Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Hanna Rún ósátt: „Stjörnurnar mættar í hæfileikakeppni til að stela senunni frá börnunum“

Dansarinn Hanna Rún og eiginmaður hennar og dansherra Nikita Bazev, duttu út úr keppni í undarúrslitum Ísland Got Talent í gærkvöldi Hanna Rún segir þáttinn sem og aðra sambærilega þætti ekkert annað en vinsældarkosningu. Hanna Rún er er mjög ósátt við neikvæð viðbrögð Íslendinga en frá því að þau voru fyrst kynnt til leiks í Lesa meira

thumb image

Björgvin Matthías: „Þetta er stórmerkilegur fundur“

Um helgina greindi Bleikt frá því að flöskuskeyti sem 11 ára drengur að nafni Björgvin Matthías Hallgrímsson sendi á vit ævintýranna árið 2000 hafi fundist suðvestur af Bergen í síðustu viku. Norðmaðurinn Geir Ola sem fann skeytið hafði í kjölfarið samband við Björgvin í gegnum Facebook og játar að það hafi verið sérstakt að heyra Lesa meira

thumb image

„Ef hún þarf að grennast á milli tánna þá lætur þú það gerast:“ Kanye tók reiðikast á einkaþjálfara Kim

Kanye West virðist enn einu sinni hafa misst kúlið, ef marka má nýjasta þátt raunveruleikaþáttarins Keeping up with the Kardashians. Í einu atriði þáttarins sést Kim ræða við systur sína Khloé um eiginmanninn og reiðikast sem hann tók á einkaþjálfarann hennar. Eins og flestir vita er Kanye er mjög umhugað um vaxtarlag og líkamsræktaráhuga spúsu Lesa meira

thumb image

Soffía: Stórkostlegur DIY bakki

Soffíu Dögg Garðasdóttur sem heldur úti heimasíðunni Skreytum hús ættu flestir íslenskir fagurkerar að þekkja. Í gær birtum við DIY pistil eftir Soffíu þar sem hún kennir lesendum að gera ótrúlega fallega páskaskreytingu. Nú bætir hún um betur og býr til bakka undir herlegheitin. Soffía notar eingöngu föndurvörur frá A4 til að prýða bakkann.    

thumb image

5 keppendur um verstu næringarráð sögunnar

Saga næringarfræðinnar er lituð af rangfærslum. Fólki hefur verið ráðlagt að gera alls kyns undarlega hluti, þvert á almenna skynsemi. Sumar þessara hugmynda eru ekki aðeins gagnslausar, heldur mögulega skaðlegar. Það sem er þó allra verst … er að enn er verið að halda mörgum þessara hugmynda að fólki.

thumb image

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Hæ Ragga: Ég er 23ja ára strákur, einhleypur og vel vaxinn. Á ekki í neinum vandræðum með að ná í stelpur og sef yfirleitt hjá um helgar þegar ég hitti einhverja spennandi píu á djamminu. Ég held að ég sé frekar góður elskhugi, að minnsta kosti tekst mér yfirleitt að fullnægja dömunum.

thumb image

Svona getur þú breytt þinni eigin rithönd í tölvutækt letur: Leiðbeiningar

Það er ótrúlega skemmtilegt að eiga alveg einstakt og persónulegt letur til taks í tölvunni. Ef þig hefur einhvern tíma langað að breyta rithönd þinni í tölvutækt letur er ferlið er svo miklu einfaldara en þú heldur. Á vefsíðunni MyScriptFont.com getur þú sóttu eyðublað sem þú prentar út og fyllir í með penna að eigin vali. Síðan skannar þú Lesa meira