Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Margrét og Hrafn flýja land með langveika dóttur sína

Brynhildur Lára er sex ára gömul hetja sem staðið hefur í ströngu stríði allt sitt líf. Fyrir eins árs aldur greindist hún með stökkbreyttan NF1-sjúkdóm sem þegar hefur kostað hana sjónina. Þá stafar henni hætta af enn meiri skaða finnist ekki rétt úrræði. Nýlega ræddi DV við foreldra Brynhildar, Margréti Grjetarsdóttur og Hrafn Óttarsson, en Lesa meira

thumb image

Þau jörðuðu kisu með tárin í augunum, viku síðar kom hún aftur heim

Suma daga trúir maður á kraftaverk. Aðra daga hljóta þetta að vera tilviljanir. Stöku sinnum botnar maður ekki eitt né neitt í neinu. Það var einmitt þannig dagur hjá eigendum kisunnar Sushi, en meðlimur fjölskyldunnar deildi þessari afar skrítnu sögu ásamt mynd á vefsíðunni Imgur. „Fyrir örfáum dögum varð kisan okkar, Sushi, fyrir bíl. Pabbi Lesa meira

thumb image

Marta söng fyrir fullum sal í útskriftinni: „Ég elska að koma fram og nýt mín best á sviði“

Marta Friðriksdóttir er nítján ára gömul og nýútskrifuð af eðlisfræðibraut Verzunarskóla Íslands. Hún er ári á undan jafnöldrum sínum í námi og hefur ýmsum áhugamálum að sinna. Marta hefur æft handbolta frá sjö ára adri og spilar enn með Val. Helsta ástríða hennar er þó söngur, sem hún hefur æft frá því hún man eftir sér. Lesa meira

thumb image

Alex Blær: „Ég er ég, og veistu hvað? Það er í lagi“

Því fylgja allskonar fordómar að vera ég; það að vera ég er erfitt út af samfélaginu sem við búum í. Ég er dæmdur fyrir að vera ég, einfaldlega út af því að ég vil upplifa frelsi. Ég vil brjótast út úr skelinni sem ég faldi mig innan í alveg frá því að ég vissi af þessu. Ég Lesa meira

thumb image

Ert þú með hæga brennslu? Hvað er til ráða?

Erfðir okkar spila hlutverk þegar kemur að brennslu eða efnaskiptum líkamans og sumir hafa hraðari brennslu á meðan aðrir hægari. Í dag langaði mig að tala við þig um hvað er hægt að gera í þessu svo þú getir aukið brennsluna ef það er óskandi og hver afleiðingin er á því að vera með hæga eða Lesa meira

thumb image

Sjáðu til þess að barnafötin týnist aldrei aftur í töskunni: Myndband

Þetta myndband gæti bjargað geðheilsunni eða í það minnsta sparað þér dýrmætan tíma: Ef þú hefur einhvern tíma lent í því að þurfa að gramsa í töskunni eftir barnafötunum en ekkert fundið – nema kannski eina samfellu og stakan sokk – þá skaltu ekki missa af þessu. Svona sérðu til þess að barnafötin týnist aldrei í óendanlegu tómi töskunnar. www.mumswithbubsfitness.com.au Gave this Lesa meira

thumb image

Fólk er að missa sig yfir hamingjusama trommuleikaranum á Júróvisjón: Myndband

Það fylgdust margir spenntir með Júróvisjón í gær, en nú er hálfur heimurinn að missa sig yfir tónlistaratriði Austurríkismanna sem sýnt var þegar keppnin var um það bil hálfnuð. Þá er það sérstaklega ákveðinn trommuleikari sem vakið hefur athygli; en gleðin skín af honum með slíkum hætti að menn trúa ekki sínum eigin augum. Þessi Lesa meira