Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn

Áætlað er að í 10-15% skilnaða lendi börn á milli í deilum þar sem annað foreldrið beitir ýmsum leiðum til að daga úr tengslum barnsins við hitt foreldrið. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar fyrir barnið og flokkast undir andlegt ofbeldi. Yfirleitt er það foreldrið sem barnið býr hjá sem beitir þessum aðferðum. Alvarleiki þessara mála er mismikill, en áætlað er að í um 5% skilnaða þar sem börn koma við sögu sé harkan það mikil að rof verða á tengslum barnsins við hitt foreldrið. Oftast er það foreldrið sem barnið býr hjá sem beitir þessum aðferðum gegn barninu og hinu foreldrinu. Birtingarmyndirnar geta verið allt frá því að barnið heyri stöku sinnum talað illa um hitt foreldrið, til þess að upplifa herferð sem það dregst inn í og verður til þess að samskiptin við hitt foreldrið veikjast eða falla alveg niður.

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands hefur rannsakað skilnaðarmál og áhrif þess þegar börn eru ekki í samskiptum við annað foreldri sitt. Sigrún hefur áratuga reynslu af barna- og fjölskyldumálum. Hún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd Háskóla Íslands. Hún rekur einnig meðferðarþjónustuna Tengsl í Reykjavík þar sem hún vinnur að meðferð og ráðgjöf með einstaklingum, pörum, foreldrum og fjölskyldum.

Sigrún segir tálmun á umgengni lengi hafa viðgengist. Ástæðuna telur hún valdaátök í samböndum og tilfinningatogstreitu. Einnig séu í sumum tilfellum um að ræða persónuleikaröskun hjá öðru foreldri eða báðum. Í þeim tilfellum sé oft ekki vilji eða geta til að komast að samkomulagi sem geri stöðuna oft sérstaklega erfiða fyrir það foreldri sem ekki fer með forsjá. Tálmun á umgengni barns við annað foreldri sé réttindabrot gagnvart barninu og börn eigi bæði siðferðilegan og lögfestan rétt á umgengni við báða foreldra sína. Skýrt er kveðið á um þetta í 46. grein barnalaga og að sú skylda hvíli á báðum foreldrum að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur. Ráðgjöf sé því mjög mikilvæg til að koma í veg fyrir slíka þróun eftir skilnað: „Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn ef ráðgjöf hefst snemma í skilnaðarferlinu. Við sjáum að þessum hörðu tilfellum sem telja um það bil 15% skilnaðarmála má fækka umtalsvert með ráðgjöf. Rannsókn sem ég hafði umsjón með sýndi að sáttamiðlun náði árangri í 60% tilvika þeirra erfiðu mála sem komin voru til meðferðar í dómskerfinu.“

Áhrif nærumhverfisins

Þegar umgengnistálmunum er beitt, eða þegar annað foreldrið beitir leiðum til að draga úr tengslum barnsins við hitt foreldrið er um ofbeldi gagnvart barninu að ræða. Þó svo að það foreldri sem beitir ofbeldinu beri ábyrgð á því, geta fjölskylda og nánir vinir haft veruleg áhrif á stöðu mála, bæði til góðs og ills. Kerfið skortir úrræði og oft velkjast málin þar svo árum skiptir. Slíkt getur skaðað samband barnsins við foreldrið sem það býr ekki hjá, oft svo mikið að það rofnar alveg. Í nýlegri rannsókn Sigrúnar og Sólveigar Sigurðardóttur Eftir skilnað, þar sem rætt er við bæði foreldra og ömmur og afa, kemur fram að þau síðarnefndu eru gjarnan mikilvægir bakhjarlar í lífi skilnaðarbarna og eiga sinn þátt í því að barnið geti rækt tengsl við frændgarðinn beggja vegna, og þau bera gjarnan klæði á vopnin ef átök eru.

„Stundum þegar átök og heift eru svo mikil sjást foreldrar ekki fyrir í hefndum og neikvæðu umtali í garð hins foreldrisins. Afleiðingar slíks álags á barnið eru bæði alvarlegar og geta verið langvarandi. Í nýlegum rannsóknum hefur komið fram að bernskuraunir meðal annars vegna skilnaðar og foreldramissis geti komið fram í líkamlegum og andlegum heilsubresti síðar á ævinni.“

Í undantekningatilfellum geti komið fram raunveruleg áhætta fyrir barnið að vera í samvistum við annað foreldri sitt og þá skipti miklu máli að koma í veg fyrir að barnið sé sett í minnstu hættu.

„Þegar staðan er þannig er stundum hægt að koma við aðstoð til að börnin geti samt hitt þessa foreldra. Að það sé umgengni undir eftirliti. Í dag eru farið með börn í fangelsi til að hitta annað foreldri sitt og föngum er gefið leyfi til að hitta börn sín. Stundum þarf að tryggja að það sé undir eftirliti félagsráðgjafa. Í slíkum tilvikum sem fylgt er eftir með samtölum, getur það líka hjálpað barninu að skilja betur það sem er að hjá foreldrinu. Rannsóknir sýna að þeim börnum vegnar oft betur en börnum þar sem skorið hefur verið á tengslin. Það er í raun mjög lítill hluti þar sem sannanlega er eitthvað að öðru foreldrinu. Í þeim tilfellum vaknar líka spurningin um af hverju viðkomandi valdi þá manneskju til að vera foreldri barnsins sins?“

segir Sigrún. Réttur barnsins í tengslum við það foreldrið sem barnið býr að staðaldri ekki hjá þarf að vera mun skýrari í lögum en nú er að mati Sigrúnar. Lögin breyti ekki hegðun fólks í samskipta- og tilfinningamálum, en þau hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna í við­ horfsmótun, siðferðislegu aðhaldi og geti haft leiðbeinandi áhrif. Einnig sé þörf á mun markvissari fræðslu og ráðgjöf. „Það þyrfti að vera aðgengi að fjölskylduráðgjöf líkt og á Norðurlöndum þar sem sérstök stoðdeild er í félagsþjónustu sveitarfélaga. Þjónusta þar sem sérfræðingar í fjölskyldusamskiptum veita fræðslu, koma til aðstoðar og hafa barnaverndarsjónarmið að leiðarljósi.“

Kvíði, tortryggni og skert sjálfsmynd

Börn sem lenda í því að missa samband við annað foreldri sitt, verða bitbein í átökum foreldra sinna eða heyra illt umtal um foreldri og fjölskyldu þess, þjást oft af kvíða og þunglyndi. Erlendar rannsóknir og klínisk reynsla hafa leitt í ljós að þau geta átt erfitt með að treysta og eru tortryggin í makavali. Hætta er á að sjálfsmynd þeirra bíði hnekki þannig að þau þrói með sér óöruggt tengslamynstur í parsambandi og geti átt í erfiðleikum í nánum samböndum á fullorðinsárum. Í rannsókn Sigrúnar, Sólveigar Sigurðardóttur og Daggar Pálsdóttur Raddir skilnaðarbarna – um jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað 2016, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun 2016, er talað við uppkomin skilnaðarbörn. Þar kemur skýrt fram að sársauki barnanna orsakast af vonbrigðum yfir því að foreldrarnir geti ekki hagað sér eins og fullorðið, þroskað fólk. Uppeldismynstur erfast og ef ekki er gripið inn í eru líkur á að barnið endurtaki sama mynstur og það er alið upp við og beri það áfram til næstu kynslóðar. Barnið hlýtur einnig skaða af því að missa af því að þekkja fjölskyldu sína og að geta ekki notið þess tengslanets og stuðnings sem útilokaða fjölskyldan í kjölfar skilnaðar eða foreldramissis gæti veitt því. Þannig fer barnið á mis við tækifæri til þroska og nánari skilnings á sjálfu sér, bæði sem barni og síðar sem fullorðnum einstaklingi;

„Skaðinn er mikill því það er svo mikilvægt fyrir börn að máta sig við einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar til að þau geti náð fullum þroska. Áhrif uppeldisins eru alltaf sterk og því skiptir miklu máli að hjálpa þessum foreldrum þannig að þeir geti verið jákvæðar fyrirmyndir fyrir börnin í stað þess að festast í í óvild, biturð eða baráttuhug sem alltaf er slæmt veganesti.“

Í Röddum skilnaðarbarna eru frásagnir barna um hversu mikilvægt það sé að foreldrar séu samstilltir, virði þarfir þeirra og vinni saman að hagsmunum barnanna. Svör þeirra endurspegla hversu slæm áhrif neikvæð viðhorf foreldranna gagnvart hvort öðru hafa á börnin: „Það sem mér sárnaði mest var andúðin sem pabbi hafði á mömmu og mamma á pabba, það situr í manni,“ sagði eitt uppkomið barn og annað talaði um missættið sem börnin urðu vör við „Þetta var bara leiðinlegt, erfitt tilfinningalega,“ og einn piltur talaði um hvað var erfiðast við skilnað foreldranna: „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þau væru óvinir öll þessi ár, alltaf.“

„Börn geta það ekki”

Hvaða áhrif hefur það á börn þegar þau þurfa að koma fyrir barnavernd eða sýslumann til að lýsa afstöðu sinni til annars eða beggja foreldra?

„Ég hef ákveðna skoðun á því sem byggir á viðhorfi og skyldu hinna fullorðnu til að vernda börnin. Í lengstu lög á ekki að láta börn tjá sig fyrir barnaverndarnefndum og gera þau að „hermönnum stríðandi fylkinga”. Þau geta það ekki. Ef þau gera það eru þau oft beitt miklum þrýstingi og þeim líður mjög illa með það. Talandi um andlegt ofbeldi er það mjög varasamt að setja barn í þessa stöðu. Í fræðunum er sagt að rödd barnsins eigi að heyrast og börn eigi að fá að tjá sig, en það er allt önnur hlið á málinu. Þá er um að ræða að hjálpa barninu til að tjá eigin tilfinningar og líðan, en ekki knýja það til að taka afstöðu. Þetta er tvennt ólíkt. Í framangreindri rannsókn Röddum skilnaðarbarna lýsir vitnisburður barnanna sterkt þeirri vanlíðan og hollustuklemmu sem þau upplifa við að vera sett í viðtal hjá stjórnvaldi. Eitt barn lýsir þessum aðstæðum þannig: „Ég man eftir því að hafa farið til barnaverndarnefndar með foreldrum mínum og ég var spurð þar hvort ég vildi vera hjá mömmu eða pabba og ég svaraði báðum og svo pissaði ég niður, ég var ofsalega hrædd … Ég var bara á milli tveggja elda.“ „Þessar niðurstöður sýna hversu erfið staða þetta er fyrir börnin. Þau upplifa vanlíðan og streitu sem má rekja til þess að foreldrarnir hafa ekki forsendur til að vinna saman. Þess vegna er svo mikilvægt að þau sæki sér ráðgjöf eins snemma í ferlinu og hægt er til að hægt sé að koma í veg fyrir að mál fari svona langt.“

Í rannsókn sem Sigrún vann um skilnað, sameiginlega forsjá og umgengni 2006-2008 og snerti rúmlega 600 skilnaðarforeldra í barnafjölskyldum kom fram að nær allir, eða 96% foreldra, voru mjög eða frekar hlynntir því að gripið væri til aðgerða og inngrips stjórnvalda ef annað foreldri tálmaði samvistum barns við hitt foreldrið. Meirihluti, 77% var þó andvígur því að börn væru sótt af yfirvöldum, en flestir, 85%, voru hlynntir ráðgjöf til aðstoðar. Minna en helmingur taldi dagsektir færa leið. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga, 2008.

Í sömu rannsókn kom fram að lögheimili var í um 90% tilvika hjá móður. Það hefur lítið breyst en mjög margir foreldrar, einkum feður, eru ósáttir við þetta. Það að lögheimilisskráning sé ávísun á aðgengi annars foreldris til dæmis að upplýsingum og samskiptum við skóla og heilbrigðiskerfi er í andstöðu við rétt barns til fullrar þátttöku beggja foreldra í lífi þess, þroskaverkefnum og heilbrigði. Í rannsókninni kom fram að um 90% feðra en tæp 60% mæðra voru hlynnt því að þau gætu samið um að barn þeirra ætti 2 lögheimili, þ.e. hjá báðum foreldrum sínum, eftir skilnað.

Ekki eins mikið tabú og áður

Mál af þessu tagi eru afar viðkvæm, en Sigrún segist finna fyrir því að þau séu ekki eins mikið tabú í samfélagslegri umræðu og áður; „Ég sé það á mínum áratugaferli í skilnaðarmálum hvað fólk nálgast þetta ólíkt í dag og telur samskipti barnanna við báða foreldra sjálfsögð. Þetta er eins og með launajafnréttið. Ef kona vinnur sömu störf og karl er hún ekki hrædd við að óska eftir sömu launum. En, þegar valdaátök eru í persónulegu sambandi og tilfinningatogstreita mikil segja sumir karlmenn að þeir gefi frekar eftir en að fara í hart, oft ekki síst barnanna vegna. Þeir hætti ekki á að fara í dómsmál af ótta við að lögfræðingarnir séu talsmenn móðurréttarins. Þeir geti tapað stórkostlega á því, það skaði börnin og þeir vilja ekki eiga á hættu að missa jafnvel enn frekar tengsl við þau.“

„Aukin vitund fólks í vestrænum samfélögum um jafnræði og réttindi hefur orðið til þess að opna umræðu um þessi mál. Ekki síst um réttindi barnanna, þarfir þeirra og réttarstöðu. Þetta tengist líka jákvæðri þróun í átt að jafnrétti kynjanna og jákvæðum áhrifum þess í foreldrahlutverkum. Löggjöf um fæðingarorlof sem nær einnig til feðra tel ég að hafi skipt mjög miklu máli til að auka vitund feðra og styrkja tilfinningatengsl þeirra við börn sín. Við skilnað eru þeir ekki tilbúnir að ganga út og skilja börnin eftir eins og tíðkaðist langt fram eftir síðustu öld. Ég man þá tíð þegar feður voru miður sín yfir að útilokast frá börnunum. Valdastaða mæðranna orsakaði umgengni sem var stundum það sem ég kallaði „skömmtuð og skilyrt“ og þeir hálfpartinn hröktust frá til að lina þann sársauka sem því fylgdi, bæði fyrir þá sjálfa og börnin. Þeir gengu ekki eftir rétti sínum þótt þeim hafi fundist staðan óréttlát og hefðu áhyggjur af börnunum. Þess vegna voru þessi mál oft mjög falin. Í tengslum við löggjöf, umræðu og breytt viðhorf til jafnræðis hafa konur oft verið heldur lengi að taka við sér og jafnvel átt erfitt með að sleppa rótgróinni ábyrgðar- og valdastöðu. En mér finnst þó mæður í dag hafa í vaxandi mæli áttað sig og óhætt er að fullyrða að feður eru farnir að rækta tengslin við börnin mun betur en áður og foreldrar farnir að vinna meira saman fyrir sem eftir skilnað. Þetta er tvímælalaust jákvæð þróun.“

Sigrún hefur tileinkað sig málefnum barna og fjölskyldna í áratugi og málaflokkurinn er henni afar hugleikinn:

„Mér finnst fólk þurfa svo mikla aðstoð til að höndla erfiðleika sem upp geta komið. Það þurfa allir aðstoð og það er ekki vanmáttur eða veikleiki að leita sér aðstoðar. Okkur er umhugað um að upplýsa fólk og veita leiðbeiningu til foreldra út frá þekkingu og rannsóknum. Það er svo sorglegt að sjá fólk berjast áfram á forsendum úr fortíðinni. Auðvitað er enginn skilnaður eins og það reynir á ólíka þætti. Þess vegna þarf að greina aðstæður vel áður en hægt er að finna hvaða leiðir eru heppilegastar – og þarfir barnsins þurfa ávallt að vera í fyrirrúmi. Þetta snýst um faglega aðstoð með heildrænni nálgun og samvinnu án einkenna- eða sjúkdómsgreiningar. Svo ekki sé talað um að ganga ekki inní valdabaráttu um „eignarhald“ á börnunum.“

Viðtal og ljósmynd: Sigríður Guðlaugsdóttir
Greinin birtist fyrst á vefsíðu Barnaheilla 2017 og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla.

Blautur koss frá ferfætlingum getur haft alvarlegar afleiðingar

Eflaust hafa flestir hundavinir lent í því að fjórfættu vinirnir sleiki þá í framan. Sumir hafa jafnvel ekkert á móti því enda er það í flestum tilvikum skaðlaust. Það er að segja þangað til að það er ekki skaðlaust. Bakteríur í skolti hunda eru allt öðruvísi en þær sem eru í munnum mannfólksins. Sama gildir um önnur gæludýr, eins og ketti, en óneitanlega eru hundar líklegri til þess nota tunguna frjálslega. Dæmi eru um dauðsföll barna og gamalmenna af sökum alvarlegra sýkinga sem rekja má til hunda og annarra gæludýra. Nef og tunga hunda fer víða Hundar eru í eðli… Lesa meira

Sjáðu fyrsta myndbrotið úr „Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore“

Það eru komin fimm ár síðan framleiðslu Jersey Shore raunveruleikaþáttana lauk. Þættirnir voru sýndir á MTV á árunum 2009-2012. Bleikt fjallaði fyrr í vikunni um væntanlegt „reunion“ og hvernig stjörnurnar líta út núna. Nicole „Snooki“ Polizzi, Mike „The Situation“ Sorrentino, Sammi „Sweetheart“ Giancola, Jenni „JWoww“ Faley og Paul „Pauly D“ DelVecchio hafa komið saman fyrir svokallaðan „reunion“ þátt E!News sem heitir Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore. Þátturinn verður sýndur þann 20. ágúst næstkomandi. Við fáum að sjá smá brot úr þættinum en þar ræða þau um fyrri „hook-ups“ eins og þegar JWoww og Pauly D sváfu saman.… Lesa meira

Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Miley Cyrus – Plata væntanleg 29. september

Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir "Younger Now." Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið. Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út "Malibu" og "Inspired."  Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins… Lesa meira

Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð… Lesa meira

Lindex opnar 400 m² verslun í miðbæ Selfoss

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi. Verslunin verður staðsett í húsum byggðum skv. útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í… Lesa meira

Þetta eru keppendurnir í Ungfrú Ísland í ár

Það styttist óðum í keppniskvöld Ungfrú Ísland en það verður haldið í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Stúlkurnar sem taka þátt í ár eru á aldrinum 18 til 24 ára. Nú stendur yfir vefkosning þar sem er kosið um „Miss Peoples Choice Iceland 2017.“ Kosningin fer fram með því að ýta á "like" á myndunum hér að neðan og hægt verður að taka þátt fram að krýningu. Lesa meira

Sjáðu hvernig Disney karakterar litu út ef þeir væru trans

Listrænn stjórnandi frá New York setti inn færslu á Bored Panda undir notendanafninu Trans Disney. Færslan er hreint út sagt frábær en í henni deilir notandinn myndum af þekktum Disney karakterum. „Eins og margir aðrir þá ólst ég upp við að horfa á Disney myndir. Ég elska þær og mun alltaf gera það á meðan þær fjalla um ást, frelsi og breytingu (e. transformation),“ skrifar Trans Disney í færslunni. Notandinn bætir því við að þegar hann var að vaxa úr grasi tók hann eftir að það vantaði mjög mikilvægan flokk af fólki í myndirnar: Trans fólk. „Fólk sem skilur það best af öllum meininguna á bak við ást, frelsi og breytingu og leitina að því.… Lesa meira

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur.… Lesa meira

Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin. Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal… Lesa meira

Chris Brown tjáir sig í fyrsta skipti um kvöldið sem hann réðst á Rihönnu

Átta ár eru liðin frá því að Chris Brown réðst á stórsöngkonuna Rihönnu en þau voru þá í sambandi. Líkamsárásin átti sér stað þegar parið var á leiðinni úr fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunin. Fréttir af árásinni voru á allra vörum á sínum tíma og ljósmyndir sem voru teknar af lögreglunni voru seldar til slúðurmiðla. Chris Brown hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta skipti en hann gerir það í nýju heimildarmyndinni sinni Chris Brown: Welcome to My Life. Rihanna tjáði sig fyrst opinberlega um málið í ágúst 2012 í spjall þætti Opruh Winfrey. Chris segir að vandamál í sambandinu… Lesa meira

Sjötta þætti sjöundu seríu Game of Thrones lekið á netið

Sjötti þáttur sjöundu seríu Game of Thrones lekur á netið Óheppni bandaríska kapalrisans HBO virðist engan endi ætla að taka. Hakkarar hafa herjað á fyrirtækið að undanförnu og lekið handritum, þáttum og ýmsu öðru sem þeir hafa komist yfir með árásum á tölvukerfi fyrirtækisins. Nú hefur sjötta þætti sjöundu seríu eins vinsælasta sjónvarpsþáttar heims, Game of Thrones, verið leikið á netið en í þetta skiptið var ekki við hakkara að sakast heldur neyðarleg mistök HBO á Spáni. Lesa meira

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. „Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“ segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði. Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í… Lesa meira