„Því grennri sem konan er, því meira virði er hún“ – Sofie er ítrekað sagt að grenna sig

Sofie Hagen er 28 ára gömul, danskur uppistandari, sem búsett er í London. Skemmtileg, vinsæl og virk á samfélagsmiðlum. Nýlega skrifaði hún pistil á Facebook síðu sína, þar sem hún fjallar um stærð sína, fitufordóma fólks og þá eilífu kröfu á hana að grenna sig. Pistilinn sem lesa má hér fyrir neðan, fylgir hér í lauslegri þýðingu:

Við verðum að tala um líkama minn núna. Eins og hann er. Maginn á mér er mikill. Ekki Dove sönn fegurð herferðar mikill, þar sem merkingin „mikill“ er alls ekki „mikill, heldur frekar í raun flatur og viðurkenndur“ mikill. Heldur mikill. Maginn á mér er „Ó nei kemst ég í þennan bás á veitingastaðnum?“ mikill. „Réttu mér spegil af því ég hef ekki séð píkuna á mér síðan 2004“ mikill. Mikli, mjúki maginn minn, sem hangir núna yfir lærin á mér.

Flestum finnst þetta óþægilegt. Fólk vill líta til baka og skilgreina af hverju ég endaði svona útlits.Hver kom illa fram við þig, stelpuna með stóra magann, sem fékk þig til að fela þig inn í þessum risastóra líkama? Ég er svo oft að leita að svari af því fólk vill vita hvers konar fitufórnarlamb ég er. Er ég það vegna átröskunar eða misnotkunar eða vegna þess að ég kem af fátækum bakgrunni? Mjög oft býður fólk fram hjálp sína. Segir mér frá því að ef ég neyti bara færri hitaeininga en ég brenni, þá mun ég á endanum byrja að léttast. Og ég horfi á fólkið og gef ekkert upp um að ég get sagt þeim nákvæmlega magn kaloría í öllu fæði, frá epli til nautasteikur og hversu mörg skref ég þarf að taka til að brenna af mér hálfum banana. En við verðum að tala um líkama minn eins og hann er núna. Í dag.

Get grennt mig á sex mánuðum

Ó, framtíðin. Framtíðin er svo freistandi. Á aðeins sex mánuðum gæti ég misst öll þessi aukakíló. Ef ég svelti mig aðeins og ýtti líkamanum langt út fyrir þægindasvæði sín á hverjum degi. Eða ég gæti skipt matnum út fyrir duftsjeika sem bragðast eins og spítalagólf, ekki í stuttan tíma, heldur alltaf, að eilífu. Ég gæti tekið þátt í Vigtarráðgjöfunum og breytt öllum matnum í stig, ekki næringu, ekki félagslega hegðun, ekki eitthvað sem fyllir mig gleði og orku, heldur bara stig. Líkt og líkami minn sé keppni sem ég verð að vinna. Ég gæti alveg hunsað merki líkama míns og boð vina minna um að kíkja út í kokteila, af því að: framtíðin er björt og ég verð mjó. Þegar fólkið sem hrópar á mig á út á götu eða niðurlægir mig á netinu er ekki að segja mér að drepa mig, þá er það að segja mér að létta mig. Ég er of feit fyrir fullt af hlutum: ef ég bendi á að flugvélasætið er svo líkamlega sársaukafullt að það er  að skera niður blóðflæðið í fæturna á mér, fæ ég skilaboð um að ég eigi að létta mig. Þegar ég fer til læknis og bið um getnaðarvörn vegna þess að ég eignaðist kærasta, er mér sagt að ég eigi að létta mig. Þegar ég get ekki farið í neina fataverslun og keypt föt sem ég passa í, er mér sagt að ég eigi að létta mig.Eins og ég sé ekki nú þegar að ferðast í flugvélum, klædd bolum sem eru allt of litlir á mig og dauðhrædd við tilvonandi meðgöngu. Ég er núna, eins og ég lít út, ekki talin eiga skilið eigið sjálfstæði. Þú mátt ekki vera til í dag ef þú ert feit. Þú átt stöðugt að vera að undirbúa framtíðina, þar sem þú ert vonandi grönn. Við segjum hluti eins og „ég borða ekki kolvetni núna,“ til að láta alla vita að við vitum að það er vandamál og við erum að laga vandamálið.

Hefur prófað alla megrunarkúra

Ég hef verið í megrun síðan ég var átta ára gömul. Ég var búttuð stelpa. Falleg, svolítið búttuð stelpa, sem elskaði Jumanji, leiktæki og sandkassa. Það var strax þá sem skólahjúkrunarkonan sagði mér að ég væri eki eins og ég ætti að vera. Að líkami minn væri rangur. Opinber þjónustutilkynning: Engir líkamar eru rangir, sérstaklega líkamar lítilla stúlkna.

Ég hef prófað alla megrunarkúra sem til eru. Vissir þú að bandarískur þáttastjórnandi, Dr. Phil, á son sem heitir Jay? Ég veit það, af því að hann skrifaði bók um þyngdartap, Jay McGraw. Ég hef lifað á gúrkum eingöngu í margar vikur. Það hefur liðið yfir mig af næringarskorti. Ég hef beðið vini mína um að fá að senda pakka heim til þeirra af því að mamma mátti ekki komast að því að ég var að panta ólöglegar megrunarpillur á netinu frá Suður-Afríku. Pillur sem fylgdu aðvaranir um að ef þú tækir þær væri veruleg hætta á að þær dræpu þig. Af því að ekkert bragðast eins vel og að vera mjó. Ekki einu sinni að vera lifandi.
Ef þú ert feit, ertu stöðugt beðin um að vera ekki feit. Og ef þú getur ekki gert það, þá verður þú að minnsta kosti að vera að vinna að því að vera ekki lengur feit. Það þýðir að dagurinn í dag er ekki okkar. Dagurinn í dag er biðstofa. Við megum ekki anda, hlæja eða stunda kynlíf. Vegna þess að það verður allt betra eftir bara sex mánuði.

Megrun er ofbeldi

Hugtakið megrun gefur til kynna að þú ert ekki nógu góð. Þú ert ekki nógu grönn enn þá, þannig að þú færð ekki að vera hamingjusöm enn þá. Megrun er ofbeldi. Samt meðhöndlum við megrun eins og hún sé eðlileg.

Við þurfum að skilja hvað megrun er. Megrun er tæki sem ætlað er að stjórna. Við verðum að skilja að það er búið að selja okkur þá hugmynd að því grennri sem konan er, því meira virði er hún. Og að megrun er búin til af iðnaði sem þarf viðskiptavini sem koma aftur og aftur, það er þeim ekki í hag að við verðum grannar. Þau vilja að við séum í biðstofunni að eilífu, að kaupa vörurnar þeirra og náum aldrei markmiði sem er ekki til. Skiljum að með því að fara í megrun, erum við að styðja þá sem kúga okkur. Gerðu það, taktu pláss. Núna strax. Hérna. Í dag. Með líkama þínum eins og hann er, núna.

We have to talk about my body right now, right here. As it exists. My stomach is big. Not Dove Real Beauty Campaign-”big…

Posted by Sofie Hagen on 23. september 2017

Netkaup sem fóru úrskeiðis – 22 sprenghlægilegar myndir

Það getur verið ansi snúið að panta sér föt á netinu þar sem ekki er hægt að máta flíkina né vita hvort hún muni líta út nákvæmlega eins og myndirnar sýna til um. Einnig er algengt að fyrirsæturnar á myndunum séu mjög grannar og langar og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig flíkin líti út á öðrum en konum með þann vöxt. Margir hafa lent í því að fá flíkur sem virðast ekki einu sinni vera þær sömu og á myndunum. Daily Feed tók saman lista yfir 22 flíkur sem konur pöntuðu sér með misgóðum árangri.   Lesa meira

Heillandi heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur

Heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund (1940-2017) var haldin síðastliðinn sunnudag á Menningarhátíð Seltjarnarness. Fjöldi ættingja og vina Jóhönnu auk annarra gesta mættu. Vera Illugadóttir, barnabarn Jóhönnu, var kynnir. Börn Jóhönnu, barnabörn og vinir komu einnig fram, en fram komu Ásgerður Halldórsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Embla Garpsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hrafn Jökulsson, Jökull Elísabetarson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Höfundaverk Jóhönnu eru óvenju fjölbreytt enda fór hún sjaldnast troðnar slóðir í lífi og starfi. Í dagskránni verður dregin upp mynd af margbrotinni konu sem með eldmóði sínum og samhug hafði djúp áhrif á þá sem henni kynntust. Daníel Helgason gítarleikari og… Lesa meira

Húsráð: Svona færðu strigaskóna hvíta aftur

Við könnumst mörg við þetta, hvítu strigaskórnir okkar eru hrikalega fallegir og hvítir þar til við erum búin að nota þá einu sinni. Þeir verða aldrei jafnhvítir aftur, alveg sama hvaða húsráð við höfum reynt. Twitternotandinn @sarahtraceyy virðist hins vegar hafa fundið ráð sem virkar og deildi hún fyrir og eftir mynd af hvítu Converse skónum sínum ásamt húsráðinu sem hún notaði. Twitternotendur hafa tekið vel í póstinn og hafa yfir 9000 líkað við póstinn og yfir 1300 deilt honum áfram.     I am a miracle worker pic.twitter.com/BeivqBtdrv — halloween queen (@sarahtraceyy) October 15, 2017 Og eftir að fjöldi notenda… Lesa meira

Guðrún Huld hannaði íslenska stafrófið með nýrri nálgun

Grafíski hönnuðurinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir ákvað að taka nýja nálgun á íslenska stafrófið og selur það nú í tveimur stærðum sem eru heimilisprýði, hvort sem er í forstofunni, barnaherberginu eða annars staðar á heimilinu. „Mig langaði að einblína á það jákvæða og er að vinna með falleg og hlý orð í stað A fyrir Api,  Á fyrir Ás, B fyrir Banani og svo framvegis þá nota ég A fyrir Alúð, Á fyrir Ást, B fyrir Bjart,“ segir Guðrún Huld. Plakatið hefur lærdómsgildi fyrir yngri kynslóðina sem og eldri og fæst í tveimur stærðum, A3 og A4, á Facebooksíðu hennar. „Margir… Lesa meira

Þeir eru rauðhærðir og naktir til styrktar góðgerðarmálum

Í nýju dagatali fyrir árið 2018 er áherslan lögð á fáklædda rauðhærða karlmenn. Tilgangurin er bæði að stemma stigu við neikvæðu áliti fólks á rauðhærðum karlmönnum og að safna til góðgerðarmála, en ágóðinn rennur til góðgerðarsamtakana STAND UP. Markmið þeirra er að berjast gegn einelti hvarvetna, en þó með áherslu á LGBT samfélagið. https://www.instagram.com/p/BaUhAoeD7Au/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaZtgJJD90L/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaYj2IajKPs/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaXTCzdDTMr/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaWj1Pkjqtc/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaOEztFj4cx/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaKeVRCg7Jb/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BaH03SWjBIF/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZ1-AAijVyT/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZzMqgiDc4k/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZyYZK8DFLv/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZwlIOpjmaN/?taken-by=redhot100 https://www.instagram.com/p/BZi8mLnjzQf/?taken-by=redhot100   Lesa meira

Kiddakvöld haldið til styrktar börnum Kristjáns

Kiddakvöld verður haldið í kvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar. Kristján Björn Tryggvason var 36 ára eiginmaður og 3 barna faðir sem lèst 19. júlí siðastliðinn eftir langa baráttu við heilaæxli. Og þar sem Kiddi var mikill stuðmaður verður haldið heiðurskvöld á Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld þar sem ágóðinn af miðasölu rennur óskiptur til barnanna hans. Meðal þeirra sem fram koma eru: Ari Eldjárn, Einar Ágúst og Sigga Kling. Einnig verður happdrætti og fleiri uppákomur. Húsið opnar klukkan 20 með fordrykk og lèttum veitingum Aðgöngumiði er á 2.000 kr. og 2.500 kr. með happdrættismiða. Einnig er hægt að kaupa auka happdrættismiðaá 1.000… Lesa meira

Bókasafnsfræðingar stæla Kardashian myndatöku

Það er kominn áratugur síðan Kardashian fjölskyldan kom fyrst á skjái heimsins (og síðan hafa þau verið alls staðar!) og til að fagna þeim áfanga sat fjölskyldan fyrir á forsíðu Hollywood Reporter. Nokkrir bókasafnsfræðingar sáu forsíðuna og ákváðu að gera eigin útgáfu. „Til að fagna áfanganum ákvað samfélagsmiðlafólkið okkar að taka algjörlega óæfða myndatöku,“ segir starfsfólk Invergargill borgarbóka- og skjalasafnsins í Nýja Sjálandi á Facebook síðu þess. Sex dögum seinna er pósturinn búinn að fá 11þúsund „like“ og Facebooksíða þeirra fengið fjöldann allan af athygli. Helstu vefmiðlar hafa sagt frá grínun og lesendur síðunnar hafa sitt að segja um hvor… Lesa meira

Signature opnar fyrstu conceptbúðina á Norðurlöndum

Þann 6. október síðastliðinn opnaði Signature, ein fallegasta húsgagna- og hönnunarvöruverslun landsins, í Askalind 2a í Kópavogi. Ný 1.000 fm verslun á tveimur hæðum sem býður upp á allt það nýjasta í evrópskri húsgagnahönnun, gjafavöru og hágæða útihúsgögnum. Signature húsgögn opnaði fyrst dyrnar árið 2003, þá staðsett í Bæjarlindinni, og varð um leið brautryðjandi í hágæða útihúsgögnum á Íslandi. Nú hefur verslunin stækkað margfalt með innkomu nýrra evrópskra vörumerkja. Húsgagnavörumerkin XOOON og Henders & Hazel eru með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu, og er verslunin í Askalindinni fyrsta concept-búðin á Norðurlöndunum. Áherslurnar eru frábreyttar hefðbundnum íslenskum húsgagnaverslunum. „Hér er… Lesa meira

Brúðguminn og gæjarnir stíga trylltan dans

Erla Ósk Guðmundsdóttir og Guðfinnur Magnússon giftu sig laugardaginn 14. október síðastliðinn, en parið hefur verið saman í nokkur ár. Guðfinnur ákvað að koma brúður sinni á óvart með dansi og fékk æskuvini sína í lið með sér. Þeir spiluðu fótbolta saman í Fjölni og eru allir góðir vinir. Strákarnir fóru í Kramhúsið þar sem að þeir nutu handleiðslu Sigríðar Ásgeirsdóttur og má sjá afraksturinn í myndbandinu hér að neðan. „Við vorum öll í krúttkasti yfir þessum skemmtilega hópi,“ segir einn starfsmanna Kramhússins. Vinir brúðgumans heita Bergsveinn Ólafsson, Bjarni Gunn, Sveinn Aron Sveinsson, Henrý Guðmunds, Óli Hall, Jóhann Óli Þorbjörnsson,… Lesa meira

Kim Kardashian drakk brjóstamjólk systur sinnar

Kim Kardashian hefur viðurkennt að hún hefur drukkið brjóstamjólk Kourtney systur sinnar í þeim tilgangi að reyna að ráða niðurlögum psoriasis. Raunveruleikastjarnan hefur talað opinberlega um að hún glími við psoriasis, en hún talaði fyrst um það í viðtali árið 2010. Síðan hefur hún talað reglulega um hvaða aðferðum hún hefur beitt við að halda sjúkdómnum og einkennum hans niðri. Móðir hennar, Kris Jenner, er líka með sjúkdóminn. „Ég hef reynt hefðbundnar meðferðir, en ég er alltaf tilbúin til að reyna nýjar aðferðir,“ segir Kim. „Einu sinni drakk ég meira að segja brjóstamjólk Kourtney!“ Kim sagði einnig frá að hún… Lesa meira