Þetta eru þeir 10 staðir í Evrópu sem Lonely Planet segir að þú verðir að heimsækja

Flestir eru eflaust búnir að skipuleggja sumarleyfið í sumar en þeir sem eiga eftir að ákveða hvert ferðinni skal heitið ættu að skoða meðfylgjandi lista. Sérfræðingar Lonely Planet hafa tekið saman þá tíu áfangastaði í Evrópu sem allir ættu að heimsækja árið 2017.

Hér eru staðir sem margir hafa eflaust ekki heyrt um í bland við þekktari áfangastaði. Hér að neðan má sjá þessa tíu staði og stutta útlistum á hverjum og einum.

Le Havre, Frakklandi

Le Havre er hafnarborg í Normandy í norðurhluta Frakklands og þar er hægt að finna ýmsa afþreyingu, hvort heldur sem er fyrir þá sem vilja sækja í menningu eða þá sem vilja baða sig í sólinni. Borgin hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2005 en hún lagðist nánast í rúst í seinna stríði og var endurbyggð að stóru leyti af belgískum arkitekt. Falleg hvít strönd er við borgina og þeir sem vilja sækja í meiri ró geta gert það í nágrenni borgarinnar.

Pafos, Kýpur

Það má í raun færa rök fyrir því að Pafos séu tvær borgir. Þetta er strandborg á suðvesturhluta Kýpurs og eru íbúar þar og í næsta nágrenni rúmlega 60 þúsund. Borgin er í raun ævaforn og má finna allskonar fallegar minjar í gamla hluta hennar. Nýi hlutinn er nútímalegur og frábær fyrir ferðamenn sem vilja sleikja sólina og slaka á. Pafos var valin menningarborg Evrópu fyrir árið 2017 ásamt Árósum í Danmörku.

Moldóva

Moldóva er kannski ekki það land sem kemur fyrst upp í kollinn þegar hugsanlegir áfangastaðir innan Evrópu eru ræddir. Hér er um að ræða landlukt land í Austur-Evrópu sem á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva er einkar fallegt land og þá einkum og sér í lagi sveitir landsins sem eru grónar og sólríkar. Þá njóta vínsmökkunarferðir um sveitirnar vaxandi vinsælda. Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt og komast í algjöra afslöppun gæti Moldóva verið málið.

Norður-Þýskaland

Norðurhluti Þýskalands er að mörgu leyti nokkuð vanmetinn áfangastaður í bókum ferðaskrifstofa og ferðamanna almennt. Staðreyndin er sú að þar er að finna ægifagurt landslag og meira að segja strendur fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Þarna er líka að finna skemmtilegar borgir, Hamburg þar á meðal. Lonely Planet mælir líka með bæjum í norðausturhlutanum sem eiga landamæri að Póllandi.

Alentejo-hérað, Portúgal

Alentejo-hérað er í suðurhluta Portúgals og oft kallað menningarhérað Portúgals. Hér er ekki að finna neinar fjölmennar borgir á borð við Lissabon eða Porto en Alentejo er samt sem áður stærsta hérað landsins að flatarmáli. Hér geta ferðamenn fundið sér ýmislegt að gera. Hægt er að fara í ferðir um sveitir héraðsins, fara í vínsmökkunarferðir og bragða á ekta portúgölskum mat.

Leeds, England

Leeds er gömul ensk borg með um 700 þúsund íbúa. Aðrar enskar borgir hafa notið meiri vinsælda meðal erlendra ferðamanna en Leeds og nægir í því samhengi að nefna London og Manchester svo dæmi séu tekin. En Leeds hefur upp á ótrúlega margt að bjóða; frábær listasöfn, fjölbreytta bari og veitingastaði og góðar verslanir. Þá er stutt í sveitasæluna í Jórvíkurskíri skammt frá.

Norðurhluti Svartfjallalands

Svartfjallaland, rétt eins og Moldóva, er kannski í hópi afskekktari staða á þessum lista, en þó ekki. Svartfjallaland stendur á fallegum stað í suðausturhluta Evrópu á Balkanskaga. Þar er meðal annars að finna fallegar strendur sem liggja að Adríahafi og sumrin eru afar góð á svæðinu. Norðurhluti landsins er kannski ögn óþekktari en engu minna spennandi en staðirnir við strandlengjuna í suðvestri. Þar er að finna tignarleg fjöll og hægt að fara í skemmtilegar göngu- eða hjólaferðir um svæðið. Þar er einnig að finna lítil þorp, fallega skóga og sögulegar byggingar. Fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað öðruvísi.

Galisía, Spánn

Galisia er lítið hérað á norðvesturströnd Spánar (alveg uppi í vinstra horninu á landakortinu) og þar er að finna flest það sem hugurinn girnist. Fyrir þá sem vilja njóta hins dæmigerða borgarlífs geta gert það í La Coruna, Vigo, Santiago de Compostela eða Lugo og þeir sem vilja njóta náttúrunnar geta gert það svo um munar. Þarna er allt krökt af góðu sjávarmeti og í borginni Santiago er hægt að finna fallegan arkitektúr frá miðöldum og fleira til.

Gotland, Svíþjóð

Gotland er stærsta eyjan í Eystrasaltinu og tilheyrir hún Svíþjóð eins og margir vita. Gotland er í uppáhaldi hjá fornleifafræðingum enda hefur ógrynni af fornminjum fundist á henni í gegnum árin. Talið erfallega og strjálbýla eyju í rólegu umhverfi sem auðvelt er að komast til.

Zagreb, Króatíu

Zagreb er höfuðborg Króatíu og hefur upp á svo margt að bjóða. Borgin er tiltölulega ódýr í samanburði við margar aðrar borgir og þá býður hún upp á fallegan arkitektúr, sögulegar byggingar, menningu, listir, tónlist, mat og góðar verslanir fyrir þá sem það kjósa. Borgin er frábær að sumri til og ekki mikið síðri yfir vetrartímann. Veður í Zagreb er allajafna gott yfir sumartímann en á veturna er stutt í falleg skíðasvæði skammt frá borginni.

Birtist fyrst í DV.

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira