Sylvía er komin á góðan stað eftir erfiða baráttu við kvíða og þunglyndi – Tekur þátt í Ungfrú Ísland

Sylvía Rún Hálfdanardóttir er átján ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún lengi barist við erfiðan kvíða og þunglyndi en er loksins komin á góðan stað í lífinu að eigin sögn og vill sýna fólki að það sé hægt að snúa við blaðinu og sigrast á þessu. Hún ætlar að stíga út fyrir þægindaramman og taka þátt í Ungfrú Ísland í ár. Bleikt hafði samband við þessa sterku og hugrökku ungu konu og ræddi við hana um kvíðann, þunglyndið og baráttuna sem endaði í sigri.

Sylvía Rún Hálfdánardóttir

Sylvía hefur alla tíð búið í Hafnarfirði og ólst upp í stórum systkinahóp en þau eru sjö systkinin. Hún segir að því hafa fylgt mikil læti og alltaf mikið um að vera.

„Ég var mjög sterk og ákveðin á yngri árunum og mamma sagði alltaf að ég hafi verið eins og þrjár manneskjur, ég var alltaf út um allt,“

segir Sylvía í samtali við Bleikt. Fjölskylda Sylvíu er þekkt körfuboltafjölskylda og hafa þau öll spilað körfubolta. Sylvía byrjaði um leið og hún mátti og varð fljótlega mjög efnileg.

„Í október 2015 eftir mikla baráttu við andleg veikindi, kvíða, OCD, þunglyndi og mjög slæma sjálfsmynd hætti ég að æfa körfubolta. Ég var lögð í einelti sem hafði mikil áhrif því það var akkúrat þegar ég var að stíga mín fyrstu skref inn í meistaraflokk. Baráttan stóð lengi en ég vildi enga hjálp. Ég vildi ekki vera með vesen eða gera mikið úr þessu. Ég setti þess vegna alltaf upp grímu þannig enginn myndi sjá sársaukann.“

Sylvía segir að körfubolti hafi verið lífið hennar, hún var alltaf að æfa sig. Komst í öll unglingalandslið og áður en lagði körfuboltaskóna á hilluna spilaði hún með A-landsliðinu.

„Ég var mjög góð og við urðum einu sinni Norðurlandameistarar. Ég var valin best á því móti en á þeim tíma leið mér sem verst og hausinn minn var í algjöru rugli. Þegar mér var afhentur bikarinn og fólk klappaði þá var ég ekki stolt. Ég skammaðist mín. Ég byrjaði að draga mig niður: „þú getur ekkert í körfubolta, þú átt ekki skilið þennan bikar,“ „djöfull varstu ömurleg,“ „þú ert að taka þetta frá öllum hinum, frekjan þín,“ „þú ert til skammar ógeðið þitt,“ „ég hata þig!“ Þetta eru hugsanirnar sem tóku yfir heilann minn og þær voru svo ógeðslegar að ég lét sjálfa mig fara að gráta svo ótrúlega oft.“

Sylvía rifjar upp eitt skipti þegar liðið hennar vann leik og allir voru að fagna. Hún var búin á því eftir að hafa barist við hausinn sinn allan leikinn og hjóp inn á klósett og öskraði af sársauka. Hún var í ofsakvíðakasti. Siðan setti hún á sig grímu og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.

„Þetta var barátta við sjálfa mig í fjögur ár. Ég var að leggja sjálfa mig í einelti. Ég byrjaði að hata mig sjálfa meira og meira með hverjum deginum, sagði ekki frá og reyndi að láta sem minnst fyrir mér fara. Ég byrjaði að hata líkamann minn, andlitið mitt, persónuleikann minn og hægt og rólega byrjaði ég að hverfa.“

Sylvía með kærastanum sínum.

Sylvía segir að hún hafi náð að halda sér gangandi í fjögur ár en svo kom dagurinn þar sem hún brotnaði alveg niður og gat ekki meira.

„Nóvember 2015 fékk ég OCD kast. Ég vissi ekkert hvað var í gangi og var hrædd við allt og alla. Ég fattaði samt að eitthvað mikið var að því oftar og oftar fékk ég ofsakvíðaköst. Ég ákvað því að fara til sálfræðings en fékk ekki tíma fyrr en eftir tvo mánuði. Biðin eftir hjálp var hræðileg og ég hélt virkilega að ég myndi ekki lifa þetta af því sársaukinn var svo mikill. Ég missti alla tengingu við veruleikann en það versta var að ég missti mig. Ég þekkti mig ekki og þeir nánustu ekki heldur.“

Sálfræðingar, geðlæknar og lyf hjálpuðu Sylvíu að komast yfir kastið en hún segir að það hafi verið löng og erfið vinna. Í bataferlinu hætti hún í körfubolta og segist ekki sjá eftir því.

„Ég þurfti að vinna í mér. Góð andleg heilsa skiptir öllu máli. Það á engum að líða svona illa! Þegar ég var hátt uppi á lyfjunum var ég dugleg að gera það sem ég vildi, skipulagði mig og setti mér markmið. Mér fannst ég geta sigrað heiminn en þegar ég datt svo niður í þunglyndið varð allt ómögulegt og allt sem ég hafði skipulagt var ónýtt. Ég vildi ekki lifa svona, að vita ekki hvort ég myndi vakna glöð eða leið. Ég byrjaði að trúa því að ég gæti hjálpað mér að líða betur.“

Sylvía ákvað að reyna að stjórna sér sjálfri og ekki leyfa kvíðanum eða þunglyndinu að vinna. Hún byrjaði smátt. Þegar hún var niðri gerði hún eitthvað eitt sem hún var búin að plana og svo bætti hún við fleiri verkefnum.

„Mér fannst ég sterkari og sterkari með hverjum deginum og fann hvað sjálfstraustið varð alltaf betra og betra. Ég hætti síðan hjá sálfræðing í byrjun ársins. Vá hvað ég var stolt af mér að gera það. Miklu betra en að vinna einhverja bikara.“

Í byrjun ársins skráði Sylvía sig í Ungfrú Ísland. Hún viðurkennir að þá hafi hún verið ansi hátt uppi og fannst hún geta sigrað heiminn. Þegar hún fór síðan niður efaðist hún um sig en ákvað að hætta ekki við.

„Ég hætti á kvíðalyfjunum stuttu eftir það og það var mjög stórt skref. Mér hefur aldrei liðið eins vel og mér líður núna. Ég stend núna með mér og er ekki að draga mig niður ef mér mistekst. Ég byrja alla daga á því að brosa og vera þakklát fyrir að vakna. Því lífið er svo ótrúlega stutt og ég vil ekki missa meira af því en ég hef gert nú þegar. Ég er byrjuð að gera það sem mig langar að gera og það er kvikmyndaleiklist.“

Sylvía hefur fengið mörg tækifæri tengt leiklistinni. Í ár hefur hún leikið í nokkrum stuttmyndum og var í aðalhlutverki í einni myndinni.

„Síðan er það Ungfrú Ísland og ég hélt að það var verið að grínast í mér þegar ég var valin en þetta var ekkert grín. Ég er ótrúlega spennt fyrir sumrinu og mér finnst hópurinn yndislegur og allir sem sjá um okkur. Ég er bara svo ánægð að fá þetta tækifæri. Mér finnst leiðinlegt hvað margir dæma keppnina svo harkalega án þess að kynna sér hana fyrst og sjá hvað þau eru í raun og veru að leitast eftir. Við erum allar mismunandi og sterkir einstaklingar. Það fara allir í þessa keppni af ástæðu og engin ástæða er alveg eins. Ég fór í hana til að styrkja sjálfstraustið mitt enn þá meira og sýna að þrátt fyrir að manni líður ótrúlega illa og allt sé ómögulegt þá er hægt að snúa blaðinu við. Það tekur bara tíma og vinnu en með litlum skrefum er allt hægt!“

Hægt er að fylgjast með Sylvíu á Snapchat: s_dayinherlife

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð. Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt. Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna. Bleikt.is greindi frá því á… Lesa meira

Barnsfaðir og unnusti Mörtu situr í fangelsi: „Það er mikil bið í afplánun og ég skil ekki afhverju það er verið að halda honum lengur inni þegar menn með stærri glæpi ganga lausir“

Marta Þórudóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 28. nóvember á síðasta ári sem kom í heimin með bráðakeisara eftir langt gangsetningarferli. Sonur Mörtu var skírður Stefán Þór og hefur Marta verið í sambúð með föður hans síðan árið 2014. Barnsfaðir hennar, Örn Stefánsson hefur þó einungis hitt son sinn fjórum sinnum síðan hann fæddist þar sem hann situr í fangelsi að afplána dóma sem hann hefur fengið. Við kynntumst í byrjun ágúst 2014 og höfum eiginlega verið saman síðan þá, en þá vorum við bæði í neyslu og límdumst við hvort annað. Við vorum bæði í harðri neyslu fyrsta árið… Lesa meira

Föstudagspartýsýning – Travolta, tónlistin, taktarnir

Komdu með á partýsýningu Saturday Night Fever, en Bíó Paradís verður með sýningu á myndinni annað kvöld kl. 20. Mættu og rifjaðu upp tónlistina sem lifað hefur í 40 ár og er enn jafn vinsæl í dag og þá, tileinkaðu þér takta Travolta og skemmtu þér konunglega. Kvikmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd 14. desember 1977, leikstjóri var John Badham og í aðalhlutverki var John Travolta, sem þá var frekar óþekktur. Travolta leikur töffarann Tony Manero, sem vinnur sem verkamaður en ver helgunum í að drekka og dansa á diskóteki í Brooklyn, Karen Gorney leikur Stephanie Mangano, dansfélaga hans og… Lesa meira

Auður Elín: „Ef þú kannast við það að vera komin með símann í hendurnar nokkrum mínútum eftir að þú lagðir hann frá þér þá er þetta fíkn“

Auður Elín Sigurðardóttir ákvað að skoða daglega símanotkun sína og kanna hversu miklum tíma hún var að eyða með skjáinn fyrir framan andlitið og fékk áfall þegar hún sá niðurstöðurnar. Vildi ekki vera þræll símans Einn daginn var ég þrjá klukkutíma á Facebook, eyddi fimm og hálfum klukkutímum í símanum sjálfum og opnaði kíkti á hann 97 sinnum yfir daginn. Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana, segir Auður í færslu á Belle.is Auður segir að hamingjuna sé ekki að finna á Facebook en þó sé alltaf gaman að kíkja inn á miðilinn.… Lesa meira

Gerður hjá Blush.is ræðir um kynlífstæki, erfið sambandsslit og ástarlífið: „Við getum allavegana sagt að ég sé ekki að leitast eftir því að kynnast neinum“

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var einungis tuttugu og eins árs gömul. Gerður réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda hefur hún alltaf verið ævintýragjörn og dreymin, en þegar kom að vali á fyrirtækjarekstri ákvað hún að stofna kynlífstækjaverslun. Blush.is, kynlífstækjaverslun Gerðar, er nú orðin sjö ára gömul og á þeim stutta tíma sem liðið hefur síðan fyrirtækið varð til hefur mikið breyst hvað varðandi viðhorf Íslendinga til kynlífs. Umræðan hefur aldrei verið opnari og ekki er lengur feimnismál að ganga inn í kynlífstækjaverslun og kaupa tæki.… Lesa meira

Aníta Kröyer upplifði kvalarfulla brjóstagjöf: „Ég var öll út í sárum og hægri geirvartan klofnaði hálf í sundur“

Aníta Kröyer var með dóttur sína, Ronju Líf, á brjósti í rúmlega sex mánuði. Af fjórum af þessum sex mánuðum kvaldist Aníta af miklum sársauka, vanlíðan og síendurteknum stíflum og sýkingum. Þegar ég gekk með Ronju Líf las ég mér lítið sem ekkert til um brjóstagjöf. Ástæðan var sú að ég hélt að þetta væri ekkert mál og að eina vesenið sem gæti mögulega fylgt þessu væri of lítil mjólk og þegar tennurnar kæmu, segir Aníta í einlægri færslu á síðunni Narnia.is Aníta átti þó eftir að komast að því að brjóstagjöf getur verið allt annað en dans á rósum og kom það… Lesa meira

11 klassískar rómantískar gamanmyndir á Netflix sem tilvalið er að horfa á í kuldanum

Nú þegar myrkrið og kuldinn liggur yfir landinu er rosalega gott að geta lagst upp í sófa á kvöldin, undir teppi, með heitt súkkulaði og finna sér góða rómantíska gamanmynd á Netflix. En vegna þess gríðarlega fjölda af bíómyndum sem eru aðgengilegar á Netflix fara oft heilu klukkustundirnar í það að leita sér að hinni einu réttu mynd. Bleikt hefur því tekið saman lista yfir nokkrar klassískar góðar rómantískar gamanmyndir til þess að horfa á þar til það fer að birta aftur úti. Before We Go Myndin er gefin út árið 2014 og var það Chris Evans sem leikstýrði henni. Aðalleikarar eru Alice Eve, Emma Fitzpatrick og Chris Evans. Before We Go gerist öll á einni… Lesa meira

Átt þú sanna og skemmtilega sögu af kynlífsævintýri? Eða viltu hlusta á slíkar?

Á morgun er einstakur viðburður í boði á Gauknum, SMUT SLAM. Um er að ræða viðburð sem hefur ferðast um allan heim og verður nú á Íslandi í fyrsta sinn. Þemað er fyrsta reynslan. Sannar og skemmtilegar sögur af kynlífsævintýrum. Gestum er boðið að skrá sig til leiks og deila sinni fyrstu kynlífsreynslu á fimm mínútum undir styrkri handleiðslu Cameryn Moore, sem er kynlífsfræðingur og kynlífs aktívisti, verðlaunað leikskáld/leikkona og fyrrum símavændisdama. Fimm gestastjörnudómarar, þau Atli Demantur, Bylgja Babýlon, Gerður Arinbjarnardóttir, Hugleikur Dagsson og Jonathan Duffy, munu einnig deila sinni sögu. Ef þú vilt ekki deila þinni sögu, ekkert mál,… Lesa meira

Fríða B: „Við vitum aldrei hvenær við erum að halda upp á afmælið okkar í síðasta sinn“

Jæja, það hlaut að koma að því. Fertug. já, ég verð fertug núna seinna í mánuðinum. Og í fyrsta sinn á ævinni er ég að upplifa það að mér finnst ég vera að eldast. Já, í fyrsta sinn, finnst mér erfitt að eiga afmæli. Ég veit ekki hversvegna, en það kom eitthvað yfir mig þegar ég fór að hugsa þetta og að ég verði fertug. Fjörtíu ára. Komin á fimmtugsaldurinn. Miðaldra. En hvað er svosem aldur? Segja árin allt? Nei, það held ég ekki. Ég er á þeirri skoðun að það sem mótar okkur sem manneskju, eru ekki hversu mörg… Lesa meira

Guðlaug Sif: „Mér fannst leiðinlegt að líf mitt snerist um kúkableyjur, brjóstagjöf og svefn. Ég var bara mjög veik á geði“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir greindist með alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir að hún átti drenginn sinn en hún hafði átt virkilega erfiða meðgöngu og var illa stödd andlega vegna áfengis og fíkniefnaneyslu barnsföðurs síns. Hann var svo veikur vegna fíkniefna og áfengis að ég gat eiginlega ekkert hugsað um mína heilsu þar sem allar mínar áhyggjur og orka fóru í að pæla í því að gera aðstæðurnar sem bestar fyrir hann. Ég var svo gríðarlega meðvirk og ég trúði því alltaf þegar hann sagðist ætla að verða edrú en svo fóru feluleikirnir af stað, segir Guðlaug Sif í einlægri færslu á Amare.is Eftir að Guðlaug átti strákinn sinn… Lesa meira

Kaia Gerber hannar tískulínu í samstarfi við Karl Lagerfeld

Í hörðum heimi tískubransans þá er ljóst að fyrirsætur þurfa að gera eitthvað sérstakt til að skara fram úr fjöldanum. Að hanna tískulínu í samstarfi við þekktan hönnuð telst klárlega eitt af því. Kaia Gerber hefur tilkynnt að hún er að hanna línu í samstarfi við engan annan en Karl Lagerfeld. Fyrirsætan kom fram í fyrsta sinn á tískusýningarpöllunum síðastliðið haust og vakti bæði athygli og aðdáun. Fatalína hennar mun koma í verslanir í september næstkomandi. Hin 16 ára gamla Kaia hefur þegar komið fram í tveimur tískusýningum fyrir Chanel og opnaði hún þá fyrri, sem þykir mikill heiður fyrir… Lesa meira

Myndband: Frábær aðferð til að passa förðunina þegar þú borðar

Hefurðu lent í því að vera búin að farða þig óaðfinnanlega, fara síðan út að borða og/eða drekka og eiga þá í vandræðum og jafnvel eyðileggja förðunina sem þú hafðir mikið fyrir? Engar áhyggjur, daman í myndbandinu kennir þér frábæra aðferð til að nærast og á sama tíma halda förðuninni fullkominni! https://www.facebook.com/RussianFashionblogger/videos/1899915476703926/   Lesa meira