Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur “Make Over” leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í “make over” á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Bækur sem ætti ekki að lesa á almannafæri: Myndir

Sumar bækur fjalla um málefni sem betra væri að lesa í einrúmi, aðrar eru einfaldlega stórfurðulegar til að byrja með. Hér eru dæmi um nokkur vandræðaleg augnablik sem hefði betur mátt forðast. Þú veist við hverju er að búast frá þessum. Ætli þeir séu að læra eitthvað nýtt? Þessi er nú meiri uppreisnarseggurinn… Djúpt sokkinn. Þetta Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Oreo Brownies

Hamingjan hjálpi mér hvað þær eru góðar þessar! Þær eru í það minnsta á leiðinni með mér í einhver jólaboð og alveg pottþétt á miðnæturhlaðborðið á Gamlárskvöld. Hér kemur uppskriftin… Oreo brownies 150gr smjör við stofuhita 200gr Cadbury’s súkklaði (bráðið) 350gr sykur 2 tsk vanilludropar ¼ tsk salt 4 msk bökunarkakó 3 egg 3 msk Lesa meira

thumb image

Jólaleikur Bleikt: Vertu með flott augnhár um hátíðarnar

Bleikt er í gjafastuði og ætlum við í samstarfi við Mabeline og Tanya Burr að gefa nokkrum heppnum lesendum flotta vinninga fyrir jólin. Við ætlum að gefa heppnum lesendum nokkrar glæsilegar gjafaöskjur frá Mabeline og svo ætlum við líka að gefa Tanya Burr augnhárin vinsælu sem eru fullkomin fyrir hátíðarnar. Um gjafaöskjuna: Askjan inniheldur bæði Go Lesa meira

thumb image

Dýrin hugsa líka um útlitið: Myndband

Það er ekki bara mannfólkið sem hugsar um útlitið og hefur gaman að því að punta sig. Þetta er reyndar fullkomlega náttúruleg hegðun, enda hafa dýrin líka dálæti af því að hafa sig til og gera sig fín. Því fylgir nefnilega alveg frábært tilfinning að gera eitthvað fyrir sjálfan sig á eigin forsendum. Þessi dvergpáfi hefur slegið í gegn Lesa meira

thumb image

Fann nál í súkkulaði í Smarties jóladagatali

11 ára stúlku brá heldur betur í brún þegar hún ætlaði að borða einn af súkkulaðiköllunum sem voru í jóladagatalinu hennar því þegar hún tók fyrsta bitann fann hún nál inni í kallinum. Móðir hennar þakkar sínu sæla fyrir að stúlkan setti ekki allan kallinn í munninn í einu. Tonje Marie, sem býr í Þrándheimi Lesa meira

thumb image

Hætt við frumsýningu The Interview af ótta við hryðjuverk

Fram kom í gær að fyrirtækið Sony hafi hætt við fyrirætlaða útgáfu kvikmyndarinnar The Interview sem skartar þeim James Franco og Seth Rogen í aðalhlutverkum. Myndina átti að frumsýna á jóladag, 25. desember, en eftir að stærstu kvikmyndahús Bandaríkjanna neituðu að sýna myndina af ótta við hryðjuverk ákváðu Sony að hætta við útgáfuna. Óþekktir netþrjótar Lesa meira

thumb image

Orr gullsmiðir: Brjálaðar andstæður og einstakur samhljómur

Á verkstæðinu í Orr gilda engar reglur, allt er mögulegt og staðlar eru ekki til. Að framkvæma hið ómögulega er daglegt verkefni hönnuðanna sem skilar sér í framandlegum og fallega furðulegum hlutum sem eiga sér enga hliðstæðu. Hver einn og einasti hlutur er handsmíðaður og því engir tveir nákvæmlega eins. Markmið verslunarinnar sem er beint Lesa meira

thumb image

Hárið: Ráð til að minnka slit og klofna enda

Margir fá þá löngun að safna smá hári eða ná því aðeins lengra niður. Það eru til nokkur góð ráð til þess að hjálpa hárinu að síkka. Hárið vex ákveðið mikið yfir árið og vex það jafnt hjá öllum – um það bil einn sentímeter á mánuði. Hárið vex ekkert hraðar sama hvað þú gerir en það Lesa meira

thumb image

Hrein og fáguð hátíðarförðun

Leitið þið ykkur að innblæstri fyrir fallega og einfalda hátíðarförðun, þá sjáið þið hér góða hugmynd frá förðunarfræðingnum Ásdísi Gunnarsdóttur sem gerði þessa klassísku förðun fyrir nýjasta tölublað NUDE Magazine. Fyrir förðunina sækir Ásdís innblástur til farðana sem voru áberandi í 6. áratug síðustu aldar þar sem farðanir sem þekkjast best í dag sem léttar Lesa meira