Sportscasting/„Að lýsa leiknum“- Hvað er það og hvernig á að nota það?

Sportscasting er orð sem kemur frá Janet Lansbury einni helstu talskonu RIE stefnunnar í heiminum í dag og hefur það á stuttum tíma orðið að mikið notuðu hugtaki í stefnunni sjálfri og víðar. Í íslenskri þýðingu tala ég oft um það “að lýsa leiknum” og finnst það ná ágætlega utan um merkingu orðsins, en hvað þýðir það samt, að „sportscast-a“ eða “að lýsa leiknum” í uppeldi?

Sportscasting er það þegar við segjum upphátt það sem við sjáum í aðstæðum. Við segjum bara staðreyndir án þess að dæma eða segja okkar skoðun á atriðinu sem við erum að „lýsa“ (sama hvort um jákvæða eða neikvæða skoðun er að ræða).

Kristín Mariella höfundur greinar.

Sjáið fyrir ykkur íþróttafréttamann lýsa handboltalek: „Guðjón Valur nær boltanum, það er hraðaupphlaup, Guðjón sendir á Snorra Stein sem stekkur upp, Snorri skýtur á markið. Markmaðurinn ver.“ – íþróttafréttamaðurinn lýsir hverri hreyfingu, hverjum leik, eins og hann er. Hann er hlutlaus, hann kemur ekki með tillögur, hann skerst ekki í leikinn, hann segir upphátt það sem hann sér.

Við notum Sportscasting í allskonar aðstæðum en helst þegar börnin okkar eiga í erfiðleikum með eitthvað eins og tilfinningarnar sínar, samskipti, að klára verkefni eða takast á við nýjar aðstæður. Í staðinn fyrir að skerast í leikinn þá lýsum við því sem er að gerast, rólega og með eðlilegri röddu, upphátt fyrir barninu.

Þegar við notum Sportscasting gefum við börnunum okkar tíma til þess að takast á við allskonar krefjandi aðstæður eða verkefni – það verður til rými fyrir lærdóm og “problem solving” og þau þjálfast í því að gefast ekki strax upp á því sem þau tóku sér fyrir hendur þrátt fyrir erfiðleika eða pirring.

Það er nefnilega þannig að hvenær sem börnin okkar eiga erfitt með eitthvað, hvort sem það púsl-kubburinn sem virðist ekki passa sama hvernig er reynt, sokkurinn sem hefur einhvernveginn flækst í 7 hringi á stóru tánni eða rifrildið sem kemur upp yfir leikfangabílnum sem allir vilja allt í einu leika við á sama tíma – sama hvað það er þá eru okkar fyrstu viðbrögð oftast að stökkva til og hjálpa, laga, bjarga.

Við sýnum þeim að þau þurfi bara að snúa púslinu svona, leysum stóru tánna úr læðingi sokksins á núll einni og woilah! Tilbúin! – eða förum í dómarahlutverkið og greiðum úr stóra leikfangabílarifrildinu með okkar leiðum „Anna var að leika við bílinn“ (tökum leikfangið og látum Önnu fá það aftur) „Anna má leika með hann í 2 mínútur, síðan mátt þú leika Jói, ég tek tímann!“

Þroskaþjófur er frábært orð sem kom upp á einu námskeiðinu hjá mér. Við verðum nefnilega þroskaþjófar þegar við grípum sífellt inní í stað þess að stoppa, sportscasta, gefa rými og treysta þeim að finna útúr hlutunum sjálf.

„Þú ert að reyna eins og þú getur að setja saman púsluspilið. Ah það getur verið pirrandi þegar púslið passar ekki.“

„Anna var að leika við bílinn, nú er Jói með hann. Þið viljið bæði vera með bílinn. Anna er að reyna að fá bílinn aftur..  hmmm hvað getum við gert? … Jói, ég ætla ekki að leyfa þér að slá.“

„Mér sýnist Vala ekki vera tilbúin til þess að faðma/kyssa/leika við Ara núna. Kannski næst“

„Þig langar að reima skóna sjálf/ur. það getur verið erfitt þegar manni tekst ekki að gera það sem manni langar að gera.“

„Spagettíið dettur aftur og aftur niður af gafflinum, ég sé, þú ert ósátt/ur, þig langar að ná öllu spagettíinu uppá gaffalinn“

Í gegnum Sportcasting náum við að senda börnunum okkar nokkur mikilvæg skilaboð:

  • Ég sé þig, ég skil þig, ég heyri. Ég stend með þér og er hér til að styðja þig.
  • Ég treysti þér til þess að takast á við þetta sjálf/ur, finna lausn á vandamálinu eða einfaldlega að skilja eftir óklárað verk  – Verkefni sem við erum að læra eða æfa okkur í þurfa ekki endilega að klárast strax, eða fara eins og við sáum fyrir okkur það tekur tíma og æfingu að komast upp á lagið með nýja hluti.
  • Ég held ró minni þegar þú átt erfitt með eitthvað eða upplifir pirring og stórar tilfinningar. Það er eðlilegt að verða stundum pirraður og eiga erfitt með verkefni, aðstæður, samskipti, sérstaklega þegar við erum að gera eitthvað nýtt og krefjandi.
  • Þegar vandamál koma upp eða eitthvað gengur ekki hjá okkur þá er gott að stoppa, hugsa og skoða hvaða skref við viljum taka næst – taka meðvitaða ákvörðun um framhaldið eða nota hugmyndaflugið til að finna nýjar lausnir.

Hvernig Sportskasta ég?

Við stoppum við fyrst, höldum ró okkar og hjálpum sem minnst – kannski getur barnið klárað verkefnið eða tekist á við það sem það á í erfiðleikum með án okkar hjálp.

Þegar pirringur eða reiði verður meiri þá segjum við upphátt það sem við sjáum – „þú vildir leika þér lengur með dúkkuna en nú er Lóa með hana“

Við sýnum skilning og samkennd með því að nefna tilfinningarnar sem barnið er að upplifa : „Mér sýnist þú vera mjög ósátt/ur“

Við sporstköstum líka þegar við sjálf erum ástæðan fyrir pirringnum:  „Ég heyri, þú ert ósátt/ur við að fá ekki annan ís, þér finnst ís góður og þig langar svooo mikið í annan!“ – „Þú vilt hafa ljósin kveikt en ég slökkti því nú er komin háttaatími – þú ert mjög ósátt/ur“

Við búum til umhverfi þar sem þau geta sjálf komið með hugmyndir að lausnum “hmm, hvað getum við þá gert?”

Ef við sjáum svo að barnið okkar þarf meiri aðstoð frá okkur en stuðninginn sem við sýnum þegar við sportsköstum þá reynum við að hjálpa þeim eins lítið og hægt er, tökum fyrsta skrefið í að hjálpa. Kannski spurjum við þau hvort það sé nokkuð litla táin sem sé föst í sokknum? Eða hvort það sé nokkuð hægt að sækja boltan ef við förum hinum megin við grindverkið? En þannig fá börnin okkar samt að „eiga“ verkefnin sín sjálf en við viljum nefnilega ekki taka yfir og „stela“ þannig reynslunni, litla sigrinum sem þau upplifa þegar eitthvað klárast.

Með því að sportkasta ýtum við líka undir meðvitund og ákveðna núvitund hjá barni „þú ert að fara að labba niður stigann“ hefur frekar þau áhrif að barn passi sig og vandi sig við það að fara niður stigann en þegar við köllum t.d. „passaðu þig!“ – Af hverju? Nú vegna þess að við hjálpum þeim að einbeita sér á það sem er fyrir framan þau með því að segja það upphátt.

Þegar eldra systkini er að hnoðast í því yngra og á erfitt með að passa sig er líka gott að sportskasta til þess að ýta undir meðvitund og hjálpa þannig barni að passa sig og vera meðvitaðra um viðbrögð og líðan systkini síns „Þú ert að knúsa Óla mikið, þú rúllar þér yfir Óla, Óli hlær. Nú ertu að knúsa hausinn, Óli er að kvarta, mér heyrist Óli vera ósáttur, hmmm…“ – Það er gott að minnast á það að við stöðvum samt alltaf barn sem er að meiða annað barn þannig að í þessu tilfelli ef Anna hættir ekki eða breytir ekki um stellingu þá myndum við stöðva hana ef Óli færi að gráta eða væri orðin mjög ósáttur. En með því að sportskasta og lýsa leiknum fyrir báðum börnum þá verður þessi mikilvæga meðvitund fyrir viðbrögðum og líðan hins barnsins skýrari og oftar en ekki er það nóg til þess að barn passi sig betur í aðstæðunum, róist sjálft og skipti um stefnu án þess að foreldri þurfi endilega að skerast í leikinn.

Að lýsa leiknum á þennan hátt hjálpar líka til við málþroska hjá ungum börnum þar sem við setjum staðreyndir í orð en einnig hefur það mjög góð áhrif á tilfinningagreind barna að heyra okkur setja líklegar tilfinningar þeirra í orð á þennan hátt.


-Kristín Mariella Friðjónsdóttir

Greinin birtist fyrst á síðunni Respectful Mom og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar

Jóladagatal Bleikt 14. desember – Gjöf frá Regalo

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 14. desember ætlum við að gefa vörur frá Regalo fagmönnum. Í pakkanum er vörur frá Maria Nila fyrir konur og Bed Head fyrir karlmenn. Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan makann, kærustuna/kærastann, dótturina/soninn eða vinkonuna/vininn sem njóta á með. Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að: 1) Líka við Bleikt á Facebook. 2) Líka við Regalo á… Lesa meira

Edda og Soffía: Hárið leikur í höndum þeirra

Vinkonurnar Edda Sigrún Jónsdóttir og Soffía Sól Andrésdóttir eru fæddar árið 2003 og sameiginlegt áhugamál þeirra er hár og hárgreiðslur. Það sem byrjaði sem greiðslur í hár vinkvenna hefur undið upp á sig og í dag eru þær með ICEHAIRSTYLES á Instagram, komnar í samstarf við Modus í Smáralind og vinkonur og ættingjar biðja þær um að sjá um hárgreiðslur fyrir jólin, fermingar og aðrar veislur. „Þetta byrjaði þannig að við vorum að greiða og gera greiðslur í hár vinkvenna okkar í sama bekk,“ segir Edda. „Síðan ákváðum við að útbúa síðu á Instagram og pósta myndum af greiðslunum þar… Lesa meira

Ragga nagli grisjaði fataskápinn og gaf til þeirra sem á þurfa að halda

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Fyrir tveimur dögum tók hún til í fataskápnum og gaf til þeirra sem hafa ekkert milli handanna. Naglinn tók jólahreingerningu í fataskápunum og losaði út spjarir af sjálfri sér og spúsanum. Fyllti heila ferðatösku af allskonar og flutti landflutningum. Gallabuxur, spariklæði, blússur, skyrtur, pils, strigaskór. Naglinn vildi endilega koma fötunum beint í brúk. Beint til þeirra sem hefðu lítið sem ekkert handa á milli. Að fötin væru ekki seld í sjoppu eða á uppboði heldur notuð af fólki í neyð. Naglinn hafði því samband við Semu Erlu Serdar sem er með Solaris - hjálparsamtök… Lesa meira

Komdu með í spinning til styrktar Barnaspítala Hringsins

Sigurður Þorri Gunnarsson útvarpsmaður og Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari ætla í kvöld að hjóla til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ætlunin er að kaupa PlayStation tölvur sem þeir þar þurfa að dvelja geta stytt sér stundir með. Spítalann vantar afþreyingu fyrir börnin og þótti þeim sniðugt að færa börnunum þessa litlu jólagjöf fyrir jólin. Það eru enn nokkur pláss laus með vinunum og hinum sem eru búin að skrá og framlög eru frjáls. Tveir 40 mínútna tímra eru í boði, kl. 19.30 og kl. 20.20. Skráning á www.wc.is.   Lesa meira

Einar Ágúst tendrar minningar með sínu fyrsta jólalagi

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var að gefa út sitt fyrsta jólalag, Tendrum minningar. Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson eða Halla frænda Einars Ágústs, gítarleikara úr hljómsveitinni SúEllen og textinn eftir Tómas Örn Kristinsson sem meðal annars á texta með Upplyftingu.  Lagið er nú þegar farið að heyrast á öldum ljósvakans eins og Bylgjunni og Rás 2.  „Lagið er mitt fyrsta jólalag þannig séð.  Mitt fyrsta jólasóló að minnnsta kosti,“ segir Einar Ágúst. „Ég hef áður sungið meðal annars Handa þér með Gunnari Ólasyni fóstbróður mínum úr Skítamóral, Jól eftir jól með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með… Lesa meira

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Skemmtileg og áhugaverð bók Hálfdans Pedersen kemur út í dag, ljósmyndabókinn FIMM, en í henni er úrval ljósmynda etir fimm ára gömul leikskólabörn. Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir. Sjónarhorn barnanna er listrænt en laust við tilgerð og veitir ómetanlega innsýn í raunveruleika fimm ára aldamóta barna á Íslandi. 11 árum seinna er verkefninu lokið og bókin orðin að veruleika. Bókin verður fáanleg frá 14. desember á KEX hostel, í verslunum Geysis, í Bókabúð… Lesa meira

Brad Pitt og Jennifer Lawrence eru ekki að deita (því miður)

Sögusagnir fóru á kreik fyrr í vikunni að Brad Pitt hefði fundið draumakonuna og það væri engin önnur en Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence. En þessi ástarsaga sem hljómaði of góð til að vera sönn, er líklega bara akkúrat það, kjaftasaga. Heimildarmaður Dailymail, sem er nákominn Pitt, segir að enginn fótur sé fyrir því að þau séu að „deita.“ Lawrence, sem er 28 ára gömul, skildi í síðasta mánuði við leikstjórann Darren Aronofsky, 48 ára, eftir árs samband. Pitt, 54 ára, skildi við Angelinu Jolie í september 2016 og hefur lítið spurst til hans og kvennamála hans síðan. Samkvæmt heimildum mun Pitt… Lesa meira

Gefum til góðs: Keyptu malt í Smáralind í dag og styrktu Barnaspítala Hringsins

Í dag fimmtudag getur þú mætt í Smáralind, greitt frjálst framlag fyrir Malt flöskuna og styrkt þannig Barnaspítala Hringsins. Maltið hefur sterka tengingu við spítalann,  en í verkfallinu mikla árið 1955 var undanþága veitt á framleiðslu þess til að tryggja að spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir fengju maltöl fyrir sjúklinga sína. það eru starfsmenn Ölgerðarinnar sem munu standa vaktina frá kl. 16-22 í Smáralind í dag og biðja fólk um frjáls framlög fyrir flöskuna. Lesa meira

Þekkir þú Guðmund? – Hann þekkir þig

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist Guðmundur þekkja viðkomandi. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: Já, Björk, hún er nú góð stelpa. Vinnufélagi: Guðmundur, þekkir þú Björk? Guðmundur: Já, hún er mjög fín. Vinnufélagi: Djöfuls kjaftæði Guðmundur. Við erum kominir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig. Nokkrum dögum síðar í vinnunni: Vinnufélagi: Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á… Lesa meira

Myndband: Blaz Roca hvetur fótboltalandsliðið til að taka afsteypur af draslinu

Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson liggur sjaldan á skoðunum sínum og er með eindæmum skemmtilegur. Nú skorar hann á íslenska fótboltaliðið og sú áskorun felst ekki í að skora mörk. „Það er kannski kominn tími til að menn leggi sönnunargögnin á borðið og jafnvel láti taka afsteypu af draslinu á sér,“ segir Blaz Roca og skorar á íslenska fótboltalandsliðið að taka afsteypur af getnaðarlimum leikmanna til að stilla upp á Íslenska reðursafninu. „Það er komið að landsliðinu í fótbolta að taka afsteypu af draslinu á sér og setja í kassa“ „Hérna er handboltalandsliðið búið að gera það og standa sig… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 13. desember – Gjöf frá Gunnarsbörn

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 13. desember ætlum við að gefa 2 myndir frá Gunnarsbörn. Myndin heitir Huginn eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og önnur er með svörtum bakgrunni og hin fjólubláum bakgrunni („ultra violet“) sem var valinn litur ársins 2018 hjá Pantone. Myndin er unnin með blandaðri tækni og prentuð á 300gr 'Munken Kristall' pappír.  Þær koma í takmörkuðu upplagi, 100 eintök koma af hverri stærð, merkt af listamanninum. Á heimasíðu… Lesa meira

Meghan Markle mun verja jólunum með Harry og Elísabetu drottningu

Formleg staðfesting hefur borist frá Kensingtonhöll um að Meghan Markle muni verja jólunum sem gestur Elísabetar drottningar í Sandringham, Norfolk, sveitaheimili drottningarinnar fyrir norðan London. Markle mun fara til kirkju ásamt Harry Bretaprinsi og öðrum fjölskyldumeðlimum konungsfjölskyldunnar á jóladag og taka þátt í jólamatnum og gjafaskiptum að kvöldi jóladags. Þessi tilkynning brýtur upp konunglega hefð því að þó að Markle og Harry séu trúlofuð þá eru þau ekki gift og hún því ekki orðinn meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. Lesa meira