Tíu óhugnanlegar ljósmyndir sem sýna harmleik í bígerð

Oft segir ein mynd meira en þúsund orð – en þessar myndir gera mann orðlausan. Allar eru þær raunverulegar og teknar aðeins örfáum mínútum, eða jafnvel sekúndum, fyrir gríðarlegan harmleik. Það er átakanlegt að sjá neista lífsins aðeins örskotsstundu áður en hann slokknar að eilífu.

VARÚÐ: Eðli málsins samkvæmt eru margar þessara mynda óhugnanlegar og alls ekki fyrir viðkvæma.

Venjulegur dagur í Omagh

1

Þann 15. ágúst árið 1998 sprakk bílasprengja í borginni Omagh á Norður Írlandi. 29 manns létu lífið og yfir 200 særðust í einni mannskæðustu árás írska lýðveldishersins. Þessi mynd hefur vakið gríðarlega athygli, en hún fannst á myndavél sem grafin var upp úr rústunum. Hér má sjá fólk njóta lífsins, með bros á vör á fallegum degi aðeins örfáum mínútum áður en bíllinn sem sést hér á myndinni sprakk.

Síðustu stundirnar í lífi Reginu Kay Walters

2

Hin 14 ára Regina Kay Walters frá Texas varð fjöldamorðingjanum Robert Ben Rhoades að bráð. Rhoades klippti á henni hárið, klæddi hana í föt og tók myndir af henni áður en hann myrti hana. Þegar hann var handtekinn í september árið 1992 hafði hann þegar myrt tvær aðrar stelpur en hann situr nú ævilangt í fangelsi. Það er óhugnanlegt og átakanlegt að sjá þessa mynd sem sýnir ótta og þjáningu sem endurspeglar hrotta og mannvonsku morðingjans.

Morðið á Reynaldo Dagsa

3

Reynaldo Dagsa, 35 ára stjórnmálamaður frá Filippseyjum, var myrtur af vopnuðum manni í byrjun árs 2011. Það sem vakti sérstaka athygli var þessi ljósmynd sem Dagsa smellti af fjölskyldu sinni á sömu stundu og hann var skotinn, því á myndinni má einnig sjá morðingjann þar hann hleypir af byssunni. Myndin var notuð sem sönnunargagn í rannsókn málsins og varð til þess að hinn seki var fljótt handtekinn. Það er átakanlegt að sjá hvernig maðurinn tekur sakleysislega ljósmynd af fjölskyldu sinni og festir sína eigin óvæntu banastund á filmu í leiðinni.

Harmleikur við Beas ánna

4

Hópur 24 verkfræðinema frá Hyderabad á Indlandi voru í vettvangsferð þegar vatni var skyndilega hleypt af virkjun við Beas ánna. Um var að ræða alvarlega vanrækslu í starfi að hálfu starfsmanna virkjunarinnar, en straumurinn dró alla nemendurna út í ánna. Þessi hópmynd hefði átt að vera örlítill minnisvarði um vettvangsferðina en sýnir þess í stað síðustu stund í lífi þessa unga fólks.

Dauðadæmdur

5

„Dauðadæmdur“ (e. DOOMED) var heldur taktlaus fyrirsögn á forsíðu New York Post þegar þeir birtu þessa mynd árið 2012. Hinn tæplega sextugi Ki-Suk-Han hafði átt í erjum við heimilislausan mann í lestargöngum í Manhattan, sem endaði með þeim ósköpum að sá heimilislausi, Naeem Davis, hrinti honum niður á lestarteinana. Það skelfilega við myndina er þó, eins og sagði í fyrirsögninni, að hér má sjá mann sem er raunverulega dauðadæmdur, enda varð hann fyrir lestinni sekúndubrotum síðar. Davis var í kjölfarið dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.

Opinbert sjálfsmorð Budd Dwyer

6

Budd Dwyer var bandarískur stjórnmálamaður allt til síns dauðadags þann 22. janúar árið 1987. Eftir að hafa verið fundinn sekur um að þiggja mútur blasti við honum 55 ára fangelsisdómur og himinháar fjársektir. Dómurinn fór illa í Dwyer og var eflaust ekki á réttum rökum reistur – enda játaði fyrrum lögfræðingur Dwyer mörgum árum síðar að hafa borið falskan vitnisburð.

Boðað var til blaðamannafundar þar sem Dwyer átti að segja af sér. Kvikmyndatökuvélar voru á staðnum og öllu sjónvarpað beint heim í stofu á miðjum degi. Dwyer hélt ræðu sína og dró að lokum upp skammbyssu. „Vinsamlegast yfirgefið herbergið ef ykkur misbýður þetta,“ sagði Dwyer áður en hann skaut sig í höfuðið fyrir framan áhorfendur í sal og heima í stofu.

Dauði Travis Alexander

7

Þessi mynd sýnir hinn þrítuga Travis Alexander í sturtu skömmu áður en hann var hrottalega myrtur af fyrrverandi kærustu sinni, Jordi Arias. Travis fannst í sturtubotninum með 27 stungusár, skorinn á háls og skotinn í höfuðið. Jordi Arias neitaði sök í fyrstu, en sagði síðar að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Sú fullyrðing þótti ekki trúverðug.

James Bulger í öryggismyndavélum

8

Það vakti óhug almennings árið 1993 þegar tveir tíu ára drengir rændu hinum tveggja ára gamla James Bulger úr verslunarmiðstöð í Liverpool í Englandi og myrtu hann með hrottafengnum hætti. Þessi mynd af drengjunum, þar sem þeir leiða Bulger á brott, náðist á öryggismyndavélar og fór víða í fjölmiðlum. Mörgum þóttu þessir drengir fá allt of vægan dóm, þó þeir væru ekki nema tíu ára gamlir, en þeir sátu inni í átta ár og fengu aðhlynningu og sálfræðimeðferð til 18 ára aldurs. Að því loknu var þeim hleypt aftur út í samfélagið undir dulnefnum og verndarvæng stjórnvalda.

Mark Chapman hittir John Lennon

9

Sorgin breiddist um víða veröld þegar Mark Chapman myrti John Lennon fyrir utan heimili hans í New York árið 1980. Þessi mynd sýnir Chapman og Lennon þar sem þeir hittast í fyrsta sinn, aðeins klukkustundum áður en Chapman skaut friðelskandi Bítilinn til bana. Það sorglega er að auk þess að vera morðingi Lennon, var Chapman einnig sá síðasti til að vera ljósmyndaður með söngvaranum.

Bræður í fríinu

10

Bræðurnir Michael og Sean McQuilken voru í fríi með fjölskyldunni í Kaliforníu árið 1975 þegar undarlegt atvik átti sér stað. Hárið þeirra fór að rísa upp í loftið eins og sjá má á myndinni. Stuttu eftir að ljósmyndin var tekinn urðu þeir báðir fyrir eldingu og hlutu alvarlega áverka. Þó báðir bræðurnir hafi komist lífs af er þessi mynd af þeim heimsfræg og gjarnan notuð til forvarnar um hætturnar sem fylgja eldingum, en þær valda um 24.000 dauðsföllum ár hvert.

Myndir og heimildir: Listverse.

Merkismenn í útgáfuboði Manns nýrra tíma

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar sem var alþingismaður um árabil, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og einn af helstu forystumönnum Alþýðusambandsins, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Jón Bragason lögfræðingur og sagnfræðingur er höfundur bókarinnar, sem Skrudda gefur út. Útgáfuboð var haldið nýlega í sal Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem var vel við hæfi því Guðmundur var formaður félagins árin 1957-1980.   Lesa meira

Þraut: Ert þú einn af fáum sem fær rétta niðurstöðu?

Meðfylgjandi þraut hefur vakið mikla athygli á Facebook á undanförnum dögum og sitt sýnist hverjum um hvert rétt svar er. Á myndinni má sjá hamborgara, bjór og vínflöskur, sem öll hafa sitt tölugildi og liggja fyrir ákveðnar upplýsingar sem eiga að hjálpa einstaklingum að finna hvert rétt svar er. En sitt sýnist hverjum um hvert rétta svarið er.  Ert þú með lausnina? Tjáðu þig hér að neðan. Lesa meira

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi. „Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“ Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft. „Þetta veldur… Lesa meira

Stælir fræga fólkið með hlutum sem hann á heima

Tom Lenk er best þekktur fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer, sem sýndir voru á árunum 1997 – 2003, en þar var hann í hlutverki Andrew Wells. Leikarinn er í dag 41 árs og núna vekur hann mikla athygli á Instagram þar sem hann líkir eftir stíl og myndum sem teknar eru af fræga fólkinu, fyrirsætum og tískusýningarmódelum. Wells notar hluti sem hann á heima hjá sér til að líkjast fyrirmyndinni sem best og úr verður bráðfyndin myndasería.   Lesa meira

Ljósmynd Finns vekur athygli á Daily Mail – Hesturinn tvífari Sia

Vefsíðan Dailymail í Bretlandi birti í byrjun nóvember hestamynd sem Finnur Andrésson áhugaljósmyndari tók og sagði hestinn líkjast mjög áströlsku söngkonunni Sia. Bæði væru með sömu hárgreiðsluna sem hyldi augu þeirra. Finnur er búsettur á Akranesi og tók myndirnar þar, segir að hesturinn skemmtilegi hafi svo sannarlega lífgað upp á daginn hjá honum. Hesturinn bæði ullaði og „hló“ svo sást í tennurnar þegar Finnur smellti af. „Íslenski hesturinn er með einstakan karakter,“ er haft eftir Finni á Dailymail. „Ég var á rúntinum með myndavélina á Akranesi að leita að dýrum til að mynda. Ég sá hestinn við veginn og byrjaði… Lesa meira

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. Úrslitabardaginn fór hinsvegar í þrjár lotur. Björn Lúkas er 22 ára. Björn Lúkas sló út menn frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Svíþjóð. Hann mætti Spánverjanum Ian Kuchler í fyrstu umferð og sigraði með armlás í fyrstu lotu þegar tvær mínútur voru liðnar af bardaganum. Í annarri umferð vann Björn Lúkas Fionn… Lesa meira

Inga Hlín hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Verðlaunin eru veitt konum sem hafa skarað fram úr í viðskiptum eða sem stjórnendur í atvinnulífi um allan heim og voru nú veitt í 14 sinn. Inga Hlín hlaut gullverðlaun sem frumkvöðull ársins, silfurverðlaun sem stjórnandi ársins, og silfur sem kona ársins í flokki stjórnvalda og stofnanna fyrir störf sín hjá Íslandsstofu síðustu ár. „Ég er ótrúlega þakklát og glöð með þennan heiður en ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð með samtakamætti allra þeirra sem koma að því að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Undanfarin ár hafa fyrirtæki og hið opinbera… Lesa meira

Maggý sýnir hestamyndir í Reiðhöllinni

Listakonan Maggý Mýrdal heldur nú málverkasýningu í Reiðhöllinni Víðidal. Og á morgun, laugardaginn 18. nóvember býður hún í vöfflupartý. Titill sýningarinnar er viðeigandi miðað við umhverfið: Ég er hestur. „Ég ætla að hafa heitt kakó, kaffi og vöfflur. Það væri gaman að sjá sem flesta,“ segir Maggý. „Það eru allir velkomnir, verður mikið fjör. Gaman að koma og kíkja á glæsilega myndlistasýningu og fá sér heitt kakó í kuldanum.“ Allir eru velkomnir. Húsið opnar kl. 14 og er opið til kl. 18. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 19. nóvember. Viðburður á Facebook. Lesa meira

Gigi Hadid verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur gefið út þá tilkynningu að hún verður ekki með í tískusýningu Victoria´s Secret, sem í ár fer fram í Shanghai í Kína. Tískusýningin er jafnan gríðarlega stór og flottur viðburður og frægustu fyrirsætur hvers tíma ganga tískupallinn. „Ég er svo fúl yfir að geta ekki farið með til Kína í ár,“ skrifar Hadid á Twitter. „Ég elska VS fjölskylduna mína og ég mun verða með öllum stelpunum mínum í anda. Get ekki beðið eftir að sjá þessa flottu sýningu og get ekki beðið eftir næsta ári.“   I’m so bummed I won’t be able to make… Lesa meira

Matur: Kúrbíts ostabrauð girnilegt í partýið

Innihald: 3 meðalstórir kúrbítar (um það bil 4 bollar skorið) 2 stór egg 2 pressaðir hvítlauksgeirar ½ teskeið oregano 3 bollar parmesan ½ bolli maíssterkja salt malaður svartur pipar rauðar piparflögur 2 teskeiðar fersk steinselja marinara sósa, sem ídýfa Leiðbeiningar: 1) Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu kúrbítana niður eða maukaðu þá í matvinnsluvél.  Pressaðu allan aukavökva úr blöndunni. 2) Settu kúrbít, egg, hvítlauk, oregano, 1 bolla af mozzarella, parmesan og maíssterkju saman í skál og kryddaðu með salt og pipar. Hrærðu saman. 3) Færðu „deigið“ yfir á bökunarpappír og flettu út. Bakaðu í um það bil 25 mínútur. 4) Dreifðu… Lesa meira

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig

Serena Williams og Alexis Ohanian eru búin að gifta sig Parið sem er búið að vera saman í tvö ár tilkynnti trúlofun sína í desember 2016 og dóttirin, Alexis Olympia Ohanian Jr., fæddist 1. september síðastliðinn. Ohanian, einn af stofnendum Reddit og Williams, ein þekktasta tennisstjarna allra tíma, giftu sig í New Orleans að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum, þar á meðal Beyoncé, Kim Kardashian, Eva Longoria og eiginmanni hennar José Bastón og tennisstjarnan Caroline Wozniacki og unnusti hennar, NBA leikmaðurinn David Lee. Lesa meira