Þrettán atriði sem fólk með kvíða vill að þú vitir

Öll finnum við fyrir einkennum kvíða enda væri annað í hæsta máti óeðlilegt. Kvíði er í raun eðlilegt viðbragð við aðsteðjandi hættu en stundum verður kvíðinn of mikill á þá leið að hann hefur neikvæð áhrif á lífsgæði okkar.

„Sumir sjá kvíða fyrir sér sem einksonar karakter í Woody Allen-mynd,“ segir Jamie Howard, sálfræðingur við stofnun sem heitir Child Mind Institute í New York. Þó að sumir geti litið á kvíða og brosað út í annað á það ekki við um þá sem þjást af kvíðaröskunum. Vefurinn Real Simple tók saman þrettán atriði, með aðstoð Jamie, sem fólk með kvíða vill að þú vitir.

Hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi hefur gefist vel við kvíða. Þá getur lyfjagjöf einnig hentað sumum sjúklingum.

1.) Við viljum ekki hafa áhyggjur

Ekki er óalgengt að fólk líti svo á að fólk með kvíðaraskanir vilji hafa áhyggjur. Það er þó ekki svo. „Þeir sem eru kvíðnir væru mikið til í að vera kærulausari,“ segir Howard og bendir á að þeir eigi erfitt með það af lífeðlisfræðilegum ástæðum sem rekja má til boðefna í heilanum. „Þeir trúa því að raunveruleg hætta stafi af því sem þeir hafa áhyggjur af.“

2.) Kvíði hefur ekki bara áhrif á hugsun okkar

„Þegar þú ert með kvíðaröskun þá bregst líkaminn í heild við aðsteðjandi hættu,“ segir Howard. „Heilinn túlkar ákveðnar aðstæður sem hættulegar og sendir skilaboð til líkamans um að vera viðbúinn,“ segir Howard og bætir við að líkaminn bregðist við með örari hjartslætti, grynnri andardrætti, svita og jafnvel skjálfta.

3.) Við eigum stundum erfitt með að taka ákvarðanir

Sé litið til þess hvernig líkaminn bregst við kvíða, er ekki óalgengt að fólk með kvíðaraskanir forðist ákveðnar aðstæður sem hugsanlega geta kallað fram kvíða. Dæmi: Fólk með kvíðaraskanir gæti átt erfitt með að ljúka ritgerð fyrir skólann eða átt erfitt með að ákveða hvaða mublu það vill inn í herbergið sitt. Hlutir sem geta verið erfiðir en bærilegir fyrir flesta geta orðið óbærilegir fyrir fólk með kvíðaröskun.

4.) Einhverjir halda að við séum löt, en í raun erum við fullkomnunarsinnar

„Einhverjir gætu túlkað vangetuna til að ljúka verkefnum sem leti,“ segir Howard sem bætir við að málið sé flóknara en svo. Undir niðri sé óttinn við mistök stærsta hindrunin. „Mjög greindir nemendur gætu lenti í því að skila ekki ritgerð af ótta við að kennaranum líki hún ekki,“ segir Howard sem bætir við að þó nemendurnir séu ekki í neinni raunverulegri hættu túlki þeir aðstæður á þann veg.

5.) Stundum líður okkur eins og við séum misheppnuð

Að geta ekki framkvæmt eða lokið við einfalda hluti er ekki beinlínis til þess fallið að auka sjálfstraustið. „Hugsunin: „Ég get ekki“ er alltaf viðvarandi og gerir það að verkum að fólk með kvíðaraskanir vill forðast ákveðnar aðstæður sem aftur gerir það að verkum að því fer að líða illa.

6.) Við erum ekki félagsfælin

Kvíði getur haft áhrif á félagslíf fólks. Sumir þeirra sem glíma við kvíðaraskanir vilja heldur halda sig heima en fara út með vinum. Þetta gera þeir því þeim líður óþægilega innan um marga eða eru smeykir um að verða sér til skammar. „Þeir eru því stundum stimplaðir sem óskemmtilegir sem er ekki endilega rétt. Þetta er fólk sem vildi nær örugglega fara út ef ekki væri fyrir kvíðann,“ segir Howard sem bætir við að sumir taki þessu persónulega. Kvíðnir eigi það til að missa tengsl við vini og aðra út af röskuninni.

7.) Við kunnum að meta samúð…

Við kunnum að meta það þegar vinir og vandamenn sýna hluttekningu. Þetta er hægt að gera með því að segja til dæmis: „Þú virðist mjög kvíðin/n. Það hlýtur að vera erfitt. Get ég gert eitthvað til að hjálpa?“

8.) …En ekki gera okkur alltaf til geðs

Segjum sem svo að þú ætlir að halda gleðskap og viljir bjóða 10 vinum. Þú veist að vini þínum með kvíðaröskunina líður illa innan um svo margt fólk og myndi að líkindum ekki mæta ef svo margir kæmu. Ekki fækka á gestalistanum hans vegna. „Bjóddu þeim sem þú vilt bjóða og segðu vini þínum að þú vonir að þú sjáir hann/hana,“ segir Howard sem bætir við að sú staðreynd að forðast ákveðnar aðstæður sé það sem viðhaldi kvíðanum.

9.) Við erum ekki veikgeðja

Fólk með kvíðaraskanir þarf að eiga við allskonar vandamál, raunar mun fleiri vandamál en meðalmaðurinn. Samt eiga þeir til að fá yfir sig gagnrýni vegna þeirra hluta sem þeir erfitt með að framkvæma.

10.) Það er ekki þitt hlutverk að „laga“ okkur

Þú getur ekki upp á þitt einsdæmi fengið einstakling með kvíðaröskun til verða virkari og minna kvíðinn. Þannig að það virkar ekki að reyna að fá einstaklinga til að framkvæma hluti sem þeir vilja ekki framkvæma.

11.) En við getum fengið aðstoð fagfólks

Kvíðaraskanir er hægt að meðhöndla hjá fagfólki, til dæmis með hugrænni atferlismeðferð hjá sálfræðingi. Sum lyf gagnast einnig sjúklingum með kvíðaraskanir.

12.) Það tekur tíma að komast yfir vandann

Meðferð við kvíðaröskunum getur tekið margar vikur og segir Howard að hún taki að lágmarki tólf vikur. „Margir munu sjá framfarir á þeim tíma en í sumum alvarlegri tilfellum getur meðferðin tekið lengri tíma og framfarirnar verða í smærri skrefum,“ segir Howard. Hvort heldur sem er mun röskunin ekki læknast á einni nóttu.

13.) Og í millitíðinni skaltu muna að kvíðinn skilgreinir okkur ekki

„Kvíðinn er ekki persónuleiki fólks. Hann er ekki það sem skilgreinir fólk,“ segir Howard sem bætir við að kvíðaröskun sé ákveðin lasleiki sem fólk glímir við og hann hafi ákveðnar afleiðingar.

Birtist fyrst á DV.is

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Húsráð: Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur

Það er fátt jafn skemmtilegt á íssköldum morgni en að standa úti og hamast við að skafa bílrúðurnar. Ken Weathers, fréttamaður á KATE ABC fréttastöðinni í Knoxville Tennessee lumar þó á góðu húsráði. Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur. https://www.youtube.com/watch?v=TrcDxVM_gbU Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira