Tinna fór í brúðkaupsferð til Belfast – Kostir og gallar

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs að eiga þetta inni hehe.

Upprunalega ætluðum við alltaf að fara í brúðkaupsferð til Ítalíu og vera í 1-2 vikur, en svoleiðis ferð hefði ekki hentað á þessum tíma, þannig að hún bíður, í bili. Aðalmálið fyrir okkur var að drulla okkur loksins til útlanda bara við tvö og njóta saman! Þetta var alveg yndislegt og svo nauðsynlegt fyrir sambandið að fá smá breik frá mömmu- og pabbahlutverkinu.

Ég var mjög spennt fyrir Belfast því ég hef farið 9x til Glasgow og 2x til Englands og átti því eftir að heimsækja Írland til að geta sett eitt feitt X við allt Bretland. Langar samt rosalega til Dublin einn daginn, enda á það að vera allt önnur upplifun heldur en Belfast, því Írland skiptist víst í einhverja hluta sem eru eins og sitthvort landið og það er ekki einu sinni sami gjaldmiðilinn í Dublin og Belfast!

Jæja ég ætla hætta röfla núna og leyfa myndunum að tala sínu máli. Set smá texta undir hverja og eina.

 

 

27540190_10155408755479422_1758666974932104453_n

Tókum margar skemmtilegar myndir á leiðinni í Titanic safnið. Það er ágætis rölt að labba þangað en algjörlega þess virði

 

27459964_10155408756919422_2728620847737289634_n

Bara basic að kyssa fishyfish

 

27459845_10155408757944422_7548751394527306469_n

Smá selfie

 

27752114_10155408754444422_7770231523403216148_n

Sætastur í morgunmat á hótelinu :)

 

""

Við Arnór elskum að fara í bíó og þá sérstaklega í útlöndum og að sjálfsögðu fundum við bíó og löbbuðum þangað eitt kvöldið :)

 

27654451_10155408754909422_808895413392091691_n

Mega góðar pizzur á Pizza express, brauðbollurnar sem við pöntuðum í forrétt voru ógeðslega góðar!!

 

""

Hehe, sko það er aldrei erfitt að finna búðir og missa sig smá..

 

IMG_3318

Titanic safnið!

 

27337083_10155408754794422_3132176791657756521_n

Haldið ekki að Arnór hafi gefið gömlu þennan svaka flotta Titanic hring 😉

 

IMG_3439

Ég elska Costa! 

 

27459956_10155408752884422_6088820932741077645_n

Smá skvísulæti hér og þar..

 

27541090_10155408757224422_5620597240825143466_n

Ein aðalgatan

 

27750365_10155408757419422_2013533127417082471_n

Já kæra fólk við Arnór elskum pizzu og fórum að sjálfsögðu líka á Pizza Hut hehe..

 

27749840_10155408752874422_913233358482068659_n

Prófa nýjar flíkur og þá er pósað

 

27540499_10155408755774422_7298512108813346207_n 27655183_10155408755194422_8098491986842382131_n

Aðeins að heilsa upp á Charlie vin okkar

 

27544751_10155408758164422_8724379860668055346_n

Alsæl með nýju sólgleraugun

 

27657362_10155408756274422_5419220211576654490_n

Fallegt!

 

27460062_10155408755359422_4894320281640589709_n

Hvílt þreytta fætur

 

27654601_10155408752779422_5920962694112978132_n

Halló Ísland!

 

 

Langar að enda færsluna á smá kostum/göllum við Belfast að mínu mati og það sem kom á óvart.

 

Kostir:

-stutt flug

-fínt að verlsa

-lítill krúttlegur staður

-flott úrval af veitingastöðum

-gaman að labba um, margt fallegt að sjá

-Titanic safnið, mjög skemmtilegt að kíkja þangað. Mæli með að labba þangað, ótrulega gaman og margt fallegt og skemmtilegt að sjá í leiðinni :)

 

Gallar

– í raun eru engir gallar per se, en að mínu mati átti Belfast ekki séns í Glagsow, verslunarlega séð. En þar sem við vorum ekki beint í verlsunarferð (en þetta erum við þannig við versluðum alveg slatta sko hehe) þá skipti það ekki miklu en Belfast er flottur staður til að fara bara til að slaka á njóta, fara í göngutúr, borða og versla smá. En þið sem eruð að fara þangað í verslunarferð þá tókum við taxa í Asda (Superstore) og Matalan. Þær eru á sitthvorum staðnum en það var svo þess virði að fara því við versluðum mikið á báðum stöðum! Matalan er HUGE og á tveimur hæðum.

 

 

Það sem kom á óvart

-Belfast búar eru ekki jafn kurteisir og Skotar! Það kom alveg á óvart, manni fannst fólkið þarna vera smá “dónalegt” eins og við Íslendingar eigum það til að vera. Maður bjóst við sömu kurteisi eins og í Skotlandi og Englandi en það var ekki svoleiðis.
Hef samt heyrt að fólkið í Dublin sé rugl kruteist,  greinilega mjög ólíkir staðir þó þeir séu í sama landinu.

-PUND EN EKKI EVRUR. Úff sko, við fórum í bankann að sækja gjaldeyri einhverju fyrir ferðina og sögðum starfsmanninum að við værum að fara til Írlands, eða réttara sagt Belfast. Þá tilkynnir hún okkur að það séu Evrur í Írlandi (okkur datt ekki í hug að það væru tveir gjaldmiðlar í sama landinu þannig við treystum henni auðvitað). Meira segja fór hún og spurði annan starfsmann hvort það væru ekki Evrur í Írlandi og jújú, mikið rétt. Svo mætum við út, alveg eldhress með allar Evrurnar okkar (ég er svo gammeldags að ég tek alltaf allt í CASH) en neibb, ÞEIR NOTA EKKI EVRUR HELDUR PUND. Oh my gosh, jæja þetta var enginn heimsendir en fyrsti dagurinn byrjaði svona hressandi að við fórum að finna banka og skipta peningnum, svo þurftum við að skrifa undir eitthvað skjal og útskýra af hverju við værum að skipta svona miklum pening, en jæja allt er gott sem endar vel. Munið bara að Dublin = Evrur og Belfast = Pund. Það er víst ekki nóg að treysta bara á bankann hehe.

-Vonandi fannst ykkur fínt að lesa þetta yfir fyrir Belfast ferðina ykkar og ég segi bara góða skemmtun!

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira