Tinna fór í brúðkaupsferð til Belfast – Kostir og gallar

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs að eiga þetta inni hehe.

Upprunalega ætluðum við alltaf að fara í brúðkaupsferð til Ítalíu og vera í 1-2 vikur, en svoleiðis ferð hefði ekki hentað á þessum tíma, þannig að hún bíður, í bili. Aðalmálið fyrir okkur var að drulla okkur loksins til útlanda bara við tvö og njóta saman! Þetta var alveg yndislegt og svo nauðsynlegt fyrir sambandið að fá smá breik frá mömmu- og pabbahlutverkinu.

Ég var mjög spennt fyrir Belfast því ég hef farið 9x til Glasgow og 2x til Englands og átti því eftir að heimsækja Írland til að geta sett eitt feitt X við allt Bretland. Langar samt rosalega til Dublin einn daginn, enda á það að vera allt önnur upplifun heldur en Belfast, því Írland skiptist víst í einhverja hluta sem eru eins og sitthvort landið og það er ekki einu sinni sami gjaldmiðilinn í Dublin og Belfast!

Jæja ég ætla hætta röfla núna og leyfa myndunum að tala sínu máli. Set smá texta undir hverja og eina.

 

 

27540190_10155408755479422_1758666974932104453_n

Tókum margar skemmtilegar myndir á leiðinni í Titanic safnið. Það er ágætis rölt að labba þangað en algjörlega þess virði

 

27459964_10155408756919422_2728620847737289634_n

Bara basic að kyssa fishyfish

 

27459845_10155408757944422_7548751394527306469_n

Smá selfie

 

27752114_10155408754444422_7770231523403216148_n

Sætastur í morgunmat á hótelinu :)

 

""

Við Arnór elskum að fara í bíó og þá sérstaklega í útlöndum og að sjálfsögðu fundum við bíó og löbbuðum þangað eitt kvöldið :)

 

27654451_10155408754909422_808895413392091691_n

Mega góðar pizzur á Pizza express, brauðbollurnar sem við pöntuðum í forrétt voru ógeðslega góðar!!

 

""

Hehe, sko það er aldrei erfitt að finna búðir og missa sig smá..

 

IMG_3318

Titanic safnið!

 

27337083_10155408754794422_3132176791657756521_n

Haldið ekki að Arnór hafi gefið gömlu þennan svaka flotta Titanic hring 😉

 

IMG_3439

Ég elska Costa! 

 

27459956_10155408752884422_6088820932741077645_n

Smá skvísulæti hér og þar..

 

27541090_10155408757224422_5620597240825143466_n

Ein aðalgatan

 

27750365_10155408757419422_2013533127417082471_n

Já kæra fólk við Arnór elskum pizzu og fórum að sjálfsögðu líka á Pizza Hut hehe..

 

27749840_10155408752874422_913233358482068659_n

Prófa nýjar flíkur og þá er pósað

 

27540499_10155408755774422_7298512108813346207_n 27655183_10155408755194422_8098491986842382131_n

Aðeins að heilsa upp á Charlie vin okkar

 

27544751_10155408758164422_8724379860668055346_n

Alsæl með nýju sólgleraugun

 

27657362_10155408756274422_5419220211576654490_n

Fallegt!

 

27460062_10155408755359422_4894320281640589709_n

Hvílt þreytta fætur

 

27654601_10155408752779422_5920962694112978132_n

Halló Ísland!

 

 

Langar að enda færsluna á smá kostum/göllum við Belfast að mínu mati og það sem kom á óvart.

 

Kostir:

-stutt flug

-fínt að verlsa

-lítill krúttlegur staður

-flott úrval af veitingastöðum

-gaman að labba um, margt fallegt að sjá

-Titanic safnið, mjög skemmtilegt að kíkja þangað. Mæli með að labba þangað, ótrulega gaman og margt fallegt og skemmtilegt að sjá í leiðinni :)

 

Gallar

– í raun eru engir gallar per se, en að mínu mati átti Belfast ekki séns í Glagsow, verslunarlega séð. En þar sem við vorum ekki beint í verlsunarferð (en þetta erum við þannig við versluðum alveg slatta sko hehe) þá skipti það ekki miklu en Belfast er flottur staður til að fara bara til að slaka á njóta, fara í göngutúr, borða og versla smá. En þið sem eruð að fara þangað í verslunarferð þá tókum við taxa í Asda (Superstore) og Matalan. Þær eru á sitthvorum staðnum en það var svo þess virði að fara því við versluðum mikið á báðum stöðum! Matalan er HUGE og á tveimur hæðum.

 

 

Það sem kom á óvart

-Belfast búar eru ekki jafn kurteisir og Skotar! Það kom alveg á óvart, manni fannst fólkið þarna vera smá “dónalegt” eins og við Íslendingar eigum það til að vera. Maður bjóst við sömu kurteisi eins og í Skotlandi og Englandi en það var ekki svoleiðis.
Hef samt heyrt að fólkið í Dublin sé rugl kruteist,  greinilega mjög ólíkir staðir þó þeir séu í sama landinu.

-PUND EN EKKI EVRUR. Úff sko, við fórum í bankann að sækja gjaldeyri einhverju fyrir ferðina og sögðum starfsmanninum að við værum að fara til Írlands, eða réttara sagt Belfast. Þá tilkynnir hún okkur að það séu Evrur í Írlandi (okkur datt ekki í hug að það væru tveir gjaldmiðlar í sama landinu þannig við treystum henni auðvitað). Meira segja fór hún og spurði annan starfsmann hvort það væru ekki Evrur í Írlandi og jújú, mikið rétt. Svo mætum við út, alveg eldhress með allar Evrurnar okkar (ég er svo gammeldags að ég tek alltaf allt í CASH) en neibb, ÞEIR NOTA EKKI EVRUR HELDUR PUND. Oh my gosh, jæja þetta var enginn heimsendir en fyrsti dagurinn byrjaði svona hressandi að við fórum að finna banka og skipta peningnum, svo þurftum við að skrifa undir eitthvað skjal og útskýra af hverju við værum að skipta svona miklum pening, en jæja allt er gott sem endar vel. Munið bara að Dublin = Evrur og Belfast = Pund. Það er víst ekki nóg að treysta bara á bankann hehe.

-Vonandi fannst ykkur fínt að lesa þetta yfir fyrir Belfast ferðina ykkar og ég segi bara góða skemmtun!

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg

Katrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum, segir Katrín í samtali við blaðamann. Mamma var mikið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba… Lesa meira

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira