Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Ása Steinars ferðast um Asíu: „Lífið er ekki alltaf dans á rósum á Indlandi“

Indland er mekka ljósmyndaunnenda! Hér er svo ótal margt að sjá og upplifa en menning landsins er ein sú litríkasta í heiminum. Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum í Indlandi og ferðalagið getur verið átakanlegt sem skilur þig eftir bæði víðsýnni og reynslumeiri en ella. Á eins og hálfs mánaðar ferðalagi um landið lá leið mín frá Mumbai í gegnum Rajasthan héraðið Lesa meira

thumb image

Lýtaaðgerðir fræga fólksins eru ekki alltaf til bóta fyrir útlitið

Hér má líta á nokkrar stórstjörnur sem flest okkar ættu að kannast við. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa allar, með misjöfnum árangri, farið í lýtaaðgerðir á andliti í þeim tilgangi að líta betur út. Sitt sýnist hverjum þó um afraksturinn og flestir ættu að vera sammála um að þær hefðu án efa elst betur Lesa meira

thumb image

Kourtney hefur rekið Scott á dyr – Sambandinu lokið

Kourtney Kardashian og Scott Disick hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. Þá hefur samband þeirra staðið á völtum fótum og síðustu daga hefur Scott verið kenndur við aðrar konur. Myndir af Scott og fyrrverandi kærustu hans, Chloe Bartoli, vöktu mikla athygli á dögunum en hann hefur einnig vanrækt fjölskylduna um nokkuð skeið og verið drykkfelldur. Að Lesa meira

thumb image

ATH! iPhone notendur – Kannist þið við þetta?

Ef það er eitt sem allir iPhone notendur eiga sameiginlegt þykir þeim afar vænt um símann sinn. Þrátt fyrir að rafhlaðan tæmist stundum hraðar en þeim hentar og þó síminn leiðrétti orð sem ekki á að leiðrétta… sem getur valdið vægast sagt vandræðalegum misskilningi. En það er eitt sem virðist dálítið afgerandi galli og hefur Lesa meira

thumb image

Ilmandi mýfæla á pallinn sem þú blandar sjálf

Þessi náttúrlega mýfæla er æðisleg á pallinn og ekki skemmir fyrir hversu vel hún ilmar Þú þarft: Krukku 10 dropa í hverja krukku af sítrónuolíu, tea tree olíu og lavender olíu hálfa ferska sítrónu hálft ferskt lime 2 greinar rósmarín vatn fljótandi kerti Það er best að hafa vatnið heitt þegar þú hellir því ofan í Lesa meira

thumb image

Ragga Nagli: „Lífshamingjan liggur ekki í því hvernig skelin lítur út“

Naglinn fór á ströndina í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema…. Eftir daglegt skroll á samfélagsmiðlum þar sem heflaðir kviðvöðvar görguðu af skjánum gerðu gamlir djöflar gerðu vart við sig í hausnum. “Þú getur ekki verið að bera vömbina í bikiní. Hún er næpuhvít og alltof stór.” Já þrátt fyrir að básúna á Fésinu Lesa meira

thumb image

Frábært bréf tveggja barna móður til heilbrigðisyfirvalda

Þegar leiðin liggur upp á spítala sér maður fyrir sér biðstofu sem heldur manni föstum tímunum saman þar til læknir eða hjúkrunarfræðingur hafa loksins tíma til að líta á mann. Þetta hefur valdið mörgum gremju í gegnum tíðina. Móðir nokkur hafði þó annars konar kvörtun fram að færa þegar hún sendi opið bréf til heilbrigðisyfirvalda Lesa meira

thumb image

Kourtney Kardashian brosir framan í heiminn

Kourtney Kardashian hélt upp á 4. júlí ásamt börnunum sínum þremur á ströndinni í Malibu. Hún setti myndir af sér og tæplega þriggja ára dóttur sinni, Penelope, á Instagram í morgun þar sem hún brosir framan í heiminn og virðist ekki kippa sér upp við að barnsfaðir hennar sé víðs fjarri.  Náinn fjölskylduvinur sagði í Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Púðursykurmarengsinn hans pabba

Ég ætlaði ekki að trúa því að þessi uppskrift væri ekki komin hingað inn fyrr en ég var búin að leita fram og til baka hér á síðunni og í uppskriftasafninu mínu í tölvunni. Ég hef gefið þessa uppskrift í blöðum og hún farið víða og finnst mér magnað að hún hafi ekki ratað hingað Lesa meira