Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin.

Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal taugalækna. Elliot þessi hafði verið með æxli í heila, sem búið var að fjarlægja, en eftir að æxlið var fjarlægt hafði hann ekki verið fær um að taka eina einustu ákvörðun. Þetta hafði leitt til þess að hann gat ekki lengur sinnt starfi sínu í stóru fyrirtæki sem hann hafði unnið í og stuttu síðar hafði eiginkonan jafnframt yfirgefið hann.

Vandi Elliots var fólginn í því að ákvarðanir sem hann áður tók á örfáum sekúndum eða mínútum, tóku hann nú margar klukkustundir. Óháð því hversu lítilfjörleg ákvörðunin var, t.d. hvaða útvarpsstöð hann skyldi hlusta á, hvað hann ætti að snæða í hádeginu, þá reyndi hann að færa rök fyrir því hvað mælti með og á móti því sem ákveða þurfti. Hann hugsaði sig um aftur og aftur, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.

Elliot hafði glatað tilfinningum sínum

Damasio vissi fyrst í stað ekki hvað það væri sem skaddast hefði af völdum æxlisins eða aðgerðarinnar sem gerð var á manninum. Vitræn kunnátta Elliots var athuguð og greindarfar hans reyndist óbreytt. Eftir mörg samtöl við Elliot áttaði Damasio sig hins vegar á því að maðurinn lét tilfinningar sínar aldrei í ljós, sama hversu háalvarlegum eða sorglegum atburðum hann sagði frá.

Þegar Damasio rannsakaði viðbrögð Elliots við tilfinningalegum áreitum kom í ljós að í hans tilviki ollu engin áreiti tilfinningalegum viðbrögðum, sem gefin eru til kynna með raka í lófum hjá flestu heilbrigðu fólki. Að afloknum ýmsum öðrum rannsóknum dró Damasio þá ályktun að tilfinningar gegni mikilvægu hlutverki við ákvarðanatöku okkar. Ástæða þess að það tók Elliot margar klukkustundir að ákveða hvort hann ætti að fá sér samloku með laxi ellegar salat í hádegismat var einfaldlega sú að hann var ófær um að nota tilfinningarnar. Hann fékk með öðrum orðum ekki á tilfinninguna hvaða ákvörðun hann ætti að taka.

Samkvæmt skoðunum Vesturlandabúa hefur löngum þótt ráðlegt að láta tifinningarnar ekki ráða för þegar ákvarðanir eru teknar. Þess í stað skyldi velta aðstæðum fyrir sér af skynsemi. Hugmyndin var sú að með því að vega og meta kosti og galla yrði unnt að komast að réttri niðurstöðu. En líkt og flestir vita, sem reynt hafa að taka mikilvægar ákvarðanir, neyðumst við til að gefast upp á tilteknu stigi, ef við ætlum að reyna að sjá fyrir allar hugsanlegar afleiðingar. Það er einfaldlega ekki hægt að beita rökréttri röksemdafærslu, sem sér fyrir allt það sem gæti heppnast eða misheppnast eftir tiltölulega einfalda ákvarðanatöku. Í mörgum tilvikum er því ekkert annað að gera en það sem tilfinningin býður okkur að gera.

Val okkar er sjaldnast rökrétt

Árið 2002 hlaut Daniel Kahneman, ásamt Amos Tversky, Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar sem leitt höfðu í ljós að maðurinn tekur sjaldan rökréttar ákvarðanir. Ef marka má Kahneman og Tversky tökum við oftar en ekki ákvarðanir út frá meira eða minna óskipulögðum hugdettum, eða þá vegna þess að okkur finnst að svona eigum við að gera, umfram það að velta öllum kostunum vandlega fyrir okkur. Hvernig á þessu stendur, og hvers vegna það alls ekki er svo heimskulegt, er nokkuð sem heilavísindin smám saman eru að átta sig á.

Eftir að Damasio hitti Elliot lýsti hann þessu fyrirbæri, þar sem flestum finnst þeir skynja hvað þeim beri að gera við tilteknar aðstæður, á þann veg að það stjórnaðist af sómatískri skynjun. Samkvæmt þessari kenningu er það að mestu leyti ómeðvitað hjá okkur hvernig reynsla okkar safnast upp í minninu. Með þessu er átt við að það sé ekki aðeins meðvituð reynsla sem safnast fyrir í minninu, heldur einnig upplifanir sem við erum okkur ómeðvituð um.

Margar upplifanir hafa aldrei verið meðvitaðar og við því aldrei getað komið þeim í orð. Þegar við rifjum þær upp eru þær ekki meðvitaðar og því getum við ekki fært rök fyrir þeim, en hins vegar er um að ræða tilinningar sem við skynjum með líkamanum. Í stað þess að kalla þessar upplifanir fram sem sögur eða myndir getum við þá fengið á tilfinninguna hvað gera beri við tilteknar aðstæður.

Ákvarðanir stjórnast af dópamíni

Eðlilegt, heilbrigt fólk tekur stóran hluta ákvarðana sinna út frá þeim væntingum sem því hefur lærst að gera um útkomu ýmissa aðstæðna. Þetta hefur lærst ómeðvitað með því að efnaboðberinn dópamín kemur á tengingum í heila, sem henta ýmsum aðstæðum.

Í heilanum fyrirfinnst svæði sem nefnist fremri gyrðilgári og það er þetta svæði sem man hvaða viðbrögð eru við hæfi við tilteknar aðstæður og losar dópamín í hlutfalli við það. Þessi hluti heilans er bæði tengdur því sem við vitum og því sem við skynjum. Fremri gyrðilgári aðstoðar okkur við ákvarðanatöku með því að styðjast við þá reynslu sem hann hefur af áþekkum aðstæðum – hvort heldur sem um er að ræða orsakasamhengi, sem heilinn þekkir af fyrri reynslu, eða mistök, sem áður hafa verið gerð.

Ef valið stæði um að gera eitthvað sem okkur langar til að gera, t.d. að kaupa nýjan bíl eða sófa, þá myndi dópamínið sjá til þess að við skynjuðum í líkamanum, áður en af kaupunum yrði, hversu mikið við myndum njóta þess. Dópamín myndi á hinn bóginn einnig sjá til þess að undirbúa okkur, ef við stæðum frammi fyrir því að gera eitthvað sem við kærðum okkur ekki um.

John-Dylan Haynes, taugasérfræðingur við Bernstein taugavísindamiðstöðina í Berlín, er þeirrar skoðunar að draga megi þá ályktun að ómeðvitaðar hugsanir okkar taki ákvarðanir löngu áður en meðvitund okkar skerst í leikinn. Áður en við myndum okkur meðvitaðar hugsanir, fáum við á tilfinninguna hvað við viljum helst gera. Í stað þess að túlka þessar ómeðvituðu ákvarðanir sem vandamál, þá telja vísindamenn nú á dögum margt benda til þess að ómeðvitað val sé af hinu góða.

Eðli málsins samkvæmt erum við okkur ekki meðvituð um ómeðvitaðar ákvarðanir og því getum við ekki ætíð fært skynsamleg rök fyrir þeim ákvörðunum sem við tökum vegna flókinnar reynslu sem við búum yfir. Ap Dijksterhuis, sálfræðingur, og starfsbræður hans við háskólann í Amsterdam hafa þess vegna fært rök fyrir því að við tökum ekki endilega bestu ákvarðanirnar eftir að hafa hugsað okkur lengi um. Stundum þurfum við hins vegar einfaldlega að gefa undirmeðvitundinni tíma til að vinna með okkur.

Dijksterhuis byggir niðurstöður sínar á tilraunum sem leiddu í ljós að við erum ekki fær um að vinna úr meira en örfáum upplýsingum í einu, ef við erum meðvituð um hugsanir okkar. Hins vegar er heilinn svo fullkominn þegar ómeðvitaðar hugsanir eru annars vegar, að því eru nánast engin takmörk sett hversu margt hann getur hugsað um í einu.

Vísindamenn voru byrjaðir að rannsaka getu heilans til upplýsingavinnslu strax upp úr miðri 20. öld og þeir komust að þeirri niðurstöðu að við getum ekki ráðið við nema á bilinu 10 og 60 bita á sekúndu þegar um meðvitaðar hugsanir er að ræða á meðan allt taugakerfi okkar getur ráðið við allt að 11.200.000 bita á sekúndu. Það er athyglisgáfa okkar sem takmarkar hversu mikið við getum ráðið við af meðvituðum hugsunum, því henni eru skorður settar. Ef við þurfum ekki að hugsa meðvitað, getum við ráðið við miklu flóknari upplýsingar en ella. Dijksterhuis dró þá ályktun að við getum ráðið við að hugsa miklu flóknari hugsanir, sem oft eru nauðsynlegar fyrir ákvarðanatöku, ef við hugsum ómeðvitað. Hann bendir einnig á að það séu einföldu ákvarðanirnar sem við þurfum að velta fyrir okkur, andstætt því sem margir halda. Þegar málið snýst um flóknari valmöguleika, þá séum við miklu líklegri til að taka réttar ákvarðanir ef við leyfum ómeðvituðum hugsunum að ráða för.

Tilfinningar í bland við skynsemi

Allar götur síðan Dijksterhuis birti niðurstöður sínar árið 2006 hafa sumir vísindamenn þó efast um sannleiksgildi þeirra og þessi misserin eru í gangi líflegar umræður um hvernig skilja beri þær aðferðir sem við beitum við ákvarðanatöku. Dijksterhuis lét tilraunaþátttakendur sína velja bifreið út frá margvíslegum upplýsingum um gæði þeirra. Í tilrauninni var sá bíll sem flest jákvæðu ummælin fékk í raun og veru sá besti en við margar aðstæður í lífinu er því ekki þannig farið að verið sé að velja um óhagganlega og óyggjandi valkosti. Í flestum tilvikum er því þannig farið að við veljum eitthvað eitt umfram annað og við það myndast nýjar aðstæður, sem gerir það að verkum að við getum oft ekki ráðið vali okkar miðað við það hvernig hlutirnir virðast vera hér og nú heldur jafnframt miðað við það hvernig þeir muni vera, eftir að við höfum valið.

Í bók sinni um ákvarðanatöku lýsir bandaríski vísindafréttamaðurinn Jonah Lehrer pókerspilaranum Michael Binger og hugsunum hans þegar hann spilar póker. Pókerspil er gott dæmi um ákvarðanatöku þar sem ekki er unnt að segja fyrir um afleiðingar valsins hverju sinni og því sé ekki ráðlegt að beita einungis annaðhvort tilfinningum eða skynsemi við ákvarðanatökuna, heldur hvoru tveggja. Michael Binger lýsir þessu á þann veg að hann sé sér stöðugt meðvitaður um tilfinningar sínar en að hann hugsi rökrétt um þær áður en hann bregst við hverju sinni. Hann notar með öðrum orðum tilfinningarnar til að fá hugmynd um það hvað honum beri að gera og síðan skynsemina til að ganga úr skugga um hvort tilfinningin hafi verið góð hugmynd.

Að leyfa tilfinningunum að eiga þátt í ákvarðanatöku er alls ekki jafngilt því að varpa skynseminni fyrir róða. Í mörgum flóknum ákvarðanatökum er hins vegar ráðlegt að notfæra sér hvort tveggja, í þeim hlutföllum sem hæfa hverjum aðstæðum.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Meðlimir Right Said Fred taka upp blöndu af eigin lagi og lagi Taylor Swift

Taylor Swift gaf út fyrsta lag sitt, Look What You Made Me Do, af væntanlegri plötu þann 24. ágúst síðastliðinn. Lagið sló rækilega í gegn, en einhverjum fannst takturinn líkjast lagi Right Said Fred, I´m Too Sexy, frá árinu 1992. Sem er vissulega rétt því Swift notaði hluta af lagi þeirra í sínu og með tvíti þökkuðu meðlimir Right Said Fred henni fyrir að hafa endurskapað lag þeirra.   Meðlimir Right Said Fred hafa nú gefið út blöndu af lögunum. „Við vorum í stúdíóinu með nýjan trommara og bassaleikara og vorum bara að prófa nýjar hugmyndir og nýja takta,“ segir Fred… Lesa meira

Pennywise að dansa er mögulega það besta á netinu í dag

Kvikmyndin It eftir sögu Stephen King hefur slegið í gegn um allan heim og eru flestir á því að hér sé um góða hryllingsmynd að ræða. Í einu atriði myndarinnar má sjá trúðinn Pennywise dansa fyrir Beverly og nú hefur einhver húmoristinn útbúið aðgang á Twitter þar sem notendur hafa sett inn myndskeiðin í nýjum búningum. Einhvern veginn er trúðurinn ekki lengur hræðilegur.   https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907716659359690753 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/910974535209496576 https://twitter.com/Pennywise_Dance/status/907750193738723329 Í júní síðastliðnum tvítaði Stephen King um að ef hann þyrfti að hlusta bara á eitt lag það sem eftir væri þá yrði það lag Mambo5 og auðvitað var því tvíti svarað núna með… Lesa meira

Ellý heldur sýningu, selur allt og flytur til Slóvakíu

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu. Lesa meira

Tveggja ára prófar snyrtivörulínu Rihönnu

Samia er aðeins tveggja ára, en þrátt fyrir það er hún með 114 þúsund fylgjendur á Instagram. í nýjasta myndbandinu prófar hún Fenty snyrtivörulínu Rihönnu og hefur það slegið í gegn sökum krúttheita, Rihanna sjálf hefur sagt að það myndbandið sé uppáhalds förðunarmyndbandið með snyrtivörulínu hennar. https://www.youtube.com/watch?v=cXe5Xrg_hCw   Rihanna póstaði myndbandinu meira að segja aftur á eigið Instagram. Samia á ekki langt að sækja áhugann á athyglinni, Instagram og fylgjendum (þó að hún viti kannski ekkert enn þá hvað neitt af þessu er), en móðir hennar, LaToya Forever gerði sitt eigið myndband fyrir sína 1,3 milljón fylgjendur. https://www.youtube.com/watch?v=VAyDE-It8zo Lesa meira

Ágúst Borgþór með útgáfupartý Afleiðinga

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á miðvikudag hélt hann útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg þar sem höfundur las upp úr bókinni og boðið var upp á veitingar. Lesa má nánar um bókina hér.     Lesa meira

Karen með myndlistarsýningu og opnunarpartý í Energia

Listakonan Karen Kjerúlf hefur opnað sýningu í Energia Smáralind. Í gær var opnunarpartý þar sem fjöldi góðra gesta, vinir og ættingjar Karenar þar á meðal, mættu.   Viðtal/innlit til Karenar má lesa hér. Sýningin verður opin út október á opnunartíma Smáralindar.       Lesa meira

Safnað fyrir útför Gunnars

„Elsku besti pabbi minn fyrst var það systir mín og dóttir þín sem fór frá okkur fyrir 3 mánuðum og núna þú. Ég veit ekkert hvernig mér á að líða , allt er í móðu og eg get ekki lýst því hversu sárt var að heyra í morgun að þú hafir fengið hjartaáfall í nótt. Þú besti vinur minn og besti pabbi í heimi.“ Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um föður sinn Gunnar Gunnarsson sem lést aðfaranótt 18. september. Lesa meira

„Fæðubótarefni geta hjálpað við að ná árangri“ – Rannveig setur saman startpakka

Nú er haustið komið og er það löngu orðin óskrifuð regla að þá sé tíminn til að huga að ræktinni. Nú byrjar átakið, námskeiðin að hefjast og allir taka matarræðið í gegn. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir æfir allt árið og æfir að jafnaði fimm sinnum í viku. „Ég reyni að vera dugleg að æfa hvenær sem tími gefst til. Ég var alltaf mun skipulagðari með æfingatímana mína þegar ég var að keppa í módelfitness. Þá var ég að mæta um sex til tíu sinnum í viku. Ætli ég sé ekki að mæta um fimm skipti í viku núna. Það kemur nú… Lesa meira

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival etur kappi við heimasíðu breska Vogue

Heimasíða Reykjavík Fashion Festival (RFF) keppir til úrslita sem besta evrópska heimasíðan á móti heimasíðu breska Vogue. Kosningin er opin til 5. október næstkomandi. „Þegar ég tók við RFF haustið 2016 þá fórum  í „rebranding“ í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Serious Business. Við fórum í stefnumótun og ákváðum að taka græna stefnu í takt við tímann,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir framkvæmdastjóri RFF. Serious Business er staðsett í Munchen í Þýskalandi. „Þetta er skemmtilegt og hugmyndaríkt teymi, fimm einstaklingar frá mismunandi löndum sem vinna saman. Þau vildu nota vefsíðuna sem sitt besta verkfæri til að ná náttúruímyndinni og miðla henni áfram. Við… Lesa meira

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis. Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018. Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út á íslensku. Það sem þú þarft að… Lesa meira

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu. Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni. Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni. Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í… Lesa meira

Komdu í Kringluna í dag og styrktu Pieta Ísland

Góðgerðardagurinn AF ÖLLU HJARTA fer fram í Kringlunni í dag Á hverju ári standa rekstraraðilar í Kringlunni fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Af öllu hjarta“ en þá taka verslanir og veitingastaðir hússins sig saman og gefa 5% af veltu dagsins til góðgerðarmálefnis. Í ár er málefnið Pieta samtökin og verður dagurinn helgaður málefninu með uppákomum, glæsilegum tilboðum og kynningum. Pieta samtökin safna fyrir meðferðarhúsi, húsi sem bjargar mannslífum. Söfnunarfé sem safnast í Kringlunni mun fjármagna meðferðir sem boðið verður upp á til stuðnings þeim sem eru í sjálfsvígshættu. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Pieta, bjóða fjölda verslana glæsileg tilboð. Opið verður… Lesa meira