Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Lestu bréfið sem Emilia Clarke skrifaði 18 ára sjálfri sér

Það er sérstök tilfinning að horfa yfir farinn veg þegar ákveðnir draumar hafa ræst að hluta eða í heild. Emilia Clarke hefur slegið í gegn fyrir leik sinn þáttunum Game of Thrones og er svo sannarlega margt til lista lagt. Þó hún hafi ekki verið sú fyrsta til að spreyta sig sem Daenerys Targaryen gætum Lesa meira

thumb image

Svanhildur um sjálfboðaliðastarfið: „Það er nauðsynlegt að vera í góðu andlegu jafnvægi“

Svanhildur Valdimarsdóttir er aðeins 21 árs gömul en hefur farið í sjálfboðaliðastarf til Indlands, Kenýa og Tanzaníu. Hún ætlar aftur út til Kenía í sumar til þess að hjálpa fólki. Í viðtali við Bleikt sagði Svanhildur að enginn geti hjálpað öllum en allir geti hjálpað einhverjum. Svanhildur er ættuð frá Grundarfirði en er búsett í Reykjavík. Henni Lesa meira

thumb image

Þríhyrndur bursti í hyljarann frá Real Techniques

Bold Metals línan frá Real Techniques hefur slegið í gegn hjá íslenskum konum. Hér eru á ferðinni sannkallaðir lúxus burstar, hannaðir af förðunarfræðingum til að gefa förðuninni sem allra fallegastu áferð. Hárin í Bold Metals burstunum eru einstaklega mjúk, og hvít að lit svo auðvelt sé að sjá hversu mikið magn af förðunarvöru er í Lesa meira

thumb image

Barnsmóðir Johnny Depp vísar ásökunum Amber Heard á bug

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að leikaraparið Johnny Depp og Amber Heards stendur í skilnaði eftir 15 mánaða hjónaband. Greint hefur verið frá því að Heard hafi einnig farið fram nálgunarbann á leikarann og sakar hann um ofbeldi gegn henni. Þess til sönnunar færði hún fram myndir af sér sem sýna áverka í Lesa meira

thumb image

Hugsaðu um húðina og hárið í sumar

  Proderm sólarvörnin Silkimjúk þétt froða sem er létt að bera á húðina, börn og fullorðnir elska það. Bindur raka vel í húðinni og hefur yfir 90% UVA vörn sem er einstakt. Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð,  Proderm á því marga trygga aðdáendur. Virkar í 6 klukkutíma, húðin verður fallega brún og dúnmjúk og þolir sjó og sund, Lesa meira

thumb image

Unglingur verður stjúpmóðir

Á mínu 19. ári tók ég þá ákvörðun að flytja úr foreldrahúsum, búa með bestu vinkonu minni í öðru sveitarfélagi og vinna þar. Ég var ævintýragjörn manneskja og langaði að prófa að sjá fyrir mér sjálf og standa á eigin fótum. Á þeim tíma var áætlunin einungis að búa og vinna þar yfir sumarið en Lesa meira

thumb image

Til mannsins sem myndaði bílinn minn

Kæri ungi maður, þú sérð þetta kannski ef það fær nægilega mikla athygli, ég vona að svo verði. Fyrir nokkru síðan var ég á leið út úr verslun og sá þig taka mynd af bílnum mínum sem lagt var í fatlaðra stæði. Þú lést þig hverfa þegar þú sást mig nálgast. Ég vildi að þú Lesa meira

thumb image

Stórsigur íslenskra kvenna í Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Evrópu- og Afríkuleikunum í CrossFit í dag. Björgvin Karl Guðmundsson sigraði í flokki karla. Alls voru 28 átta Íslendingar skráðir í þessa fjölmennu keppni og fóru yfirburðir okkar fólks ekki framhjá neinum. Björgvin stóð uppi sem hraustasti maðurinn og Ragnheiður sem hraustasta konan, en eins og fram Lesa meira

thumb image

Sýrlenskar mataruppskriftir Khattab: „Bragðið af íslenska matnum er öðruvísi“

„Bragðið af íslenska matnum er öðruvísi – líklega vegna veðursins og minni sólar. Í Sýrlandi var maturinn alltaf ferskur en hér þarf oft að fljúga honum til landsins eða frysta til lengri tíma,“ segir Khattab Al-Muhammad, enskukennari frá Sýrlandi, sem býr á Akureyri ásamt eiginkonu, sex börnum og móður, en Khattab féllst á að spjalla Lesa meira