Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin.

Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal taugalækna. Elliot þessi hafði verið með æxli í heila, sem búið var að fjarlægja, en eftir að æxlið var fjarlægt hafði hann ekki verið fær um að taka eina einustu ákvörðun. Þetta hafði leitt til þess að hann gat ekki lengur sinnt starfi sínu í stóru fyrirtæki sem hann hafði unnið í og stuttu síðar hafði eiginkonan jafnframt yfirgefið hann.

Vandi Elliots var fólginn í því að ákvarðanir sem hann áður tók á örfáum sekúndum eða mínútum, tóku hann nú margar klukkustundir. Óháð því hversu lítilfjörleg ákvörðunin var, t.d. hvaða útvarpsstöð hann skyldi hlusta á, hvað hann ætti að snæða í hádeginu, þá reyndi hann að færa rök fyrir því hvað mælti með og á móti því sem ákveða þurfti. Hann hugsaði sig um aftur og aftur, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.

Elliot hafði glatað tilfinningum sínum

Damasio vissi fyrst í stað ekki hvað það væri sem skaddast hefði af völdum æxlisins eða aðgerðarinnar sem gerð var á manninum. Vitræn kunnátta Elliots var athuguð og greindarfar hans reyndist óbreytt. Eftir mörg samtöl við Elliot áttaði Damasio sig hins vegar á því að maðurinn lét tilfinningar sínar aldrei í ljós, sama hversu háalvarlegum eða sorglegum atburðum hann sagði frá.

Þegar Damasio rannsakaði viðbrögð Elliots við tilfinningalegum áreitum kom í ljós að í hans tilviki ollu engin áreiti tilfinningalegum viðbrögðum, sem gefin eru til kynna með raka í lófum hjá flestu heilbrigðu fólki. Að afloknum ýmsum öðrum rannsóknum dró Damasio þá ályktun að tilfinningar gegni mikilvægu hlutverki við ákvarðanatöku okkar. Ástæða þess að það tók Elliot margar klukkustundir að ákveða hvort hann ætti að fá sér samloku með laxi ellegar salat í hádegismat var einfaldlega sú að hann var ófær um að nota tilfinningarnar. Hann fékk með öðrum orðum ekki á tilfinninguna hvaða ákvörðun hann ætti að taka.

Samkvæmt skoðunum Vesturlandabúa hefur löngum þótt ráðlegt að láta tifinningarnar ekki ráða för þegar ákvarðanir eru teknar. Þess í stað skyldi velta aðstæðum fyrir sér af skynsemi. Hugmyndin var sú að með því að vega og meta kosti og galla yrði unnt að komast að réttri niðurstöðu. En líkt og flestir vita, sem reynt hafa að taka mikilvægar ákvarðanir, neyðumst við til að gefast upp á tilteknu stigi, ef við ætlum að reyna að sjá fyrir allar hugsanlegar afleiðingar. Það er einfaldlega ekki hægt að beita rökréttri röksemdafærslu, sem sér fyrir allt það sem gæti heppnast eða misheppnast eftir tiltölulega einfalda ákvarðanatöku. Í mörgum tilvikum er því ekkert annað að gera en það sem tilfinningin býður okkur að gera.

Val okkar er sjaldnast rökrétt

Árið 2002 hlaut Daniel Kahneman, ásamt Amos Tversky, Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar sem leitt höfðu í ljós að maðurinn tekur sjaldan rökréttar ákvarðanir. Ef marka má Kahneman og Tversky tökum við oftar en ekki ákvarðanir út frá meira eða minna óskipulögðum hugdettum, eða þá vegna þess að okkur finnst að svona eigum við að gera, umfram það að velta öllum kostunum vandlega fyrir okkur. Hvernig á þessu stendur, og hvers vegna það alls ekki er svo heimskulegt, er nokkuð sem heilavísindin smám saman eru að átta sig á.

Eftir að Damasio hitti Elliot lýsti hann þessu fyrirbæri, þar sem flestum finnst þeir skynja hvað þeim beri að gera við tilteknar aðstæður, á þann veg að það stjórnaðist af sómatískri skynjun. Samkvæmt þessari kenningu er það að mestu leyti ómeðvitað hjá okkur hvernig reynsla okkar safnast upp í minninu. Með þessu er átt við að það sé ekki aðeins meðvituð reynsla sem safnast fyrir í minninu, heldur einnig upplifanir sem við erum okkur ómeðvituð um.

Margar upplifanir hafa aldrei verið meðvitaðar og við því aldrei getað komið þeim í orð. Þegar við rifjum þær upp eru þær ekki meðvitaðar og því getum við ekki fært rök fyrir þeim, en hins vegar er um að ræða tilinningar sem við skynjum með líkamanum. Í stað þess að kalla þessar upplifanir fram sem sögur eða myndir getum við þá fengið á tilfinninguna hvað gera beri við tilteknar aðstæður.

Ákvarðanir stjórnast af dópamíni

Eðlilegt, heilbrigt fólk tekur stóran hluta ákvarðana sinna út frá þeim væntingum sem því hefur lærst að gera um útkomu ýmissa aðstæðna. Þetta hefur lærst ómeðvitað með því að efnaboðberinn dópamín kemur á tengingum í heila, sem henta ýmsum aðstæðum.

Í heilanum fyrirfinnst svæði sem nefnist fremri gyrðilgári og það er þetta svæði sem man hvaða viðbrögð eru við hæfi við tilteknar aðstæður og losar dópamín í hlutfalli við það. Þessi hluti heilans er bæði tengdur því sem við vitum og því sem við skynjum. Fremri gyrðilgári aðstoðar okkur við ákvarðanatöku með því að styðjast við þá reynslu sem hann hefur af áþekkum aðstæðum – hvort heldur sem um er að ræða orsakasamhengi, sem heilinn þekkir af fyrri reynslu, eða mistök, sem áður hafa verið gerð.

Ef valið stæði um að gera eitthvað sem okkur langar til að gera, t.d. að kaupa nýjan bíl eða sófa, þá myndi dópamínið sjá til þess að við skynjuðum í líkamanum, áður en af kaupunum yrði, hversu mikið við myndum njóta þess. Dópamín myndi á hinn bóginn einnig sjá til þess að undirbúa okkur, ef við stæðum frammi fyrir því að gera eitthvað sem við kærðum okkur ekki um.

John-Dylan Haynes, taugasérfræðingur við Bernstein taugavísindamiðstöðina í Berlín, er þeirrar skoðunar að draga megi þá ályktun að ómeðvitaðar hugsanir okkar taki ákvarðanir löngu áður en meðvitund okkar skerst í leikinn. Áður en við myndum okkur meðvitaðar hugsanir, fáum við á tilfinninguna hvað við viljum helst gera. Í stað þess að túlka þessar ómeðvituðu ákvarðanir sem vandamál, þá telja vísindamenn nú á dögum margt benda til þess að ómeðvitað val sé af hinu góða.

Eðli málsins samkvæmt erum við okkur ekki meðvituð um ómeðvitaðar ákvarðanir og því getum við ekki ætíð fært skynsamleg rök fyrir þeim ákvörðunum sem við tökum vegna flókinnar reynslu sem við búum yfir. Ap Dijksterhuis, sálfræðingur, og starfsbræður hans við háskólann í Amsterdam hafa þess vegna fært rök fyrir því að við tökum ekki endilega bestu ákvarðanirnar eftir að hafa hugsað okkur lengi um. Stundum þurfum við hins vegar einfaldlega að gefa undirmeðvitundinni tíma til að vinna með okkur.

Dijksterhuis byggir niðurstöður sínar á tilraunum sem leiddu í ljós að við erum ekki fær um að vinna úr meira en örfáum upplýsingum í einu, ef við erum meðvituð um hugsanir okkar. Hins vegar er heilinn svo fullkominn þegar ómeðvitaðar hugsanir eru annars vegar, að því eru nánast engin takmörk sett hversu margt hann getur hugsað um í einu.

Vísindamenn voru byrjaðir að rannsaka getu heilans til upplýsingavinnslu strax upp úr miðri 20. öld og þeir komust að þeirri niðurstöðu að við getum ekki ráðið við nema á bilinu 10 og 60 bita á sekúndu þegar um meðvitaðar hugsanir er að ræða á meðan allt taugakerfi okkar getur ráðið við allt að 11.200.000 bita á sekúndu. Það er athyglisgáfa okkar sem takmarkar hversu mikið við getum ráðið við af meðvituðum hugsunum, því henni eru skorður settar. Ef við þurfum ekki að hugsa meðvitað, getum við ráðið við miklu flóknari upplýsingar en ella. Dijksterhuis dró þá ályktun að við getum ráðið við að hugsa miklu flóknari hugsanir, sem oft eru nauðsynlegar fyrir ákvarðanatöku, ef við hugsum ómeðvitað. Hann bendir einnig á að það séu einföldu ákvarðanirnar sem við þurfum að velta fyrir okkur, andstætt því sem margir halda. Þegar málið snýst um flóknari valmöguleika, þá séum við miklu líklegri til að taka réttar ákvarðanir ef við leyfum ómeðvituðum hugsunum að ráða för.

Tilfinningar í bland við skynsemi

Allar götur síðan Dijksterhuis birti niðurstöður sínar árið 2006 hafa sumir vísindamenn þó efast um sannleiksgildi þeirra og þessi misserin eru í gangi líflegar umræður um hvernig skilja beri þær aðferðir sem við beitum við ákvarðanatöku. Dijksterhuis lét tilraunaþátttakendur sína velja bifreið út frá margvíslegum upplýsingum um gæði þeirra. Í tilrauninni var sá bíll sem flest jákvæðu ummælin fékk í raun og veru sá besti en við margar aðstæður í lífinu er því ekki þannig farið að verið sé að velja um óhagganlega og óyggjandi valkosti. Í flestum tilvikum er því þannig farið að við veljum eitthvað eitt umfram annað og við það myndast nýjar aðstæður, sem gerir það að verkum að við getum oft ekki ráðið vali okkar miðað við það hvernig hlutirnir virðast vera hér og nú heldur jafnframt miðað við það hvernig þeir muni vera, eftir að við höfum valið.

Í bók sinni um ákvarðanatöku lýsir bandaríski vísindafréttamaðurinn Jonah Lehrer pókerspilaranum Michael Binger og hugsunum hans þegar hann spilar póker. Pókerspil er gott dæmi um ákvarðanatöku þar sem ekki er unnt að segja fyrir um afleiðingar valsins hverju sinni og því sé ekki ráðlegt að beita einungis annaðhvort tilfinningum eða skynsemi við ákvarðanatökuna, heldur hvoru tveggja. Michael Binger lýsir þessu á þann veg að hann sé sér stöðugt meðvitaður um tilfinningar sínar en að hann hugsi rökrétt um þær áður en hann bregst við hverju sinni. Hann notar með öðrum orðum tilfinningarnar til að fá hugmynd um það hvað honum beri að gera og síðan skynsemina til að ganga úr skugga um hvort tilfinningin hafi verið góð hugmynd.

Að leyfa tilfinningunum að eiga þátt í ákvarðanatöku er alls ekki jafngilt því að varpa skynseminni fyrir róða. Í mörgum flóknum ákvarðanatökum er hins vegar ráðlegt að notfæra sér hvort tveggja, í þeim hlutföllum sem hæfa hverjum aðstæðum.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd. Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix: Hot Fuzz Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að… Lesa meira

Breytir myndum af börnunum sínum í ævintýri

Fjögurra barna faðir vildi taka skemmtilegar og öðruvísi myndir af börnunum sínum og fór því að leika sér að því að breyta umhverfinu með myndvinnsluforriti. John Wilhelm býr í Sviss með konu sinni og fjórum börnum. Faðir Wilhelms var mikill áhugaljósmyndari en sjálfum þótti honum ljósmyndun ekkert sérstök þegar hann var yngri. Það var svo ekki fyrr en Wilhelm fór á námskeið í myndvinnsluforritun og þrívíddarhönnun sem áhuginn kveiknaði fyrir alvöru. Bored Panda greinir frá því að Wilhelm hafi ákveðið að taka myndir af börnunum sínum og vinna þær öðruvísi heldur en venjulega. Útkoman er virkilega skemmtileg og auðvelt er… Lesa meira

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein. Ég var stödd í London þar sem ég bjó þegar ég fékk þann skell í andlitið að þurfa að ákveða framtíð mína á nokkrum dögum. Það var svo langt frá því að vera auðvelt eins og þær vita sem hafa verið í þeim sporum að þurfa að ákveða hvað gera skal. Það þarf að taka þá ákvörðun, þá í… Lesa meira

Dagforeldrar vöxuðu augabrúnir tveggja barna án vitneskju foreldra

Tvær mæður komust að því að dagforeldrar barnanna þeirra höfðu tekið sig til og vaxað augabrúnir þeirra á meðan á daggæslu stóð án þeirrar vitneskju og samþykkis. Ég skoðaði andlitið á barninu og sá að það vantaði hluta af augabrúnunum hennar en hún fæddist með samvaxnar augabrýr, segir Alyssa Salgado, móðir Lilayah. https://youtu.be/dXhiESAmTGk Popsugar greinir frá því að sonur Glendu Maria Cruz hafi einnig verið í sömu daggæslu og að augabrúnir hans hafi líka verið vaxaðar sama dag og dóttir Alyssu. Báðar mæðurnar hættu að mæta með börnin í daggæsluna og verið er að rannsaka atvikin. Lesa meira