Þetta eru þeir 10 staðir í Evrópu sem Lonely Planet segir að þú verðir að heimsækja

Flestir eru eflaust búnir að skipuleggja sumarleyfið í sumar en þeir sem eiga eftir að ákveða hvert ferðinni skal heitið ættu að skoða meðfylgjandi lista. Sérfræðingar Lonely Planet hafa tekið saman þá tíu áfangastaði í Evrópu sem allir ættu að heimsækja árið 2017.

Hér eru staðir sem margir hafa eflaust ekki heyrt um í bland við þekktari áfangastaði. Hér að neðan má sjá þessa tíu staði og stutta útlistum á hverjum og einum.

Le Havre, Frakklandi

Le Havre er hafnarborg í Normandy í norðurhluta Frakklands og þar er hægt að finna ýmsa afþreyingu, hvort heldur sem er fyrir þá sem vilja sækja í menningu eða þá sem vilja baða sig í sólinni. Borgin hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2005 en hún lagðist nánast í rúst í seinna stríði og var endurbyggð að stóru leyti af belgískum arkitekt. Falleg hvít strönd er við borgina og þeir sem vilja sækja í meiri ró geta gert það í nágrenni borgarinnar.

Pafos, Kýpur

Það má í raun færa rök fyrir því að Pafos séu tvær borgir. Þetta er strandborg á suðvesturhluta Kýpurs og eru íbúar þar og í næsta nágrenni rúmlega 60 þúsund. Borgin er í raun ævaforn og má finna allskonar fallegar minjar í gamla hluta hennar. Nýi hlutinn er nútímalegur og frábær fyrir ferðamenn sem vilja sleikja sólina og slaka á. Pafos var valin menningarborg Evrópu fyrir árið 2017 ásamt Árósum í Danmörku.

Moldóva

Moldóva er kannski ekki það land sem kemur fyrst upp í kollinn þegar hugsanlegir áfangastaðir innan Evrópu eru ræddir. Hér er um að ræða landlukt land í Austur-Evrópu sem á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva er einkar fallegt land og þá einkum og sér í lagi sveitir landsins sem eru grónar og sólríkar. Þá njóta vínsmökkunarferðir um sveitirnar vaxandi vinsælda. Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt og komast í algjöra afslöppun gæti Moldóva verið málið.

Norður-Þýskaland

Norðurhluti Þýskalands er að mörgu leyti nokkuð vanmetinn áfangastaður í bókum ferðaskrifstofa og ferðamanna almennt. Staðreyndin er sú að þar er að finna ægifagurt landslag og meira að segja strendur fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Þarna er líka að finna skemmtilegar borgir, Hamburg þar á meðal. Lonely Planet mælir líka með bæjum í norðausturhlutanum sem eiga landamæri að Póllandi.

Alentejo-hérað, Portúgal

Alentejo-hérað er í suðurhluta Portúgals og oft kallað menningarhérað Portúgals. Hér er ekki að finna neinar fjölmennar borgir á borð við Lissabon eða Porto en Alentejo er samt sem áður stærsta hérað landsins að flatarmáli. Hér geta ferðamenn fundið sér ýmislegt að gera. Hægt er að fara í ferðir um sveitir héraðsins, fara í vínsmökkunarferðir og bragða á ekta portúgölskum mat.

Leeds, England

Leeds er gömul ensk borg með um 700 þúsund íbúa. Aðrar enskar borgir hafa notið meiri vinsælda meðal erlendra ferðamanna en Leeds og nægir í því samhengi að nefna London og Manchester svo dæmi séu tekin. En Leeds hefur upp á ótrúlega margt að bjóða; frábær listasöfn, fjölbreytta bari og veitingastaði og góðar verslanir. Þá er stutt í sveitasæluna í Jórvíkurskíri skammt frá.

Norðurhluti Svartfjallalands

Svartfjallaland, rétt eins og Moldóva, er kannski í hópi afskekktari staða á þessum lista, en þó ekki. Svartfjallaland stendur á fallegum stað í suðausturhluta Evrópu á Balkanskaga. Þar er meðal annars að finna fallegar strendur sem liggja að Adríahafi og sumrin eru afar góð á svæðinu. Norðurhluti landsins er kannski ögn óþekktari en engu minna spennandi en staðirnir við strandlengjuna í suðvestri. Þar er að finna tignarleg fjöll og hægt að fara í skemmtilegar göngu- eða hjólaferðir um svæðið. Þar er einnig að finna lítil þorp, fallega skóga og sögulegar byggingar. Fullkominn áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað öðruvísi.

Galisía, Spánn

Galisia er lítið hérað á norðvesturströnd Spánar (alveg uppi í vinstra horninu á landakortinu) og þar er að finna flest það sem hugurinn girnist. Fyrir þá sem vilja njóta hins dæmigerða borgarlífs geta gert það í La Coruna, Vigo, Santiago de Compostela eða Lugo og þeir sem vilja njóta náttúrunnar geta gert það svo um munar. Þarna er allt krökt af góðu sjávarmeti og í borginni Santiago er hægt að finna fallegan arkitektúr frá miðöldum og fleira til.

Gotland, Svíþjóð

Gotland er stærsta eyjan í Eystrasaltinu og tilheyrir hún Svíþjóð eins og margir vita. Gotland er í uppáhaldi hjá fornleifafræðingum enda hefur ógrynni af fornminjum fundist á henni í gegnum árin. Talið erfallega og strjálbýla eyju í rólegu umhverfi sem auðvelt er að komast til.

Zagreb, Króatíu

Zagreb er höfuðborg Króatíu og hefur upp á svo margt að bjóða. Borgin er tiltölulega ódýr í samanburði við margar aðrar borgir og þá býður hún upp á fallegan arkitektúr, sögulegar byggingar, menningu, listir, tónlist, mat og góðar verslanir fyrir þá sem það kjósa. Borgin er frábær að sumri til og ekki mikið síðri yfir vetrartímann. Veður í Zagreb er allajafna gott yfir sumartímann en á veturna er stutt í falleg skíðasvæði skammt frá borginni.

Birtist fyrst í DV.

Sjáðu fyrsta myndbrotið úr „Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore“

Það eru komin fimm ár síðan framleiðslu Jersey Shore raunveruleikaþáttana lauk. Þættirnir voru sýndir á MTV á árunum 2009-2012. Bleikt fjallaði fyrr í vikunni um væntanlegt „reunion“ og hvernig stjörnurnar líta út núna. Nicole „Snooki“ Polizzi, Mike „The Situation“ Sorrentino, Sammi „Sweetheart“ Giancola, Jenni „JWoww“ Faley og Paul „Pauly D“ DelVecchio hafa komið saman fyrir svokallaðan „reunion“ þátt E!News sem heitir Road Trip Reunion: Return To the Jersey Shore. Þátturinn verður sýndur þann 20. ágúst næstkomandi. Við fáum að sjá smá brot úr þættinum en þar ræða þau um fyrri „hook-ups“ eins og þegar JWoww og Pauly D sváfu saman.… Lesa meira

Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Miley Cyrus – Plata væntanleg 29. september

Söngkonan Miley Cyrus var að gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband við. Lagið heitir "Younger Now." Lagið virkar eins og endurspeglun á feril hennar. Í laginu talar hún um breytingu, að breyting sé eitthvað sem þú getur alltaf treyst á. En hún hefur bæði verið að breyta ímynd sinni og tónlistarstíl upp á síðkastið. Þetta er þriðja lagið sem hún gefur út af nýju plötunni sinni, en hún hefur gefið út "Malibu" og "Inspired."  Platan heitir það sama og nýjasta lagið: „Younger Now.“ Þessi plata, eða það sem við höfum fengið að sjá af henni, er ólík fyrri plötum Miley eins… Lesa meira

Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Á dögunum mælti ég mér mót við eina af skærustu Snapchat og samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Ég er nokkuð viss um að allir sem hafa gaman af því að fylgjast með snöppurum, og þá sér í lagi yngri kynslóðin, hafi heyrt um hann. Ég er forvitin að eðlisfari og hlaut það sjálfsagt í vöggugjöf, svo forvitnin rak mig áfram að heyra meira um þennan hreinskilna, duglega og drífandi dreng. Nafn hans er Patrekur Jaime og ég sá hann fyrst á hinseginleikasnappinu. Við mæltum okkur mót inn á N1 á Ártúnshöfða þar sem mig langaði svo mikið að fá mér boost og bauð… Lesa meira

Lindex opnar 400 m² verslun í miðbæ Selfoss

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi. Verslunin verður staðsett í húsum byggðum skv. útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í… Lesa meira

Þetta eru keppendurnir í Ungfrú Ísland í ár

Það styttist óðum í keppniskvöld Ungfrú Ísland en það verður haldið í Hörpu þann 26. ágúst næstkomandi. Stúlkurnar sem taka þátt í ár eru á aldrinum 18 til 24 ára. Nú stendur yfir vefkosning þar sem er kosið um „Miss Peoples Choice Iceland 2017.“ Kosningin fer fram með því að ýta á "like" á myndunum hér að neðan og hægt verður að taka þátt fram að krýningu. Lesa meira

Sjáðu hvernig Disney karakterar litu út ef þeir væru trans

Listrænn stjórnandi frá New York setti inn færslu á Bored Panda undir notendanafninu Trans Disney. Færslan er hreint út sagt frábær en í henni deilir notandinn myndum af þekktum Disney karakterum. „Eins og margir aðrir þá ólst ég upp við að horfa á Disney myndir. Ég elska þær og mun alltaf gera það á meðan þær fjalla um ást, frelsi og breytingu (e. transformation),“ skrifar Trans Disney í færslunni. Notandinn bætir því við að þegar hann var að vaxa úr grasi tók hann eftir að það vantaði mjög mikilvægan flokk af fólki í myndirnar: Trans fólk. „Fólk sem skilur það best af öllum meininguna á bak við ást, frelsi og breytingu og leitina að því.… Lesa meira

Rebekka Sif frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við hressan sumarsmell

Tónlistarkonan Rebekka Sif frumsýndi nú á dögunum myndband við lagið Wondering sem er titillag fyrstu plötu hennar sem kemur út 17. ágúst næstkomandi. Lagið Wondering er hress sumarsmellur sem fjallar um skondin samskipti milli tveggja ástvina. Á plötunni eru ellefu fjölbreytt frumsamin lög sem spanna allt frá indie poppi til rokktónlistar. Í tilefni útkomu fyrstu plötunnar mun Rebekka Sif halda útgáfutónleika á Rosenberg kl. 21:30 þann 17. ágúst næstkomandi. Þar mun hún koma fram með hljómsveit sem er skipuð Aron Andra Magnússyni á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa, Daniel Alexander Cathcart-Jones á hljómborð og Kristófer Nökkva Sigurðssyni á trommur.… Lesa meira

Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin. Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal… Lesa meira

Chris Brown tjáir sig í fyrsta skipti um kvöldið sem hann réðst á Rihönnu

Átta ár eru liðin frá því að Chris Brown réðst á stórsöngkonuna Rihönnu en þau voru þá í sambandi. Líkamsárásin átti sér stað þegar parið var á leiðinni úr fyrirpartý fyrir Grammy verðlaunin. Fréttir af árásinni voru á allra vörum á sínum tíma og ljósmyndir sem voru teknar af lögreglunni voru seldar til slúðurmiðla. Chris Brown hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta skipti en hann gerir það í nýju heimildarmyndinni sinni Chris Brown: Welcome to My Life. Rihanna tjáði sig fyrst opinberlega um málið í ágúst 2012 í spjall þætti Opruh Winfrey. Chris segir að vandamál í sambandinu… Lesa meira

Sjötta þætti sjöundu seríu Game of Thrones lekið á netið

Sjötti þáttur sjöundu seríu Game of Thrones lekur á netið Óheppni bandaríska kapalrisans HBO virðist engan endi ætla að taka. Hakkarar hafa herjað á fyrirtækið að undanförnu og lekið handritum, þáttum og ýmsu öðru sem þeir hafa komist yfir með árásum á tölvukerfi fyrirtækisins. Nú hefur sjötta þætti sjöundu seríu eins vinsælasta sjónvarpsþáttar heims, Game of Thrones, verið leikið á netið en í þetta skiptið var ekki við hakkara að sakast heldur neyðarleg mistök HBO á Spáni. Lesa meira

Tíðni krabbameins myndi lækka um allt að 40 prósent ef fólk tæki upp heilbrigðari lífshætti

Hægt væri að útrýma um helming alls krabbameins ef fólk myndi velja sér heilbrigðari lífsstíl. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. „Ef fólk myndi hætta að reykja, halda sér hraustu og það fengi sér ekki fleiri en einn eða tvo áfenga drykki á dag myndi tíðni krabbameins snarminnka,“ segir vísindamaður við Harvard háskóla. Læknar hafa lengi sagt að óheilbrigður lífsstíll muni auka líkur á krabbameini verulega síðar á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókninni er aðeins ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fjórum mönnum sem fylgja þessu ráði. Rúmlega 136.000 bandaríkjamenn tóku þátt í… Lesa meira

Bestu drónamyndirnar 2017 – „Engin takmörk“

Síðastliðin ár hafa drónar gjörbreytt landslagi ljósmyndunar. Svo mikið að það er byrjað að gefa út mörg verðlaun fyrir þessa einstöku gerð af ljósmyndun. Ein af þessum verðlaunum eru Dronestagram og voru haldin í fjórða skiptið á dögunum. Myndirnar sem unnu til verðlauna eru stórfenglegar og það er ótrúlegt að sjá hvaða ótrúlegu myndir nást með þessum snjöllu tækjum. „Drónar eru að verða sífellt aðgengilegri og sýna heiminn í nýju ljósi. Það eru bókstaflega engin takmörk fyrir hvar er hægt að taka mynd lengur,“ segir Eric Dupin, forstjóri Dronestagram. Veitt voru verðlaun í nokkrum flokkum eins og „sköpunargáfa“ og „fólk.“… Lesa meira