Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni?

Ég mun allavega eiga fyrirtæki, jafnvel tvö. Mig langar að framleiða einhverjar snyrtivörur og er nú þegar byrjaður að vinna svolítið í því. Þannig að ég er svolítið að stefna á það og ég mun örugglega búa einhvers staðar erlendis. En á næstunni sé ég mig bara áfram vera að starfa við samfélagsmiðla hvort sem ég verð snappari eða að vinna fyrir fyrirtæki eða eitthvað. Ég allavega að fara að feta þessa braut áfram.

En nú ertu alveg svakalega fyndinn og skemmtilegur, hefur þú ekkert hugleitt að vinna sem leikari eða eitthvað í þá áttina?

Ég var einu sinni alltaf að leika þegar ég var lítill og ég hef alveg áhuga. Ef ég fengi gott tækifæri og tilboð þá myndi ég alveg taka því. Ég hef bara leikið á sviði en held að það væri gaman að leika í kvikmynd. Ég lék mjög mikið fyrir leikfélag Akureyrar þegar ég var 7-10 ára.

Sérðu fyrir þér maka eða börn inn í framtíðarplaninu þínu?

Ég sé allavega fyrir mér maka eftir svona 10 ár eða þegar ég verð 27 svo já já. Ég gæti alveg séð fyrir mér eitt barn. Ég held allavega að mig langi bara í eitt barn þar sem ég er alls ekkert mikið fyrir börn eða allavega ekki núna.

Hvað heldur þú að séu margir á Íslandi sem virkilega eru að leggja sig fram í að vera góðir snapparar?

Ég held að flest allir séu að gera sitt allra besta.

En viltu segja eitthvað eða koma með ráðleggingar til þeirra sem vilja verða snapparar?

Ég fylgist t.d. alveg með snöppum sem eru alls ekkert með mikið áhorf og hef addað allskonar fólki sem vinir mínir hafa bent mér á og þá fólk á öllum aldri. Mér finnst ég alltaf sjá í gegnum þá sem eru ekki þeir sjálfir og mín ráðlegging er að þeir sem eru þannig bara hætti því. Ég meina vertu bara þú sjálf/ur því þú munt ná mikið lengra þannig, svo miklu lengra.

Þegar hér var komið í samtalið fannst mér tilvalið að slíta því á hefðbundinn hátt og spyrja þennan dugmikla, frábæra, kjaftfora, blíða, snarsæta og skemmtilega snappara hvort hann vildi segja eitthvað að lokum?

„Já, vertu þú sjálf/ur, lifðu lífinu og gerðu það sem þú vilt.“

Patrekur Jaime stóðst allar mínar væntingar, var jafn skemmtilegur og hann er á snappinu. Einlægur í svörum en umfram allt algjörlega hann sjálfur. Þegar ég gekk út eftir að hafa kvatt hann með knúsi þá hugsaði ég: „þessi drengur á eftir að gera stóra hluti og eitthvað segir mér að við eigum eftir að sjá mikið af honum í framtíðinni.“

Ef þið eruð ekki með Patrek Jaime á Snapchat þá skuluð þið endilega kíkja á snappið hans.
Notandanafnið hans er patrekur00 og á Instagram @patrekurjaime.

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Húsráð: Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur

Það er fátt jafn skemmtilegt á íssköldum morgni en að standa úti og hamast við að skafa bílrúðurnar. Ken Weathers, fréttamaður á KATE ABC fréttastöðinni í Knoxville Tennessee lumar þó á góðu húsráði. Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur. https://www.youtube.com/watch?v=TrcDxVM_gbU Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira