Sprenghlægilegar íslenskar fæðingasögur 2 hluti: ,,Hvað eru margir að horfa á klofið á mér ?‘’

Í gær birti Bleikt.is færslu um vandræðalegar og skondnar fæðingarsögur íslenskra kvenna en þegar kemur að fæðingu barnanna okkar þá eiga hormónarnir það til að taka yfir. Ofurkraftarnir sem konurnar öðlast í fæðingarferlinu eru ótrúlegir og oftar en ekki gerast bráðfyndnir og skemmtilegir hlutir á fæðingarstofunni. Bleikt fékk góðfúslegt leyfi nokkurra kvenna til þess að birta stórskemmtilegar aðstæður sem konu upp í fæðingum þeirra:

°°

Mánuði eftir fæðingu elstu dóttur minnar þá spurði ég kærastann minn af hverju mig rámaði í það að ég hafi verið að tala ensku í fæðingunni.
Þá segir hann mér að ég hafi samþykkt að leyfa heilum hóp af enskum læknanemum að taka viðtal við mig og skoða. Ég kom af fjöllum!
Note to self leyfa karlinum að hafa völd til að segja nei ekki núna.

°°

Þegar ég átti son minn í september þá brá mér alveg svakalega þegar ég fékk hann í fangið. Ég leit undrandi á barnsfaðir minn og gat ekki sagt orð fyrr stuttu seinna. Þá sagði ég: „Mér sýndist hann vera svartur og ég var að bíða eftir því að þú labbaðir út því ég hefði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að útskýra það fyrir þér.“
En þá var bara svo dimmt í herberginu og strákurinn var svolítið blár en það lagaðist fljótlega eftir að hann fór að anda almennilega. Ég átti ekki til nein orð þar sem ég var alveg 100% viss um að ég var ekki búin að vera með neinum öðrum en manninum mínum. Hann og ljósan hlógu mikið þegar ég kom þessu út úr mér.

°°

Þegar ég var í miðjum hríðum og gat bara ekki meir þá sagði ég hálfgrátandi við manninn minn: „Ég vil hætta við!“ Þá sagði hann: „Allt í lagi, við skulum bara hætta við og ættleiða!“

°°

Ég var á leið í bráðakeisara og þegar þeir voru að undirbúa allt segi ég við barnsföður minn: ,,Hvað eru margir að horfa á klofið á mér ?‘’

°°

Í einni af mínum fæðingum, fékk læknanemi að vera viðstödd. Sú var mjööööög áhugasöm og vílaði ekki fyrir sér að tékka útvíkkun nokkuð reglulega og pota í magann á mér til að kanna hvort ég væri í hríðarstormi eða ekki. Það merkilega er, að framan af og í allt of langan tíma, umbar ég þetta án þess að segja nokkuð og þetta pot í magann, var þó vel vont. Að lokum brast mér þolinmæðin, ég reif í höndina á henni, potaði í magann á henni og hreytti í hana: „Fannst þér þetta gott?!“

°°

Ég uppljóstraði óvart fyrir mömmu minni og tengdamömmu sem var líka á staðnum að ég hefði prófað að reykja gras. Ég fékk sem sagt glaðloftið og mér hafði verið sagt að tilfinningin væri eins og að vera örlítið í glasi en ég fór í svolitla vímu af því og sagði við kærastann minn (steingleymdi að þær væru inni í herberginu líka): „Þetta er ekkert eins og að vera í glasi þetta er bara eins og þegar maður reykir gras!“ Kallinn minn fór að hlægja en þá heyrist í mömmu minni : „OG HVERNIG VEIST ÞÚ ÞAÐ !?“ Eina sem ég gat sagt var: „Úps sorrí mamma.“ Sem betur fer hefur hún ekkert minnst á þetta aftur.

°°

Ég fór í skipulagðan keisara og þegar ég lá á skurðarborðinu var ég ekkert að spá í því að barnið væri að koma í heiminn en kvartaði endalaust yfir því að þurfa að vera þarna liggjandi og hvað ég væri svöng og þyrst. Svo blótaði ég læknunum í sand og ösku fyrir að geta ekki hunskast til að gefa mér að drekka eða borða! Varð svo hundfúl þegar þessi keisari var loksins búin að ég mátti ekki fá að borða strax.

°°

Eftir 18 klukkutíma erfiða fæðingu kom sonur okkar loks í heiminn, ég lá móð og másandi með hann í fanginu þegar ljósmóðirin segir: „Og rembast einu sinni enn.” Ég var svo móðguð og enn hálf rugluð eftir fæðingar átökin að ég hallaði mér að manninum mínum og sagði við hann: „Viltu segja henni að ég er búin fæða krakkann!” Þá bætti ljósan vandræðalega við: „Þú þarft fæða fylgjuna elskan mín.”

°°

Rétt áður en frumburðurinn minn kom í heiminn þá var ég mikið farin að væla um mænudeyfingu. Útvíkkunin var þá orðin það mikil að það tók því ekki að gefa mér hana. Ég hætti samt ekki væla sama hvað þær sögðu. Ljósmóðirin tók þá á það ráð að taka tóman spreybrúsa og fylla hann af vatni þegar ég sá ekki til. Hún spreyjaði þessu síðan á klofið mitt og sagðist vera gefa mér deyfilyf. Þarna náði hún alveg að þagga niður í mér og mér leið einhvern veginn mun betur. Maðurinn minn sagði mér svo frá þessu öllu saman þegar fæðingin var búin og ég bara trúði þessu varla.

°°

Ég var að eignast mitt fyrsta barn og barnsfaðir minn sitt annað þannig að hann var reynslunni ríkari og var sultuslakur á meðan ég var að fyrir yfir um. Á leiðinni upp á deild ákváðum við að stoppa á bensínstöð til þess að kaupa eitthvað til að narta í. Ég beið í bílnum á meðan hann stökk inn að versla og þegar ég sé hann koma að bílnum var mér svo létt að ég færi nú að komast upp á deild í góðar hendur en þá ákveður hann að poppa upp húddið og tékka á olíunni! Ég fór að sjálfsögðu að grenja og öskraði útum gluggann að ég hefði sko engan tíma í svona kjaftæði. Á leiðinni inn á spítalann þurfti ég að stoppa nokkrum sinnum og halla mér fram af því að hríðarnar voru orðnar svo miklar og með stuttu millibili. Í einu af þessum stoppum kallar barnsfaðir minn á mig: „Hey.. komdu!! Hlauptu…. við höfum ekki tíma í svona kjaftæði!“ Við erum ekki saman í dag ef einhver er að spá í því.

°°

Fæðingin hjá stelpunni minni var löng og ljósmóðirin var alltaf að tala um allt þetta hár: „Vá allt þetta þykka hár!“ Þetta var orðið vandræðalegt því að í mínum huga var hún að sjálfsögðu að tala um klofið á mér! Eftir um það bil eina og hálfa klukkustund þá var ég að fara að bilast því að ég vissi alveg hvað ég var loðin bæði í klofinu og á fótunum. Ég var með svo mikið legvatn og gekk alveg 42 vikur svo það var ekki möguleiki fyrir mig að raka mig. Ég var alveg að fara að garga á hana og að afsaka það hvað ég væri hrikalega loðin enn þá var dóttir mín rifin út með sogklukku og þegar ég sá hana þá fattaði ég að hún hefði verið að tala um barnið! Að hún væri með svona mikið hár!

°°

Ég var búin að fæða strákinn eftir sirka sólarhrings vesen þegar að læknirinn kemur og byrjar að sauma mig saman, svona þar sem að sonurinn tætti mig að innan. læknirinn saumar og saumar og ég spyr: „Hvað ertu búinn að sauma mikið? Læknirinn svarar: „Ég hef ekki hugmynd og nenni ekki að telja!“ Stuttu seinna bið ég um ælupoka því ég þurfti að æla, ég fæ ælupokann og æli. Þegar það er búið lít ég fram fyrir mig. Upp úr klofinu mínu kemur mjöööög ósáttur læknir allur útataður í blóði! Þá er það sem sagt þannig að þegar maður ælir þá kemur þrýstingur. Ég fattaði það ekkert og bara ældi með manneskjuna í klofinu á mér. En ég er með mjög svartan húmor, og það fyrsta sem ég segi þegar ég sé lækninn þarna alblóðugan í framan eftir mig var: „Þetta er allt í lagi!!! Ég er ekki með Aids!!“ Herbergið þagnaði. Læknirinn bað mig síðan bara vinsamlegast um að láta vita ef ég þyrfti að æla aftur.

°°

Ég missti vatnið í Rúmfatalagernum á Akureyri! Sagði við manninn minn að ég hefði verið að missa vatnið! Hann horfði á mig og spurði mig hvort ég væri viss! Ég hrópaði JÁ á hann! Barnið var óskorðað þannig að ég átti að leggjast niður. Ég byrjaði á því að hálf setjast á gólfið því mér fannst þetta svo asnalegt. En maðurinn minn sagði mér að leggjast og hringdi á 112. Þarna lá ég svo í góða eilífð og vatnið gusaðist og gusaðist. Gólfteppið er blátt þannig að ég vissi ekki hvort þetta væri vatn eða hvort mér væri að blæða út (sem mér fannst mun líklegra). Þarna stóð fólk í rekkanum á móti og starði á mig eins og furðuhlut, á meðan ein kona kom aftan að mér og reyndi að keyra kerrunni fram hjá mér! Loksins komu svo sjúkraflutningamennirnir sem fannst þetta rosa fyndið og spurðu starfsmennina hvort þeir ætluðu ekki að sponsa mig með barnarúmi og svona. Ég var svo keyrð út á börum í gegnum röðina. Fannst þetta svoooo vandræðalegt. Um leið og ég kom upp á deild fór ég í baðkarið, enda eins og ég hefði verið að koma úr fatasundi. Sex klukkutímum seinna kom svo litla dramadrottningin mín í heiminn. Við kíkjum á staðinn sem vatnið fór nokkrum dögum síðar og þá var búið að skipta um teppi þar sem ég lá!

°°

Eftir sex ógeðslega erfiða klukkutíma af hríðum með 2 mínútur á milli ákvað ég að hætta þessari þrjósku og fá mér mænudeyfingu þar sem drengurinn var augljóslega ekkert að fara koma á næstunni. Það kemur þá fyrst einhver inn og stingur nál í hendina á mér.  Það komu svona þrír blóðdropar þegar nálin var sett inn og svo var ég að labba af stað í mænudeyfinguna. Þá LEIÐ YFIR MANNINN MINN því honum fannst svo erfitt að sjá nálina og blóðið! Ég var bara eitthvað: „ Uuu okey bæ?“ Á meðan 2 ljósmæður voru að hjálpa honum á fætur og að fara gefa honum ristað brauð á meðan ég skellti mér svo ein í mænudeyfinguna!

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum, segir Katrín í samtali við blaðamann. Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba… Lesa meira

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira