Þórhildur Rán: „Ég held að þessi maður hafi lítið pælt í því hvaða áhrif þessi játning myndi hafa á mig“

TW: Þetta er viðkvæmt. Ef einhverjum líður eins og það sé hægt að vita of mikið um mig, þá býð ég þeim einstaklingi að lesa ekki áfram. Ég er mjög berskjölduð í þessum pistli, og afþakka allt skítkast. Ég er búin að hugsa um allar mögulegar tilfinningar sem þessi pistill gæti vakið hjá fólki, því ég veit að margir sem eru nánir mér eru að heyra þetta í fyrsta skipti. Fyrirgefðu ef þér leið eins og ég hefði átt að segja þér þetta í persónu. Vandamálið er að ég á mun auðveldara með að tjá mig á netinu, heldur en einhverntíman í persónu, eins sorglegt og það er. Þetta er líka ekki gert fyrir þig. Þetta er gert fyrir mig. En ég vil biðjast fyrirgefningar ef þú verður sár, reiður eða hvaða tilfinningu sem þessi pistill gæti vakið hjá þér. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig. Þetta er hrikalega erfitt fyrir mig. Ef þetta vekur upp hneykslun, reiði eða .. gleði (?), þá bið ég ykkur um að nota bakrásina ykkar til baktals, en ekki pistilinn minn. Takk fyrir. #konurtala #druslugangan

Þórhildur Rán Torfadóttir, höfundur greinar.

Fyrir þónokkrum árum las ég pistil eftir mann sem var að biðjast fyrirgefningar á því að hafa nauðgað stelpu. Pósturinn var nafnlaus, og ég veit ekki hvort að þessi stelpa sem hann var að ávarpa hafi vitað að hann væri að ávarpa sig. Þessi pistill hins vakti upp allskonar viðbrögð hjá fólki. Margir dáðust að manninum fyrir að biðjast afsökunar og taka ábyrgð á því sem hann gerði. Ég gerði það. Húrra fyrir þeim sem taka ábyrgð. Húrra!

Ég pældi afskaplega lítið í því hvaða áhrif þessi játning hefði á stelpuna sem hann var að ávarpa. Ég pældi aðallega í hetjulegri játning stráksins. Og aldrei.. Aldrei… Datt mér í hug að þetta myndi koma fyrir mig.

Aldrei dettur manni í hug að hlutirnir muni koma fyrir mann sjálfan. Manni finnst maður svo verndaður, ekki bara líkamlega, heldur einnig tilfinningalega.

Þetta var í snemmsumar og ég datt í nokkra (þegar ég segji nokkra, þá meina ég 10 of mikið) bjóra með góðum vinum. Á fimmtudegi. Ekki að það skipti máli, en fjörið var brjálað. Við skemmtum okkur konunglega. Mikið afskaplega er ég fegin að síminn minn dó, og ég sá ekki skilaboðin fyrr en daginn eftir í þynnkunni. Guð má vita hvernig ég hefði brugðist við hefði ég verið drukkin þegar ég sá skilaboðin.

Nú hef ég rætt þetta við nokkra. Reyndar ekki af neinni alvöru. Það halda eflaust flestir að ég hafi hrist þetta af mér, og tekið við þessu vandamáli eins og ég geri við flest vandamál: Með bros á vör. En vandamálið er að þetta hefur legið gríðarlega þungt á mér. Og þó að þetta atvik sem strákurinn var að játað hafi skeð fyrir 8 árum … Þá var þetta bara að koma fyrir mig. Því ég var búin að grafa þetta niður. Ég mundi ekkert eftir þessu. Þannig að ég hef .. í raun … ekkert rætt þetta. Fólk á líka gífurlega erfitt með að ræða svona hluti. Hvað er hægt að segja?

Skilaboðin voru frá manni sem ég hef þekkt afar lengi, þó svo að samskiptin séu ekki mikil. Eiginlega bara engin. En þegar maður kemur frá litlu bæjarfélagi, þá þekkjast allir. Þessi maður baðst afsökunar á því að hafa nauðgað mér fyrir 8 árum sirka. Fyrst þegar ég sá þetta, vissi ég ekkert hvað maðurinn var að tala um. Ég var aðallega bara hissa. Pínu sjokkeruð. Svo fór hann útí það að útskýra fyrir mér atvikið, og þá helltist minningin yfir mig og það versta var að muna eftir því þegar ég labbaði heim, hágrátandi og mér leið eins og .. heimurinn væri að hrynja. Eins og ég væri ónýt og ógeðsleg. Og þessar tilfinningar hafa verið að hellast yfir mig í allt sumar.

Ég held að þessi maður hafi lítið pælt í því hvaða áhrif þessi játning myndi hafa á mig. Því eins og hann sagði, þá var þetta búið að liggja þungt á honum í mörg ár.

Þetta liggur núna þungt á mér. Ég gæti byrjað að tala um gömul sár, sem tengjast þessu einhvernveginn – en þau hafa fengið að gróa í friði – en núna er komið nýtt, galopið, og ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að fara að. Eins mikið og ég dáist að því þegar fólk tekur ábyrgð á gjörðum sínum, þá held ég að það sé lítið pælt í því hvernig manneskjan sem tekur við skilaboðunum mun bregðast við. Hjá mér komu fram tilfinningar sem mér datt aldrei í hug að væru til staðar, og þetta sumar er búið að vera afar erfitt vegna þessa. Flestir sem ég hef rætt þetta við hafa sagt: „Vá. Þetta hefur legið þungt á honum.“.

Já. Þetta lá þungt á honum. Núna liggur þetta þungt á mér. Ég vil vekja athygli á því að stundum… er ignorance a bliss.

Ég veit í alvörunni ekki hvernig er best að fara að því að taka ábyrgð. Ég er ekki að hvetja til þess að fólk taki ekki ábyrgð á því sem það gerir, auðvitað á það að gera það. En ég veit að þessi maður t.d. baðst ekki afsökunar á því hvaða afleiðingar þetta gæti haft á mig. Hann hennti eiginlega bara byrðinni yfir á mig. Kannski meira að segja hafði þetta meiri afleiðingar en einhver mögulega gat búist við að þetta gæti haft. En í tilefni komandi viku og verslunarmannahelgi langar mig að vekja á þessu. Verið á verði, verið líka á verði á gjörðum ykkar. Þið eigið ekki rétt á neinu, þið eigið ekki rétt á því að sofa hjá einhverjum nema að fá „Já.“. Og ef manneskjan hættir við að vilja þetta .. Þá á hún rétt að því að stoppa þetta. Bara plís. Verið á verði. Allir.

Nú gætu einhverjir verið reiðir og sárir, hneykslaðir og sagt að ég sé með athyglissýki. Það er lítið sem ég get gert í því. Mig langaði bara að vekja athygli á þessu, að allt sem þið gerið hefur afleiðingar. Þið gætuð líka verið reið eða sár yfir því að ég hef ekki sagt neitt. Þið gætuð líka verið hneyksluð yfir því hversu mikil áhrif þessi játning er að hafa á mig fyrst að það eru 8 ár síðan þetta gerðist. En ég var bara að frétta af þessu. Sárið var bara að opnast. Vandamálið er bara að jafnvel þó það sé auðveldara fyrir mig að tjá mig á internetinu, þá var þessi pistill líka gífurlega erfiður. Og mér finnst afskaplega leiðinlegt ef þetta vakti upp einhver særindi hjá einhverjum. En þetta tiltekna atvik kom fyrir mig. Ekki ykkur.

-Þórhildur Rán Torfadóttir
Pistillinn birtist fyrst á Facebook og er endurbirtur hér með leyfi höfundar.

Jólagjöfin fyrir þann sem á allt – Tebollar með móðgandi áletrun

Núna getur þú gefið gjöf (eða boðið gestum þínum upp á te/kaffi heima) og í leiðinni móðgað þá á fallegan máta. Miss Havisham hefur gefið út línu af tebollum sem eru hrein snilld og móðga gestina á fallegan, en um skemmtilegan hátt. „Hættu að tala,“ „Norn“ og „Þú dugar,“ eru dæmi um áletranir bollana. Það er þó rétt að hafa í huga að leggja bara slíka bolla á borð eða gefa að gjöf handa þeim sem kann að meta þennan bleksvarta húmor. Bollana má versla hér. Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Ævisaga á undan brúðkaupi

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor. Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story. „Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter. Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið. Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar… Lesa meira

Myndband: Sjáðu kitluna fyrir aðra seríu Jessica Jones

Marvel gaf um helgina út fyrstu kitluna fyrir aðra þáttaröð Jessicu Jones. Eins og sjá má geta aðdáendur farið að hlakka til, en þáttaröðin kemur á Netlix 8. mars 2018.   "Marvel's @JessicaJones" has unfinished business. Just don't get in her way. pic.twitter.com/nkHVmMNQRU— Marvel Entertainment (@Marvel) December 9, 2017 Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 11. desember – Gjöf frá Beint í mark

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 11. desember ætlum við að gefa tvö eintök af fótboltaspilinu Beint í mark, spilinu sem allir eru að tala um. Beint í mark er fótboltaspil sem allir geta spilað. Spurningunum er skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Tæplega 3000 spurningar Í spilinu eru tæplega 3000 fótboltaspurningar úr öllum áttum. Um er að ræða… Lesa meira

Elka Long situr fyrir svörum: Hvatvís og athyglissjúk sex barna móðir og snappari

Elín Katrín Long Rúnarsdóttir er myndlistakona, hönnuður án réttinda, húsmóðir, dóttir, systir, vinkona og snappari. „Ég er alltaf kölluð Elka Long, sem er stytting sem sagt tveir fyrstu stafirnir úr báðum nöfnunum mínum. Ég á sex yndislega falleg og frábær börn.“ „Ég er búin að taka viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og panta viðtöl við enn fleiri, er að búa til poster, og að hanna og búa til kertastjaka, nag og snuddubönd. Ég er líka alltaf að finna leiðir til að auglýsa mig betur og koma mér og mínu á framfæri enda athyglissjúk með eindæmum. Ég hanna undir vörumerkinu… Lesa meira

Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World

DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann við það „Faceswap live“ viðbótina og líkir eftir fjölda söngvara sem komu fram í laginu We Are The World frá árinu 1985. Hér má meðal annars sjá Stevie Wonder, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Paul Simon, Diana Ross og Cindy Lauper. Einnig „skutlar“ hann með yngri… Lesa meira

Stjörnumerki: Hverjir eru eiginleikar þeirra?

Hverjir eru eiginleikar stjörnumerkjanna? Kannast þú við þig, maka, vini eða ættingja í þessari lýsingu á eiginleikum stjörnumerkjanna? Fiskarnir eru blíðir, fjölhæfir, fórnfúsir, hæfileikaríkir, klárir, listrænir, ljúfir, með sterkt ímyndunarafl, nærgætnir, óútreiknanlegir, skapandi, skilningsríkir, tilfinningaríkir, umburðarlyndir, viðkvæmir, vingjarnlegir, viðsýnir og þægilegir. Hrúturinn er athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill, líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækjasamur. Nautið er áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt,heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt. Tvíburinn er bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur… Lesa meira

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira