Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Aðventuskreytingar DIY

Nokkrir dagar í aðventuna og ég er búin að flakka um netið og sjá ykkur gera svo ofsalega fallegar og sniðugar aðventuskreytingar. Aðventukransar í dag geta verið eins misjafnir og þeir eru margir og fjölbreytileiki heimatilbúna kransa og skreytinga er dásamlegur. Ég er búin að skoða svo margar myndir af skreytingum undanfarið að ég er Lesa meira

thumb image

Var að hengja upp þvottinn þegar jörðin gleypti hana: Myndir

Það mætti halda að maður væri hvergi óhultur: Kona á fimmtugsaldri fór út í bakgarðinn sinn til þess að hengja upp þvottinn þegar jörðin gaf sig skyndilega undir fótum hennar. Konan féll í kjölfarið tæpa þrjá metra og lenti ofan í vatni þar sem hún þurfi að synda um til þess að halda sér á Lesa meira

thumb image

Þessar myndir sanna að allt sem þú veist er lygi

Það er alltaf ákveðinn harmleikur þegar við komumst að því að vitneskja okkar, meðvitund og sannfæring byggir einfaldlega á eintómum lygum. Nei – þetta eru engar ýkjur! Lítið bara á þessar myndir og þið munuð efast um allt sem þið tölduð satt og rétt. Þetta getur ekki verið satt!   Svona vex ananas:   Hello Lesa meira

thumb image

Komum í veg fyrir bruna af völdum kerta

Í desember eykst notkun kerta.  Flestir kertabrunar verða á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og á nýársdag eða þá daga sem við erum heima í faðmi fjölskyldunnar.  Í flestum tilfellum um að ræða minni háttar bruna þar sem enginn slasast og lítið fjárhagsleg tjón verður.  Það er þó mikilvægt að hafa í huga að lítið þarf til Lesa meira

thumb image

Elsa slær út Barbie þessi jól

Það er í fyrsta sinn í rúman áratug sem Barbie er ekki efst á óskalistum stúlkna fyrir jólin. Nú er það Elsa sem situr á toppinum og horfir niður á fyrrum drottningu jólagjafanna. Þrátt fyrir að ár sé liðið frá því að Disney myndin Frosinn kom á markað hafa vinsældirnar ekkert dvínað enda lög og leikföng Lesa meira

thumb image

Föndurgerð – kertastjaki á streng

Ég bjó til kertastjaka í kvöld, er lengi búin að horfa á String kertastjakann og ákvað að láta á það reyna hvort ég gæti búið til þannig. Ég keypti trékúlurnar í föndurbúð og mér til mikillar ánægju var hægt að kaupa trékúlur með kertastatív líka, keypti svo málningu (en auðvitað má hann líka vera ómálaður), leðurólar Lesa meira

thumb image

Love Actually: Órómantísk mynd með furðulegan boðskap?

Love Actually eins og þú hefur sennilega aldrei séð hana áður: Margir hafa horft á vinsælu jólamyndina Love Actually og sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En af hverju er þessi mynd svona vinsæl? Myndin er auglýst sem rómantísk jólamynd sem var markaðssett sérstaklega fyrir konur. En þegar söguþráðurinn er skoðaður nánar Lesa meira

thumb image

Ástarbréf frá fjögurra ára dreng vekur athygli

„Bara ef fullorðnir gætu tjáð sig svona vel,“ skrifaði móðir fjögurra ára drengs þegar hún birti mynd af ástarbréfi sem hann hafði samið. Bennet litli vildi senda Baily bréf en hann er skotin í henni og þau eru saman í leikskóla og hafa þekkst í tvö ár. Hefur drengurinn augljóslega náð að finna út úr því Lesa meira

thumb image

Þegar dæturnar sjá um að farða mömmur sínar

Það er ekki alltaf auðvelt að farða sig. Þú þarft að vanda til verks. Þetta er ekki meðfæddur hæfileiki. En það er dálítið merkilegt sem gerist þegar þú færir verkefni, sem við fáumst við á hverjum degi, í hendur barna. Útkoman er langt frá því að vera hefðbundin. Kannski er hún langt frá því að Lesa meira