Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð honum að sjálfsögðu upp á einn líka. Þegar hann mætti á svæðið tók ég strax eftir þessum brúnu stóru augum. Hann var léttur í fasi, grannur, sólbrúnn og hlédrægari en þegar hann er á snappinu sínu. Ég spurði hann nokkurra spurninga og setti upptökuna nokkrum sinnum á pásu þar sem hann er jafnvel enn skemmtilegri en við sjáum dags daglega (ég hélt reyndar að það væri varla hægt).

Hver er Patrekur Jaime?

Ég er samfélagsmiðlaáhrifavaldur, 17 ára, samkynhneigður og er frá Akureyri og já það er ég.

Hvenær ertu fæddur?

20. mars árið 2000.

Stjörnumerki?

Fiskur.

Hvaðan er nafnið þitt komið?

Suður Ameríku.

Áttu einhver systkini?

Ég á tvo yngri bræður.

Hvenær komstu út úr skápnum?

Ég kom fyrst út úr skápnum sem tvíkynhneigður þegar ég var 15 ára að mig minnir og svo stuttu eftir það kom ég bara út sem samkynhneigður.

 Nú eruð þið Binni Glee góðir vinir, hafið þið alltaf þekkst?

Já. Við kynntumst í grunnskóla eða vorum sem sagt í sama grunnskólanum. Hann er einu ári eldri en ég þannig þegar ég var í sjötta bekk og hann í sjöunda þá kynntumst við betur og höfum verið bestu vinir síðan þá.

En þú hefur talað um að það sé stundum smá drama milli ykkar?

Já það er stundum.

Eruð þið ólíkir eða líkir?

Við erum mjög líkir og höfum t.d. mikið af sömu áhugamálum. En t.d. í útliti erum við mjög ólíkir en ég held að ástæðan fyrir því hversu góðir vinir við erum sé sú hversu líkir persónuleikar okkar eru.

Ertu í sambandi?

Eeee…. ég er ekki á föstu.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn?

Franskar kartöflur eru svona uppáhaldið mitt. Mér finnst það geggjað gott en eins og heima hjá mér finnst mér oft gott að fá mér bara ávexti.

Áttu mikið af snyrtidóti?

Mjög mikið, allt of mikið.

Hvað áttu margar augnskuggapallettur?

Tíu held ég, en ég nota samt eiginlega bara alltaf sömu pallettuna.

Hvaða snyrtivörur notar þú á hverjum degi?

Sólarpúður og augnhárabrettarar er það sem ég þarf alltaf.

Ef þú mættir aðeins velja þrjá hluti til að taka með þér á eyðieyju, hvað yrði fyrir valinu?

 Síminn minn, vinir mínir og matur.

Hvernig var að búa á Akureyri og koma út úr skápnum?

Það var alls ekki erfitt. Ég hef líka alltaf verið sterkur persónuleiki og læt engan vaða yfir mig. Þannig að fólk var ekkert með neina stæla við mig. Ég held líka að allir hafi bara vitað þetta þar sem ég á líka mjög gott félagslíf og mjög marga góða vini á Akureyri þannig að flestum bara grunaði þetta og það fannst þess vegna bara öllum þetta mjög eðlilegt.

En hvernig tóku foreldrar þínir þessu?

Þeim fannst þetta allt í lagi og tóku þessu vel, þetta var líka búið að fréttast svo þau vissu þetta alveg.

Hvað viltu segja við þau sem eru ekki jafn sterk á svellinu og þú og hafa jafnvel verið lögð í einelti en þrá að koma út úr skápnum?

Það mun lagast með árunum. Ef þú er bara þú sjálf/ur þá lagast þetta bara að sjálfu sér með tímanum. Bara hafa trú á sér og láta þetta ekki hafa áhrif á sig.

Nú ert þú mjög mikill áhrifavaldur og hefur áhrif á fjölda manns þá aðallega unga fólkið. Mér finnst frábært hvað þú hefur alltaf sagt að þú sért ekki fyrirmynd og sért ekki að reyna að vera það enda bara ungur og óharðnaður sjálfur. Viltu segja okkur aðeins hvað þú átt við, sem sagt deila með okkur þessari skoðun þinni?

Já, ég man þegar ég byrjaði að snappa þá 16 ára, rétt fyrir jólin það ár en þá fannst mér ég svo mikið þurfa að líta út eins og fyrirmynd, að allir þyrftu að líta svo upp til mín og að ég ætti alltaf að gera allt rétt. Svo stækkaði fylgjendahópurinn minn og ég fór að taka eftir því að ég var ekki ég sjálfur inn á snappinu.

Svo núna í febrúar þá hugsaði ég með mér að ég nennti þessu ekki lengur svo ég gaf út yfirlýsingu á snappinu mínu um að ég ætla bara að gera það sem ég vill gera. Ef fólki líkar það ekki þá verður bara að hafa það þar sem ég vill alls ekki breyta mér fyrir aðra. Eins og ég sagði þá er ég bara 17 ára og er sjálfur bara að lifa lífi unglings og hef alveg gert hitt og þetta.  Af því ég er svo stór á samfélagsmiðlum þá finnst fólki það ekki í lagi en ég er sjálfur bara að móta mitt líf og að lifa lífinu eins og ég vill gera það þessa stundina.

Hefurðu þá fengið skilaboð frá reiðum mæðrum?

Nei, ekki frá reiðum mæðrum en frá krökkum sem segja mér að ég sé ekki góð fyrirmynd og ég svara alltaf og segi við þau: „Ok! Ef ég er ekki fyrirmyndin þín þá er bara ekkert sem ég get gert í því.“ En ég hef samt líka alveg fengið skilaboð þar sem fólk segir mér að ég sé þeirra  helsta fyrirmynd þar sem ég stend alltaf fastur á mínu og er að gera bara nákvæmlega það sem ég vill gera.

Nú ertu alveg hrikalega fyndinn og með hárbeittan húmor.  Þú ert orðinn nokkuð þekktur fyrir frasa á borð við „slay my pussy“ og fleira í þeim dúr. Hefurðu orðið var við að fólk sé að nota frasana þína?

Já. ég t.d. notaði mjög mikið á tímabili lagið „Once upon a time I was a hoe“ á Snapchat og það varð risastórt eftir það. Ég tek allan heiðurinn af því þannig að þegar ég sé það þá er ég alveg „okei…“

Svo auðvitað eru frasar sem ég nota eins og  „what‘s up my pussy?“ Ég fæ enn þá send snöpp af fólki vera að segja það og ég nota frasana varla lengur. Um daginn voru stelpur í útskriftarferð úr FG í Búlgaríu og þær létu útbúa boli með mynd af mér sem á stóð „Boring next“ og mér fannst það æði. Bara þvílíkur heiður.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera þekktur á samfélagsmiðlum?

Það hefur bara breytt lífi mínu. Ég fæ tækifæri á að gera hluti sem ég bjóst aldrei við að gera. Ég er að lifa allt öðruvísi lífi en flestir 17 ára unglingar og mér finnst það ótrúlega gaman.

En ertu athyglissjúkur?

Já ég myndi alveg segja það. Erum við það ekki öll sem erum að snappa eða allt svona samfélagsmiðlafólk? Erum við ekki öll athyglissjúk upp til hópa?

Ég get ekki annað en verið sammála honum og brosi yfir frábæru svari og fæ mér góðan sopa af boostinu mínu. Ég var þó ekki búin að svala forvitni minni nóg svo ég dembdi á hann fleiri spurningum.

Það vilja pottþétt allir vita hvað þú ert með marga fylgjendur?

Á Instagram er ég með um 6500 en á Snapchat fer það bara eftir dögum. Stundum er ég með 10 þúsund áhorf en stundum slefa ég bara upp í 6 þúsund. Það er mjög misjafnt eftir dögum og hverju ég er að pósta á snappið. Það eiga allir slæma snappdaga og stundum set ég tvö story á snappið mitt en svo aðra daga set ég inn allt sem ég geri.

Finnur þú fyrir einhverri öfund eða slíku á milli snappara?

Nei alls ekki. Ég á til dæmis marga mjög marga samfélagsmiðlavini, fólk sem ég hef kynnst í gegnum samfélagsmiðla. Margir af mínum bestu vinum eru mjög stórir samfélagsmiðlaáhrifavaldar.

Finnst þér snapparar bara vera að auglýsa vörur eða að fá hluti gefins eins og svo oft er í umræðum út á við?

Ég er mikið á Twitter og þar hef ég oft séð fólk vera að ergjast út af þessu og segja að snapparar séu að þiggja gjafir sem þeir noti svo ekki einu sinni. En ég get sagt ykkur að ég veit að þau gera það ekki, allavega ekki þau sem ég þekki sem eru frekar stórir áhrifavaldar. Ég einhvern veginn trúi því ekki að fólk sé að stunda þetta. Eða að auglýsa eitthvað sem þau trúa ekki að sé gott. En það eru auðvitað einhverjar auglýsingar sem ég sé sem eru óspennandi og ég hugsa alveg: „Nei! Hvað er að ske?“

En svo eru líka mjög margar auglýsingar sem höfða til mín og fá mig til að langa að skreppa strax út að kaupa mér vöruna. Það er líka þannig að fólk sem er að auglýsa er jafnvel búið að nota vöruna lengi og veit að hún virkar. Þá auðvitað stundum er hægt að nýta sér það að fá að auglýsa vöruna og fá hana frítt í staðinn. Þú getur t.d. talað við það fyrirtæki sem er með vöruna og fengið að auglýsa fyrir þá. Ég veit alveg að fólk gerir þetta og mér finnst það ógeðslega sniðugt því þá ert þú bara að auglýsa fyrir þau vöru sem þú hefur elskað í einhvern tíma.

Hvað óttast þú mest?

Það fer alveg eftir því hvað þú ert að tala um. Ég er t.d. alveg hræddur við köngulær og svona. Svo ef þú spyrð mig hvað ég óttast við framtíðina þá var ég um daginn að tala við mjög góða vinkonu mína, Sonju Story (snapchat nafnið hennar) um að ég væri svolítið stressaður að Snapchat væri að fara að deyja út, líka af því að núna er þetta bara lífið mitt.

Ég vinn auðvitað bara við þetta og við finnum alveg bæði fyrir þvi að það verður ekkert langt í að þetta deyi út. Instagram er að koma mjög sterkt inn í staðinn. Við fórum að hugsa um að þegar það deyr út og eitthvað annað tekur við þá verðum við bæði orðin dálítið eldri og þá verðum við örugglega að vinna með fólki sem er í okkar stöðu núna. Við verðum þá reynslunni ríkari því það mun alltaf koma eitthvað nýtt í kringum þetta þar sem samfélagsmiðlar eru svo stór partur af okkur öllum.

Hefurðu hafnað auglýsingum?

Já mjög mörgum. Ég fæ boð á hverjum einasta degi um einhverjar auglýsingar. Ég hef líka alveg fengið vörur og ekki líkað við þær og þurft að skila þeim.

 En færðu stundum gjafir frá fylgjendum?

Eummm??? Nei! Ég veit ekki til þess að hafa fengið eina einustu gjöf frá þeim. Enda vil ég helst ekki að fylgjendur mínir séu að gefa mér gjafir því mér finnst þeir alls ekki eiga að finnast þeir þurfa þess. Bara alls ekki því ég er svo ótrúlega ánægður með mína fylgjendur.

 Hverjir eru helstu áhrifavaldar í þínu lífi?

Sonja Story sem er ein af mínum bestu vinkonum. Ég lít mikið upp til hennar. Sunneva Einars er líka ein af mínum allra bestu vinkonum og hún hefur kennt mér svo mikið á samfélagsmiðla, sérstaklega á Instagram. Hún er líka alltaf til staðar fyrir mig ef það er eitthvað að í mínu persónulega lífi.

Svo auðvitað Hildur Árnadóttir sem er æðislegur bloggari. Hún hefur líka alltaf verið til staðar fyrir mig ef það er eitthvað sem er að angra mig. Ég gæti bara ekki verið ánægðari með þessar þrjár vinkonur mínar og er svo þakklátur fyrir að eiga þær að.

Ég er líka svo þakklátur fyrir Eylenda sem María Hólmgríms og Tanja Ýr eiga því þær kynntu mig fyrir þeim.

En af hverju byrjaðir þú að snappa?

Bara upp á gamanið. Ég bjóst alls ekki við að ná svo langt og að það myndi breyta lífi mínu svona mikið.

Hvað er samt það allra skemmtilegasta við að vera snappari?

Eiginlega bara allt fólkið sem þú kynnist í kringum þetta allt.

Hver er uppáhalds snapparinn þinn?

Tinnabk er örugglega minn uppáhalds snappari.

En er einhver snappari sem er ekki jafn þekktur og margir aðrir sem þú villt benda áhugasömum fylgjendum á?

Já, evathora er ekkert voðalega vinsæl en hún er algjör snillingur.

Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni?

Ég mun allavega eiga fyrirtæki, jafnvel tvö. Mig langar að framleiða einhverjar snyrtivörur og er nú þegar byrjaður að vinna svolítið í því. Þannig að ég er svolítið að stefna á það og ég mun örugglega búa einhvers staðar erlendis. En á næstunni sé ég mig bara áfram vera að starfa við samfélagsmiðla hvort sem ég verð snappari eða að vinna fyrir fyrirtæki eða eitthvað. Ég allavega að fara að feta þessa braut áfram.

En nú ertu alveg svakalega fyndinn og skemmtilegur, hefur þú ekkert hugleitt að vinna sem leikari eða eitthvað í þá áttina?

Ég var einu sinni alltaf að leika þegar ég var lítill og ég hef alveg áhuga. Ef ég fengi gott tækifæri og tilboð þá myndi ég alveg taka því. Ég hef bara leikið á sviði en held að það væri gaman að leika í kvikmynd. Ég lék mjög mikið fyrir leikfélag Akureyrar þegar ég var 7-10 ára.

Sérðu fyrir þér maka eða börn inn í framtíðarplaninu þínu?

Ég sé allavega fyrir mér maka eftir svona 10 ár eða þegar ég verð 27 svo já já. Ég gæti alveg séð fyrir mér eitt barn. Ég held allavega að mig langi bara í eitt barn þar sem ég er alls ekkert mikið fyrir börn eða allavega ekki núna.

Hvað heldur þú að séu margir á Íslandi sem virkilega eru að leggja sig fram í að vera góðir snapparar?

Ég held að flest allir séu að gera sitt allra besta.

En viltu segja eitthvað eða koma með ráðleggingar til þeirra sem vilja verða snapparar?

Ég fylgist t.d. alveg með snöppum sem eru alls ekkert með mikið áhorf og hef addað allskonar fólki sem vinir mínir hafa bent mér á og þá fólk á öllum aldri. Mér finnst ég alltaf sjá í gegnum þá sem eru ekki þeir sjálfir og mín ráðlegging er að þeir sem eru þannig bara hætti því. Ég meina vertu bara þú sjálf/ur því þú munt ná mikið lengra þannig, svo miklu lengra.

Þegar hér var komið í samtalið fannst mér tilvalið að slíta því á hefðbundinn hátt og spyrja þennan dugmikla, frábæra, kjaftfora, blíða, snarsæta og skemmtilega snappara hvort hann vildi segja eitthvað að lokum?

„Já, vertu þú sjálf/ur, lifðu lífinu og gerðu það sem þú vilt.“

Patrekur Jaime stóðst allar mínar væntingar, var jafn skemmtilegur og hann er á snappinu. Einlægur í svörum en umfram allt algjörlega hann sjálfur. Þegar ég gekk út eftir að hafa kvatt hann með knúsi þá hugsaði ég: „þessi drengur á eftir að gera stóra hluti og eitthvað segir mér að við eigum eftir að sjá mikið af honum í framtíðinni.“

Ef þið eruð ekki með Patrek Jaime á Snapchat þá skuluð þið endilega kíkja á snappið hans.
Notandanafnið hans er patrekur00 og á Instagram @patrekurjaime.

Bjarki gefur út sitt fyrsta lag við góðar viðtökur – Saga er instrumental

Bjarki Ómarsson, gaf nýlega út fyrsta lagið undir eigin nafni, en lagið er instrumental og í kvikmyndastíl, en Bjarka langar að starfa meira á þeim vettvangi. Lagið heitir Saga og vann Bjarki það í samstarfi við vinkonu sína, Þórunni. Myndbandið við lagið gerðu þau síðastliðið sumar á Flateyri og lifnar saga lagsins við með myndbandinu. https://www.youtube.com/watch?v=ANHldUFHUGI&t=3s „Það hefur alltaf kitlað mig að gefa út píanótónlist, mónótóníska tónlist, lög sem eru ekki hefðbundin popplög með viðlagi og versi,“ segir Bjarki, sem hefur alltaf verið með tónlistina í blóðinu. „Pabbi setti trommusett fyrir framan mig þegar ég var fimm ára og það… Lesa meira

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“ Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í… Lesa meira

10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Björk klæðist sérsaumuðum Gucci kjól í nýju myndbandi

Björk hef­ur gefið út nýtt mynd­band við lagið „The Gate,“ sem er fyrsta smá­skíf­an af vænt­an­legri plötu henn­ar sem kem­ur út í nóv­em­ber. Í því klæðist hún sérsaumuðum kjól, sem samtals tók 870 klukkustundir að búa til. Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thom­as Huang, leikstýrir, en list­ræn stjórn­un er í hönd­um Bjark­ar, James Merry og Al­ess­andro Michele, yf­ir­hönnuðar Gucci. https://www.youtube.com/watch?v=_n0Ps1KWVU0 Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn. https://www.facebook.com/GUCCI/videos/10155459953591013/ Lesa meira

Selena Gomez er nýtt andlit Puma

Selena Gomez er nýtt andlit Puma, en samstarfið felur í sér fleira en bara að sitja fyrir á auglýsinga myndum. Í viðtali Selenu við Vogue kom fram að um er að ræða „langtímasamstarf, sem mun fela í sér nokkur verkefni, þar sem ég mun hanna vöru og kynna hana í auglýsingaherferðum.“ Selena segir strigaskó hafa breytt lífi sínu og að skóskápur hennar í dag samanstandi að mestu af strigaskóm (hún tók 20 pör með sér í myndatökuna í New York). „Mér finnst mjög spennandi að vera hluti af Puma fjölskyldunni,“ segir Selena. „Puma sameinar íþróttafatnað og tísku. Það er frábært… Lesa meira

Bananabrauðs granóla

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn. Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra. Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust. Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum. Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála. BANANABRAUÐS GRANÓLA Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 25 mínútur Vegan granóla sem tekur 30 mínútur… Lesa meira

Lorde er á forsíðu Vogue – skýtur á þau sem lögðu hana í einelti

Lorde er á forsíðu októberblaðs Vogue í Ástralíu, sem kemur í sölu 25. september næstkomandi. Hún deildi fréttunum á samfélagsmiðla og skaut í leiðinni á fyrrum skólasystkini sín, sem lögðu hana í einelti. „Það er gjörsamlega klikkað að ég sé á forsíðu Vogue, ég sem var kölluð unibrow í skóla. Þessi með samvöxnu augabrúnirnar er á forsíðu Vogue.“ Þetta er í þriðja sinn sem Lorde er á forsíðu Vogue, en hún hefur áður verið á forsíðu Vogue Ástralíu auk þess að hafa verið á forsíðu Teen Vogue. Lesa meira

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest. Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti. „Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“ Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Ellen og Jennifer Lopez bregða á leik

Þáttastýran bráðskemmtilega Ellen DeGeneres brá sér inn í búningsherbergi Jennifer Lopez fyrir sýningu  þeirrar síðarnefndu í Las Vegas. Ellen skellti sér svo auðvitað á sýninguna sjálfa og skemmti sér að því er virðist konunglega. https://www.youtube.com/watch?v=aai7dDBNXBs https://www.youtube.com/watch?v=L1yUCxgOC5o Sýning Jennifer fer fram í Planet Hollywood og var sú fyrsta 20. janúar 2016, 65 sýningar eru búnar af 108 sem voru áætlaðar, en síðasta er áætluð 26. maí 2018.   Lesa meira

Fimm setningar sem við segjum við börnin okkar og af hverju þær eru slæmar

Hvað ertu að kenna börnunum þínum þegar þú ert ekki að reyna að kenna þeim neitt? Í grein sem birtist á Iheartintelligence.com er fjallar um fimm algengar setningar, sem allir foreldrar hafa notað og eru jafnvel að nota reglulega, og af hverju við eigum að hætta að segja þær við börnin okkar. 1. „Þú ert að gera mig brjálaða/n núna.“ Þó að þessi setning eigi oft við rök að styðjast, jafnvel oft á dag, þá eru margir hlutir sem eiga við rök að styðjast og eru sannir, en við segjum samt ekki við börnin okkar. Að segja við barnið þitt… Lesa meira