Stórtónleikar til styrktar BUGL – Hlustið til góðs

Sigríður Thorlacius, Guðni Th. Jóhannesson og Helgi Björnsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hélt sína árlegu Stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn, til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir í ár voru þeir fimmtándu.

Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar komu fram og gáfu allir vinnu sína. Þeir voru Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salóme, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Undirleikarar voru Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldson.  Kynnir kvöldsins var Gísli Einarsson.

Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Ágóðinn af styrktartónleikunum í þessi fimmtán ár hefur meðal annars runnið til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL.  Árið 2011 afhenti klúbburinn BUGL  tvær bifreiðar til eignar ásamt rekstrarkostnaði.  Fyrir tveimur árum voru bifreiðarnar síðan endurnýjaðar og rekstarkostnaðurinn fylgdi með.  Þær eru margoft búnar að sanna gildi sitt og eru mikilvægur hlekkur í meðferðarstarfi BUGL, sérstaklega vegna aukinnar áherslu á  vettvangsþjónustu og samvinnu við aðila í nærumhverfi.

Geir Ólafs og Vilhjálmur Guðjónsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Legudeild BUGL hefur til umráða aðra bifreiðina sem er níu manna og er notuð til ýmissa vettvangsferða með börnin og unglingana. Legudeildin hefur jafnframt á þessu ári aukið vettvangsþjónustu sína og vinnur mun meira í nærumhverfi barnanna en áður.  Göngudeild BUGL hefur haft  hina bifreiðina til afnota fyrir vettvangsþjónustu en þá fara meðferðaraðilar í nærumhverfi barns, á heimili, stundum í skóla og  sinna ráðgjöf og meðferð.  Auk þess hefur klúbburinn gefið BUGL ýmsan tæknibúnað og tæki til að styðja við starfsemi þeirra.

Einar Þórðarson formaður tónleikanefndar Lionsklúbbsins Fjörgynjar býður gesti velkomna. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Ari Eldjárn fór á kostum. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Þessir tónleikar eru orðnir fastur liður hjá mörgum tónleikagestum og flytjendum. Ávallt hefur myndast góð og afslöppuð stemning þar sem gestir hlusta á frábæra listamenn og um leið styrkja þeir mjög þarft málefni.  Eftirfarandi var haft eftir einum tónleikagesti: „Atriðin voru afbragðsgóð og vel valin. Það var hins vegar andinn í salnum sem rak smiðshöggið á stórkostlegt kvöld. Það var svo létt og notaleg og persónuleg stemning – sem ég tel að þið skapið með góðum undirbúningi, skipulagi og nærveru. Það var sú tilfinning sem gerði kvöldið einstaklega eftirminnilegt. Þetta vorum við hjónin algjörlega sammála um.“

Sigríður Beinteinsdóttir og Jónas Þórir Þórisson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn þakka öllum þeim sem lögðu þeim lið í þessu verkefni fyrir stuðninginn, þar á meðal listamenn, styrktaraðilar og tónleikagestir.

Helga Ragnheiður Jónsdóttir, Gissur Páll Gissurarsom, Bergljót Jóhannsdóttir og Gísli Einarsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

geMynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Matthías Stefánsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Guðrún Árný Karlsdóttir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Ari Eldjárn. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Tónleikagestir veltast um af hlátri yfir uppistandi Ara Eldjárn. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Raggi Bjarna fékk Guðna Th. upp á svið með sér og tóku þeir saman lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Gísli Einarsson kynnir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Greta Salóme. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Jónas Þórir Þórisson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Greta Salóme fékk tónleikagesti til að syngja með. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Stefán Már Magnússon og Helgi Björnsson. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)
Guðmundur Helgi Gunnarsson, Einar Þórðarson, Guðni Th. Jóhannesson, Vigfús Þór Árnason, Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir. Mynd: Sigrún Björk Einarsdóttir (studiomynd.is)

Sprenghlægilegar myndir af misheppnuðum kaupum af netinu

Færst hefur í aukana að fólk panti sér vörur af netsíðum og láti senda þær heim að dyrum. Þegar pantað er af netinu er varan oft ódýrari, fólk þarf ekki að fara út úr húsi og úrvalið er oft meira. Þetta eru meðal þeirra kosta sem fólk sér við þessa þjónustu. Ókostirnir geta þó verið heldur verri og hafa margir lent í því að fá ekki vöruna sem þeir bjuggust við. Sem betur fer sjá flestir húmorinn við þær misheppnuðu pantanir sem þeim hafa borist og er því vel hægt að hlæja að þeim. Halda svo bara áfram að panta… Lesa meira

Klárir Íslenskir karlmenn sem eru á lausu

Um síðustu helgi tókum við saman klárar Íslenskar konur sem eru á lausu og er því nú komið að körlunum. Bleikt skoðaði nokkra klára Íslenska karlmenn sem vill svo til að séu á lausu. Valþór Örn Sverrisson Valþór, oftast kallaður Valli í 24 Iceland er eins og gefur til kynna eigandi úra verslunarinnar 24 Iceland. Valli leyfir fólki að fylgjast með leik og störfum á Snapchat og hefur þar vakið mikla lukku fyrir ýmiskonar glens. Logi Pedro Logi er einn af flottustu tónlistarmönnum landsins. Logi gefur bæði út sína eigin tónlist ásamt því að framleiða tónlist fyrir aðra söngvara. Pétur Örn Guðmundsson Pétur Örn, betur þekktur sem Pétur Jesú er… Lesa meira

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum, segir Katrín í samtali við blaðamann. Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba… Lesa meira

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira