Þrjár valdar í Skvísuform-átakið!

Dómnefnd stóð í ströngu í gær við að velja þrjár konur sem kæmust í átak sem Bleikt.is, Nings, World Class og Perform.is standa fyrir. Verðlaunin eru pakki upp á milljón í formi matar, drykkja frá Ölgerðinni, fæðubótaefna, þjálfunar, næringarráðgjafar og fleiru.

Um 200 konur sóttu um og var úr vöndu að velja að fækka niður í tólf. Tólf konur komu í viðtal í gær í sal í Veisluturninum, Turninum Kópavogi.Við þökkum kærlega þátttökuna! Í viðtalinu voru þátttakendur spurðir spjörunum úr; Hvernig fyrri þjálfun hafi verið háttað, fjölskylduhagi, hvers þær langaði til að ná með átakinu, fjölmiðlaathygli og fleira.

Það sem dómnefnd leitaði eftir var viljinn til að taka þátt, hversu ákveðnar þær væru í að taka sig virkilega á og vilja árangur framar öllu!

Í lok dags voru fjórar sem komu til greina. Dómnefnd var ósammála og varð heitt í kolunum; svo heitt að kalla þurfti til óháða dómnefnd sem réði svo úrslitum með því að greiða atkvæði.

Keppendum var tilkynnt fyrir hádegi að þær hefðu verið valdar til að taka þátt í Skvísuform. Gleðin var afar mikil, svo mikil að ein jafnvel brast í grát.

Niðurstaðan var sú að þær Aðalheiður, Rut og Valgerður voru valdar í átakið.

Aðalheiður Kristinsdóttir er 33 ára bókari. Hún er gift og á tvö börn, 6 og 10 ára. Hún segir eiginmann sinn vera klappliðið sitt! Aðalheiður, sem er kölluð Heiða, lenti í mótorhjólaslysi fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hún er með 3 skrúfur í öðrum ökklanum eftir slysið og þarf að styrkja sig.

Heiða mætti í vinnuna tveimur vikum eftir slys með gifs á á hægri hendi og vinstra fæti og sýnir og sannar að hún er alger nagli með mikinn baráttuvilja. Hana langar að breyta um lífsstíl og eiga frábært ár. Einnig segir hún sjálf: „Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín og kenna þeim að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“

Rut Jóhannsdóttir er 25 ára, tæknifulltrúi hjá Vodafone. Hún er barnlaus og í sambúð. Hún hefur löngum átt í erfiðleikum með matarræðið og hefur afskaplega lítið þol. Hana langar í þetta tækifæri til að ná árangri, verða ánægð með sjálfa sig, auka sjálfstraustið og verða fit og flott.

Rut segir kærastann fara á hverjum degi í ræktina og hún sitji eftir og geti ekki komið sér af stað. Nú hafi hún enga afsökun og hlakkar til að byrja í átakinu með okkur. Við teljum að Rut hafi það sem til þarf!

Valgerður Guðmundsdóttir er 27 ára einstæð móðir. hún var mest 94 kíló en missti 40 kíló. Eftir barneign þyngdist hún um 15 kíló. Hún hefur aldrei hreyft sig mikið og er ekki í neinu formi, með mjög lítið úthald sem kemur niður á andlegri líðan.

Valgerður er virkilega spennt fyrir átakinu og langar til að fá mikið út úr átakinu. Eins og hún segir sjálf: „Mig langar að komast upp á fjórðu hæð án þess að springa.“

Við munum kynna keppnina fyrir ykkur betur á næstunni, sýna ykkur hvernig þessar skvísur fara að, færa ykkur allar sögunar af árangri, nú eða ef ekki gengur nógu vel.

Viðtöl verða tekin við keppendur, fylgst verður grannt með árangri þeirra og vonum við bara að lesendur hafi gaman af þessu og að þetta sé hvatning fyrir alla að fara og hreyfa sig, huga að heilsunni, borða rétt og koma sér í form!

Dómnefnd skipuðu Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nings, Hlín Einars, ritstjóri bleikt.is og Víðir Þór Þrastarson, einkaþjálfari hjá World Class og íþróttafræðinemi.

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira