Þrjár valdar í Skvísuform-átakið!

Dómnefnd stóð í ströngu í gær við að velja þrjár konur sem kæmust í átak sem Bleikt.is, Nings, World Class og Perform.is standa fyrir. Verðlaunin eru pakki upp á milljón í formi matar, drykkja frá Ölgerðinni, fæðubótaefna, þjálfunar, næringarráðgjafar og fleiru.

Um 200 konur sóttu um og var úr vöndu að velja að fækka niður í tólf. Tólf konur komu í viðtal í gær í sal í Veisluturninum, Turninum Kópavogi.Við þökkum kærlega þátttökuna! Í viðtalinu voru þátttakendur spurðir spjörunum úr; Hvernig fyrri þjálfun hafi verið háttað, fjölskylduhagi, hvers þær langaði til að ná með átakinu, fjölmiðlaathygli og fleira.

Það sem dómnefnd leitaði eftir var viljinn til að taka þátt, hversu ákveðnar þær væru í að taka sig virkilega á og vilja árangur framar öllu!

Í lok dags voru fjórar sem komu til greina. Dómnefnd var ósammála og varð heitt í kolunum; svo heitt að kalla þurfti til óháða dómnefnd sem réði svo úrslitum með því að greiða atkvæði.

Keppendum var tilkynnt fyrir hádegi að þær hefðu verið valdar til að taka þátt í Skvísuform. Gleðin var afar mikil, svo mikil að ein jafnvel brast í grát.

Niðurstaðan var sú að þær Aðalheiður, Rut og Valgerður voru valdar í átakið.

Aðalheiður Kristinsdóttir er 33 ára bókari. Hún er gift og á tvö börn, 6 og 10 ára. Hún segir eiginmann sinn vera klappliðið sitt! Aðalheiður, sem er kölluð Heiða, lenti í mótorhjólaslysi fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hún er með 3 skrúfur í öðrum ökklanum eftir slysið og þarf að styrkja sig.

Heiða mætti í vinnuna tveimur vikum eftir slys með gifs á á hægri hendi og vinstra fæti og sýnir og sannar að hún er alger nagli með mikinn baráttuvilja. Hana langar að breyta um lífsstíl og eiga frábært ár. Einnig segir hún sjálf: „Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín og kenna þeim að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“

Rut Jóhannsdóttir er 25 ára, tæknifulltrúi hjá Vodafone. Hún er barnlaus og í sambúð. Hún hefur löngum átt í erfiðleikum með matarræðið og hefur afskaplega lítið þol. Hana langar í þetta tækifæri til að ná árangri, verða ánægð með sjálfa sig, auka sjálfstraustið og verða fit og flott.

Rut segir kærastann fara á hverjum degi í ræktina og hún sitji eftir og geti ekki komið sér af stað. Nú hafi hún enga afsökun og hlakkar til að byrja í átakinu með okkur. Við teljum að Rut hafi það sem til þarf!

Valgerður Guðmundsdóttir er 27 ára einstæð móðir. hún var mest 94 kíló en missti 40 kíló. Eftir barneign þyngdist hún um 15 kíló. Hún hefur aldrei hreyft sig mikið og er ekki í neinu formi, með mjög lítið úthald sem kemur niður á andlegri líðan.

Valgerður er virkilega spennt fyrir átakinu og langar til að fá mikið út úr átakinu. Eins og hún segir sjálf: „Mig langar að komast upp á fjórðu hæð án þess að springa.“

Við munum kynna keppnina fyrir ykkur betur á næstunni, sýna ykkur hvernig þessar skvísur fara að, færa ykkur allar sögunar af árangri, nú eða ef ekki gengur nógu vel.

Viðtöl verða tekin við keppendur, fylgst verður grannt með árangri þeirra og vonum við bara að lesendur hafi gaman af þessu og að þetta sé hvatning fyrir alla að fara og hreyfa sig, huga að heilsunni, borða rétt og koma sér í form!

Dómnefnd skipuðu Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nings, Hlín Einars, ritstjóri bleikt.is og Víðir Þór Þrastarson, einkaþjálfari hjá World Class og íþróttafræðinemi.

Limur í neðanjarðarlest veldur usla – Mundir þú setjast

Sæti í neðanjarðarlestum eru venjulega rennislétt og óspennandi - nokkuð sem fólk notast við og steinhættir svo að hugsa um þegar út úr lestinni er komið. Það á þó alls ekki við um þetta sæti sem yfirvöld í Mexíkóborg hafa komið fyrir í neðanjarðarlest, og er hluti af átaki gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Sætið er með brjóstkassa, geirvörtur, nafla og kynfæri karlmanns. Með því er ætlunin að vekja athygli á þeirri sorglegu staðreynd að 9 af hverjum 10 konum í Mexíkóborg hafa upplifað kynferðisofbeldi af einhverju tagi. Í myndbandi sem fylgir átakinu sjást farþegar í neðanjarðarlestinni upplifa sætið heldur… Lesa meira

Erna Kristín – Munum eftir að einblína á það góða

Erna Kristín, hertogynjan af Ernulandi, skrifar svo skemmtilega pistla - oft um litla fjöruga strákinn sinn hann Leon Bassa. Fyrir nokkru birti hún einstaklega krúttlegan pistil á Króm, þar sem hún bloggar líka, sem fjallar einmitt um Leon Bassa. Hann er tveggja ára og ofurhress, eins og kemur greinilega í ljós í greininni. Erna Kristín veitti okkur góðfúslegt leyfi til að endurbirta greinina hér á Bleikt: Leon Bassi litli kraftmikli og duglegi strákurinn okkar fer að nálgast tveggja ára aldurinn. Flestir foreldrar hafa fengið að kynnast svokölluðu „Terrible two” aldursskeiði sem börnin taka. Leon er einstaklega virkur strákur og hefur… Lesa meira

Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur

Við erum að tala um 3 hráefni! ÞRJÚ! Og nánast það eina sem maður þarf að gera er bara að kveikja á örbylgjuofninum. Gæti þetta verið mikið einfaldara? Ég ætla samt að vara ykkur við einu. Ef þið fílið ekki hnetusmjör þá eru þetta ekki karamellurnar fyrir ykkur. En, ef þið fílið ekki hnetusmjör eruð þið líklegast eitthvað minna að skoða hnetusmjörsmánuðinn minn, ekki satt? Og annað sem ég ætla að vara ykkur við – þessar mjúku karamellur, eða fudge, eru hættulega góðar! Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur Hráefni 1 dós sæt mjólk (sweetened condensed milk) 300g hvítt súkkulaði ½ bolli gott hnetusmjör… Lesa meira

Sigrún Jóns: „Ertu í alvörunni á lausu?“

Ég er búin að vera single síðan sumarið 2014, það er að detta í þrjú ár gott fólk. Á þessum þremur árum hefur ekki á einu augnabliki hellst yfir mig eða kitlað mig sú löngun að eiga kærasta. Ekki eitt sekúndubrot. Ekki þegar myrkur vetrar og lægðir lágu yfir landinu eins og mara, yfirdrátturinn minn var í sögulegu hámarki og Útsvar var það eina í sjónvarpinu. Ekki þegar sólin sleikti Austurvöll, gylltur bjórinn dansaði í glösunum og íslenska þjóðin söng í sameiningu og samhug „Ég er kominn heim“.Og ekki einu sinni þegar single vinkonurnar duttu ein af annarri úr partýgrúppunni… Lesa meira

Hjónin Aníta og Óttar – Með forsetanum í ungbarnasundi

Aníta Estíva og maðurinn hennar Óttar Már kynntust árið 2010. Þau voru bæði að vinna á hóteli og eftir að hafa þekkst í nokkra daga spyr Óttar hvort hún vilji koma með sér í „interrail“ um Evrópu. „Ég taldi hann galinn og sagði honum að það væri ekki séns að ég ætlaði með ókunnugum manni í interrail,“ segir Aníta. Óttar sagðist ætla að panta flugið um kvöldið klukkan tíu og rétt fyrir tíu hringir Aníta og segir honum að bóka tvo miða. Þetta var að sumri til og þau lögðu af stað í ferðalagið um haustið. „Við kynntumst í raun… Lesa meira

Ótrúlega fallegir kristallar – Getur þú giskað á úr hverju þeir eru?

Þegar litið er inn í þessi stórkostlegu egg dettur manni eiginlega ekki í hug úr hverju þau eru. Þau líta út eins og fallegu steinarnir sem við sjáum stundum á steinasöfnum (eða í náttúrunni ef við erum sjúklega hressar fjallageitur). En hér eru sko engir steinar á ferð! Það er eiginlega ótrúlegt að ytra byrðið sé úr súkkulaði og glitrandi kristallarnir innan í úr sykri... Samt er það nú svo! Alex Yeatts, tvítugur bakari, er snillingurinn á bak við þessa mögnuðu matarlist - því það verður eiginlega að kalla eggin LIST, svo fögur eru þau. Eggin voru verkefni Alex og… Lesa meira

Vantar þig eitthvað að lesa? Meðmæli vikunnar frá Kollu Bergþórs

Áhugaverður krimmi Speglabókin er læsilegur og áhugaverður krimmi eftir rúmenska rithöfundinn E.O. Chirovici. Árið 1987 er virtur sálfræðiprófessor myrtur og áratugum seinna er farið að kanna málið að nýju. Þarna eru óvæntar vendingar og persónur sem hafa ýmislegt að fela. Bók sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Átakanlegar frásagnir Í Hrakningum á heiðavegum er að finna frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu á ýmsum tímum. Frásagnirnar eru gríðarlega vel skrifaðar og sumar beinlínis magnaðar. Ekki er ólíklegt að einhverjir lesendur komist við. Skyldulesning fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik. Leiftrandi frumleiki Sjón fékk nýlega Menningarverðlaun DV fyrir Ég… Lesa meira

Langbesta skúffukakan

Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar. Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana. Langbesta skúffukakan Hráefni Skúffukaka 2 bollar Kornax-hveiti 2 bollar sykur 1/4 tsk sjávarsalt til að skreyta 230 g smjör frá MS 4 msk kakó frá Kötlu 1 bolli sjóðandi heitt vatn 1/2 bolli súrmjólk frá MS 2 stór Nesbú-egg (þeytt) 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar frá Kötlu Krem 150 g mjúkt smjör frá MS 300 g flórsykur… Lesa meira

Hvolpar sem eru of krúttlegir til að vera raunverulegir

Ef það er eitthvað sem kemur manni alltaf í gott skap þá eru það hvolpar, hvað þá þegar hvolparnir eru svo krúttlegir að maður á erfitt með að átta sig á hvort þetta sé raunverulegur hvolpur eða bara bangsi. Hér eru nokkrir hvolpar sem eru svo ótrúlega krúttlegir að það er erfitt að trúa því að þeir séu til í alvörunni. Bored Panda tók saman. #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 #16 #17 Kíktu hér til að sjá fleiri hvolpamyndir. Lesa meira

Það „tussulegasta“ sem íslenskar konur hafa gert á djamminu

Það skapast oft líflegar umræður í íslenskum Facebook hópum, sérstaklega þegar um er að ræða hópana Vonda systir og Vondasta systir. Í þeim hópum er neikvæðni, illgirni, hrottalegri hreinskilni og „tussuskap“ tekið fagnandi. Fyrri hópurinn var stofnaður sem andsvar við Facebook hópnum Góða systir. Sá hópur snýst um samstöðu kvenna og þar eru aðeins jákvæð og uppbyggilegt innleg leyfð. „Góða systir er síða sem var stofnuð í þeim tilgangi að það væri staður á internetinu sem konur gætu komið saman og sýnt hvor annari skilning, virðingu og kærleik þrátt fyrir ólík líf, viðhorf og skoðanir,“ stendur í lýsingunni á hópnum.… Lesa meira

Björn Bragi túlkar tilfinningar okkar allra – Myndband

Það má með sanni segja að grínistinn og Mið-Íslands meðlimurinn Björn Bragi fangi tilfinningar Íslendinga fullkomlega í myndbandi sem hann birti á síðu sinni í gær. Í myndbandinu sjáum við að stutt er milli vonar og vonbrigða hjá Íslendingum hvað varðar veðrið - sér í lagi þessa dagana. Á suðvestur horninu höfum við fengið að njóta úrkomuleysis og nánast logns síðustu dagana og vonin um vor fyllir hjörtun. Það gæti þó farið eins og í myndbandinu! https://www.facebook.com/bjornbragi/videos/1210821812360526/ Lesa meira