Þetta segja stjörnumerkin um hvað fólk vill gera í kynlífinu

Er það gamli góði trúboðinn sem þú kannt best við í kynlífinu eða ertu til í að prufa allt það sem fjallað er um í 50 gráum skuggum? Hafa stjörnumerkin áhrif á þetta? Hafa þau áhrif á hvað fólk er tilbúið að gera í kynlífinu?

Einhverjir eru eflaust vantrúaðir á það en eftir því sem fram kemur á vefsíðunni thoughtcatalog.com þá tengjast stjörnumerki fólks og þar með fæðingardagur þess því hvað það er tilbúið að prófa í kynlífinu.

Hrúturinn

Er tilbúinn að prófa allt og ef það er eitthvað honum líkar illa við þá er það skortur á hugmyndaauðgi. Þeir sem stunda kynlíf með fólki, sem er fætt í hrútsmerkinu, þurfa að vera reiðubúnir til að kanna og prófa allan „matseðilinn“, að öðrum kosti gefst hrúturinn fljótt upp á þeim og losar sig við þá.

Nautið

Vill stjórna í kynlífinu og á meðan það gengur upp þá er nautið djarft í kynlífinu. En það er ekki hægt að fá nautið til að prófa neitt í kynlífinu nema hægt sé að sannfæra það um að það sé þess eigin hugmynd.

Tvíburinn

Þeir sem eru fæddir í tvíburamerkinu eru ástríðufullir og leikglaðir elskendur sem vilja prófa allt nema ofbeldisfulla hluti. Um leið og hlutirnir verða ofbeldisfullir og alvarlegir dregur tvíburinn sig út úr leiknum.

Krabbinn

Er ástríkur og stingur ekki upp á þróuðum kynlífsleikjum. Hann er ástríkur og umhyggjusamur og það kveikir mest í honum að hinn aðilinn sé mjög tendraður kynferðislega. Þess vegna er hægt að sannfæra þá um gera það sem hinn aðilinn vill gera.

Ljónið

Elskar að vera miðpunkturinn og það gerir þau að hinum fullkomnu kynlífsfélögum. Þau eru drifin áfram af kynlöngun og geta hratt fengið mótaðilann upp að suðumarki með kynferðislegu hugmyndaflugi sínu og krafti.

Meyjan

Eins og nafnið á stjörnumerkinu gefur til kynna þá eru meyjar dygðugar í kynlífinu og það er ekki hægt að fá þær með í villta tilraunastarfsemi en á móti eru þær bestar allra í því sem þær vilja taka þátt í.

Vogin

Persónuleiki vogarinnar er stærsti kraftur hennar og veldur því að fólk hungrar í hana. En þegar kemur að kynlífinu er vogin ekki mjög áhugasöm og það er oft erfitt að sannfæra hana um að prófa eitthvað annað en hefðbundnar samfarir.

Sporðdrekinn

Sporðdrekar geta verið svo sjálfselskir í rúminu að það fælir aðra frá. En ef það er hægt að temja þá og hemja þá býður það upp á góða blöndu af blíðu og ágengu kynlífi.

Bogamaðurinn

Bogamenn heillast aðallega af afturendanum og vilja gjarnan stunda kynlíf í endaþarm. Líttu á það sem aðvörun eða sem gulrót!

Steingeitin

Steingeitin hefur engan áhuga á öðru en því sem hún telur eðlilegt kynlíf. Það er þó hugsanlega hægt að tala þær inn á að gera eitthvað annað með því að nýta sér keppnisskap þeirra. Steingeitin vill gjarnan stæra sig af því sem hún hefur gert.

Vatnsberinn

Vatnsberi mun aldrei taka þátt í bindingum eða öðru sem honum þykir ofbeldisfullt. Þeir eru hins vegar gjafmildir félagar sem hugsa um nautn mótaðilans á undan sinni eigin nautn.

Fiskurinn

Fiskurinn er góður í að hugsa „út fyrir kassann“ þegar kemur að kynlífi. Hann er ekki mjög tilraunagjarn en er góður í því sem hann gerir. Fiskurinn er síðan bestur allra stjörnumerkjanna í að kyssa.

Ryksuguvélmennið þitt er að njósna um þig

Vélmennavæðingin felur í sér ýmis fögur loforð um að frelsa mannfólkið undan oki einhæfrar og erfiðrar vinnu og auðvelda okkur lífið á margan hátt. Ein birtingarmynd þess eru svokölluð ryksuguvélmenni sem gera eigendum þeirra kleift að nýta tímann sinn í eitthvað uppbyggilegra en að ryksuga. En eru ryksuguvélmennin flagð undir fögru skinni? Lesa meira

Þórhildur Rán: „Ég held að þessi maður hafi lítið pælt í því hvaða áhrif þessi játning myndi hafa á mig“

TW: Þetta er viðkvæmt. Ef einhverjum líður eins og það sé hægt að vita of mikið um mig, þá býð ég þeim einstaklingi að lesa ekki áfram. Ég er mjög berskjölduð í þessum pistli, og afþakka allt skítkast. Ég er búin að hugsa um allar mögulegar tilfinningar sem þessi pistill gæti vakið hjá fólki, því ég veit að margir sem eru nánir mér eru að heyra þetta í fyrsta skipti. Fyrirgefðu ef þér leið eins og ég hefði átt að segja þér þetta í persónu. Vandamálið er að ég á mun auðveldara með að tjá mig á netinu, heldur en… Lesa meira

Fólk er að missa sig yfir nýjustu myndinni af Macaulay Culkin – Gjörbreyttur!

Fyrrum barnastjarnan Macualay Culkin hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að Home Alone ævintýri hans lauk árið 1992. Óhætt er að segja að Culkin hafi gengið í gegnum ýmislegt síðan þá en í febrúar 2015 birtist mynd af honum á Internetinu sem fékk aðdáendur hans til að standa upp úr sófanum. Nýjustu fregnir herma að hann sé í sambandi með Jordan Lane Price og búi í París. Hann sást hins vegar í Hollywood fyrr í vikunni og er óhætt að segja að hann sé gjörbreyttur í útliti. Hann sást með leikkonunni og fyrirsætunni Brenda Song. Þau eru að leika saman í myndinni Changeland, grín-dramamynd sem er skrifuð og leikstýrð af Seth Green. Eins og maður gæti búist við þá fór Internetið… Lesa meira

Þögn rænir réttinum til að skilgreina ofbeldið

**TW** Hér erum við mætt aftur. Druslugangan í fullum blóma og þagnarmúrar tættir í sundur. Mér liggur svolítið þungt á brjósti, eitthvað sem ég hef viljað ávarpa í dálítinn tíma. Vitið þið af hverju ég deili reynslu minni af ofbeldi svo auðveldlega? Af hverju ég gengst óhikað við fortíðinni? Ég hugsa til yfirgefinnar stelpu á fimmtánda ári sem var á leiðinni heim um miðjan dag þegar frændi hennar og bekkjarbróðir reyndi, með ofbeldisfullum hætti, að nauðga henni. Ég hugsa til hennar og hvernig hún barðist, reyndi að öskra og sparka þar til líkaminn brást og svartnætti hylmdi yfir með eina,… Lesa meira

Dóttir forsetans var lögð í einelti: „Þú hefur breyst í þinn helsta óvin“

„Sjáðu! Sjáðu þessar stelpur. Nú ertu ein af þeim, þú hefur breyst í þinn helsta óvin. Raddirnar í höfðinu á mér voru víst sannfærðar um að ég hefði svo gott sem framið föðurlandssvik og gengið til liðs við myrku hliðina. Come to the dark side, we have buttlift.“ Skrifar Rut Guðnadóttir dóttir forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, í pistli á Kjarnanum. Rut segir frá spinningtíma sem hún fór í klukkan sjö í morgun en þar byrjuðu raddirnar í höfðinu á henni að emja: Þú ert ein af þeim núna! „Myndir af glottandi skvísum með svo mjó mitti að innyfli þeirra komast vart fyrir lengur spruttu upp í huga mínum eins og gorkúlur. Og… Lesa meira

Selena Gomez var að gefa út nýtt tónlistarmyndband í hrollvekjustíl

Stórstjarnan og söngkonan Selena Gomez var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið "Fetish." Hún gaf út lagið og annað myndband fyrir það fyrr í mánuðinum en nú hefur hún gefið út formlegt myndband við lagið. Það er einskonar "70's suburban" stíll á tónlistarmyndbandinu. Glöggur aðdáandi benti á að í myndbandinu mætti einnig sjá hrollvekjuáhrif sem söngkonan staðfesti sjálf á Instagram. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan. Lesa meira

10 óþarfa vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður

Ég gerði færslu í vetur sem var listi yfir 10 uppáhalds vörurnar mínar fyrir nýbakaðar mæður. Nú er Embla dóttir mín orðin rúmlega 6 mánaða og þá er margt á listanum dottið út og nýtt komið í staðinn af því þarfirnar hennar eru auðvitað alltaf að breytast. Ég var svo að taka til í dótinu hennar um daginn og fara yfir þá hluti og föt sem ekki er verið að nota lengur og sá þá að það var alveg sumt sem við keyptum og héldum að við myndum alveg nota helling sem var svo bara aldrei notað. Ég ákvað því að… Lesa meira

10 heillandi staðir sem þú ættir að sjá áður en þeir hverfa

Á jörðinni má finna fjölmarga ótrúlega fallega og heillandi staði. Því miður eru sumir þessara staða í hættu af ástæðum sem í flestum tilfellum má rekja til mannskepnunnar. Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur í júní, en dagurinn er helgaður fræðslu um umhverfismál. Af því tilefni tók vefritið Business Insider saman lista yfir fallega staði, sem, því miður, eiga á hættu að hverfa eða eyðileggjast. Kínamúrinn Það kemur kannski einhverjum á óvart að Kínamúrinn sé á þessum lista. Staðreyndin er sú að ágangur ferðamanna, veðrun, rof og eyðing á undanförnum árum hefur gert það að verkum að Kínamúrinn er í hættu ef… Lesa meira

Húðflúrsstofa býður upp á að hylja yfir rasísk og klíkutengd húðflúr frítt

Á húðflúrsstofunni Southside Tattoo í Baltimore, Maryland, getur fólk látið hylja rasísk og klíkutengd húðflúr. Dave Cutlip eigandi stofunnar gerir "cover up" yfir húðflúrin án endurgjalds. „Þetta byrjaði þegar einhver kom inn og bað mig um að fjarlægja klíkuhúðflúr af andlitinu hans. Ég gat séð að hann fann til. En að vera alveg hreinskilinn þá gat ég ekki hjálpað honum,“ sagði Dave við GOOD. Eftir að hafa átt langar samræður við manninn þá hreyfði saga hans við Dave. Maðurinn fór frá því að vera klíkumeðlimur í fangelsi yfir í að verða „afkastamikill meðlimur samfélagsins“ með vinnu, eiginkonu og börn. Eiginkona Dave tók hann þá til hliðar og sagði við hann að hann gæti… Lesa meira