Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Þessu ætti engin kona að klæðast eftir þrítugt!

Þegar konur eldast verður æ mikilvægara að huga að klæðnaði, förðun og aukahlutum. Ekki viljum við líta út eins og fífl. Hér er listi sem allar konur ættu að kynna sér vandlega.   Vesti úr lifandi geitungum Kjól úr skyrdósalokum sem eru límd á líkamann með tonnataki Kjötleggings þegar farið er í heimsókn til hundaræktanda Lesa meira

thumb image

Zayn Malik er kominn með nýja kærustu

Fyrrum One Direction söngvarinn Zayn Malik hefur átt viðburðarmikið ár. Í mars sleit trúlofun sinni við unnustuna sína og í ágúst hætti hann í hljómsveitinni sem hafði gert hann frægan. Hafa fjölmiðlar síðustu mánuði sínt honum mikla athygli en síðustu vikur hefur hann sést víða með fyrirsætunni Gigi Hadid. Þau eru bæði nýhætt í sambandi, Gigi hætti Lesa meira

thumb image

Súkkulaðikaka með súkkulaði- og heslihnetusmjörkremi

Ég bauð upp á þessa dásemdarköku á kökuskreytingarnámskeiði hjá mér um daginn og var fyrir lifandis löngu búin að lofa henni hingað inn. Svo er bara merkilegt hvað tíminni líður en hér kemur hún loks! Ég er með æði fyrir heslihnetusmjörinu frá Rapunzel þessa dagana svo þið megið eflaust búa við fleiri tilraunauppskriftum sem innihalda Lesa meira

thumb image

Blóðnasir barna- hvað er til ráða?

Blóðnasir geta verið ógnvekjandi reynsla fyrir börn, sem hættir til að halda að eitthvað alvarlegt sé að þegar úr þeim blæðir svona mikið. Helstu ástæður fyrir blóðnösum eru oftast afar meinlausar, eins og til dæmis að barnið hafi sært slímhúðina í nefinu með því að bora í nefið, snýta sér full harkalega eða hefur fengið högg Lesa meira

thumb image

Nýjar myndir af Karlottu prinsessu: Ekki sést opinberlega síðan í júlí

Í morgun birti Katrín hertogaynja af Cambride tvær ljósmyndir af Karlottu prinsessu sem er orðin sex mánaða gömul. Sú stutta hefur ekki sést opinberlega frá því að hún var skírð í júlí.     Myndinar tvær birtust á vefsvæði Kensington hallar en þær eru þakklætisvottur, frá þeim Vilhjálmi og Katrínu, til breskra fjölmiðla fyrir gefa Lesa meira

thumb image

Nærbuxur sem gera túrtappa og dömubindi óþörf!

Ný tegund nærbuxna er talin geta bylt nærbuxnaveruleika kvenna og á sama tíma mögulega gert dömubindi og túrtappa hér um bil að óþarfa. Þrjár hugvitssamar konur Radha og Miki Agrawal og Antonia Dunbar, hafa sett á markað nýja tegund nærbuxna sem hafa einstaka eiginleika. Tíðablæðingar hafa mikil áhrif á konur um allan heim. Viða í heiminum Lesa meira

thumb image

Þegar dóttir mín var tilkynnt til barnaverndar

„Við getum ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu,“ sagði skólastýran við mig í símann. „Mikilvægast er að hlúa vel að henni núna.“ Auðvitað man ég þetta ekki orðrétt, en það var eitthvað á þessa leið. Hún var að tala um dóttur mína. Þetta örlagaríka símtal kom eins og ísköld gusa í andlitið Lesa meira

thumb image

Tara lenti í lífshættu vegna RS-veirusýkingar

Þórhildur Löve er 37 ára tveggja barna móðir sem ritaði nýlega sláandi pistil um reynslu sína og fjölskyldu sinnar af RS-vírusnum. Dóttir Þórhildar, Tara, sem í dag er tæplega eins árs, veiktist alvarlega af RS-vírusnum þegar hún var aðeins þriggja mánaða gömul. Þórhildur segir í pistlinum á opinskáan hátt frá þvi hvernig það var að Lesa meira