Tískudagar í Smáralind um helgina – Nóg um að vera!

Óhætt er að segja að nóg verði um að vera í Smáralind um helgina en þar standa yfir svokallaðir Tískudagar. Á laugardaginn verður meðal annars haldin glæsileg tískusýning þar sem keppendur í Elite Model Look 2012 sýna fatnað frá verslunum í Smáralind.

Ungir og efnilegir nemendur í Fashion Academy Reykjavík bjóða upp á ókeypis stílistaráðgjöf ásamt léttri förðun og handsnyrtingu. Sýnikennsla í förðun, hárgreiðslu og french manicure verður í boði frá Make Up Store og Modus hárstofa mun einnig kenna gestum að gera flottar hárgreiðslur á mjög auðveldan hátt. Ekki má gleyma nöglunum en naglafræðinemar frá Fashion Academy Reykjavík verða að sjálfsögðu á svæðinu og sýna hvernig á að gera french manicure í tveimur litum.

Á sunnudaginn fer svo í gang skemmtilegur „Make Over“ leikur sem felst í því að nemendur í förðun, stílistun og ljósmyndum í Fashion Academy skólanum fá að spreyta sig á gestum Smáralindar. Gestir og gangandi geta skráð sig í „make over“ á sunnudaginn milli klukkan 13:00 og 17:00. Útkomurnar verða síðan birtar á Facebook-síðu Smáralindar en þær útlitsbreytingar sem ná mestum vinsældum á síðunni vinna 15.000 króna gjafabréf í Smáralind.

Sérstök Smáralindarútgáfa af Nude Magazine hefur verið gefin út í tilefni af Tískudögum en ákveðið var að gefa blaðið út á prenti í fyrsta sinn núna og hægt er að nálgast það frítt í Smáralind um helgina.

thumb image

Myndband um framleiðslu á hlaupi vekur athygli – Vissir þú þetta?

Ítarlegt myndband sem sýnir hvernig sælgætishlaup er búið til hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í myndbandinu sem birt var í síðustu viku má sjá skref fyrir skref framleiðsluferlið á hlaupi og kemur aðalinnihaldsefnið mörgum á óvart. Einhverjir fagna því að þetta sé sýnt og segjast alltaf hafa vitað þetta á meðan aðrir Lesa meira

thumb image

Tölvutek 10 ára: Mögnuð dagskrá fyrir alla fjölskylduna! – Þér er boðið

Það verður öllu tjaldað til þegar Tölvutek fagnar 10 ára afmæli með viðskiptavinum og öðrum gestum, laugardaginn 3. september. Þetta er afmælisveisla sem engin fjölskylda má missa af og ekki nóg með það – Tölvutek ætlar að gleðja heppna þátttakendur með vinningum daglega fram að veislunni. RISA afmælistónleikar fara fram á hinu svokallaða Stjörnuteppi þar Lesa meira

thumb image

Hver er íslenski tvífari Justin Bieber?

Það styttist óðum í komu Justin Bieber hingað til lands en tónleikar hans í Kórnum fara fram 8. og 9. september. Í tilefni þess stendur Sena Live fyrir leit að íslenskum tvífara Bieber. Alls eru níu drengir sem taka þátt. Auglýst var eftir tvíförum á Facebook þar sem fólki gafst tækifæri til að tagga vini Lesa meira

thumb image

Best klæddar á VMA verðlaununum: Blue Ivy stal senunni

MTV VMA verðlaunin voru afhent í gær og eins og við sögðum frá í morgun var það Beyoncé sem vann til flestra verðlauna. Beyoncé mætti í ótrúlega flottum kjól á hátíðina en Blue Ivy dóttur hennar tókst samt að stela senunni á hvíta dreglinum þegar þær mættu. Var hún klædd í æðislegan kjól og með Lesa meira

thumb image

Rihanna sýndi magnaða sönghæfileika og hlaut heiðursverðlaun

Rihanna steig alls fjórum sinnum á svið á tónlistarverðlaunahátíð MTV þar sem hún flutti lagasyrpur sem spönnuðu feril hennar frá upphafi. Hún opnaði hátíðina með lögum á borð við Don‘t Stop the Music og We Found Love. Í annað sinn á sviðinu söng hún meðal annars Rude boy og Work. Í þriðja skipti mátti meðal Lesa meira

thumb image

Sigurvegarar MTV-tónlistarverðlaunanna – Beyoncé sigursælust

Tónlistarverðlaun MTV Video Music Awards voru veitt í gærkvöldi og sópaði sögn konan Beyoncé til sín alls átta verðlaunum. Hún hefur því hreppt 21 VMA-verðlaun í gegnum árin sem er meira en nokkur annar tónlistarmaður. Næst á eftir henni í röðinni er poppstjarnan Madonna sem fengið hefur 20 VMA-verðlaun. Á verðlaunahátíðinni vakti flutningur hennar á Lesa meira

thumb image

Gerðu þína eigin draumatöflu og náðu markmiðum þínum hraðar!

Draumatöflur eru frábær leið til þess að hafa setja sér markmið og ná þeim. Þá festir þú á minnistöflu alls konar innblástur, tilvitnanir, , verkefnalista, hvetjandi setningar eða orð og annað sem færir þig nær þínum markmiðum. Svipað er hægt að gera fyrir ákveðin verkefni, svokallað „moodboard,“ með innblæstri fyrir það sem þú ætlar þér að gera eins Lesa meira

thumb image

Þessir stressuðu og þreyttu foreldrar fengu aðstoð úr óvæntri átt

Foreldrahlutverkið getur oft verið krefjandi og erfitt og þá getur verið æðislegt að fá smá aðstoð á þeim augnablikum. Sumir hjálpa foreldrum sem þeir þekkja í erfiðum aðstæðum óvænt og óumbeðið af góðmennskunni einni saman. Hér eru nokkrar slíkar sögur um góðmennsku ókunnugra sem birst hafa á síðunni Upworthy. Þegar tvíburamamman Coty Vincent var að eiga Lesa meira

thumb image

Sjáðu leikara við hlið tvífara sinna í þekktum kvikmyndahlutverkum

Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað gerist á bakvið tjöldin í heimi kvikmyndanna. Á bakvið hverja einustu mynd er fjöldi „ósýnilegra“ snillinga sem á stóran þátt í að gera upplifun áhorfenda að veruleika. Áhættuleikarar og staðgenglar eða „tvífarar“ aðalleikaranna fá til dæmis litla athygli þrátt fyrir að gegna mikivægu hlutverki. Hér má sjá leikara Lesa meira