Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101.

Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst – og hér er afraksturinn.

Gjörðu svo vel Steini Glimmer!

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Mjög metnaðarfullur, hæfileikaríkur, glaðlyndur og hress, með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Ég á alltof auðvelt með að hleypa fólki að mér og treysta.

Áttu þér mottó í lífinu?

Mottóið mitt er að klára þau verkefni sem ég tek að mér hverju sinni og gera það 100%.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Stíllinn minn er rosalega fjölbreyttur og oft á tíðum mjög litríkur. Ég versla nánast hvar sem er en finnst mjög gaman að eiga eina og eina dýra flík frá flottum hönnuðum. Ég elska að klæða mig upp og vera öðruvísi en fíla samt sem áður líka að vera í jogginggallanum inn á milli.

Hvað er best við veturinn?

Það besta við veturinn er að við getum einmitt klætt okkur í fullt af töff fötum og sett upp flottan trefil og annað og notið þess að vera úti og verið sjúklega töff. Svo ef við nennum því ekki þá getum við einnig verið bara undir teppi með kertaljós og horft á sjónvarp og notið þess að lifa í kulda og rómantík.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ég væri rosalega til í að hitta Karl Lagerfeld, það er eithvað svo mikið cool við hann.

Uppáhaldsbók?

Ég les ekki bækur því miður, en ég les tískutímarit ef það telur.

Hver er þín fyrirmynd?

Ég verð að segja mamma, eins klisjulega og það hljómar, en hún er massa töffari og hefur aldrei látið stoppa sig þrátt fyrir margar hraðahindranir í lífinu. Ég tek mér hana til fyrirmyndar og læt ekkert stöðva mig í að lifa og njóta þess að gera það sem mig langar hverju sinni.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Í næstum tvö ár hef ég unnið í því að starta egin hönnun og fatalínu og opna verslun. það er svo margt á teikniborðinu að ég myndi eflaust bara setja peninginn í það og framleiða enn meira.

Twitter eða Facebook?

Facebook, ég er ekki alveg búin að læra á þetta Twitter.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án snjallsímans, eins mikið og mig langar oft að sturta honum ofan í klósettið þá er ég með og rek tvö fyrirtæki, verslunina og svo gistiheimilið Rainbow Reykjavík. Svo það fer rosalega mikið af minni vinnu í gegnum símann hvað varðar bókanir, fundi, pantanir, tölvupósta og ýmislegt annað. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki símann í þetta allt saman.

Hvað óttastu mest?

Ég óttast mest að verða sjúklingur og geta ekki sinnt mínu, ég hræðist ekki dauðann því þegar ég dey þá dey ég en að lifa sem sjúklingur er eitthvað sem ég hefði bara ekki þolinmæði í. Ég hef horft upp á þó nokkra ganga í gegnum erfið veikindi og ég hef engann áhuga takk.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Í spilaranum þessa daganna er aðallega Rag’n’Bone Man, sem er algert æði.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Pizza með kokteilsósu uppí rúmi.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Facebook: steiniglimmer
Snapchat: glimmz
Instagram: #steiniglimmer #steinidesign og #reykjavikrainbow

Hvað er framundan hjá þér í vor?

Rosalega mikið. Ég mun halda áfram að vinna með Steini Design og gera eithvað skemmtilegt, einnig mun ég halda áfram að reka gistiheimilið Reykjavik Rainbow og svo mun ég takast á við nýtt verkefni sem er sjúklega spennandi! Ég verð samt að halda ykkur smá spenntum og segja ekkert frekar um það að svo stöddu, en þið sem fylgist með munuð sjá allt sem ég geri á vefmiðlunum, þetta verður gaman #staytuned!

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Ég vill bara minna fólk á að taka einn dag í einu og njóta! þannig er lífið svo miklu skemmtilegra.

 

Tíu ára drengur hefur fundið upp snilldar tæki til að koma í veg fyrir að börn deyi í heitum bílum

Síðan 1998 hafa í kringum 712 börn dáið vegna hitaslags í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skilin eftir í bifreiðum í miklum hita. Það þarf ekki meira en fimmtán mínútur í funheitum bíl til þess að barn hljóti lífshættulegan nýrna- eða heilaskaða af völdum hitans. Flest börn sem deyja eftir hitaslag í bíl eru undir tveggja ára aldri. Gæludýr geta einnig dáið á sama máta. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er ólöglegt að skilja börn eftir í bílum. Hér má sjá forvarnarmyndband sem Northview sýsla í Missouri styrkti. Tíu ára drengur frá Texas hefur fundið upp tæki sem vonandi gerir þessi… Lesa meira

Þær kusu dauðann

Frægð og frami færa ekki ætíð lífsfyllingu. Hér er fjallað um nokkrar þekktar leikkonur sem lífið virtist blasa við en þær lifðu óhamingjusömu lífi og fyrirfóru sér. Dauði þeirra rataði í heimspressuna og aðdáendur þeirra syrgðu. Sjálfsmorð, slys eða morð? Við setjum Marilyn Monroe á listann en þó með smá fyrirvara. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles í ágústmánuði 1962, 36 ára gömul. Hún hafði tekið inn stóran skammt af töflum. Talið var langlíklegast að hún hefði framið sjálfsmorð. Einhverjir telja þó að stjarnan hafi ekki ætlað að fyrirfara sér heldur tekið í slysni of stóran skammt… Lesa meira

Ferðast til framandi pláneta í nýjum íslenskum tölvuleik

Á mánudaginn gaf íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi út glænýjan tölvuleik fyrir snjalltæki. Leikurinn heitir Mussila Planets og er sá fjórði í Mussila leikjaseríunni þar sem músíkölsk skrímsli af ýmsum gerðum halda uppi taktinum á samnefndri ævintýraeyju. Markmið leiksins er a leysa þrautir sem gera notendum kleift að þekkja nótur, takt, hljóðfæri og þjálfa tóneyrað í skapandi leik. Lesa meira

Faðir klæðir sig og dóttur sína í búninga og tekur stórskemmtilegar myndir – Aðeins of krúttlegt

Hin níu mánaða gamla Zoe þarf ekki að sannfæra pabba sinn, Sholom Ber Solomon, um að klæðast búningum og leika. Sholom klæðir sig og dóttur sína reglulega í alls konar búninga og tekur stórskemmtilegar myndir sem hafa slegið í gegn á netinu. Hvort sem þau eru klædd sem ballerínur eða Zoe bókstaflega sem fata af kjúkling þá slá þau öll met í krúttleigheitum. „Ég ætla mér að taka myndir með henni eins lengi og hún leyfir mér,“ sagði Sholom við Daily Mail. Sjáðu þessar frábæru myndir hér fyrir neðan. Lesa meira

Börn voru spurð hvernig þau eru öðruvísi – Fallegt myndband

Þetta gæti verið með því krúttlegasta sem þú horfir á í dag, jafnvel í vikunni. Í nýlegri auglýsingu fyrir barnastöð BBC, Cbeebies, var spurt nokkur vinapör hvernig þau eru frábrugðin hvort öðru. Svörin þeirra sýna það svo sannarlega að börn sjá heiminn öðruvísi en fullorðnir. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 29 milljón manns horft á myndbandið. Lesa meira

Eminem er kominn með dökkt hár og skegg – Hvar er hinn raunverulegi Slim Shady?!

Rapparinn Eminem hefur eiginlega alltaf litið eins út. Hugsaðu um það, hefur Eminem einhvern tíman ekki litið út eins og Eminem? Hinn raunverulegi Slim Shady er þekktur fyrir ljósa stutta hárið sitt og vel rakaða andlit. Hann hefur þó verið með dökkt hár áður en alltaf vel rakaðar mjúkar kinnar, enda auðvelt að gleyma því að hann er kominn á fimmtugsaldur. Í síðustu viku mætti Eminem á frumsýningu The Defiant Ones með dökkt hár og dökkt skegg. Hann lítur að sjálfsögðu stórglæsilega út en það er bara eitthvað svo skrýtið að sjá hann með skegg. Eminem deildi mynd af sér með… Lesa meira

Svona virkar Colorista frá L’Oréal – Myndband

Colorista hárvörulínan frá L’Oréal er loksins komin til landsins.  Colorista er stórglæsileg hárvörulína sem inniheldur allt frá permanent litum yfir í svokallaða washout liti sem skolast út eftir nokkra þvotta ásamt spreyjum og æðislegum pökkum til að gera dásamlegar balayage strípur eða tryllt ombré. Colorista Washout litirnir skolast úr hárinu eftir um það bil eina eða tvær vikur. Það eru 10 æðislegir litir í boði svo því er hægt að leika sér með liti án skuldbindingar. Ásamt Washout litunum kemur einnig í sölu svokallað Fader shampó sem hjálpar hárinu að losna við litinn fyrr sé þess óskað. Hvaða lit hefur… Lesa meira

Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof?

Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann. Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu. Lesa meira

Notalegur thai núðluréttur

Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Lesa meira

Górillan Zola slær í gegn með rosalega danstakta – Ný „Flashdance“ stjarna fædd

Górillan Zola hefur gjörsamlega heillað netverja upp úr skónum og slegið í gegn vegna danshæfileika sinna. Myndband af Zola dansa og snúa sér í hringi í stórum vatnsbala hefur vakið mikla athygli. En það vantaði eitthvað, lagið „Maniac“ úr kvikmyndinni „Flashdance“ sem kom út árið 1983. Útkoman er stórkostleg þegar laginu er bætt við dans Zola. Síðan þá hafa verið sett hin ýmsu lög við þessa glæsilegu danstakta. Hér geturðu horft á upprunalega myndbandið. Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með. En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að… Lesa meira