Sonurinn er mesta hvatning Valdísar: „Þetta var helvíti til að byrja með“

Valdís Ósk Ottesen hefur á einu ári lést um 37 kíló án öfga eða skyndilausna. Þessi 24 ára móðir var 127 kíló fyrir ári síðan en er 90 kíló í dag. Hún vann mikið í andlegu hliðinni samhliða aukinni hreyfingu og breyttum matarvenjum. Hún er orkumeiri eftir lífsstílsbreytinguna og hefur fundið sjálfa sig á ný. Við ræddum við Valdísi um breytingarnar sem hún gerði á sínum lífsstíl.

„Ég var mjög búttuð sem krakki og fram eftir aldri og reyndi alltaf þessa svokölluðu ,,megrun” það var bæði upp og niður. Ég æfði körfubolta í nokkur ár sem krakki og var mjög heilsuhraust á þeim tíma,“ segir Valdís við Bleikt um sinn bakgrunn þegar kæmi að heilsunni.

12696580_10153994519667342_402280516_o

Síðustu fjögur ár hafa verið Valdísi einstaklega erfið. Hún leitaði huggunar í mat og segir að lífsstíll sinn hafi verið slæmur. Hún borðaði mjög óhollt og mikið í einu og hreyfði sig lítið.

„Sérstaklega síðustu tvö ár, eftir andlát bróður míns. Ég greindist með áfallastreituröskun ásamt kvíða og þunglyndi og eftir það fór heilsunni hrakandi þangað til í júlí í fyrra , þá loksins áttaði ég mig á því hversu mikil ég var orðin og fékk nóg,“ segir Valdís.

Valdís hefur síðustu ár verið með lítið úthald og leið ekki vel. Henni fannst erfitt að finna sér föt og hafði það líka áhrif á líðanina.  „Ég hugsaði að ég vil geta verið móðir sem hefur úthald til að leika við barnið sitt.“

Hún hafði verið mjög týnd í lífinu en leið mun betur eftir að hún byrjaði að hreyfa sig meira. „Ég gaf mig alla í þetta síðasta hálfa árið og fann mig loksins“

Þegar Valdís fór af stað með þessa lífsstílsbreytingu sína setti hún sér markmið varðandi þyngdina. Henni fannst mjög erfitt að byrja en fékk aðstoð þjálfara til þess að setja saman æfingar og fékk einnig kennslu í tækjasalnum í ræktinni. Hún segir að þolinmæði hafi verið mjög mikilvæg í þessu ferli.

12042987_10153652922877342_3608937379778132426_n

„Fyrsta skrefið var náttúrlega að skrifa undir samning í World Class og byrja að mæta reglulega og komast í rútínu. Þetta var helvíti til að byrja með en í dag er þetta lífstíll, ég er með frábærann þjálfara sem hefur stutt mikið við bakið á mér og  ekki skemmir það að hún er frænka mín sem er í drullu góðu formi og veit virkilega mikið hvað hún er að gera.“

Mesta breytingin sem Valdís gerði var að koma lífi sínu í fastar skorður og taka til í mataræðinu.

„Þetta gjörsamlega breytti sjálfri mér í miklu betri manneskju og hjálpaði mér rosalega að líða betur. Þetta hjálpaði mér að kljást við mín vandamál á nýjan og heilbrigðan hátt enda er þetta besta meðalið fyrir útrás sem þú þarft að losa úr þér, allavega hjá mér.“

12801292_10153989733832342_8938763507768727623_n

 

Það kom Valdísi mest á óvart að hún hafi haldið áfram og að hún hafi séð virkilega mikinn mun á sjálfri sér á svona stuttum tíma. Hún segir að þriggja ára sonur sinn sé sín besta hvatning.

En hvernig líður henni í dag? „Ég segi ekki að ég sé 100 prósent en í dag er ég miklu miklu betri en ég var, samanborðið við síðasta árið.“

Mataræði Valdísar er mun betra, það er komin góð rútína á heimilið og hún borðar minni skammta. Hún leyfir sér einn nammidag í viku. Hún er dugleg að mæta á æfingar og fara á hestbak. „Ég reyni að mæta fimm sinnum í viku í ræktina og stundum tek ég bæði í einu sama dag.“

1928760_10153828295612342_4574316407330512568_n

En hvert er markmiðið núna?  „Að ná að viðhalda og bæta mig eins mikið og ég get enda á ég helling eftir. Ég ætla að halda áfram að laga andlegu hliðina sem og líkamlegu.“

thumb image

Helsti veikleiki Valdimars er leti: „Ég reyni að hreyfa mig allavega fjórum sinnum í viku“

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár, Maraþonmaðurinn. Valdimar ákvað að breyta sínum lífsstíl eftir að hann dreymdi að hann væri dáinn, var það sparkið sem hann þurfti. Valdimar, sem er þrítugur, ætlar að taka á ofþyngd sinni, kæfisvefni og almennt versnandi heilsu. Í samtali við Bleikt segist hann hafa gert breytingar á mataræði Lesa meira

thumb image

Eldra fólk hlustar á Lemonade með Beyonce: Sjáðu viðbrögðin

Það er ekki alltaf sem eldri kynslóðin skilur áhugamál unga fólksins. Í gegnum aldirnar hafa hinir eldri iðulega sýnt tónlistarsmekk þeirra yngri lítin áhuga og jafnvel litið á tónlistina sem eintóman hávaða. Þetta á auðvitað ekki við alla og er í sjálfu sér ákveðin staðalímynd. En umsjónarmenn YouTube þáttarins Elders React fengu eldra fólk til að koma Lesa meira

thumb image

Þegar ævintýrin verða að raunveruleikanum: Disney prinsessur í móðurhlutverkinu

Hvað gerist eftir að Disney myndirnar klárast og stafirnir birtast á skjánum? Hvernig verður lífið hjá Disney prinsessunum eftir að draumar þeirra hafa ræst eða þær hafa fundið draumaprinsinn sinn. Listamaðurinn Isaiah Keith Stephens teiknaði nokkrar þekktar prinsessur sem mæður og var útkoman virkilega skemmtileg. Hann birti teikningar sínar á síðu Cosmopolitan í tilefni mæðradagsins og Lesa meira

thumb image

Besta dansatriði sem sést hefur í DWTS þáttunum – Sjáðu myndbandið!

Heyrnalausa fyrirsætan Nyle DiMarco átti stórkostlegt augnablik í nýjum þætti af Dancing With the Stars og fékk fullt hús stiga frá dómurunum. Carrie-Ann Inaba gekk svo langt að segja að þetta væri flottasti dansinn sem sést hefði í öllum 22 þáttaröðunum. Nyle vann raunveruleikaþættina Americas Next Top Model og hefur svo núna slegið í gegn í þessum vinsælu dansþáttum. Lesa meira

thumb image

10 heilsufarslegir kostir þess að drekka sítrónuvatn

Ef þú vilt vakna hressari á morgnanna mælum við með því að prófa sítrónu vatn – sem mörgum þykir betri kostur en kaffibolli. Volgt vatn með sítrónu er ómissandi hluti af heilbrigðri morgunrútínu og flestir sem hafa vanið sig á að drekka það geta ekki hugsað sér að snúa til baka. Á vefnum brightside.me er Lesa meira

thumb image

Snæfríður er sjónskert og þarf hjálp: „Síðan hvenær eru allir fatlaðir með eins þarfir?“

Snæfríður er hress og dugleg táningsstúlka sem leggur sig fram í námi og það hefur árangur hennar sannað. Hún þarf á smávægilegri aðstoð að halda, vegna þess að hún er með skerta sjón, en bæjarfélag hennar virðist ekki tilbúið til að veita þá aðstoð. Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar, hefur vakið athygli á málinu en tilraunir Lesa meira

thumb image

Hún léttist um 92 kíló… sjáðu hana í dag!

Síðasta sumar sögðum við frá förðunarfræðingnum Simone Anderson en hún hafði verið gagnrýnd fyrir árangursmyndirnar sínar. Simone hafði sagt frá þyngdartapinu sínu á netinu en einhverjir sökuðu hana um að vera að ljúga um þyngdartapið. Simone hafði farið í magabandsaðgerð og breytt algjörlega um lífsstíl og sett hreyfingu og hollt mataræði í forgang. Hún birti því Lesa meira

thumb image

Léttir veikum börnum lund með ókeypis húðflúrum

Listamaðurinn Benjamin Lloyd, frá Nýja-Sjálandi, tilkynnti á Facebook að hann myndi gefa hverju einasta barni á barnaspítala í Auckland tímabundin húðflúr ef hann fengi 50 „like“ á færsluna sína. En Benjamin fékk ekki bara 50 „like“ heldur heil 400 þúsund – og þeim fjölgar enn. Hann stóð að sjálfsögðu við loforð sitt og mætti á Lesa meira

thumb image

9 hugmyndir fyrir garðinn: Gömul húsgögn fá nýtt líf

Þegar sólin brosir við okkur liggur leiðin oftar en ekki út í garð. Margir nota sumarið til viðhalds og breytinga á heimilinu og þegar vel viðrar er tilvalið að taka garðinn í gegn. Endurvinnsla gamalla húsgagna og búsáhalda – „upcycling“ – hefur notið mikilla vinsælda og gengur út á það að betrumbæta gamla hluti svo Lesa meira

thumb image

Þetta skaltu ekki gera fyrir svefninn

Við vitum öll hversu mikilvægt er að fá góðan nætursvefn og sumir hafa því gert það að venju að fara snemma að sofa á kvöldin. En það skiptir líka máli að gæta að því hvað maður gerir fyrir svefninn og margt sem spilar þar inn í. Hér má sjá ágætar reglur um hluti sem þú Lesa meira