Það velur enginn að þjást af geðsjúkdómi

Ég heiti Linda Rós og ég hef barist við kvíða frá 6 ára aldri og þunglyndi frá um 11 ára aldri. Í dag finnst mér ekkert mál að segja þetta við hvern sem er. Áður fyrr faldi ég þetta eins vel og ég gat. Ástæða þess var helst sú að ég hélt að ég væri bara gölluð manneskja, að ég væri sú eina í heiminum sem væri svona gölluð, að þetta væri bara eðlileg líðan fyrir mig og það væri ekki hægt að breyta henni. Mér fannst ég vera annars flokks manneskja. Í þá daga voru ekki miklar umræður í þjóðfélaginu um geðheilsu landans.

Það hefur tekið mig langan tíma að finna andlegt jafnvægi. Ég var í andlegu jafnvægi sem barn, en frá 6 ára aldri fór það að ganga mér úr greipum og ég fann það ekki aftur fyrr en ég var á 31. aldursárinu. Þá fann ég það í 5 vikur, missti það svo aftur úr greipum mér í rúmt hálft ár en hef loksins fundið það aftur og það hefur verið til staðar í um 2-3 mánuði núna.

Linda Rós 5.0

Ég er svo ofsalega þakklát fyrir að vera á þeim stað sem ég er á núna, ég bjóst aldrei við að ná þessum stað. Mig langar til að hjálpa öðrum við að ná þessum stað, sem er ástæða þess að ég er opinská með mína reynslu og veikindi. Ég veit að ég get ekki bjargað öllum, en vonandi get ég ýtt einhverjum í rétta átt.

Ég er með almenna kvíðaröskun. Ég finn alltaf fyrir einhverjum kvíða, nema þegar ég sef. Mér tekst nokkurn veginn að slaka á í sundi, það hefur rosaleg róandi áhrif á mig að synda og þegar ég kúri í fanginu á karlmanni í lífi mínu (þá fara vellíðunarhormónin á fullt). Annars er kvíðinn bara þarna, en þar sem ég er orðin vön honum þá tek ég oft ekkert mikið eftir honum. Þetta er bara eins og að vera með hár á hausnum, þú veist af því, en tekur ekkert voðalega mikið eftir því, nema þegar þú átt virkilega vondan hárdag.

Mín fyrsta minning úr grunnskóla er frá því að ég var á 1. ári þar og krakkarnir í bekknum mínum voru komnir lengra en ég í stafrófinu, því ég missti úr skóla. Ég man enn vanlíðanina sem kom upp, ég var viss um að ég myndi aldrei læra allt stafrófið, ég var viss um að ég væri heimskari en allir aðrir, ég var svo viss um að ég gæti ekki neitt.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig lífið varð upp frá þessu. Mér fannst ég eiga að vera fullkomin, gáfnalega, útlitslega og sem persóna. Ég fattaði ekki að það væri ranghugmynd hjá mér. Svo allt sem ég gerði var alltaf ekki nógu gott. Ég var ekki nógu gáfuð, ekki nógu skemmtileg, ekki nógu vel vaxin, ekki nógu falleg, ekki nógu þetta og ekki nógu hitt. Ég var hrædd um að öðrum líkaði ekki við mig, að ég væri of uppáþrengjandi. Ég forðaðist að gera mistök og gera eitthvað sem gæti valdið höfnun eins og heitan eldinn. Ég forðaðist alla óvissu, að gera hluti sem ég kunni ekki, að fara á staði sem ég þekkti ekki. Því þá var ég farin út fyrir þægindahringinn, ég hafði ekki stjórn á öllu.

Sem betur fer er þetta allt á viðráðanlegu stigi núna. Þetta er bara í bakgrunninum en ekki lengur á flennistórum bíóskjá beint fyrir framan nefið á mér.

Fyrstu hugsanir mínar um að langa til að deyja komu um sennilega 11 ára aldurinn. Mig langaði meira til að deyja en lifa. Þessar hugsanir urðu fljótt viðvarandi. Við erum ekki að tala um að löngun mín til að deyja hafi komið endrum og eins. Við erum að tala um að ef mér hefði verið boðið að ýta á takka til að þurrka út líf mitt, þá hefði ég gert það, hverja einustu sekúndu lífs míns í hátt í 20 ár.

Ég upplifði samt alveg skemmtilegar stundir og allt það, líf mitt var ekki eitthvað algjört helvíti, alls ekki. Á mjög kaldhæðinn hátt hef ég líka alltaf verið mjög lífsglöð. En tómleikinn, vanlíðanin, kvíðinn og vonleysið voru svo rosalega stór partur af lífi mínu að það yfirgnæfði allt annað.

Sem betur fer hefur þjóðfélagið breyst síðan ég var barn og unglingur. En við eigum enn langt í land með að viðurkenna geðsjúkdóma sem fullgilda sjúkdóma. Það velur enginn sér að þjást af geðsjúkdómum. Ég vaknaði ekki upp 6 ára og hugsaði, það er örugglega geggjað að vera kvíðinn, ég ætla sko að prófa það. Ég vaknaði ekki upp 11 ára og hugsaði, vá það er svo frábært að vera kvíðinn að ég bara verð að prófa að vera þunglynd líka. Það kýs sér þetta enginn. Ekki nokkur manneskja. Ekki neinn.

Það er voðalega auðvelt að segja þunglyndri og kvíðinni manneskju að hætta bara þessari vitleysu. Að brosa bara framan í spegilinn og segja við sjálfan sig að lífið sé frábært og trúa því. Það virkar bara ekki þannig. Ekki frekar en að segja við fótbrotna manneskju að hætta nú þessari vitleysu og fara út að hlaupa.  Báðar manneskjur geta fengið bata, en báðar manneskjur þurfa meðferð og tíma til þess. En við sem eigum við geðræn vandamál getum náð bata! Það þarf tíma, það þarf meðferð, það þarf vinnu. En það er sko hægt!

Sumir fá tiltölulega skjótan bata með hjálp lyfja og meðferðar. Aðrir, eins og ég, þurfa lengri tíma. Í mínu tilfelli tók það mig 3 ár að ná upp stabílli líðan og lífslöngun, það er að segja eftir að ég rakst á botninn og ákvað að gera allt sem ég gæti til að ná heilsu aftur. Fyrir þennan tíma hafði ég leitað mér hjálpar af og til í 6 ár, alltaf til heilsugæslulækna og geðlækna sem tóku mig í samtals- og lyfjameðferð, bæði með engum árangri. Ég vissi ekki af öllum hinum meðferðunum sem í boði eru. Ef ég hefði vitað allt sem ég veit núna þá er ég sannfærð um að ég hefði náð þessum góða stað mikið, mikið fyrr.

Ég náði botninum í janúar 2009 og reyndi að binda enda á lif mitt. Ég ákvað í kjölfarið að ég þyrfti að virkilega vinna í sjálfri mér, til að bæta líkamlega og andlega heilsu. Ég hætti í vinnunni og ákvað að helga lífi mínu í að ná bata. Ég var í 2,5 ár af atvinnumarkaðinum. Mér hafði aldrei liðið vel í námi og skóla.  Ekki fyrr en núna. Ekki fyrr en ég fór að fara að finna andlega jafnvægið. Ég vinn hlutastarf á frístundaheimili 4 daga í viku (er menntaður tölvunarfræðingur). Ég veit ekki hvar draumastarfið mitt er en vonast til að detta um það einn góðan veðurdag. Ég er að bíða og vonast eftir að komast á örorkubætur til að geta lifað á hlutastarfi mínu og geta haldið áfram að vinna í sjálfri mér. Í dag hef ég ekki úthald í fulla vinnu, hvorki andlega né líkamlega (ég hef átt við slæmt bak að stríða frá 16 ára aldri, en það er allt á uppleið líka, sem var ekki að hjálpa til við geðheilsuna), en vonast til að einn góðan veðurdag verði ég það.

Ég hef alveg mætt fordómum í gegnum tíðina, eftir að ég opnaði mig með mína reynslu. Ég veit að margir myndu ekki ráða mig í vinnu og ég veit að margir strákar myndu ekki geta hugsað sér að deita mig. En það er bara út af því að fólk veit ekki betur. Ég er komin með stimpil á mig. En þessi stimpill hefur að mörgu leyti gert mig að betri manneskju. Ég er skipulögð, samviskusöm, hreinskilin, opin, þakklát, tilitsöm, kurteis, umburðarlynd, víðsýn, með mikla siðferðiskennd, hugulsöm og margt fleira sem ég er ekki viss um að ég væri án þess að hafa gengið í gegnum allt sem ég hef gengið í gegnum.

Munurinn á „venjulegu“ fólki og okkur sem glímum við geðvandamál er að hjá okkur er þetta allt mikið stærra, öfgakenndara.  Við erum viðkvæmari og sveifluskalinn stærri. Það sem „venjuleg“ manneskja myndi taka aðeins nærri sér og velta sér upp úr í einn dag, gæti hugsanlega næstum brotlent manneskju með geðvandamál og hún gæti velt sér upp úr þessu dögum saman, jafnvel lengur. Það má segja að það vanti á okkur teflonhúðina.

Ég lifði í afar litlum þægindahring. Mitt daglega líf í alltof mörg ár var að mæta í vinnuna, koma heim og reyna að flýja veruleikann með bókalestri eða sjónvarpsglápi. Ég hef lesið 69 bækur á einu ári, oftar en einu sinni. Ég gerði eiginlega ekki neitt. Það liðu oft margir mánuðir á milli þess að ég gerði eitthvað félagslegt. Ég var bara heima. Ég var bara andlega og líkamlega veik. Kvíðin, þunglynd og gat ekki setið eða staðið án verkja í baki .  Það var ekkert „að“ lífi mínu annars. Ég átti sambýlismann til margra ára, ég var í vellaunuðu kerfisstjórastarfi og vann með frábæru fólki. Ég átti íbúð, sumarbústað, 2 bíla og pening í bankanum. Í dag er ég í hlutastarfi á frístundaheimili, á engan mann, engan sumarbústað og engan bíl, en ég er þó nýbúin að kaupa mér litla sæta íbúð. En í dag er ég Linda Rós 5.0 og lífið hefur aldrei verið betra. Þó ég hafi það „ekki jafn gott“ í „lífsgæðakapphlaupinu“. Í dag lifi ég lífinu og lifi ekki í hræðslukúlu lengur.

Ég er enn kvíðasjúklingur, en ég er ekki þunglyndissjúklingur í dag. Einn góðan veðurdag, með áframhaldandi vinnu, vonast ég til að hætta að vera kvíðasjúklingur líka.

Ef þér líður illa og þessar hugsanir eru hjá þér líka. Þá get ég fullvissað þig um að hægt sé að fá bata. Ég þekki það af eigin raun. Mig langaði meira til að deyja en lifa í hátt í 20 ár. Ekki lengur.

Í dag langar mig til að lifa!

Kærleikskveðja,
Linda Rós
www.lindaros.com

 

 

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri. En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var, segir Katrín… Lesa meira

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka, segir Katrín í færslu á Facebook. Píndi sig áfram Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að… Lesa meira

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir. Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku: Ég er móðir. Ég á þrjú börn. Ég fór til læknis vegna þess að ég þjáist af minnisleysi og á í erfiðleikum með einbeitingu. Læknirinn sagði mér að ég þyrfti að ná átta klukkutíma svefni á hverjum sólarhring. Ég er líka með bakverki. Sjúkraþjálfari sagði að ég þyrfti á reglulegri hreyfingu að halda. Hann mældi… Lesa meira

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir. Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég, segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur. Eineltið markar… Lesa meira

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia" sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. Sumir dagar geta verið verulega slæmir en aðrir það góðir að Bylgja finnur ekki fyrir neinu. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu á þessum tíma og vegna hreyfingarleysis hrönnuðust á mig kílóin.… Lesa meira

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni. ~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla. ~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi). ~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í. ~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki. Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar. En svo kemur stóra spurningin,… Lesa meira

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat. Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉 Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur. Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta… Lesa meira

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum: Red velvet bollakökur með rjómaostakremi: Kökurnar 2,5 bolli hveiti 2 bollar sykur 1 msk kakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 2 egg 1,5 bolli matarolía 1 bolli súrmjólk 1 msk edik 1 tsk vanilludropar rauður gel matarlitur Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið… Lesa meira

Kolbrún er heyrnarlaus með langveikt barn: „Hún bar ekki veikindin utan á sér og það var ekki hlustað á mig“

Þegar Kolbrún Völkudóttir var einungis tveggja ára gömul fékk hún svæsna heilahimnubólgu og var vart hugað líf. Fljótlega eftir að Kolbrún komst á bataveg og heilsa hennar varð betri kom í ljós að hún hafði alveg misst heyrnina. Í dag, mörgum árum síðar, er Kolbrún einstæð tveggja barna móðir sem lítur björtum augum á lífið og segir heyrnarleysið ekki há sér. Ég man ekki eftir mér heyrandi og ég þekki ekkert annað en að vera heyrnarlaus. Auðvitað koma inn margar hindranir en mér finnst það ekkert mál, ég geri bara allt sem ég vil og finnst þetta frábært, segir Kolbrún… Lesa meira

Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd

Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Hún hefur því tekið upp á því að búa til sínar eigin ofurhetjur sem hún blandar saman úr þeim ofurhetjum sem hafa verið stelpuvæddar. Strákarnir hafa þúsund sinnum fleiri valkosti og geta þess vegna valið sér eina ofurhetju fyrir hvern dag án þess að tæma… Lesa meira

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna. Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa, segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is… Lesa meira

Talan á vigtinni segir ekki allt – Þessar konur hafa ekki misst eitt kíló

Talan á vigtinni segir ekki allt. Hættu að einblína á kílófjölda og einbeittu þér frekar að því að lifa heilsusamlegum og hamingjusömum lífsstíl. Þessar konur hér að neðan eru í baráttu við vigtina. PopSugar greinir frá. Þær hafa deilt myndum á Instagram undir myllumerkinu #ScrewTheScale til að vekja athygli á að talan á vigtinni er einmitt bara tala og það eigi ekki að gefa henni þetta vald sem hún hefur. Á myndunum sem þær deila má sjá fyrir og eftir myndir, en þær hafa ekki misst eitt einasta kíló milli mynda. Hins vegar hafa þær breytt lífsstíl sínum, borða hollt… Lesa meira