Tíu óhugnanlegar ljósmyndir sem sýna harmleik í bígerð

Oft segir ein mynd meira en þúsund orð – en þessar myndir gera mann orðlausan. Allar eru þær raunverulegar og teknar aðeins örfáum mínútum, eða jafnvel sekúndum, fyrir gríðarlegan harmleik. Það er átakanlegt að sjá neista lífsins aðeins örskotsstundu áður en hann slokknar að eilífu.

VARÚÐ: Eðli málsins samkvæmt eru margar þessara mynda óhugnanlegar og alls ekki fyrir viðkvæma.

Venjulegur dagur í Omagh

1

Þann 15. ágúst árið 1998 sprakk bílasprengja í borginni Omagh á Norður Írlandi. 29 manns létu lífið og yfir 200 særðust í einni mannskæðustu árás írska lýðveldishersins. Þessi mynd hefur vakið gríðarlega athygli, en hún fannst á myndavél sem grafin var upp úr rústunum. Hér má sjá fólk njóta lífsins, með bros á vör á fallegum degi aðeins örfáum mínútum áður en bíllinn sem sést hér á myndinni sprakk.

Síðustu stundirnar í lífi Reginu Kay Walters

2

Hin 14 ára Regina Kay Walters frá Texas varð fjöldamorðingjanum Robert Ben Rhoades að bráð. Rhoades klippti á henni hárið, klæddi hana í föt og tók myndir af henni áður en hann myrti hana. Þegar hann var handtekinn í september árið 1992 hafði hann þegar myrt tvær aðrar stelpur en hann situr nú ævilangt í fangelsi. Það er óhugnanlegt og átakanlegt að sjá þessa mynd sem sýnir ótta og þjáningu sem endurspeglar hrotta og mannvonsku morðingjans.

Morðið á Reynaldo Dagsa

3

Reynaldo Dagsa, 35 ára stjórnmálamaður frá Filippseyjum, var myrtur af vopnuðum manni í byrjun árs 2011. Það sem vakti sérstaka athygli var þessi ljósmynd sem Dagsa smellti af fjölskyldu sinni á sömu stundu og hann var skotinn, því á myndinni má einnig sjá morðingjann þar hann hleypir af byssunni. Myndin var notuð sem sönnunargagn í rannsókn málsins og varð til þess að hinn seki var fljótt handtekinn. Það er átakanlegt að sjá hvernig maðurinn tekur sakleysislega ljósmynd af fjölskyldu sinni og festir sína eigin óvæntu banastund á filmu í leiðinni.

Harmleikur við Beas ánna

4

Hópur 24 verkfræðinema frá Hyderabad á Indlandi voru í vettvangsferð þegar vatni var skyndilega hleypt af virkjun við Beas ánna. Um var að ræða alvarlega vanrækslu í starfi að hálfu starfsmanna virkjunarinnar, en straumurinn dró alla nemendurna út í ánna. Þessi hópmynd hefði átt að vera örlítill minnisvarði um vettvangsferðina en sýnir þess í stað síðustu stund í lífi þessa unga fólks.

Dauðadæmdur

5

„Dauðadæmdur“ (e. DOOMED) var heldur taktlaus fyrirsögn á forsíðu New York Post þegar þeir birtu þessa mynd árið 2012. Hinn tæplega sextugi Ki-Suk-Han hafði átt í erjum við heimilislausan mann í lestargöngum í Manhattan, sem endaði með þeim ósköpum að sá heimilislausi, Naeem Davis, hrinti honum niður á lestarteinana. Það skelfilega við myndina er þó, eins og sagði í fyrirsögninni, að hér má sjá mann sem er raunverulega dauðadæmdur, enda varð hann fyrir lestinni sekúndubrotum síðar. Davis var í kjölfarið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.

Opinbert sjálfsmorð Budd Dwyer

6

Budd Dwyer var bandarískur stjórnmálamaður allt til síns dauðadags þann 22. janúar árið 1987. Eftir að hafa verið fundinn sekur um að þiggja mútur blasti við honum 55 ára fangelsisdómur og himinháar fjársektir. Dómurinn fór illa í Dwyer og var eflaust ekki á réttum rökum reistur – enda játaði fyrrum lögfræðingur Dwyer mörgum árum síðar að hafa borið falskan vitnisburð.

Boðað var til blaðamannafundar þar sem Dwyer átti að segja af sér. Kvikmyndatökuvélar voru á staðnum og öllu sjónvarpað beint heim í stofu á miðjum degi. Dwyer hélt ræðu sína og dró að lokum upp skammbyssu. „Vinsamlegast yfirgefið herbergið ef ykkur misbýður þetta,“ sagði Dwyer áður en hann skaut sig í höfuðið fyrir framan áhorfendur í sal og heima í stofu.

Dauði Travis Alexander

7

Þessi mynd sýnir hinn þrítuga Travis Alexander í sturtu skömmu áður en hann var hrottalega myrtur af fyrrverandi kærustu sinni, Jordi Arias. Travis fannst í sturtubotninum með 27 stungusár, skorinn á háls og skotinn í höfuðið. Jordi Arias neitaði sök í fyrstu, en sagði síðar að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Sú fullyrðing þótti ekki trúverðug.

James Bulger í öryggismyndavélum

8

Það vakti óhug almennings árið 1993 þegar tveir tíu ára drengir rændu hinum tveggja ára gamla James Bulger úr verslunarmiðstöð í Liverpool í Englandi og myrtu hann með hrottafengnum hætti. Þessi mynd af drengjunum, þar sem þeir leiða Bulger á brott, náðist á öryggismyndavélar og fór víða í fjölmiðlum. Mörgum þóttu þessir drengir fá allt of vægan dóm, þó þeir væru ekki nema tíu ára gamlir, en þeir sátu inni í átta ár og fengu aðhlynningu og sálfræðimeðferð til 18 ára aldurs. Að því loknu var þeim hleypt aftur út í samfélagið undir dulnefnum og verndarvæng stjórnvalda.

Mark Chapman hittir John Lennon

9

Sorgin breiddist um víða veröld þegar Mark Chapman myrti John Lennon fyrir utan heimili hans í New York árið 1980. Þessi mynd sýnir Chapman og Lennon þar sem þeir hittast í fyrsta sinn, aðeins klukkustundum áður en Chapman skaut friðelskandi Bítilinn til bana. Það sorglega er að auk þess að vera morðingi Lennon, var Chapman einnig sá síðasti til að vera ljósmyndaður með söngvaranum.

Bræður í fríinu

10

Bræðurnir Michael og Sean McQuilken voru í fríi með fjölskyldunni í Kaliforníu árið 1975 þegar undarlegt atvik átti sér stað. Hárið þeirra fór að rísa upp í loftið eins og sjá má á myndinni. Stuttu eftir að ljósmyndin var tekinn urðu þeir báðir fyrir eldingu og hlutu alvarlega áverka. Þó báðir bræðurnir hafi komist lífs af er þessi mynd af þeim heimsfræg og gjarnan notuð til forvarnar um hætturnar sem fylgja eldingum, en þær valda um 24.000 dauðsföllum ár hvert.

Myndir og heimildir: Listverse.

Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof?

Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann. Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu. Lesa meira

Notalegur thai núðluréttur

Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Lesa meira

Górillan Zola slær í gegn með rosalega danstakta – Ný „Flashdance“ stjarna fædd

Górillan Zola hefur gjörsamlega heillað netverja upp úr skónum og slegið í gegn vegna danshæfileika sinna. Myndband af Zola dansa og snúa sér í hringi í stórum vatnsbala hefur vakið mikla athygli. En það vantaði eitthvað, lagið „Maniac“ úr kvikmyndinni „Flashdance“ sem kom út árið 1983. Útkoman er stórkostleg þegar laginu er bætt við dans Zola. Síðan þá hafa verið sett hin ýmsu lög við þessa glæsilegu danstakta. Hér geturðu horft á upprunalega myndbandið. Lesa meira

Endurgerðu yndislega mynd 24 árum seinna: „Við þurfum fleiri svona myndir svo ungt fólk geti átt jákvæðar fyrirmyndir“

„Er þetta ekki bara eitthvað tímabil?“ er því miður spurning sem LGBTQ einstaklingar og pör fá oft að heyra. Það er ástæðan fyrir því að Nick Cardello og eiginmaður hans Kurt English ákváðu að sýna heiminum ást sína með fallegri og áhrifamikilli mynd. Nick og Kurt hafa verið saman í 25 ár. Í síðustu viku fóru þeir í jafnréttisgöngu í Washington D.C. og endurgerðu mynd sem þeir tóku í sömu göngu árið 1993. Nick og Kurt búa í Tampa, Flórída og hafa verið giftir síðan 2008. Þeir kynntust fyrst í „LGBTQ-vænni“ kirkju 1992. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að… Lesa meira

Ingibjörg: Að vera „þessi“ mamma

Ég fór í veislu síðustu helgi. Gullfallega skírnarveislu hjá yndislegri vinkonu, sem reyndar breyttist svo í brúðkaup (Til hamingju aftur elsku elsku HJÓN!). Salurinn, veitingarnar, vinkona mín og fjölskyldan hennar – allt óaðfinnanlegt. Svo, ætla ég að mála mynd fyrir ykkur. Þið farið í veislu, þið setjist niður með kaffibollann ykkar og fylgist spennt með því sem er að gerast, reynið að heyra hvert orð sem sagt er, taka þátt í söngnum – vera með. En þið getið það ekki almennilega, því hinum megin í salnum eru lítil sæt krakkagerpi hlaupandi, færandi stóla og með læti algjörlega grunlaus um að… Lesa meira

Tískan á BET-verðlaunahátíðinni

BET-verðlaunahátíðin var haldin hátíðlega í gærkvöldi. BET eru árleg verðlaun afríska-amerískra listamanna og íþróttamanna í Bandaríkjunum. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði sjónvarps, kvikmynda, tónlistar og íþrótta. Leslie Jones var kynnir hátíðarinnar sem var haldin í Microsoft Theater í Los Angeles. Beyoncé og Bruno Mars voru valin bestu R&B og popp listamennirnir. Beyoncé fékk verðlaun fyrir lagið „Sorry.“ Migos var valin besti hópurinn. Serena Williams og Stephen Curry voru valin íþróttafólk ársins. Taraji P. Henson og Mahershala Ali voru valin bestu leikararnir Sjáðu alla vinningshafana hér. Eins og venjan er í Hollywood þá mættu stjörnurnar á rauða dregillinn… Lesa meira

Dóttir kallar mömmu sína „feita“ – Svar móður hennar hefur vakið mikla athygli

Þegar Allison Kimmey sagði börnunum sínum að það væri kominn tími til að fara upp úr sundlauginni varð dóttir hennar svo fúl að hún sagði við bróður sinn „mamma er feit.“ Allison ákvað að kenna þeim lexíu. Eftir að þau komu heim þá vildi Allison spjalla aðeins við börnin. „Sannleikurinn er sá að ég er ekki feit. Það ER enginn feitur. Það er ekki eitthvað sem þú ERT. En ég er MEÐ fitu. Við erum ÖLL með fitu. Hún verndar vöðvana og beinin okkar og gefur okkur orku,“ sagði Allison við börnin sín. Hún kenndi börnunum sínum að „feitur er… Lesa meira

Meira kynlíf bjargar ekki endilega sambandinu

Pör í leit að aukinni hamingju í sambandinu gætu þurft að leita annarra leiða en að stunda meira kynlíf að því er fram kemur í nýrri rannsókn Carnegie Mellon-háskólans í Bandaríkjunum. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sálfræðinga skólans benda til að auknu kynlífi í samböndum fylgi ekki endilega meiri hamingja, heldur raunar þvert á móti. 64 pör á aldrinum 35 til 65 ára voru beðin um að taka þátt í rannsókninni til að skoða hvort kynlíf hefði afgerandi áhrif á sambandið og hamingju fólks yfir þriggja mánaða tímabil. Fjallað er um niðurstöðuna í breska blaðinu Telegraph. Kynlífið varð að kvöð Helmingur hópsins… Lesa meira

Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum. Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu. Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu einungis fullnægingu við örvun snípsins. Rannsóknin leiddi í ljós greinilegan mun á þykkt skeiðarveggsins að framanverðu, sem sagt þeim hluta sem liggur upp að þvagrásinni og snípnum. Í… Lesa meira

Ljósmyndari geymdi allt rusl í fjögur ár fyrir áhrifamikið verkefni

Árið 2011 ákvað ljósmyndarinn Antoine Repessé að hætta að henda öllu endurvinnanlegu rusli. Fjórum árum seinna hefur hann gert áhrifamikla ljósmyndaseríu sem hann kallar „#365 Unpacked.“ Serían lætur okkur hugsa um hlutverk okkar sem neytendur. Yfir þessi fjögur ár safnaði Antoine yfir 70 rúmmetrum af rusli, 1.600 mjólkurflöskum, 4.800 klósettrúllum og 800 kg af dagblöðum. Hann flokkaði ruslið fyrir myndirnar sem gerir þær enn átakanlegri. „Ákvörðunin að flokka ruslið gefur grafísk áhrif. Ég reyndi að gera fullkomna mynd sem kallar fram eitthvað truflandi,“ segir Antoine. „Ég vona að verkefnið mitt geti hvatt fram breytingar.“ Sjáðu myndirnar hans hér fyrir neðan. #1… Lesa meira

Yndislegar myndir af feðrum í fæðingarstofunni

Hér eru nokkrar yndislegar ljósmyndir af feðrum í fæðingarstofunni. Þær eiga eftir að láta þig hlæja og gráta. Það sem er mikilvægast er að þær eiga eftir að minna þig á hvað pabbar eru frábærir. Sjáðu þessar ótrúlega fallegu myndir hér fyrir neðan sem Bored Panda tók saman. Lesa meira