Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Við mönum þig til að fara ekki í hláturskast með þessum krakka: Myndband

Það þarf oft ekki mikið til að skemmta litlu börnunum. Í þessu bráðsmitandi myndbandi má sjá leikskólahóp í skemmtilegum klappleik en það er einn piltur sem skemmtir sér töluvert meira en allir hinir. Hundruð þúsundir manna hafa hlegið að myndbandinu síðan það birtist á YouTube. Það þarf nefnilega heldur ekki mikið til að skemmta fullorðnu Lesa meira

thumb image

Handtekinn fyrir vörslu fíkniefna: Reyndist vera mylsna af kleinuhring

Karlmaður á sjötugsaldir var handtekinn í Flórída á dögunum þegar lögregluþjónar komu auga hvítt duft í bifreið hans. Lögreglan hafði verið á varðbergi í kringum matvöruverslun eftir að nágrannar kvörtuðu yfir eiturlyfjasölu í grennd við verslunina. Löggan veitti hinum 64 ára Daniel Rushing eftirför og stöðvaði hann skömmu síðar. Þá komu þeir auga á efni Lesa meira

thumb image

Reyndi að ræna konu í almenningsgarði – Hann sá strax eftir því

Óprúttinn glæpamaður reyndi að ræna konu þegar hann var á leið sinni í gegnum almenningsgarð í Svíþjóð á dögunum. Hann áttaði sig hins vegar ekki á því að konan sem hann reyndi að ræna var lögregluþjónn sem hafði ákveðið að nýta frídaginn og spóka sig í sólinni. Manninum hafði tekist að hnupla síma vinkonu hennar Lesa meira

thumb image

Tók háreyðingarkrem í misgripum fyrir sjampó

Margir hafa lent í því að teygja sig í rangan brúsa í sturtunni. Það er afskaplega meinlaust að víxla sjampó og hárnæringu en stundum hafa mistökin alvarlegri afleiðingar. Kayla Connors setti inn færslu á Twitter í vikunni þar sem hún segir systur sína hafa tekið hárnæringu í misgripum fyrir sjampó – og það fór eins Lesa meira

thumb image

Gilmore Girls öðlast nýtt líf á Netflix: Sjáðu fyrstu stikluna

Þættirnir Gilmore Girls hófu göngu sína árið 2000 og nutu strax mikilla vinsælda. Eftir sjö ára sigurgöngu var ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna og eftir sátu aðdáendur með sárt ennið. Nú hafa hins vegar borist sannkallaðar gleðifréttir frá Netflix: Gilmore Girls snúa aftur í nóvember á þessu ári í splunkunýrri þáttaröð. Næstum níu árum frá Lesa meira

thumb image

Giftu sig á gjörgæslu

Eftir mánaðardvöl á gjörgæslu og ellefu daga í dái vaknaði hinn 18 ára gamli Swift Meyers og vissi nákvæmlega hvað hann vildi gera. Swift bað Abbi, kæstu sína til næstum tveggja ára, að giftast sér og tveimur dögum síðar var haldin athöfn og veisla á gjörgæsludeildinni. Fjölskylda, vinir og starfsfólk spítalans lögðu sitt af mörkum Lesa meira

thumb image

Þess vegna er ólöglegt að eiga aðeins einn gullfisk í Sviss

Margir hafa átt gullfiska sem gæludýr einhvern tímann á ævinni. Þeir eru þekktir fyrir afar lélegt minni og ansi afslappaða tilveru. Umönnun þeirra kostar ekki mikla fyrir höfn og gæti það útskýrt vinsældir þeirra að hluta. En þeir sem ætla sér að bjóða gullfisk velkominn á heimilið ættu að hafa eitt hugfast: Það er ekki Lesa meira

thumb image

Þyrla Landhelgisgæslunnar stal senunni í einstakri brúðarmyndatöku

Fjöldi erlendra brúðhjóna hefur leitað hingað til lands til að gera hina einstöku náttúru Íslands hluta af ógleymanlegri athöfn – eða til þess að fanga einstakar brúðkaupsmyndir. Það er hins vegar ekki hægt að skipuleggja aðstæður myndatökunnar nákvæmlega og oft eru það fyrir slysni sem ótrúlegir hlutir verða að veruleika. Ljósmyndarinn CM Leung var að Lesa meira

thumb image

Kristen Stewart: „Ég er yfir mig ástfangin af kærustunni minni“

Kristen Stewart hefur yfirleitt lítið tjáð sig um einkalífið en nýlega staðfesti leikkonan að hún væri í sambandi með Aliciu Cargile. „Akkúrat núna er ég yfir mig ástfangin af kærustunni minni,“ segir Stewart, sem mun prýða forsíðu Elle í September. Kristen Stewart átti í ástarsambandi við Robert Pattinson í fimm ár, en þau léku saman Lesa meira

thumb image

„Sexí“ lesbíur hlutgerðar í undarlegri auglýsingu

Hvort er það kynlíf eða hlutgerving kvenna sem selur þegar kemur að auglýsingum? Kannski rennur þetta tvennt yfirleitt saman í eitt. Auglýsing félagsins Canada Oil Sands Community ber merki um hvort tveggja. Þar eru lesbíur notaðar í þeim tilgangi að upphefja kanadískan olíuiðnað. Á plakatinu má sjá tvær konur kyssast ásamt þeirri fullyrðingu að í Lesa meira

thumb image

Einfaldur gátlisti fyrir verslunarmannahelgina í boði Leiðinlega Gaursins

Stærsta ferðamannahelgi ársins er rétt handan við hornið og því er að ýmsu að huga áður en haldið ef af stað út úr bænum. Gott er að hafa við höndina gátlista svo ekkert farið úrskeiðis en að því tilefni hefur „Leiðinlegi Gaurinn“ – eins og hann kallar sig á Facebook – tekið saman nokkur atriði Lesa meira