Það velur enginn að þjást af geðsjúkdómi

Ég heiti Linda Rós og ég hef barist við kvíða frá 6 ára aldri og þunglyndi frá um 11 ára aldri. Í dag finnst mér ekkert mál að segja þetta við hvern sem er. Áður fyrr faldi ég þetta eins vel og ég gat. Ástæða þess var helst sú að ég hélt að ég væri bara gölluð manneskja, að ég væri sú eina í heiminum sem væri svona gölluð, að þetta væri bara eðlileg líðan fyrir mig og það væri ekki hægt að breyta henni. Mér fannst ég vera annars flokks manneskja. Í þá daga voru ekki miklar umræður í þjóðfélaginu um geðheilsu landans.

Það hefur tekið mig langan tíma að finna andlegt jafnvægi. Ég var í andlegu jafnvægi sem barn, en frá 6 ára aldri fór það að ganga mér úr greipum og ég fann það ekki aftur fyrr en ég var á 31. aldursárinu. Þá fann ég það í 5 vikur, missti það svo aftur úr greipum mér í rúmt hálft ár en hef loksins fundið það aftur og það hefur verið til staðar í um 2-3 mánuði núna.

Linda Rós 5.0

Ég er svo ofsalega þakklát fyrir að vera á þeim stað sem ég er á núna, ég bjóst aldrei við að ná þessum stað. Mig langar til að hjálpa öðrum við að ná þessum stað, sem er ástæða þess að ég er opinská með mína reynslu og veikindi. Ég veit að ég get ekki bjargað öllum, en vonandi get ég ýtt einhverjum í rétta átt.

Ég er með almenna kvíðaröskun. Ég finn alltaf fyrir einhverjum kvíða, nema þegar ég sef. Mér tekst nokkurn veginn að slaka á í sundi, það hefur rosaleg róandi áhrif á mig að synda og þegar ég kúri í fanginu á karlmanni í lífi mínu (þá fara vellíðunarhormónin á fullt). Annars er kvíðinn bara þarna, en þar sem ég er orðin vön honum þá tek ég oft ekkert mikið eftir honum. Þetta er bara eins og að vera með hár á hausnum, þú veist af því, en tekur ekkert voðalega mikið eftir því, nema þegar þú átt virkilega vondan hárdag.

Mín fyrsta minning úr grunnskóla er frá því að ég var á 1. ári þar og krakkarnir í bekknum mínum voru komnir lengra en ég í stafrófinu, því ég missti úr skóla. Ég man enn vanlíðanina sem kom upp, ég var viss um að ég myndi aldrei læra allt stafrófið, ég var viss um að ég væri heimskari en allir aðrir, ég var svo viss um að ég gæti ekki neitt.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig lífið varð upp frá þessu. Mér fannst ég eiga að vera fullkomin, gáfnalega, útlitslega og sem persóna. Ég fattaði ekki að það væri ranghugmynd hjá mér. Svo allt sem ég gerði var alltaf ekki nógu gott. Ég var ekki nógu gáfuð, ekki nógu skemmtileg, ekki nógu vel vaxin, ekki nógu falleg, ekki nógu þetta og ekki nógu hitt. Ég var hrædd um að öðrum líkaði ekki við mig, að ég væri of uppáþrengjandi. Ég forðaðist að gera mistök og gera eitthvað sem gæti valdið höfnun eins og heitan eldinn. Ég forðaðist alla óvissu, að gera hluti sem ég kunni ekki, að fara á staði sem ég þekkti ekki. Því þá var ég farin út fyrir þægindahringinn, ég hafði ekki stjórn á öllu.

Sem betur fer er þetta allt á viðráðanlegu stigi núna. Þetta er bara í bakgrunninum en ekki lengur á flennistórum bíóskjá beint fyrir framan nefið á mér.

Fyrstu hugsanir mínar um að langa til að deyja komu um sennilega 11 ára aldurinn. Mig langaði meira til að deyja en lifa. Þessar hugsanir urðu fljótt viðvarandi. Við erum ekki að tala um að löngun mín til að deyja hafi komið endrum og eins. Við erum að tala um að ef mér hefði verið boðið að ýta á takka til að þurrka út líf mitt, þá hefði ég gert það, hverja einustu sekúndu lífs míns í hátt í 20 ár.

Ég upplifði samt alveg skemmtilegar stundir og allt það, líf mitt var ekki eitthvað algjört helvíti, alls ekki. Á mjög kaldhæðinn hátt hef ég líka alltaf verið mjög lífsglöð. En tómleikinn, vanlíðanin, kvíðinn og vonleysið voru svo rosalega stór partur af lífi mínu að það yfirgnæfði allt annað.

Sem betur fer hefur þjóðfélagið breyst síðan ég var barn og unglingur. En við eigum enn langt í land með að viðurkenna geðsjúkdóma sem fullgilda sjúkdóma. Það velur enginn sér að þjást af geðsjúkdómum. Ég vaknaði ekki upp 6 ára og hugsaði, það er örugglega geggjað að vera kvíðinn, ég ætla sko að prófa það. Ég vaknaði ekki upp 11 ára og hugsaði, vá það er svo frábært að vera kvíðinn að ég bara verð að prófa að vera þunglynd líka. Það kýs sér þetta enginn. Ekki nokkur manneskja. Ekki neinn.

Það er voðalega auðvelt að segja þunglyndri og kvíðinni manneskju að hætta bara þessari vitleysu. Að brosa bara framan í spegilinn og segja við sjálfan sig að lífið sé frábært og trúa því. Það virkar bara ekki þannig. Ekki frekar en að segja við fótbrotna manneskju að hætta nú þessari vitleysu og fara út að hlaupa.  Báðar manneskjur geta fengið bata, en báðar manneskjur þurfa meðferð og tíma til þess. En við sem eigum við geðræn vandamál getum náð bata! Það þarf tíma, það þarf meðferð, það þarf vinnu. En það er sko hægt!

Sumir fá tiltölulega skjótan bata með hjálp lyfja og meðferðar. Aðrir, eins og ég, þurfa lengri tíma. Í mínu tilfelli tók það mig 3 ár að ná upp stabílli líðan og lífslöngun, það er að segja eftir að ég rakst á botninn og ákvað að gera allt sem ég gæti til að ná heilsu aftur. Fyrir þennan tíma hafði ég leitað mér hjálpar af og til í 6 ár, alltaf til heilsugæslulækna og geðlækna sem tóku mig í samtals- og lyfjameðferð, bæði með engum árangri. Ég vissi ekki af öllum hinum meðferðunum sem í boði eru. Ef ég hefði vitað allt sem ég veit núna þá er ég sannfærð um að ég hefði náð þessum góða stað mikið, mikið fyrr.

Ég náði botninum í janúar 2009 og reyndi að binda enda á lif mitt. Ég ákvað í kjölfarið að ég þyrfti að virkilega vinna í sjálfri mér, til að bæta líkamlega og andlega heilsu. Ég hætti í vinnunni og ákvað að helga lífi mínu í að ná bata. Ég var í 2,5 ár af atvinnumarkaðinum. Mér hafði aldrei liðið vel í námi og skóla.  Ekki fyrr en núna. Ekki fyrr en ég fór að fara að finna andlega jafnvægið. Ég vinn hlutastarf á frístundaheimili 4 daga í viku (er menntaður tölvunarfræðingur). Ég veit ekki hvar draumastarfið mitt er en vonast til að detta um það einn góðan veðurdag. Ég er að bíða og vonast eftir að komast á örorkubætur til að geta lifað á hlutastarfi mínu og geta haldið áfram að vinna í sjálfri mér. Í dag hef ég ekki úthald í fulla vinnu, hvorki andlega né líkamlega (ég hef átt við slæmt bak að stríða frá 16 ára aldri, en það er allt á uppleið líka, sem var ekki að hjálpa til við geðheilsuna), en vonast til að einn góðan veðurdag verði ég það.

Ég hef alveg mætt fordómum í gegnum tíðina, eftir að ég opnaði mig með mína reynslu. Ég veit að margir myndu ekki ráða mig í vinnu og ég veit að margir strákar myndu ekki geta hugsað sér að deita mig. En það er bara út af því að fólk veit ekki betur. Ég er komin með stimpil á mig. En þessi stimpill hefur að mörgu leyti gert mig að betri manneskju. Ég er skipulögð, samviskusöm, hreinskilin, opin, þakklát, tilitsöm, kurteis, umburðarlynd, víðsýn, með mikla siðferðiskennd, hugulsöm og margt fleira sem ég er ekki viss um að ég væri án þess að hafa gengið í gegnum allt sem ég hef gengið í gegnum.

Munurinn á „venjulegu“ fólki og okkur sem glímum við geðvandamál er að hjá okkur er þetta allt mikið stærra, öfgakenndara.  Við erum viðkvæmari og sveifluskalinn stærri. Það sem „venjuleg“ manneskja myndi taka aðeins nærri sér og velta sér upp úr í einn dag, gæti hugsanlega næstum brotlent manneskju með geðvandamál og hún gæti velt sér upp úr þessu dögum saman, jafnvel lengur. Það má segja að það vanti á okkur teflonhúðina.

Ég lifði í afar litlum þægindahring. Mitt daglega líf í alltof mörg ár var að mæta í vinnuna, koma heim og reyna að flýja veruleikann með bókalestri eða sjónvarpsglápi. Ég hef lesið 69 bækur á einu ári, oftar en einu sinni. Ég gerði eiginlega ekki neitt. Það liðu oft margir mánuðir á milli þess að ég gerði eitthvað félagslegt. Ég var bara heima. Ég var bara andlega og líkamlega veik. Kvíðin, þunglynd og gat ekki setið eða staðið án verkja í baki .  Það var ekkert „að“ lífi mínu annars. Ég átti sambýlismann til margra ára, ég var í vellaunuðu kerfisstjórastarfi og vann með frábæru fólki. Ég átti íbúð, sumarbústað, 2 bíla og pening í bankanum. Í dag er ég í hlutastarfi á frístundaheimili, á engan mann, engan sumarbústað og engan bíl, en ég er þó nýbúin að kaupa mér litla sæta íbúð. En í dag er ég Linda Rós 5.0 og lífið hefur aldrei verið betra. Þó ég hafi það „ekki jafn gott“ í „lífsgæðakapphlaupinu“. Í dag lifi ég lífinu og lifi ekki í hræðslukúlu lengur.

Ég er enn kvíðasjúklingur, en ég er ekki þunglyndissjúklingur í dag. Einn góðan veðurdag, með áframhaldandi vinnu, vonast ég til að hætta að vera kvíðasjúklingur líka.

Ef þér líður illa og þessar hugsanir eru hjá þér líka. Þá get ég fullvissað þig um að hægt sé að fá bata. Ég þekki það af eigin raun. Mig langaði meira til að deyja en lifa í hátt í 20 ár. Ekki lengur.

Í dag langar mig til að lifa!

Kærleikskveðja,
Linda Rós
www.lindaros.com

 

 

„Við erum þau sem fáum að heyra að þessi geðfatlaði sé bara úrhrak“

Langar þig að skipta við mig? Ég skrifa þetta nafnlaust. Ég skrifa þetta sem móðir, faðir, sonur og dóttir. Hver erum við? Jú við erum aðstandendur geðfatlaða fólksins. Við erum búin að eiga í stanslausum baráttum við geðheilbrigðiskerfið. Við erum þau sem höfum þurft að berjast, tapa, vera reið, gráta og syrgja. Við erum þau sem þurfa að flýja heimilin sín af því að það má ekki brjóta á réttindum þess geðfatlaða. Við erum þau sem kippast til í hvert sinn sem síminn hringir, af því að við vitum ekki hvenær það komi að þessu. Við erum þau sem að… Lesa meira

„Ég sturtaði litla barninu mínu niður“ – Inga Berta missti fóstur

Inga Berta Bergsdóttir er 21 árs gömul og er penni á vefsíðunni Ariamom.com. Nýlega sagði hún frá eigin reynslu um fósturmissi, sem er umræða sem hún vill opna. Inga Berta gaf Bleikt.is góðfúslega leyfi til að birta greinina. Við gefum Ingu Bertu orðið: Að missa fóstur er eitthvað sem fólk vill oft ekki tala um. Margir upplifa eflaust skömm, þar sem maður gerir sér miklar vonir en fannst þetta svo „ekki vera neitt“. Mín upplifun er sú að eftir að þú veist að þú er barnshafandi er þetta svo mikið stærra, og er fósturmissir umræða sem ég vil opna. Þessi… Lesa meira

Guðný hafði bara efni á að leigja herbergi – Datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessari stöðu

„Mér leið eins og það væri ekki pláss fyrir mig á Íslandi,“ sagði Guðný Helga Grímsdóttir, þrítug kona, sem hélt erindi á húsnæðisþingi í dag. Guðný var ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu og sögðu frá reynslu sinni af leigumarkaðnum hér á landi. Guðný Helga er með sveinspróf í húsgagnasmíði og B.A.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Hún var á leigumarkaði í sjö ár; var lengi á stúdentagörðum, leigði svo af skyldfólki en nú stendur henni aðeins almennur leigumarkaður til boða. „Í febrúar skrifaði ég undir eins árs leigusamning en honum var sagt upp eftir fimm mánuði þar sem leigusalinn… Lesa meira

Kate Middleton mætti óvænt og dansaði við Paddington

Katrín hertogaynja af Cambridge, mætti óvænt í dag ásamt manni sínum, Vilhjáæmi Bretaprins og bróður hans Harry, á Paddington lestarstöðina. Tilefnið var að hitta leikara og starfslið kvikmyndarinnar Paddington 2. Þetta er aðeins í annað sinn sem Katrín sést opinberlega eftir að tilkynnt var að hún ætti von á sínu þriðja barni, en hún þjáist af sjúklegri ógleði líkt og á fyrri meðgöngunum tveimur. Eftir að hafa stigið dans við Paddington sjálfan, stigu þau um borð og hittu unga farþega, börn sem tilnefnd voru á vegum góðgerðarsamtaka þeirra, The Royal Highnesses´Charities Forum.   Their Royal Highnesses meet cast and crew… Lesa meira

Þórhallur komst upp að Steini – Gengur á Esjuna til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum

Grínistinn Þórhallur Þórhallsson lauk áðan fyrstu göngunni af fimm sem hann ætlar að fara í þessari viku á Esjuna. Þórhallur ætlar að ganga fimm daga í röð upp að Steini til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum á Íslandi. „Ég vil opna umræðuna, útrýma fordómum og koma á heimsfriði,“ segir Þórhallur, sem sjálfur hefur glímt við kvíða og verið opinskár með það. „Að labba upp á Esjuna er eins og reyna að laga kvíða og þunglyndi. Þú ert ekki viss um að þú getir það. En með því að láta bara vaða þá er ekkert sem getur stoppað þig.“ Þórhallur var… Lesa meira

Tara Mobee gefur út nýtt lag – Almenningur stjórnaði myndbandinu

Söngkonan Tara Mobee gaf nýlega út nýtt lag, Do Whatever. „Lagið fjallar um að hafa gaman, lifa lífinu, gera flippaða hluti og skemmta sér,“ segir Tara og þegar kom að því að taka upp myndbandið við lagið ákvað Tara að biðja almenning að aðstoða sig. Tara keyrði hringinn í kringum Ísland á 24 klukkustundum núna í september og áður en lagt var af stað var hún ekki búin að ákveða hvert hún ætlaði að fara, hvar hún ætlaði að stoppa, hvað hún ætlaði að gera, hvern hún myndi hitta, hvað sem er, almenningur átti að ákveða það. Tara lagði af… Lesa meira

Sigraði krabbamein tvisvar sem barn – Er nú komin aftur á spítalann

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona sem hefur sigrast á krabbameini tvisvar sinnum sem barn er nú komin enn eina ferðina á spítalann en í þetta skiptið er ástæðan þó önnur. Montana Brown greindist fyrst með sjaldgæfa tegund af bandvefskrabbameini þegar hún var einungis tveggja ára gömul. Gekkst hún undir lyfjameðferð og sigraði krabbameinið en þegar hún var orðin fimmtán ára gömul kom krabbameinið aftur. En og aftur sigraði Montana krabbameinið eftir erfiða baráttu og það var þá sem hún ákvað að hún vildi verða hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingarnir voru svo ótrúlega ástríkar, umhyggjusamar og miskunnsamar. Kærleikurinn sem þær sýndu mér og fjölskyldu minni á þei tíma sem við… Lesa meira

Zara fyllti Höllina af ungum aðdáendum

Sænska söngkonan Zara Larsson hélt tónleika í Laugardalshöll á föstudagskvöld. Þrátt fyrir að vera ung að árum, nítján ára, á Larsson sér fjölmarga aðdáendur um allan heim og líka hér á landi, en uppselt var á tónleikana. Meðalaldur tónleikagesta var ekki hár, en gleðin var í fyrirrúmi og tóku aðdáendur vel undir í helstu lögum Larsson. Tónleikarnir hófust á Never Forget You, en myndband lagsins, sem kom út í september árið 2015, var einmitt tekið upp hér á landi. Önnur þekktra og vinsælla laga Larsson eru Lush Life, So Good og This One´s For You, sem var opinbert lag EM… Lesa meira

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – MEYJAN

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Meyjan (23. ágúst – 22. september). Meyjan er óþolandi. Hún stjórnar öndun sinni og litasamræmir fötin í fataskápnum. Meyjan hvorki prumpar né ropar. Meyjan hreinsar hvern fermeter af öllu sem hún á, með tannbursta, tvisvar á dag. Allt á sinn stað og tíma og hjá Meyjunni er það á gólfinu með stækkunargler að leita að bakteríum. Þráhyggjusjúkdómur er fínt samheiti fyrir Meyjuna. Meyjan notar ábendingar og vandaðar töflur til að lýsa heimspekilegum hugtökum. Það er auðvelt að fá Meyjuna til að fríka út. Segðu henni að… Lesa meira

Sprenghlægilegar myndir af hræddu fólki

Nú er hrekkjavakan á næsta leiti og margir farnir að undirbúa hrekkjavökupartý og búninga. Því er tilvalið að skoða nokkrar sprenghlægilegar myndir af fólki sem heimsótti draugahús sem heitir Nightmares Fear Factory og er staðsett í Kanada. Falin myndavél var sett upp í húsinu og náði hún myndum af fólki einmitt á því augnabliki sem hræðslan var sem mest.   Hægt er að skoða fleiri myndir inn á heimasíðu Nightmares Fear Factory. Lesa meira

Myndbönd: Hrekkjavöku farðanir – sjöundi hluti

Það styttist óðum í Hrekkjavökuna, sem verður alltaf vinsælli og vinsælli hér á landi. Fólk klæðir sig upp í búninga, margir umturna heimilinu til að skreyta það á viðeigandi hátt og halda partý og aðrir bregða sér á ball. Hér er sjöundi skammtur af kennslumyndböndum af YouTube til að aðstoða þig við valið. https://www.youtube.com/watch?v=ookRHSaNGPU https://www.youtube.com/watch?v=BeOO4ja6-S4 https://www.youtube.com/watch?v=hIzr7xeh9GU https://www.youtube.com/watch?v=2QiMOXHQmd0 https://www.youtube.com/watch?v=EvDtLEEJTS4 Hér má finna hin myndböndin: Fyrsti hluti Annar hluti  Þriðji hluti Fjórði hluti  Fimmti hluti Sjötti hluti Sjöundi hluti Lesa meira