Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

HVAÐ KOM Á ÓVART Á SEINNA UNDANKVÖLDINU?

EINS OG ÞIÐ VITIÐ ÖLL, KOMST ÍSLAND ÞVÍ MIÐUR EKKI ÁFRAM Í GÆRKVÖLDI OG SPÁIN OKKAR GEKK ÞVÍ EKKI ALVEG FULLKOMNLEGA EFTIR (8 OG 9 AF 10 ÁFRAM, SBR. HÉR) ÝMISLEGT VAR SKRÍTIÐ OG SKEMMTILEGT Í GÆR OG HÉR KEMUR ÞAÐ SEM KOM OKKUR MEST Á ÓVART: * Að Månsinn skyldi negla þetta og skilja alla Lesa meira

thumb image

Sofðu á silkikodda og brostu til ókunnugra: Svona bætir þú 10 árum við líf þitt

Á milli þess sem þú notar sólarvörn samviskusamlega, hreyfir þig reglulega, borðar lífræna fæðu eins og enginn sé morgundagurinn og splæsir í nýjasta hrukkubanann með jöfnu millibili, ert þú eflaust jafn uppgefin og aðrir á því að halda í æskuljómann. Þarf það samt að vera erfitt og kostnaðarsamt að halda sér unglegum?  Hér má finna Lesa meira

thumb image

María Ólafs ósátt: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“

Það var spennuþrungið andrúmsloft í kringum síðari undankeppnina í Júróvisjón í gærkvöldi. Þar bar að sjálfsögðu hæst að íslenska lagið komst ekki áfram sem olli heillri þjóð miklum vonbrigðum. Við megum vera fúl út í keppnina; hún heldur ótrauð áfram. Við megum vera fúl út í Evrópu; henni er slétt sama um okkur, þannig séð. En Lesa meira

thumb image

Uppskrift: Gráðostakærleikur í kjötbollum

Sigurbjörg Rut viðurkennir fúslega að hún sé haldin miklum kærleika til gráðosts og hér braust kærleikurinn út í formi gráðostrafylltra kjötbolla með sósu. Sælkerapressan mælir heilshugar með þessum dásamlegu heimagerðu kjötbollum. Alls ekki mikið stúss til að fá æðislega hversdagsmáltíð með gullkanti á borðið.

thumb image

Íslenskir Eurovision aðdáendur tísta: „Næst sendum við skeggjaða konu -ég á aldraða frænku með góða mottu“

Eins og svo oft áður eru húmoristarnir á Twitter. Þeir fóru ekki í fýlu þrátt fyrir að Ísland hafi dottið úr leik. Tíst kvöldsins undir myllumerkinu #12 stig voru fjölmörg en hér má sjá brot af því besta. Næst sendum við skeggjaða konu. Ég á aldraða frænku með góða mottu. #12stig — Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) Lesa meira

thumb image

María komst ekki áfram

Stemningin var rafmögnuð þegar María Ólafsdóttir steig á svið fyrr í kvöld og flutti lagið Unbroken. Okkar stúlka stóð sig ótrúlega vel, var landi og þjóð til mikils sóma, þrátt fyrir að komast ekki áfram.  Keppnin var hörð og 17 atriði kepptust um 10 miða í aðalkeppnina. Þetta er í fyrsta skipti frá því árið Lesa meira

thumb image

Rachel er 170 cm á hæð, 20 kíló og dauðvona

Rachel Farrokh er frá Suður Karólínu og biðlar nú til almennings að bjarga lífi sínu. Nýlega setti Rachel sem hefur glímt við anorexíu undanfarin 10 ár myndband á YouTube þar sem hún lýsir í orðum og myndum átakanlegri baráttu sinni við sjúkdóminn. Í myndskeiðinu sést hvernig ástandi hennar hefur hrakað gríðarlega undanfarna mánuði. Í dag Lesa meira

thumb image

Mynd dagsins: Fékk Alexandra bestu pikkupplínu í heimi?

Þegar Alexandra kom heim úr vinnunni fyrir nokkrum dögum biðu hennar skilaboð á Facebook-spjallinu. Henni fannst einkennilegt að sjá hvað maður sem hún þekkti ekki neitt hafði skrifað til hennar og urðu skilaboðin ívið furðulegri eftir því sem á leið. „Hann hellti yfir mig fallegum hrósum,“ segir Alexandra sem þakkaði kurteislega fyrir yndisleg hrós mannsins. „Svo bara fæ ég þessa Lesa meira