Sylvía er komin á góðan stað eftir erfiða baráttu við kvíða og þunglyndi – Tekur þátt í Ungfrú Ísland

Sylvía Rún Hálfdanardóttir er átján ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún lengi barist við erfiðan kvíða og þunglyndi en er loksins komin á góðan stað í lífinu að eigin sögn og vill sýna fólki að það sé hægt að snúa við blaðinu og sigrast á þessu. Hún ætlar að stíga út fyrir þægindaramman og taka þátt í Ungfrú Ísland í ár. Bleikt hafði samband við þessa sterku og hugrökku ungu konu og ræddi við hana um kvíðann, þunglyndið og baráttuna sem endaði í sigri.

Sylvía Rún Hálfdánardóttir

Sylvía hefur alla tíð búið í Hafnarfirði og ólst upp í stórum systkinahóp en þau eru sjö systkinin. Hún segir að því hafa fylgt mikil læti og alltaf mikið um að vera.

„Ég var mjög sterk og ákveðin á yngri árunum og mamma sagði alltaf að ég hafi verið eins og þrjár manneskjur, ég var alltaf út um allt,“

segir Sylvía í samtali við Bleikt. Fjölskylda Sylvíu er þekkt körfuboltafjölskylda og hafa þau öll spilað körfubolta. Sylvía byrjaði um leið og hún mátti og varð fljótlega mjög efnileg.

„Í október 2015 eftir mikla baráttu við andleg veikindi, kvíða, OCD, þunglyndi og mjög slæma sjálfsmynd hætti ég að æfa körfubolta. Ég var lögð í einelti sem hafði mikil áhrif því það var akkúrat þegar ég var að stíga mín fyrstu skref inn í meistaraflokk. Baráttan stóð lengi en ég vildi enga hjálp. Ég vildi ekki vera með vesen eða gera mikið úr þessu. Ég setti þess vegna alltaf upp grímu þannig enginn myndi sjá sársaukann.“

Sylvía segir að körfubolti hafi verið lífið hennar, hún var alltaf að æfa sig. Komst í öll unglingalandslið og áður en lagði körfuboltaskóna á hilluna spilaði hún með A-landsliðinu.

„Ég var mjög góð og við urðum einu sinni Norðurlandameistarar. Ég var valin best á því móti en á þeim tíma leið mér sem verst og hausinn minn var í algjöru rugli. Þegar mér var afhentur bikarinn og fólk klappaði þá var ég ekki stolt. Ég skammaðist mín. Ég byrjaði að draga mig niður: „þú getur ekkert í körfubolta, þú átt ekki skilið þennan bikar,“ „djöfull varstu ömurleg,“ „þú ert að taka þetta frá öllum hinum, frekjan þín,“ „þú ert til skammar ógeðið þitt,“ „ég hata þig!“ Þetta eru hugsanirnar sem tóku yfir heilann minn og þær voru svo ógeðslegar að ég lét sjálfa mig fara að gráta svo ótrúlega oft.“

Sylvía rifjar upp eitt skipti þegar liðið hennar vann leik og allir voru að fagna. Hún var búin á því eftir að hafa barist við hausinn sinn allan leikinn og hjóp inn á klósett og öskraði af sársauka. Hún var í ofsakvíðakasti. Siðan setti hún á sig grímu og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.

„Þetta var barátta við sjálfa mig í fjögur ár. Ég var að leggja sjálfa mig í einelti. Ég byrjaði að hata mig sjálfa meira og meira með hverjum deginum, sagði ekki frá og reyndi að láta sem minnst fyrir mér fara. Ég byrjaði að hata líkamann minn, andlitið mitt, persónuleikann minn og hægt og rólega byrjaði ég að hverfa.“

Sylvía með kærastanum sínum.

Sylvía segir að hún hafi náð að halda sér gangandi í fjögur ár en svo kom dagurinn þar sem hún brotnaði alveg niður og gat ekki meira.

„Nóvember 2015 fékk ég OCD kast. Ég vissi ekkert hvað var í gangi og var hrædd við allt og alla. Ég fattaði samt að eitthvað mikið var að því oftar og oftar fékk ég ofsakvíðaköst. Ég ákvað því að fara til sálfræðings en fékk ekki tíma fyrr en eftir tvo mánuði. Biðin eftir hjálp var hræðileg og ég hélt virkilega að ég myndi ekki lifa þetta af því sársaukinn var svo mikill. Ég missti alla tengingu við veruleikann en það versta var að ég missti mig. Ég þekkti mig ekki og þeir nánustu ekki heldur.“

Sálfræðingar, geðlæknar og lyf hjálpuðu Sylvíu að komast yfir kastið en hún segir að það hafi verið löng og erfið vinna. Í bataferlinu hætti hún í körfubolta og segist ekki sjá eftir því.

„Ég þurfti að vinna í mér. Góð andleg heilsa skiptir öllu máli. Það á engum að líða svona illa! Þegar ég var hátt uppi á lyfjunum var ég dugleg að gera það sem ég vildi, skipulagði mig og setti mér markmið. Mér fannst ég geta sigrað heiminn en þegar ég datt svo niður í þunglyndið varð allt ómögulegt og allt sem ég hafði skipulagt var ónýtt. Ég vildi ekki lifa svona, að vita ekki hvort ég myndi vakna glöð eða leið. Ég byrjaði að trúa því að ég gæti hjálpað mér að líða betur.“

Sylvía ákvað að reyna að stjórna sér sjálfri og ekki leyfa kvíðanum eða þunglyndinu að vinna. Hún byrjaði smátt. Þegar hún var niðri gerði hún eitthvað eitt sem hún var búin að plana og svo bætti hún við fleiri verkefnum.

„Mér fannst ég sterkari og sterkari með hverjum deginum og fann hvað sjálfstraustið varð alltaf betra og betra. Ég hætti síðan hjá sálfræðing í byrjun ársins. Vá hvað ég var stolt af mér að gera það. Miklu betra en að vinna einhverja bikara.“

Í byrjun ársins skráði Sylvía sig í Ungfrú Ísland. Hún viðurkennir að þá hafi hún verið ansi hátt uppi og fannst hún geta sigrað heiminn. Þegar hún fór síðan niður efaðist hún um sig en ákvað að hætta ekki við.

„Ég hætti á kvíðalyfjunum stuttu eftir það og það var mjög stórt skref. Mér hefur aldrei liðið eins vel og mér líður núna. Ég stend núna með mér og er ekki að draga mig niður ef mér mistekst. Ég byrja alla daga á því að brosa og vera þakklát fyrir að vakna. Því lífið er svo ótrúlega stutt og ég vil ekki missa meira af því en ég hef gert nú þegar. Ég er byrjuð að gera það sem mig langar að gera og það er kvikmyndaleiklist.“

Sylvía hefur fengið mörg tækifæri tengt leiklistinni. Í ár hefur hún leikið í nokkrum stuttmyndum og var í aðalhlutverki í einni myndinni.

„Síðan er það Ungfrú Ísland og ég hélt að það var verið að grínast í mér þegar ég var valin en þetta var ekkert grín. Ég er ótrúlega spennt fyrir sumrinu og mér finnst hópurinn yndislegur og allir sem sjá um okkur. Ég er bara svo ánægð að fá þetta tækifæri. Mér finnst leiðinlegt hvað margir dæma keppnina svo harkalega án þess að kynna sér hana fyrst og sjá hvað þau eru í raun og veru að leitast eftir. Við erum allar mismunandi og sterkir einstaklingar. Það fara allir í þessa keppni af ástæðu og engin ástæða er alveg eins. Ég fór í hana til að styrkja sjálfstraustið mitt enn þá meira og sýna að þrátt fyrir að manni líður ótrúlega illa og allt sé ómögulegt þá er hægt að snúa blaðinu við. Það tekur bara tíma og vinnu en með litlum skrefum er allt hægt!“

Hægt er að fylgjast með Sylvíu á Snapchat: s_dayinherlife

Ókunnug kona í Smáralind sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir

Andrea Ísleifsdóttir var í Smáralind á dögunum þegar ókunnug kona kom upp að henni og byrjaði að spjalla við hana um son Andreu. Samræðurnar byrjuðu vel en tóku snögga beygju þegar konan sagði Andreu að hún ætti ekki að vera móðir ef hún ætlaði ekki að ala son sinn "rétt" upp. Konan taldi Andreu ekki vera að ala son sinn "rétt" upp þar sem Andrea skilgreinir hann sem "hann." Andrea segir frá þessu í grein sinni á Glam.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hér með lesendum. Hér að neðan má lesa alla grein Andreu í heild sinni. Um… Lesa meira

Fólk er að missa sig yfir gömlum myndum af Emiliu Clarke og Kit Harrington

Gamlar myndir af Emiliu Clarke og Kit Harrington eru að ganga eins og eldur í sinu um netheima. Myndirnar voru teknar fyrir Rolling Stones tímaritið árið 2012 og eru hreint út sagt guðdómlegar! Alfie Allen og Lena Headey voru einnig í myndatökunni. Bored Panda greinir frá þessu. Horfðu á myndbandið neðst í greininni frá myndatökunni og sjáðu tíst frá netverjum. „Þetta augnablik var ógleymanlegt,“ sagði ljósmyndarinn Peggy Sirota um myndina af þeim kyssast. „Ég bað þau um að kyssast og ætli ástin hafi ekki verið í loftinu og ég var bara nógu heppinn að vera þarna.“ Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan. Fólk var… Lesa meira

Mel B rauk af sviði eftir kvikindislegan brandara Simon Cowell um brúðkaupsnóttina hennar

Melanie „Mel B“ Brown, fyrrum kryddpía og dómari í America‘s Got Talent, rauk af sviði síðastliðið þriðjudagskvöld eftir að meðdómari hennar Simon Cowell sagði grófan og klúran brandara um brúðkaupsnóttina hennar. Mel B stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn til tíu ára, Stephen Belafonte. Simon sagði „brandarann“ eftir tækniklúður í sýningu töframanns í America's Got Talent. „Ég get eiginlega ímyndað mér að þetta sé eins og brúðkaupsnótt Mel B. Mikil eftirvænting, lofar miklu, skilar litlu,“ sagði Simon. Mel B var ekki hrifin af þessum ummælum og kastaði yfir hann vatnsglasinu sínu áður en hún rauk af sviðinu í beinni… Lesa meira

Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum. Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn… Lesa meira

Ofurkrúttlegir hundar með sólgleraugu skynsamari en Donald Trump

Samfélagsmiðlar hafa logað af myndum frá sólmyrkvanum sem átti sér stað í gær og fjöldi fólks ferðaðist langar leiðir til Bandaríkjanna til þess að verða vitni að honum, enda eitt af ótrúlegustu undrum náttúrunnar. Til þess að sjá sólmyrkvan var nauðsynlegt að nota sérstök sólgleraugu sem vernda augun gegn hættulegum geislum sólarinnar. Forseti Bandaríkjanna virti þó þær viðvaranir ekki og ákvað að taka af sér sólgleraugun í miðjum sólmyrkva. Hinsvegar mátti sjá skynsama hunda víðsvegar um heiminn sem fylgdu fyrirmælum og pössuðu vel upp á sjónina. https://www.instagram.com/p/BYEh_hqlb3y/ https://www.instagram.com/p/BYE3M_GlZhX/ https://www.instagram.com/p/BYEW7QSgg6y/ https://www.instagram.com/p/BYESnoOjW10/ https://www.instagram.com/p/BYER1L-Bo_i/ https://www.instagram.com/p/BYEIhw3luBI/ https://www.instagram.com/p/BYD0_suHVsP/ https://www.instagram.com/p/BYESMlLjS1w/ https://www.instagram.com/p/BYEQo1LFTAS/ https://www.instagram.com/p/BYEBgZ1DC4_/ https://www.instagram.com/p/BYDhZlLht0V/ https://www.instagram.com/p/BYEk7FUAtgh/ Lesa meira

Karen Kjartansdóttir: „Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar“

„Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar. Mögulega í ætt við nektarmenningu Austur-Þýskalands,“ svona hefst pistill Karenar Kjartansdóttur um sundlaugar á Íslandi. Karen fór í sund um daginn með son sinn sem er að byrja í 1. bekk í grunnskóla. Honum var meinaður aðgangur að kvennaklefanum með Karen vegna aldurs, en hann þótti of gamall. Í kjölfarið kom ýmislegt upp í huga Karenar á meðan sundferðinni stóð, bæði varðandi reglur í íslenskum sundlaugum og skort á þeim. Eins og regluleysi varðandi eftirlitslausar rennibrautir. Karen skrifaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún deildi vangaveltum sínum. Hún segir í samtali… Lesa meira

Friðrik Dór fékk ryk í augun á Dalvík – Myndband

Fiskidagstónleikarnir á Dalvík voru haldnir 12. ágúst síðastliðinn en talið er að yfir 30 þúsund manns hafi sótt tónleikana. Margar af skærustu stjörnum landsins stigu á stokk ásamt hljómsveit Rigg viðburða í glæsilegri umgjörð eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Friðrik Dór Jónsson flutti lagið Í síðasta skipti með miklum ágætum og tóku gestir tónleikanna virkan þátt í söng og leik. Friðrik Dór lét hafa það eftir sér baksviðs eftir flutninginn að hann hefði fengið eitthvað ryk í augun í miðju lagi. „Ég er búinn að syngja þetta lag þúsund og tíu sinnum. Það gerðist eitthvað sérstakt þarna á… Lesa meira

Svona ræktarðu þitt eigið avókadó tré skref fyrir skref – Myndband

Avókadó, eða lárpera, nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi sem og víðar. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta græni ávöxturinn sem bragðast örlítið eins og kartafla. Inni í lárperu er steinn sem flestir henda en margir hafa prófað að setja steinn í mold eða vatn og sjá hann spíra. En hvað svo? Er hægt að rækta sitt eigið avókadó tré? Svarið má sjá hér að neðan í myndbandi frá Mr Eastcostman. Myndbandið hans hefur fengið rúmlega fjögur milljón áhorf og sýnir hann í því hvernig á að rækta sitt eigið avókadó tré skref fyrir skref. Lesa meira

Getur þú giskað hver er með hverjum? – Myndband

Cut gerðu skemmtilegt verkefni á dögunum en þau fengu nokkra einstaklinga til að giska á hverjir eru par úr hópi tíu einstaklinga. Einstaklingarnir þekkja ekki fólkið og eiga að giska á hvaða tveir einstaklingar eru par út frá því að horfa á einstaklingana og spyrja þá spurninga. Fólkið sem er að giska segir svo af hverju fólkið heldur að þessir tveir einstaklingar séu saman. Eins og svipaður fatasmekkur eða daðurslegt augnaráð. Myndbandið er mjög skemmtilegt og áhugavert! Horfðu á það hér fyrir neðan. Lesa meira

Kendall Jenner húðskömmuð fyrir að nota þennan emoji-kall

Það er ekkert nýtt að Kardashian-Jenner fjölskyldan sé undir smásjá þegar kemur að öllu því sem þau gera. Allt frá klæðnaði, orðavali þeirra á Twitter og meira að segja notkun þeirra á emoji-köllum. Í maí var Kim Kardashian harðlega gagnrýnd fyrir tíst sitt um Manchester árásina. Hún deildi mynd af sér og Ariönu Grande með tístinu. Netverjar gagnrýndu hana fyrir að nota þetta sem tækifæri til að deila mynd af sér sjálfri. Kim eyddi upprunalega tístinu og deildi fljótlega tveimur öðrum tístum sem voru ekki með mynd. Sjá einnig: Kim Kardashian gagnrýnd harðlega fyrir þetta tíst um Manchester árásina Nú er… Lesa meira

Kylie Jenner útskýrir af hverju hún hætti með Tyga: „Við munum alltaf hafa einstök tengsl“

Kylie Jenner og Tyga hættu saman í mars á þessu ári eftir næstum þriggja ára samband. Öll slúðurpressan var á nálum í kjölfarið en Kylie og Tyga tjáðu sig hvorug um sambandsslitin opinberlega. Nú hefur Kylie loksins tjáð sig um þau, en hún gerði það í raunveruleikaþættinum sínum „Life of Kylie.“ Hún segir ástæðuna fyrir því að hún hætti með honum ekki vera út af einhverju stóru rifrildi eða að það hafi verið eitthvað slæmt á milli þeirra. „Það var alls ekki neitt að sambandinu okkar. Hann og ég munum alltaf, alltaf hafa einstök tengsl,“ segir Kylie. „Það var ekkert… Lesa meira