Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn

Áætlað er að í 10-15% skilnaða lendi börn á milli í deilum þar sem annað foreldrið beitir ýmsum leiðum til að daga úr tengslum barnsins við hitt foreldrið. Afleiðingarnar geta verið alvarlegar fyrir barnið og flokkast undir andlegt ofbeldi. Yfirleitt er það foreldrið sem barnið býr hjá sem beitir þessum aðferðum. Alvarleiki þessara mála er mismikill, en áætlað er að í um 5% skilnaða þar sem börn koma við sögu sé harkan það mikil að rof verða á tengslum barnsins við hitt foreldrið. Oftast er það foreldrið sem barnið býr hjá sem beitir þessum aðferðum gegn barninu og hinu foreldrinu. Birtingarmyndirnar geta verið allt frá því að barnið heyri stöku sinnum talað illa um hitt foreldrið, til þess að upplifa herferð sem það dregst inn í og verður til þess að samskiptin við hitt foreldrið veikjast eða falla alveg niður.

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands hefur rannsakað skilnaðarmál og áhrif þess þegar börn eru ekki í samskiptum við annað foreldri sitt. Sigrún hefur áratuga reynslu af barna- og fjölskyldumálum. Hún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd Háskóla Íslands. Hún rekur einnig meðferðarþjónustuna Tengsl í Reykjavík þar sem hún vinnur að meðferð og ráðgjöf með einstaklingum, pörum, foreldrum og fjölskyldum.

Sigrún segir tálmun á umgengni lengi hafa viðgengist. Ástæðuna telur hún valdaátök í samböndum og tilfinningatogstreitu. Einnig séu í sumum tilfellum um að ræða persónuleikaröskun hjá öðru foreldri eða báðum. Í þeim tilfellum sé oft ekki vilji eða geta til að komast að samkomulagi sem geri stöðuna oft sérstaklega erfiða fyrir það foreldri sem ekki fer með forsjá. Tálmun á umgengni barns við annað foreldri sé réttindabrot gagnvart barninu og börn eigi bæði siðferðilegan og lögfestan rétt á umgengni við báða foreldra sína. Skýrt er kveðið á um þetta í 46. grein barnalaga og að sú skylda hvíli á báðum foreldrum að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur. Ráðgjöf sé því mjög mikilvæg til að koma í veg fyrir slíka þróun eftir skilnað: „Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn ef ráðgjöf hefst snemma í skilnaðarferlinu. Við sjáum að þessum hörðu tilfellum sem telja um það bil 15% skilnaðarmála má fækka umtalsvert með ráðgjöf. Rannsókn sem ég hafði umsjón með sýndi að sáttamiðlun náði árangri í 60% tilvika þeirra erfiðu mála sem komin voru til meðferðar í dómskerfinu.“

Áhrif nærumhverfisins

Þegar umgengnistálmunum er beitt, eða þegar annað foreldrið beitir leiðum til að draga úr tengslum barnsins við hitt foreldrið er um ofbeldi gagnvart barninu að ræða. Þó svo að það foreldri sem beitir ofbeldinu beri ábyrgð á því, geta fjölskylda og nánir vinir haft veruleg áhrif á stöðu mála, bæði til góðs og ills. Kerfið skortir úrræði og oft velkjast málin þar svo árum skiptir. Slíkt getur skaðað samband barnsins við foreldrið sem það býr ekki hjá, oft svo mikið að það rofnar alveg. Í nýlegri rannsókn Sigrúnar og Sólveigar Sigurðardóttur Eftir skilnað, þar sem rætt er við bæði foreldra og ömmur og afa, kemur fram að þau síðarnefndu eru gjarnan mikilvægir bakhjarlar í lífi skilnaðarbarna og eiga sinn þátt í því að barnið geti rækt tengsl við frændgarðinn beggja vegna, og þau bera gjarnan klæði á vopnin ef átök eru.

„Stundum þegar átök og heift eru svo mikil sjást foreldrar ekki fyrir í hefndum og neikvæðu umtali í garð hins foreldrisins. Afleiðingar slíks álags á barnið eru bæði alvarlegar og geta verið langvarandi. Í nýlegum rannsóknum hefur komið fram að bernskuraunir meðal annars vegna skilnaðar og foreldramissis geti komið fram í líkamlegum og andlegum heilsubresti síðar á ævinni.“

Í undantekningatilfellum geti komið fram raunveruleg áhætta fyrir barnið að vera í samvistum við annað foreldri sitt og þá skipti miklu máli að koma í veg fyrir að barnið sé sett í minnstu hættu.

„Þegar staðan er þannig er stundum hægt að koma við aðstoð til að börnin geti samt hitt þessa foreldra. Að það sé umgengni undir eftirliti. Í dag eru farið með börn í fangelsi til að hitta annað foreldri sitt og föngum er gefið leyfi til að hitta börn sín. Stundum þarf að tryggja að það sé undir eftirliti félagsráðgjafa. Í slíkum tilvikum sem fylgt er eftir með samtölum, getur það líka hjálpað barninu að skilja betur það sem er að hjá foreldrinu. Rannsóknir sýna að þeim börnum vegnar oft betur en börnum þar sem skorið hefur verið á tengslin. Það er í raun mjög lítill hluti þar sem sannanlega er eitthvað að öðru foreldrinu. Í þeim tilfellum vaknar líka spurningin um af hverju viðkomandi valdi þá manneskju til að vera foreldri barnsins sins?“

segir Sigrún. Réttur barnsins í tengslum við það foreldrið sem barnið býr að staðaldri ekki hjá þarf að vera mun skýrari í lögum en nú er að mati Sigrúnar. Lögin breyti ekki hegðun fólks í samskipta- og tilfinningamálum, en þau hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna í við­ horfsmótun, siðferðislegu aðhaldi og geti haft leiðbeinandi áhrif. Einnig sé þörf á mun markvissari fræðslu og ráðgjöf. „Það þyrfti að vera aðgengi að fjölskylduráðgjöf líkt og á Norðurlöndum þar sem sérstök stoðdeild er í félagsþjónustu sveitarfélaga. Þjónusta þar sem sérfræðingar í fjölskyldusamskiptum veita fræðslu, koma til aðstoðar og hafa barnaverndarsjónarmið að leiðarljósi.“

Kvíði, tortryggni og skert sjálfsmynd

Börn sem lenda í því að missa samband við annað foreldri sitt, verða bitbein í átökum foreldra sinna eða heyra illt umtal um foreldri og fjölskyldu þess, þjást oft af kvíða og þunglyndi. Erlendar rannsóknir og klínisk reynsla hafa leitt í ljós að þau geta átt erfitt með að treysta og eru tortryggin í makavali. Hætta er á að sjálfsmynd þeirra bíði hnekki þannig að þau þrói með sér óöruggt tengslamynstur í parsambandi og geti átt í erfiðleikum í nánum samböndum á fullorðinsárum. Í rannsókn Sigrúnar, Sólveigar Sigurðardóttur og Daggar Pálsdóttur Raddir skilnaðarbarna – um jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað 2016, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun 2016, er talað við uppkomin skilnaðarbörn. Þar kemur skýrt fram að sársauki barnanna orsakast af vonbrigðum yfir því að foreldrarnir geti ekki hagað sér eins og fullorðið, þroskað fólk. Uppeldismynstur erfast og ef ekki er gripið inn í eru líkur á að barnið endurtaki sama mynstur og það er alið upp við og beri það áfram til næstu kynslóðar. Barnið hlýtur einnig skaða af því að missa af því að þekkja fjölskyldu sína og að geta ekki notið þess tengslanets og stuðnings sem útilokaða fjölskyldan í kjölfar skilnaðar eða foreldramissis gæti veitt því. Þannig fer barnið á mis við tækifæri til þroska og nánari skilnings á sjálfu sér, bæði sem barni og síðar sem fullorðnum einstaklingi;

„Skaðinn er mikill því það er svo mikilvægt fyrir börn að máta sig við einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar til að þau geti náð fullum þroska. Áhrif uppeldisins eru alltaf sterk og því skiptir miklu máli að hjálpa þessum foreldrum þannig að þeir geti verið jákvæðar fyrirmyndir fyrir börnin í stað þess að festast í í óvild, biturð eða baráttuhug sem alltaf er slæmt veganesti.“

Í Röddum skilnaðarbarna eru frásagnir barna um hversu mikilvægt það sé að foreldrar séu samstilltir, virði þarfir þeirra og vinni saman að hagsmunum barnanna. Svör þeirra endurspegla hversu slæm áhrif neikvæð viðhorf foreldranna gagnvart hvort öðru hafa á börnin: „Það sem mér sárnaði mest var andúðin sem pabbi hafði á mömmu og mamma á pabba, það situr í manni,“ sagði eitt uppkomið barn og annað talaði um missættið sem börnin urðu vör við „Þetta var bara leiðinlegt, erfitt tilfinningalega,“ og einn piltur talaði um hvað var erfiðast við skilnað foreldranna: „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þau væru óvinir öll þessi ár, alltaf.“

„Börn geta það ekki”

Hvaða áhrif hefur það á börn þegar þau þurfa að koma fyrir barnavernd eða sýslumann til að lýsa afstöðu sinni til annars eða beggja foreldra?

„Ég hef ákveðna skoðun á því sem byggir á viðhorfi og skyldu hinna fullorðnu til að vernda börnin. Í lengstu lög á ekki að láta börn tjá sig fyrir barnaverndarnefndum og gera þau að „hermönnum stríðandi fylkinga”. Þau geta það ekki. Ef þau gera það eru þau oft beitt miklum þrýstingi og þeim líður mjög illa með það. Talandi um andlegt ofbeldi er það mjög varasamt að setja barn í þessa stöðu. Í fræðunum er sagt að rödd barnsins eigi að heyrast og börn eigi að fá að tjá sig, en það er allt önnur hlið á málinu. Þá er um að ræða að hjálpa barninu til að tjá eigin tilfinningar og líðan, en ekki knýja það til að taka afstöðu. Þetta er tvennt ólíkt. Í framangreindri rannsókn Röddum skilnaðarbarna lýsir vitnisburður barnanna sterkt þeirri vanlíðan og hollustuklemmu sem þau upplifa við að vera sett í viðtal hjá stjórnvaldi. Eitt barn lýsir þessum aðstæðum þannig: „Ég man eftir því að hafa farið til barnaverndarnefndar með foreldrum mínum og ég var spurð þar hvort ég vildi vera hjá mömmu eða pabba og ég svaraði báðum og svo pissaði ég niður, ég var ofsalega hrædd … Ég var bara á milli tveggja elda.“ „Þessar niðurstöður sýna hversu erfið staða þetta er fyrir börnin. Þau upplifa vanlíðan og streitu sem má rekja til þess að foreldrarnir hafa ekki forsendur til að vinna saman. Þess vegna er svo mikilvægt að þau sæki sér ráðgjöf eins snemma í ferlinu og hægt er til að hægt sé að koma í veg fyrir að mál fari svona langt.“

Í rannsókn sem Sigrún vann um skilnað, sameiginlega forsjá og umgengni 2006-2008 og snerti rúmlega 600 skilnaðarforeldra í barnafjölskyldum kom fram að nær allir, eða 96% foreldra, voru mjög eða frekar hlynntir því að gripið væri til aðgerða og inngrips stjórnvalda ef annað foreldri tálmaði samvistum barns við hitt foreldrið. Meirihluti, 77% var þó andvígur því að börn væru sótt af yfirvöldum, en flestir, 85%, voru hlynntir ráðgjöf til aðstoðar. Minna en helmingur taldi dagsektir færa leið. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga, 2008.

Í sömu rannsókn kom fram að lögheimili var í um 90% tilvika hjá móður. Það hefur lítið breyst en mjög margir foreldrar, einkum feður, eru ósáttir við þetta. Það að lögheimilisskráning sé ávísun á aðgengi annars foreldris til dæmis að upplýsingum og samskiptum við skóla og heilbrigðiskerfi er í andstöðu við rétt barns til fullrar þátttöku beggja foreldra í lífi þess, þroskaverkefnum og heilbrigði. Í rannsókninni kom fram að um 90% feðra en tæp 60% mæðra voru hlynnt því að þau gætu samið um að barn þeirra ætti 2 lögheimili, þ.e. hjá báðum foreldrum sínum, eftir skilnað.

Ekki eins mikið tabú og áður

Mál af þessu tagi eru afar viðkvæm, en Sigrún segist finna fyrir því að þau séu ekki eins mikið tabú í samfélagslegri umræðu og áður; „Ég sé það á mínum áratugaferli í skilnaðarmálum hvað fólk nálgast þetta ólíkt í dag og telur samskipti barnanna við báða foreldra sjálfsögð. Þetta er eins og með launajafnréttið. Ef kona vinnur sömu störf og karl er hún ekki hrædd við að óska eftir sömu launum. En, þegar valdaátök eru í persónulegu sambandi og tilfinningatogstreita mikil segja sumir karlmenn að þeir gefi frekar eftir en að fara í hart, oft ekki síst barnanna vegna. Þeir hætti ekki á að fara í dómsmál af ótta við að lögfræðingarnir séu talsmenn móðurréttarins. Þeir geti tapað stórkostlega á því, það skaði börnin og þeir vilja ekki eiga á hættu að missa jafnvel enn frekar tengsl við þau.“

„Aukin vitund fólks í vestrænum samfélögum um jafnræði og réttindi hefur orðið til þess að opna umræðu um þessi mál. Ekki síst um réttindi barnanna, þarfir þeirra og réttarstöðu. Þetta tengist líka jákvæðri þróun í átt að jafnrétti kynjanna og jákvæðum áhrifum þess í foreldrahlutverkum. Löggjöf um fæðingarorlof sem nær einnig til feðra tel ég að hafi skipt mjög miklu máli til að auka vitund feðra og styrkja tilfinningatengsl þeirra við börn sín. Við skilnað eru þeir ekki tilbúnir að ganga út og skilja börnin eftir eins og tíðkaðist langt fram eftir síðustu öld. Ég man þá tíð þegar feður voru miður sín yfir að útilokast frá börnunum. Valdastaða mæðranna orsakaði umgengni sem var stundum það sem ég kallaði „skömmtuð og skilyrt“ og þeir hálfpartinn hröktust frá til að lina þann sársauka sem því fylgdi, bæði fyrir þá sjálfa og börnin. Þeir gengu ekki eftir rétti sínum þótt þeim hafi fundist staðan óréttlát og hefðu áhyggjur af börnunum. Þess vegna voru þessi mál oft mjög falin. Í tengslum við löggjöf, umræðu og breytt viðhorf til jafnræðis hafa konur oft verið heldur lengi að taka við sér og jafnvel átt erfitt með að sleppa rótgróinni ábyrgðar- og valdastöðu. En mér finnst þó mæður í dag hafa í vaxandi mæli áttað sig og óhætt er að fullyrða að feður eru farnir að rækta tengslin við börnin mun betur en áður og foreldrar farnir að vinna meira saman fyrir sem eftir skilnað. Þetta er tvímælalaust jákvæð þróun.“

Sigrún hefur tileinkað sig málefnum barna og fjölskyldna í áratugi og málaflokkurinn er henni afar hugleikinn:

„Mér finnst fólk þurfa svo mikla aðstoð til að höndla erfiðleika sem upp geta komið. Það þurfa allir aðstoð og það er ekki vanmáttur eða veikleiki að leita sér aðstoðar. Okkur er umhugað um að upplýsa fólk og veita leiðbeiningu til foreldra út frá þekkingu og rannsóknum. Það er svo sorglegt að sjá fólk berjast áfram á forsendum úr fortíðinni. Auðvitað er enginn skilnaður eins og það reynir á ólíka þætti. Þess vegna þarf að greina aðstæður vel áður en hægt er að finna hvaða leiðir eru heppilegastar – og þarfir barnsins þurfa ávallt að vera í fyrirrúmi. Þetta snýst um faglega aðstoð með heildrænni nálgun og samvinnu án einkenna- eða sjúkdómsgreiningar. Svo ekki sé talað um að ganga ekki inní valdabaráttu um „eignarhald“ á börnunum.“

Viðtal og ljósmynd: Sigríður Guðlaugsdóttir
Greinin birtist fyrst á vefsíðu Barnaheilla 2017 og er endurbirt hér með leyfi samtakanna.
Hér geturðu skoðað fleiri greinar og fréttir á vefsíðu Barnaheilla.

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Par sem var í mikilli ofþyngd höfðu miklar áhyggjur af því að geta ekki eignast barn saman og tóku því ákvörðun um að létta sig saman. Lexi og Danny eyddu meiri tíma í að borða óhollan mat heldur en að hreyfa sig og heildarþyngd þeirra var orðin rúm 350 kíló. Parið setti sér nýjársheiti um að léttast saman og fóru að borða hollt og hreyfa sig. Árangur þeirra er ótrúlegur en þau misstu samtals 175 kíló á rúmlega einu ári. https://youtu.be/Hx9IKBiUPco Lesa meira

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur. En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni. „Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm.… Lesa meira

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar. Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast, segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Nennti ekki að setja bakið… Lesa meira

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum. Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið. Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná. Dóttir… Lesa meira

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana. Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með, skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook. Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna… Lesa meira

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu. Ég var þessa fyrstu daga mína svo upptekin að rata að ég átti það til að gleyma að kíkja aftur í, segir Inga Lára í færslu á Facebook. Ég tók upp par í miðbænum og keyrði þau í Kópavoginn. Ég heyrði að þau voru greinilega að kynnast en spáði ekki meira í því. Þegar ég stöðva bílinn borgar stelpan og hurðin lokast. Inga… Lesa meira

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Að fara í fótsnyrtingu reglulega getur verið virkilega notalegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir suma. Flestum finnst huggulegt að fá að sitja í stólnum á meðan verið er að dekra við þá. Fyrir ekkert rosalega löngu síðan komst í tísku svokallað Fish Spa. Fish Spa er fótsnyrtingar aðferð þar sem viðskiptavinurinn stingur fótunum ofan í fiskabúr hjá sérstakri fiskitegund sem sækist í að borða dauða húð viðkomandi og hreinsa þannig fæturna vel. Fyrir suma hljómar þessi aðferð áhugaverð og spennandi, en fyrir aðra hljómar hún kjánalega, skringilega eða jafnvel hryllilega. Myndband af konu sem fór í Fish Spa meðferð á dögunum… Lesa meira

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira