Strákurinn hennar Drífu er öðruvísi en önnur börn: „Ég er gjörsamlega týnd varðandi hvaða kröfur ég get sett á hann“

Strákurinn hennar Drífu virðist vera á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Drífa segir að það sé hluti af ástæðunni að hún hefur verið mjög kvíðin upp á síðkastið, strákurinn hennar sýnir alls konar einkenni sem hún skilur ekki og virðist vera mjög langt á eftir jafnöldrum sínum í þroska. Drífa segir frá þessu í færslu á daetur.is og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta.

Drífa og sonur hennar, Balti.

Balti, strákurinn hennar Drífu, er tveggja ára og átta mánaða. Drífa segir að hann sé sá allra fyndnasti, ljúfasti, sætasti og besti og það sé ekkert sem breytir því.

 En spurning sem ég fæ oftast varðandi hann er „bíddu talar hann bara alls ekki?“ Nei hann segir tvö orð en annað ekki. Af hverju? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. Ég vildi óska þess að ég gæti útskýrt það en ég get það ekki.

Balti vill ekki leika sér með öðrum börnum og bregst ekki við nafninu sínu sem slíku en Drífa segir að henni finnst það ekki endilega það versta. Hún segir að það sé erfitt að sjá önnur börn taka fram úr honum þroskalega séð sem eru allt að einu og hálfu ári yngri en hann.

Við höfum hitt lækna og sérfræðinga og hann er með mjög heilbrigð eyru og augu svo það er ekkert þar. Er ljótt að segja að ég vonaði pínu að hann yrfti bara heyrnartæki og þá myndi hann ná öllum bara?

Balti fær einnig kippi/krampa á hverjum degi sem valda Drífu áhyggjum. Hún segir að læknar hafa ekki áhyggur af þeim eða hafa bara hreinlega ekki séð þá, en hún nær ekki að hrista það af sér að þetta sé óvenjulegt. „Hvað ef eitthvað er að sem enginn veit af en er að hafa mikil áhrif á hann?“

Ekki misskilja mig, ef sonur minn er einhverfur þá er það allt í lagi og bara frábært því það er hann. En ég er bara hrædd við það sem ég hef ekki hugmynd um hvað er – og ég er gjörsamlega týnd varðandi það hvaða kröfur ég get gert á hann.

Hjónin Aníta og Óttar – Með forsetanum í ungbarnasundi

Aníta Estíva og maðurinn hennar Óttar Már kynntust árið 2010. Þau voru bæði að vinna á hóteli og eftir að hafa þekkst í nokkra daga spyr Óttar hvort hún vilji koma með sér í „interrail“ um Evrópu. „Ég taldi hann galinn og sagði honum að það væri ekki séns að ég ætlaði með ókunnugum manni í interrail,“ segir Aníta. Óttar sagðist ætla að panta flugið um kvöldið klukkan tíu og rétt fyrir tíu hringir Aníta og segir honum að bóka tvo miða. Þetta var að sumri til og þau lögðu af stað í ferðalagið um haustið. „Við kynntumst í raun… Lesa meira

Ótrúlega fallegir kristallar – Getur þú giskað á úr hverju þeir eru?

Þegar litið er inn í þessi stórkostlegu egg dettur manni eiginlega ekki í hug úr hverju þau eru. Þau líta út eins og fallegu steinarnir sem við sjáum stundum á steinasöfnum (eða í náttúrunni ef við erum sjúklega hressar fjallageitur). En hér eru sko engir steinar á ferð! Það er eiginlega ótrúlegt að ytra byrðið sé úr súkkulaði og glitrandi kristallarnir innan í úr sykri... Samt er það nú svo! Alex Yeatts, tvítugur bakari, er snillingurinn á bak við þessa mögnuðu matarlist - því það verður eiginlega að kalla eggin LIST, svo fögur eru þau. Eggin voru verkefni Alex og… Lesa meira

Vantar þig eitthvað að lesa? Meðmæli vikunnar frá Kollu Bergþórs

Áhugaverður krimmi Speglabókin er læsilegur og áhugaverður krimmi eftir rúmenska rithöfundinn E.O. Chirovici. Árið 1987 er virtur sálfræðiprófessor myrtur og áratugum seinna er farið að kanna málið að nýju. Þarna eru óvæntar vendingar og persónur sem hafa ýmislegt að fela. Bók sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Átakanlegar frásagnir Í Hrakningum á heiðavegum er að finna frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu á ýmsum tímum. Frásagnirnar eru gríðarlega vel skrifaðar og sumar beinlínis magnaðar. Ekki er ólíklegt að einhverjir lesendur komist við. Skyldulesning fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik. Leiftrandi frumleiki Sjón fékk nýlega Menningarverðlaun DV fyrir Ég… Lesa meira

Langbesta skúffukakan

Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar. Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana. Langbesta skúffukakan Hráefni Skúffukaka 2 bollar Kornax-hveiti 2 bollar sykur 1/4 tsk sjávarsalt til að skreyta 230 g smjör frá MS 4 msk kakó frá Kötlu 1 bolli sjóðandi heitt vatn 1/2 bolli súrmjólk frá MS 2 stór Nesbú-egg (þeytt) 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar frá Kötlu Krem 150 g mjúkt smjör frá MS 300 g flórsykur… Lesa meira

Hvolpar sem eru of krúttlegir til að vera raunverulegir

Ef það er eitthvað sem kemur manni alltaf í gott skap þá eru það hvolpar, hvað þá þegar hvolparnir eru svo krúttlegir að maður á erfitt með að átta sig á hvort þetta sé raunverulegur hvolpur eða bara bangsi. Hér eru nokkrir hvolpar sem eru svo ótrúlega krúttlegir að það er erfitt að trúa því að þeir séu til í alvörunni. Bored Panda tók saman. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 Kíktu hér til að sjá fleiri hvolpamyndir. Lesa meira

Það „tussulegasta“ sem íslenskar konur hafa gert á djamminu

Það skapast oft líflegar umræður í íslenskum Facebook hópum, sérstaklega þegar um er að ræða hópana Vonda systir og Vondasta systir. Í þeim hópum er neikvæðni, illgirni, hrottalegri hreinskilni og „tussuskap“ tekið fagnandi. Fyrri hópurinn var stofnaður sem andsvar við Facebook hópnum Góða systir. Sá hópur snýst um samstöðu kvenna og þar eru aðeins jákvæð og uppbyggilegt innleg leyfð. „Góða systir er síða sem var stofnuð í þeim tilgangi að það væri staður á internetinu sem konur gætu komið saman og sýnt hvor annari skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólík líf, viðhorf og skoðanir,“ stendur í lýsingunni á hópnum.… Lesa meira

Björn Bragi túlkar tilfinningar okkar allra – Myndband

Það má með sanni segja að grínistinn og Mið-Íslands meðlimurinn Björn Bragi fangi tilfinningar Íslendinga fullkomlega í myndbandi sem hann birti á síðu sinni í gær. Í myndbandinu sjáum við að stutt er milli vonar og vonbrigða hjá Íslendingum hvað varðar veðrið - sér í lagi þessa dagana. Á suðvestur horninu höfum við fengið að njóta úrkomuleysis og nánast logns síðustu dagana og vonin um vor fyllir hjörtun. Það gæti þó farið eins og í myndbandinu! https://www.facebook.com/bjornbragi/videos/1210821812360526/ Lesa meira

Á 10 til 20 klukkutímum breytir hún sér í mismunandi karaktera

My Gal the Zombie FX, notandi á Bored Panda, setti færslu inn á síðuna þar sem hún segir frá reynslu sinni sem förðunarfræðingur og deilir ótrúlegum myndum af förðun sem hún hefur gert. Hún byrjaði að mála sig sjálfa fyrir um tveimur árum síðan. Hún vildi æfa sig í FX förðun og eftir að læra leikhúsarförðun vissi hún nákvæmlega hvað hún vildi gera. Flest „lúkkin“ sem hún gerir taka um 10 til 20 klukkustundir, aðallega vegna þeirra erfiða sem fylgja því að mála á sig sjálfa. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan þegar hún breytir sér í mismunandi karaktera. Kíktu hér… Lesa meira

13 hlutir sem þú ættir alls ekki að gera á meðan þú stundar kynlíf

Hegðun, atferli og framkoma í ástarleikjum er lykilatriði ef við ætlum að ná að tengjast bólfélögum okkar á fallegan hátt. Grunnurinn að góðu kynlífi er auðvitað að geta tjáð þarfir sínar og mörk, og á sama tíma að hafa rænu á að hlusta á það sem mótaðilinn þarf og hvar mörk hans liggja. Það eru þó nokkrir hlutir sem ætti ALDREI að gera í rúminu. Hér er listi sem gæti bjargað þér einn daginn frá miklum vandræðagangi og jafnvel tryggt það að ástin haldist í lífi þínu. Gerðu þessa 13 hluti ALDREI í ástarleik: 1. Spila Candy-crush í símanum þínum.… Lesa meira

Hversu margar Jack & Jones flíkur getur þú klætt þig í á 90 sekúndum?

Jack & Jones er með ótrúlega skemmtilegan viðburð í Smáralind á fimmtudag þar sem heppnum strákum gefst kostur á að eignast ný föt frá versluninni og einn vinnur 100.000 króna gjafabréf. Viðburðurinn er fimmtudaginn 30. mars kl: 18:00 en þá vera tveir heppnir strákar sem fá kost á því að eyða 90 sekúndum inn í Jack & Jones og allt sem þeir geta KLÆTT SIG Í (ekki bara henda yfir sig) á þessum 90 sekúndum mega þeir eiga. Reglurnar eru að þeir verða að klæða sig í allar flíkurnar og án þess að skemma þær að sjálfsögðu. Sá sem nær… Lesa meira

Myndin sem Ragga Nagli ætlaði aldrei að deila: „Svona er veruleikinn á æfingum“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Hún var að deila mynd á Facebook síðuna sína, mynd sem hún upprunalega ætlaði alls ekki að deila. En hún ákvað að deila myndinni því hún leggur mikið upp úr að sýna raunveruleikann, það sem gerist baksviðs en ekki leikritið. Þetta hefur Ragga um myndina að segja: Þegar Naglinn sá þessa mynd á símanum var fyrsta hugsunin: "Ojj hvað ég er ljót þarna... ætla sko ekki að pósta þessari hryggðarmynd. Lítil börn fara að gráta. Fólk missir svefn vegna martraða. Óvinnufær af viðbjóði. " En svo kom litla skynsemisröddin og sagði: Þú leggur… Lesa meira