Tilfinningarnar eru skynsamlegar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Þarftu að taka mikilvæga ákvörðun? Vertu þá ekkert að leiða hugann of mikið að því. Ýmsar taugasjúkdóma- og sálfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tilfinningarnar ná oft yfirhöndinni yfir skynseminni þegar taka þarf flóknar ákvarðanir. Líkamlegar tilfinningar okkar hafa nefnilega yfir að ráða ómeðvitaðri þekkingu um fyrri reynslu og eru færar um að vinna úr miklu meiri upplýsingum en meðvitundin.

Dag einn, árið 1982, kom sjúklingur nokkur inn á skrifstofu hins þekkta bandaríska taugasérfræðings Antonio Damasio. Maður þessi gengur undir heitinu Elliot meðal taugalækna. Elliot þessi hafði verið með æxli í heila, sem búið var að fjarlægja, en eftir að æxlið var fjarlægt hafði hann ekki verið fær um að taka eina einustu ákvörðun. Þetta hafði leitt til þess að hann gat ekki lengur sinnt starfi sínu í stóru fyrirtæki sem hann hafði unnið í og stuttu síðar hafði eiginkonan jafnframt yfirgefið hann.

Vandi Elliots var fólginn í því að ákvarðanir sem hann áður tók á örfáum sekúndum eða mínútum, tóku hann nú margar klukkustundir. Óháð því hversu lítilfjörleg ákvörðunin var, t.d. hvaða útvarpsstöð hann skyldi hlusta á, hvað hann ætti að snæða í hádeginu, þá reyndi hann að færa rök fyrir því hvað mælti með og á móti því sem ákveða þurfti. Hann hugsaði sig um aftur og aftur, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.

Elliot hafði glatað tilfinningum sínum

Damasio vissi fyrst í stað ekki hvað það væri sem skaddast hefði af völdum æxlisins eða aðgerðarinnar sem gerð var á manninum. Vitræn kunnátta Elliots var athuguð og greindarfar hans reyndist óbreytt. Eftir mörg samtöl við Elliot áttaði Damasio sig hins vegar á því að maðurinn lét tilfinningar sínar aldrei í ljós, sama hversu háalvarlegum eða sorglegum atburðum hann sagði frá.

Þegar Damasio rannsakaði viðbrögð Elliots við tilfinningalegum áreitum kom í ljós að í hans tilviki ollu engin áreiti tilfinningalegum viðbrögðum, sem gefin eru til kynna með raka í lófum hjá flestu heilbrigðu fólki. Að afloknum ýmsum öðrum rannsóknum dró Damasio þá ályktun að tilfinningar gegni mikilvægu hlutverki við ákvarðanatöku okkar. Ástæða þess að það tók Elliot margar klukkustundir að ákveða hvort hann ætti að fá sér samloku með laxi ellegar salat í hádegismat var einfaldlega sú að hann var ófær um að nota tilfinningarnar. Hann fékk með öðrum orðum ekki á tilfinninguna hvaða ákvörðun hann ætti að taka.

Samkvæmt skoðunum Vesturlandabúa hefur löngum þótt ráðlegt að láta tifinningarnar ekki ráða för þegar ákvarðanir eru teknar. Þess í stað skyldi velta aðstæðum fyrir sér af skynsemi. Hugmyndin var sú að með því að vega og meta kosti og galla yrði unnt að komast að réttri niðurstöðu. En líkt og flestir vita, sem reynt hafa að taka mikilvægar ákvarðanir, neyðumst við til að gefast upp á tilteknu stigi, ef við ætlum að reyna að sjá fyrir allar hugsanlegar afleiðingar. Það er einfaldlega ekki hægt að beita rökréttri röksemdafærslu, sem sér fyrir allt það sem gæti heppnast eða misheppnast eftir tiltölulega einfalda ákvarðanatöku. Í mörgum tilvikum er því ekkert annað að gera en það sem tilfinningin býður okkur að gera.

Val okkar er sjaldnast rökrétt

Árið 2002 hlaut Daniel Kahneman, ásamt Amos Tversky, Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar sem leitt höfðu í ljós að maðurinn tekur sjaldan rökréttar ákvarðanir. Ef marka má Kahneman og Tversky tökum við oftar en ekki ákvarðanir út frá meira eða minna óskipulögðum hugdettum, eða þá vegna þess að okkur finnst að svona eigum við að gera, umfram það að velta öllum kostunum vandlega fyrir okkur. Hvernig á þessu stendur, og hvers vegna það alls ekki er svo heimskulegt, er nokkuð sem heilavísindin smám saman eru að átta sig á.

Eftir að Damasio hitti Elliot lýsti hann þessu fyrirbæri, þar sem flestum finnst þeir skynja hvað þeim beri að gera við tilteknar aðstæður, á þann veg að það stjórnaðist af sómatískri skynjun. Samkvæmt þessari kenningu er það að mestu leyti ómeðvitað hjá okkur hvernig reynsla okkar safnast upp í minninu. Með þessu er átt við að það sé ekki aðeins meðvituð reynsla sem safnast fyrir í minninu, heldur einnig upplifanir sem við erum okkur ómeðvituð um.

Margar upplifanir hafa aldrei verið meðvitaðar og við því aldrei getað komið þeim í orð. Þegar við rifjum þær upp eru þær ekki meðvitaðar og því getum við ekki fært rök fyrir þeim, en hins vegar er um að ræða tilinningar sem við skynjum með líkamanum. Í stað þess að kalla þessar upplifanir fram sem sögur eða myndir getum við þá fengið á tilfinninguna hvað gera beri við tilteknar aðstæður.

Ákvarðanir stjórnast af dópamíni

Eðlilegt, heilbrigt fólk tekur stóran hluta ákvarðana sinna út frá þeim væntingum sem því hefur lærst að gera um útkomu ýmissa aðstæðna. Þetta hefur lærst ómeðvitað með því að efnaboðberinn dópamín kemur á tengingum í heila, sem henta ýmsum aðstæðum.

Í heilanum fyrirfinnst svæði sem nefnist fremri gyrðilgári og það er þetta svæði sem man hvaða viðbrögð eru við hæfi við tilteknar aðstæður og losar dópamín í hlutfalli við það. Þessi hluti heilans er bæði tengdur því sem við vitum og því sem við skynjum. Fremri gyrðilgári aðstoðar okkur við ákvarðanatöku með því að styðjast við þá reynslu sem hann hefur af áþekkum aðstæðum – hvort heldur sem um er að ræða orsakasamhengi, sem heilinn þekkir af fyrri reynslu, eða mistök, sem áður hafa verið gerð.

Ef valið stæði um að gera eitthvað sem okkur langar til að gera, t.d. að kaupa nýjan bíl eða sófa, þá myndi dópamínið sjá til þess að við skynjuðum í líkamanum, áður en af kaupunum yrði, hversu mikið við myndum njóta þess. Dópamín myndi á hinn bóginn einnig sjá til þess að undirbúa okkur, ef við stæðum frammi fyrir því að gera eitthvað sem við kærðum okkur ekki um.

John-Dylan Haynes, taugasérfræðingur við Bernstein taugavísindamiðstöðina í Berlín, er þeirrar skoðunar að draga megi þá ályktun að ómeðvitaðar hugsanir okkar taki ákvarðanir löngu áður en meðvitund okkar skerst í leikinn. Áður en við myndum okkur meðvitaðar hugsanir, fáum við á tilfinninguna hvað við viljum helst gera. Í stað þess að túlka þessar ómeðvituðu ákvarðanir sem vandamál, þá telja vísindamenn nú á dögum margt benda til þess að ómeðvitað val sé af hinu góða.

Eðli málsins samkvæmt erum við okkur ekki meðvituð um ómeðvitaðar ákvarðanir og því getum við ekki ætíð fært skynsamleg rök fyrir þeim ákvörðunum sem við tökum vegna flókinnar reynslu sem við búum yfir. Ap Dijksterhuis, sálfræðingur, og starfsbræður hans við háskólann í Amsterdam hafa þess vegna fært rök fyrir því að við tökum ekki endilega bestu ákvarðanirnar eftir að hafa hugsað okkur lengi um. Stundum þurfum við hins vegar einfaldlega að gefa undirmeðvitundinni tíma til að vinna með okkur.

Dijksterhuis byggir niðurstöður sínar á tilraunum sem leiddu í ljós að við erum ekki fær um að vinna úr meira en örfáum upplýsingum í einu, ef við erum meðvituð um hugsanir okkar. Hins vegar er heilinn svo fullkominn þegar ómeðvitaðar hugsanir eru annars vegar, að því eru nánast engin takmörk sett hversu margt hann getur hugsað um í einu.

Vísindamenn voru byrjaðir að rannsaka getu heilans til upplýsingavinnslu strax upp úr miðri 20. öld og þeir komust að þeirri niðurstöðu að við getum ekki ráðið við nema á bilinu 10 og 60 bita á sekúndu þegar um meðvitaðar hugsanir er að ræða á meðan allt taugakerfi okkar getur ráðið við allt að 11.200.000 bita á sekúndu. Það er athyglisgáfa okkar sem takmarkar hversu mikið við getum ráðið við af meðvituðum hugsunum, því henni eru skorður settar. Ef við þurfum ekki að hugsa meðvitað, getum við ráðið við miklu flóknari upplýsingar en ella. Dijksterhuis dró þá ályktun að við getum ráðið við að hugsa miklu flóknari hugsanir, sem oft eru nauðsynlegar fyrir ákvarðanatöku, ef við hugsum ómeðvitað. Hann bendir einnig á að það séu einföldu ákvarðanirnar sem við þurfum að velta fyrir okkur, andstætt því sem margir halda. Þegar málið snýst um flóknari valmöguleika, þá séum við miklu líklegri til að taka réttar ákvarðanir ef við leyfum ómeðvituðum hugsunum að ráða för.

Tilfinningar í bland við skynsemi

Allar götur síðan Dijksterhuis birti niðurstöður sínar árið 2006 hafa sumir vísindamenn þó efast um sannleiksgildi þeirra og þessi misserin eru í gangi líflegar umræður um hvernig skilja beri þær aðferðir sem við beitum við ákvarðanatöku. Dijksterhuis lét tilraunaþátttakendur sína velja bifreið út frá margvíslegum upplýsingum um gæði þeirra. Í tilrauninni var sá bíll sem flest jákvæðu ummælin fékk í raun og veru sá besti en við margar aðstæður í lífinu er því ekki þannig farið að verið sé að velja um óhagganlega og óyggjandi valkosti. Í flestum tilvikum er því þannig farið að við veljum eitthvað eitt umfram annað og við það myndast nýjar aðstæður, sem gerir það að verkum að við getum oft ekki ráðið vali okkar miðað við það hvernig hlutirnir virðast vera hér og nú heldur jafnframt miðað við það hvernig þeir muni vera, eftir að við höfum valið.

Í bók sinni um ákvarðanatöku lýsir bandaríski vísindafréttamaðurinn Jonah Lehrer pókerspilaranum Michael Binger og hugsunum hans þegar hann spilar póker. Pókerspil er gott dæmi um ákvarðanatöku þar sem ekki er unnt að segja fyrir um afleiðingar valsins hverju sinni og því sé ekki ráðlegt að beita einungis annaðhvort tilfinningum eða skynsemi við ákvarðanatökuna, heldur hvoru tveggja. Michael Binger lýsir þessu á þann veg að hann sé sér stöðugt meðvitaður um tilfinningar sínar en að hann hugsi rökrétt um þær áður en hann bregst við hverju sinni. Hann notar með öðrum orðum tilfinningarnar til að fá hugmynd um það hvað honum beri að gera og síðan skynsemina til að ganga úr skugga um hvort tilfinningin hafi verið góð hugmynd.

Að leyfa tilfinningunum að eiga þátt í ákvarðanatöku er alls ekki jafngilt því að varpa skynseminni fyrir róða. Í mörgum flóknum ákvarðanatökum er hins vegar ráðlegt að notfæra sér hvort tveggja, í þeim hlutföllum sem hæfa hverjum aðstæðum.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta. Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi. Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið. Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá… Lesa meira

Safna fyrir börn Róhingja – Stökkva út í sjó ef markmið næst

Vinkonurnar og Snapchat stjörnurnar Aníta Estíva Harðardóttir, blaðamaður og Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur hafa nú ákveðið að leggja söfnun UNICEF fyrir börn Róhingja lið. UNICEF hóf söfnunina og Erna Kristín og Sara Mansour tóku hana yfir og héldu meðal annars styrktartónleika á Húrra, þar sem Karitas Harpa Viðarsdóttir rakaði af sér augabrúnirnar í beinni útsendingu, en hún hafði heitið að gera það næði söfnunarfé 2 milljónum króna. Aníta Estíva og Tara Brekkan ákváðu að leggja söfnuninni lið og skora á sjálfar sig um leið. Ef þær ná að safna 200.000 kr. fyrir lok næstu helgi þá ætla þær að stökkva saman út… Lesa meira

Einstakur Múmínbolli seldur á góðgerðaruppboði

Múmínbollinn með Míu litlu hefur verið hluti af bolla úrvali Arabia síðan árið 2008 þegar bollinn kom út. Hann hefur verið mjög vinsæll meðal safnara og aðdáenda Múmínálfana og verið í framleiðslu í nærri tíu ár. Áður en bollinn kom á markað voru nokkrar útgáfur búnar til í verksmiðju Arabia í Finnlandi.  Og á meðan á hönnun bollans stóð þá voru nokkrir litir prófaðir þar sem lokaútkoman sést ekki fyrr en búið er að hita bollann upp í ákveðið hitastig. „Framleiðsla á hverjum Múmínbolla tekur eitt og hálft til tvö ár. Litatónarnir í keramikinu eru alltaf mismunandi eftir samblandi lita… Lesa meira

Bára Halldórsdóttir spyr: „Er ég byrði og einskis virði?“

Bára Halldórsdóttir er móðir, eiginkona, aktívisti, öryrki. Hún er einnig meðlimur Tabú og formaður Behcets á Íslandi. Í einlægum pistli á tabu.is skrifar Bára um hvernig afstaða og mat annarra gerir það að verkum að henni finnst hún skipta sífellt minna máli í samfélaginu. Við gefum Báru orðið: Það er ýmislegt sem við manneskjurnar notum til að merkja okkur og mæla. Við setjum okkur takmörk og mælum okkur við hina og þessa. Oft erum við að mæla daglega lífið okkar við glansmyndina sem við fáum að sjá hjá öðrum. Ég hef verið í mörgum hlutverkum gegnum tíðina. Byrjaði eins og aðrir í… Lesa meira

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego með útgáfuboð

Sólrún Diego er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir hreingerningarráð hennar. Það lá því næst við að koma ráðunum góðu á bók og hún er orðin að veruleika. Bókin heitir Heima og í henni er fjallað um heimilisþrif og hagnýs húsráð, fallegt uppflettirit fyrir öll heimili. Heima er gefin út af Fullt tungl, fyrirtæki Björns Braga Arnarssonar. Útgáfuboð var í gær á Hverfisbarnum og mætti fjölda góðra gesta, sem naut veitinga og nældi sér í eintök af bókinni góðu. Lesa meira

Húsráð: Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur

Það er fátt jafn skemmtilegt á íssköldum morgni en að standa úti og hamast við að skafa bílrúðurnar. Ken Weathers, fréttamaður á KATE ABC fréttastöðinni í Knoxville Tennessee lumar þó á góðu húsráði. Þú þarft aldrei að skafa bílrúðurnar aftur. https://www.youtube.com/watch?v=TrcDxVM_gbU Lesa meira

Myndband: Channing Tatum sýnir danshæfileikana í nýju myndbandi Pink

Í gær kom út myndband við lag Pink, Beautiful Trauma, þar sem hún leikur húsmóður frá sjötta áratugnum. Í hlutverki eiginmannsins er Channing Tatum og eru þau hjónin, Ginger og Fred Hart, þreytt og óhamingjusöm. Myndbandið er litríkt og skemmtilegt og sýnir vel danshæfileika bæði Tatum og Pink. https://www.youtube.com/watch?time_continue=283&v=EBt_88nxG4c Lesa meira

Chrissy Teigen tilkynnir óléttuna á skemmtilegan hátt

Fyrirsætan, þáttastjórnandinn og gleðisprengjan Chrissy Teigen á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún dótturina Luna, 19 mánaða, með eiginmanninum, söngvaranum John Legend. Og það var verðandi stóra systir sem fékk að tilkynna fylgjendum mömmu sinnar á Instagram um meðgönguna. https://www.instagram.com/p/BbxZhF5l2gn/ Hjónin hafa verið einlæg og opin með baráttuna þeirra við ófrjósemi og vilja til að eignast fleiri börn og því eru þetta sannkallaðar gleðifregnir. Lesa meira

Þraut: Stendur þú þig betur en ljóskan?

Sú mýta hefur lengi loðað við ljóskur að þær séu ekki alveg jafn gáfaðar og konur eru almennt. Fjöldi bóka, kvikmynda, sjónvarpsþátta og brandara eru til um þessa mýtu.  Ljóskurnar hafa samt bara gaman af þessu, því þær vita manna best að háralitur segir ekkert til um gáfnafar. En nú getur þú lesandi góður athugað hvort að þú sért klárari en ljóskan í neðangreindum brandara/prófi sem er eins konar Viltu vinna milljón í ljóskuútgáfunni. - Hve lengi varaði Hundrað ára stríðið? * 116 ár * 99 ár * 100 ár * 150 ár Blondínan segir: Pass. - Frá hvaða landi… Lesa meira

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember. „Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir… Lesa meira

Fallegar fitnessdrottningar á bikarmóti

Bikarmótið í fitness fór fram síðustu helgi í Háskólabíói. 96 keppendur kepptu á stórglæsilegu móti. Konurnar kepptu í 12 flokkum og sigurvegari mótsins verður að teljast Bára Jónsdóttir, sem var að keppa í fyrsta sinn í módelfitness, en hún fór heim með þrenn verðlaun: hún byrjaði á að sigra byrj­enda­flokk­inn, síðan yfir 168 cm flokkinn og að lokum hún verðlaun sem sigurvegari yfir heildarkeppnina. Glóey Jónsdóttir varð bikarmeistari í módelfitness unglinga og sigurvegari í undir 163 sm flokki. Alda Ósk Hauksdóttir varð sigurvegari í olympíufitness. Bára Jónsdóttir varð sigurvegari í módelfitness yfir 168 sm, Sunneva Torres í öðru sæti og Hafrún Hákonardóttir í… Lesa meira

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Það gríðarmikilvæga starf sem Kvennaathvarfið hefur frá opnun þess, árið 1982, unnið til verndar konum og börnum sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna ofbeldis er ómetanlegt. Konur og börn þeirra geta dvalist í athvarfinu þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis af hálfu maka eða annarra heimilismanna.     Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum… Lesa meira