Þrettán atriði sem fólk með kvíða vill að þú vitir

Öll finnum við fyrir einkennum kvíða enda væri annað í hæsta máti óeðlilegt. Kvíði er í raun eðlilegt viðbragð við aðsteðjandi hættu en stundum verður kvíðinn of mikill á þá leið að hann hefur neikvæð áhrif á lífsgæði okkar.

„Sumir sjá kvíða fyrir sér sem einksonar karakter í Woody Allen-mynd,“ segir Jamie Howard, sálfræðingur við stofnun sem heitir Child Mind Institute í New York. Þó að sumir geti litið á kvíða og brosað út í annað á það ekki við um þá sem þjást af kvíðaröskunum. Vefurinn Real Simple tók saman þrettán atriði, með aðstoð Jamie, sem fólk með kvíða vill að þú vitir.

Hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi hefur gefist vel við kvíða. Þá getur lyfjagjöf einnig hentað sumum sjúklingum.

1.) Við viljum ekki hafa áhyggjur

Ekki er óalgengt að fólk líti svo á að fólk með kvíðaraskanir vilji hafa áhyggjur. Það er þó ekki svo. „Þeir sem eru kvíðnir væru mikið til í að vera kærulausari,“ segir Howard og bendir á að þeir eigi erfitt með það af lífeðlisfræðilegum ástæðum sem rekja má til boðefna í heilanum. „Þeir trúa því að raunveruleg hætta stafi af því sem þeir hafa áhyggjur af.“

2.) Kvíði hefur ekki bara áhrif á hugsun okkar

„Þegar þú ert með kvíðaröskun þá bregst líkaminn í heild við aðsteðjandi hættu,“ segir Howard. „Heilinn túlkar ákveðnar aðstæður sem hættulegar og sendir skilaboð til líkamans um að vera viðbúinn,“ segir Howard og bætir við að líkaminn bregðist við með örari hjartslætti, grynnri andardrætti, svita og jafnvel skjálfta.

3.) Við eigum stundum erfitt með að taka ákvarðanir

Sé litið til þess hvernig líkaminn bregst við kvíða, er ekki óalgengt að fólk með kvíðaraskanir forðist ákveðnar aðstæður sem hugsanlega geta kallað fram kvíða. Dæmi: Fólk með kvíðaraskanir gæti átt erfitt með að ljúka ritgerð fyrir skólann eða átt erfitt með að ákveða hvaða mublu það vill inn í herbergið sitt. Hlutir sem geta verið erfiðir en bærilegir fyrir flesta geta orðið óbærilegir fyrir fólk með kvíðaröskun.

4.) Einhverjir halda að við séum löt, en í raun erum við fullkomnunarsinnar

„Einhverjir gætu túlkað vangetuna til að ljúka verkefnum sem leti,“ segir Howard sem bætir við að málið sé flóknara en svo. Undir niðri sé óttinn við mistök stærsta hindrunin. „Mjög greindir nemendur gætu lenti í því að skila ekki ritgerð af ótta við að kennaranum líki hún ekki,“ segir Howard sem bætir við að þó nemendurnir séu ekki í neinni raunverulegri hættu túlki þeir aðstæður á þann veg.

5.) Stundum líður okkur eins og við séum misheppnuð

Að geta ekki framkvæmt eða lokið við einfalda hluti er ekki beinlínis til þess fallið að auka sjálfstraustið. „Hugsunin: „Ég get ekki“ er alltaf viðvarandi og gerir það að verkum að fólk með kvíðaraskanir vill forðast ákveðnar aðstæður sem aftur gerir það að verkum að því fer að líða illa.

6.) Við erum ekki félagsfælin

Kvíði getur haft áhrif á félagslíf fólks. Sumir þeirra sem glíma við kvíðaraskanir vilja heldur halda sig heima en fara út með vinum. Þetta gera þeir því þeim líður óþægilega innan um marga eða eru smeykir um að verða sér til skammar. „Þeir eru því stundum stimplaðir sem óskemmtilegir sem er ekki endilega rétt. Þetta er fólk sem vildi nær örugglega fara út ef ekki væri fyrir kvíðann,“ segir Howard sem bætir við að sumir taki þessu persónulega. Kvíðnir eigi það til að missa tengsl við vini og aðra út af röskuninni.

7.) Við kunnum að meta samúð…

Við kunnum að meta það þegar vinir og vandamenn sýna hluttekningu. Þetta er hægt að gera með því að segja til dæmis: „Þú virðist mjög kvíðin/n. Það hlýtur að vera erfitt. Get ég gert eitthvað til að hjálpa?“

8.) …En ekki gera okkur alltaf til geðs

Segjum sem svo að þú ætlir að halda gleðskap og viljir bjóða 10 vinum. Þú veist að vini þínum með kvíðaröskunina líður illa innan um svo margt fólk og myndi að líkindum ekki mæta ef svo margir kæmu. Ekki fækka á gestalistanum hans vegna. „Bjóddu þeim sem þú vilt bjóða og segðu vini þínum að þú vonir að þú sjáir hann/hana,“ segir Howard sem bætir við að sú staðreynd að forðast ákveðnar aðstæður sé það sem viðhaldi kvíðanum.

9.) Við erum ekki veikgeðja

Fólk með kvíðaraskanir þarf að eiga við allskonar vandamál, raunar mun fleiri vandamál en meðalmaðurinn. Samt eiga þeir til að fá yfir sig gagnrýni vegna þeirra hluta sem þeir erfitt með að framkvæma.

10.) Það er ekki þitt hlutverk að „laga“ okkur

Þú getur ekki upp á þitt einsdæmi fengið einstakling með kvíðaröskun til verða virkari og minna kvíðinn. Þannig að það virkar ekki að reyna að fá einstaklinga til að framkvæma hluti sem þeir vilja ekki framkvæma.

11.) En við getum fengið aðstoð fagfólks

Kvíðaraskanir er hægt að meðhöndla hjá fagfólki, til dæmis með hugrænni atferlismeðferð hjá sálfræðingi. Sum lyf gagnast einnig sjúklingum með kvíðaraskanir.

12.) Það tekur tíma að komast yfir vandann

Meðferð við kvíðaröskunum getur tekið margar vikur og segir Howard að hún taki að lágmarki tólf vikur. „Margir munu sjá framfarir á þeim tíma en í sumum alvarlegri tilfellum getur meðferðin tekið lengri tíma og framfarirnar verða í smærri skrefum,“ segir Howard. Hvort heldur sem er mun röskunin ekki læknast á einni nóttu.

13.) Og í millitíðinni skaltu muna að kvíðinn skilgreinir okkur ekki

„Kvíðinn er ekki persónuleiki fólks. Hann er ekki það sem skilgreinir fólk,“ segir Howard sem bætir við að kvíðaröskun sé ákveðin lasleiki sem fólk glímir við og hann hafi ákveðnar afleiðingar.

Birtist fyrst á DV.is

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira

Dagforeldrar vöxuðu augabrúnir tveggja barna án vitneskju foreldra

Tvær mæður komust að því að dagforeldrar barnanna þeirra höfðu tekið sig til og vaxað augabrúnir þeirra á meðan á daggæslu stóð án þeirrar vitneskju og samþykkis. Ég skoðaði andlitið á barninu og sá að það vantaði hluta af augabrúnunum hennar en hún fæddist með samvaxnar augabrýr, segir Alyssa Salgado, móðir Lilayah. https://youtu.be/dXhiESAmTGk Popsugar greinir frá því að sonur Glendu Maria Cruz hafi einnig verið í sömu daggæslu og að augabrúnir hans hafi líka verið vaxaðar sama dag og dóttir Alyssu. Báðar mæðurnar hættu að mæta með börnin í daggæsluna og verið er að rannsaka atvikin. Lesa meira