„Því grennri sem konan er, því meira virði er hún“ – Sofie er ítrekað sagt að grenna sig

Sofie Hagen er 28 ára gömul, danskur uppistandari, sem búsett er í London. Skemmtileg, vinsæl og virk á samfélagsmiðlum. Nýlega skrifaði hún pistil á Facebook síðu sína, þar sem hún fjallar um stærð sína, fitufordóma fólks og þá eilífu kröfu á hana að grenna sig. Pistilinn sem lesa má hér fyrir neðan, fylgir hér í lauslegri þýðingu:

Við verðum að tala um líkama minn núna. Eins og hann er. Maginn á mér er mikill. Ekki Dove sönn fegurð herferðar mikill, þar sem merkingin „mikill“ er alls ekki „mikill, heldur frekar í raun flatur og viðurkenndur“ mikill. Heldur mikill. Maginn á mér er „Ó nei kemst ég í þennan bás á veitingastaðnum?“ mikill. „Réttu mér spegil af því ég hef ekki séð píkuna á mér síðan 2004“ mikill. Mikli, mjúki maginn minn, sem hangir núna yfir lærin á mér.

Flestum finnst þetta óþægilegt. Fólk vill líta til baka og skilgreina af hverju ég endaði svona útlits.Hver kom illa fram við þig, stelpuna með stóra magann, sem fékk þig til að fela þig inn í þessum risastóra líkama? Ég er svo oft að leita að svari af því fólk vill vita hvers konar fitufórnarlamb ég er. Er ég það vegna átröskunar eða misnotkunar eða vegna þess að ég kem af fátækum bakgrunni? Mjög oft býður fólk fram hjálp sína. Segir mér frá því að ef ég neyti bara færri hitaeininga en ég brenni, þá mun ég á endanum byrja að léttast. Og ég horfi á fólkið og gef ekkert upp um að ég get sagt þeim nákvæmlega magn kaloría í öllu fæði, frá epli til nautasteikur og hversu mörg skref ég þarf að taka til að brenna af mér hálfum banana. En við verðum að tala um líkama minn eins og hann er núna. Í dag.

Get grennt mig á sex mánuðum

Ó, framtíðin. Framtíðin er svo freistandi. Á aðeins sex mánuðum gæti ég misst öll þessi aukakíló. Ef ég svelti mig aðeins og ýtti líkamanum langt út fyrir þægindasvæði sín á hverjum degi. Eða ég gæti skipt matnum út fyrir duftsjeika sem bragðast eins og spítalagólf, ekki í stuttan tíma, heldur alltaf, að eilífu. Ég gæti tekið þátt í Vigtarráðgjöfunum og breytt öllum matnum í stig, ekki næringu, ekki félagslega hegðun, ekki eitthvað sem fyllir mig gleði og orku, heldur bara stig. Líkt og líkami minn sé keppni sem ég verð að vinna. Ég gæti alveg hunsað merki líkama míns og boð vina minna um að kíkja út í kokteila, af því að: framtíðin er björt og ég verð mjó. Þegar fólkið sem hrópar á mig á út á götu eða niðurlægir mig á netinu er ekki að segja mér að drepa mig, þá er það að segja mér að létta mig. Ég er of feit fyrir fullt af hlutum: ef ég bendi á að flugvélasætið er svo líkamlega sársaukafullt að það er  að skera niður blóðflæðið í fæturna á mér, fæ ég skilaboð um að ég eigi að létta mig. Þegar ég fer til læknis og bið um getnaðarvörn vegna þess að ég eignaðist kærasta, er mér sagt að ég eigi að létta mig. Þegar ég get ekki farið í neina fataverslun og keypt föt sem ég passa í, er mér sagt að ég eigi að létta mig.Eins og ég sé ekki nú þegar að ferðast í flugvélum, klædd bolum sem eru allt of litlir á mig og dauðhrædd við tilvonandi meðgöngu. Ég er núna, eins og ég lít út, ekki talin eiga skilið eigið sjálfstæði. Þú mátt ekki vera til í dag ef þú ert feit. Þú átt stöðugt að vera að undirbúa framtíðina, þar sem þú ert vonandi grönn. Við segjum hluti eins og „ég borða ekki kolvetni núna,“ til að láta alla vita að við vitum að það er vandamál og við erum að laga vandamálið.

Hefur prófað alla megrunarkúra

Ég hef verið í megrun síðan ég var átta ára gömul. Ég var búttuð stelpa. Falleg, svolítið búttuð stelpa, sem elskaði Jumanji, leiktæki og sandkassa. Það var strax þá sem skólahjúkrunarkonan sagði mér að ég væri eki eins og ég ætti að vera. Að líkami minn væri rangur. Opinber þjónustutilkynning: Engir líkamar eru rangir, sérstaklega líkamar lítilla stúlkna.

Ég hef prófað alla megrunarkúra sem til eru. Vissir þú að bandarískur þáttastjórnandi, Dr. Phil, á son sem heitir Jay? Ég veit það, af því að hann skrifaði bók um þyngdartap, Jay McGraw. Ég hef lifað á gúrkum eingöngu í margar vikur. Það hefur liðið yfir mig af næringarskorti. Ég hef beðið vini mína um að fá að senda pakka heim til þeirra af því að mamma mátti ekki komast að því að ég var að panta ólöglegar megrunarpillur á netinu frá Suður-Afríku. Pillur sem fylgdu aðvaranir um að ef þú tækir þær væri veruleg hætta á að þær dræpu þig. Af því að ekkert bragðast eins vel og að vera mjó. Ekki einu sinni að vera lifandi.
Ef þú ert feit, ertu stöðugt beðin um að vera ekki feit. Og ef þú getur ekki gert það, þá verður þú að minnsta kosti að vera að vinna að því að vera ekki lengur feit. Það þýðir að dagurinn í dag er ekki okkar. Dagurinn í dag er biðstofa. Við megum ekki anda, hlæja eða stunda kynlíf. Vegna þess að það verður allt betra eftir bara sex mánuði.

Megrun er ofbeldi

Hugtakið megrun gefur til kynna að þú ert ekki nógu góð. Þú ert ekki nógu grönn enn þá, þannig að þú færð ekki að vera hamingjusöm enn þá. Megrun er ofbeldi. Samt meðhöndlum við megrun eins og hún sé eðlileg.

Við þurfum að skilja hvað megrun er. Megrun er tæki sem ætlað er að stjórna. Við verðum að skilja að það er búið að selja okkur þá hugmynd að því grennri sem konan er, því meira virði er hún. Og að megrun er búin til af iðnaði sem þarf viðskiptavini sem koma aftur og aftur, það er þeim ekki í hag að við verðum grannar. Þau vilja að við séum í biðstofunni að eilífu, að kaupa vörurnar þeirra og náum aldrei markmiði sem er ekki til. Skiljum að með því að fara í megrun, erum við að styðja þá sem kúga okkur. Gerðu það, taktu pláss. Núna strax. Hérna. Í dag. Með líkama þínum eins og hann er, núna.

We have to talk about my body right now, right here. As it exists. My stomach is big. Not Dove Real Beauty Campaign-”big…

Posted by Sofie Hagen on 23. september 2017

Jólagjöfin fyrir þann sem á allt – Tebollar með móðgandi áletrun

Núna getur þú gefið gjöf (eða boðið gestum þínum upp á te/kaffi heima) og í leiðinni móðgað þá á fallegan máta. Miss Havisham hefur gefið út línu af tebollum sem eru hrein snilld og móðga gestina á fallegan, en um skemmtilegan hátt. „Hættu að tala,“ „Norn“ og „Þú dugar,“ eru dæmi um áletranir bollana. Það er þó rétt að hafa í huga að leggja bara slíka bolla á borð eða gefa að gjöf handa þeim sem kann að meta þennan bleksvarta húmor. Bollana má versla hér. Lesa meira

Föndraðu fyrir jólin: Bókamerki með dúskum

Hvað er skemmtilegra í desember en að föndra saman og búa til heimatilbúnar og persónulegar gjafir. Hvort sem það er fjölskyldan saman eða börnin að gera gjafir handa vinum og ættingjum eða þú að útbúa gjafir fyrir. Á vefsíðunni Hattifant.com er hægt að nálgast þessi skemmtilegu bókamerki, sem eru tilvalin gjöf með í jólapakkann, sérstaklega ef pakkinn inniheldur bók. Lítið mál er fyrir börnin að búa þau til með smá aðstoð. https://www.youtube.com/watch?v=f-93SvQejRU Lesa meira

Ævisaga á undan brúðkaupi

Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Morton hefur tilkynnt að hann mun skrifa ævisögu Meghan Markle áður en hún gengur upp að altarinu að giftast harry Bretaprins næsta vor. Morton ritaði ævisögu Díöu prinsessu, Diana: Her True Story. „Spenntur að skrifa sögu Meghan Markle. Hún hefur mikla útgeislun. Konungleg stjarna sem mun hafa mikil áhrif á konunglegu fjölskylduna og heimin,“ skrifar Morton á Twitter. Bókin mun bera titilinn Meghan: A Hollywood Princess og koma út 19. Apríl 2018, um mánuði fyrir brúðkaupið. Morton segir Markle vera algjöra andstæðu þeirra feimnu, settlegu brúða sem fyrir hafa verið í konunglegu fjölskyldunni og lofar aðdáendum hennar… Lesa meira

Myndband: Sjáðu kitluna fyrir aðra seríu Jessica Jones

Marvel gaf um helgina út fyrstu kitluna fyrir aðra þáttaröð Jessicu Jones. Eins og sjá má geta aðdáendur farið að hlakka til, en þáttaröðin kemur á Netlix 8. mars 2018.   "Marvel's @JessicaJones" has unfinished business. Just don't get in her way. pic.twitter.com/nkHVmMNQRU— Marvel Entertainment (@Marvel) December 9, 2017 Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 11. desember – Gjöf frá Beint í mark

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 11. desember ætlum við að gefa tvö eintök af fótboltaspilinu Beint í mark, spilinu sem allir eru að tala um. Beint í mark er fótboltaspil sem allir geta spilað. Spurningunum er skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Tæplega 3000 spurningar Í spilinu eru tæplega 3000 fótboltaspurningar úr öllum áttum. Um er að ræða… Lesa meira

Elka Long situr fyrir svörum: Hvatvís og athyglissjúk sex barna móðir og snappari

Elín Katrín Long Rúnarsdóttir er myndlistakona, hönnuður án réttinda, húsmóðir, dóttir, systir, vinkona og snappari. „Ég er alltaf kölluð Elka Long, sem er stytting sem sagt tveir fyrstu stafirnir úr báðum nöfnunum mínum. Ég á sex yndislega falleg og frábær börn.“ „Ég er búin að taka viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og panta viðtöl við enn fleiri, er að búa til poster, og að hanna og búa til kertastjaka, nag og snuddubönd. Ég er líka alltaf að finna leiðir til að auglýsa mig betur og koma mér og mínu á framfæri enda athyglissjúk með eindæmum. Ég hanna undir vörumerkinu… Lesa meira

Myndband: Notar „Faceswap“ til að líkja eftir söngvurum We Are The World

DJ Rhett heldur úti síðu á Facebook þar sem hann birtir reglulega myndbönd sem lífga upp á hversdaginn og gleðja. Í þeim leikur hann eftir fjölda þekktra einstaklinga á ýmsan máta, með því að nota filtera á Snapchat, gerist eftirherma eða annað. Í myndbandinu hér, sem er að vísu ekki nýtt af nálinni, notast hann við það „Faceswap live“ viðbótina og líkir eftir fjölda söngvara sem komu fram í laginu We Are The World frá árinu 1985. Hér má meðal annars sjá Stevie Wonder, Michael Jackson, Bruce Springsteen, Paul Simon, Diana Ross og Cindy Lauper. Einnig „skutlar“ hann með yngri… Lesa meira

Stjörnumerki: Hverjir eru eiginleikar þeirra?

Hverjir eru eiginleikar stjörnumerkjanna? Kannast þú við þig, maka, vini eða ættingja í þessari lýsingu á eiginleikum stjörnumerkjanna? Fiskarnir eru blíðir, fjölhæfir, fórnfúsir, hæfileikaríkir, klárir, listrænir, ljúfir, með sterkt ímyndunarafl, nærgætnir, óútreiknanlegir, skapandi, skilningsríkir, tilfinningaríkir, umburðarlyndir, viðkvæmir, vingjarnlegir, viðsýnir og þægilegir. Hrúturinn er athafnasamur, bráðþroska, duglegur, einlægur, fljótfær, framkvæmdaglaður, hreinskilinn, hvatvís, kappsfullur, kraftmikill, líflegur, orkumikill, sjálfstæður, skemmtilegur, stórtækur og uppátækjasamur. Nautið er áreiðanlegt, blítt, duglegt, framkvæmdaglatt, friðsamt, gæflynt,heimakært, hlédrægt, jarðbundið, með sterka einbeitingu, nautnabelgur, náttúrubarn, raunsætt, rólegt, skynsamt, trygglynt, varkárt, verndandi, vingjarnlegt og þrjóskt. Tvíburinn er bráðþroska í hugsun, félagslyndur, fjörugur, forvitinn, glaðlegur, glaðlyndur, hress, líflegur, málglaður, prakkari, skarpur, skemmtilegur… Lesa meira

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira