Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Nýjar myndir af Karlottu prinsessu: Ekki sést opinberlega síðan í júlí

Í morgun birti Katrín hertogaynja af Cambride tvær ljósmyndir af Karlottu prinsessu sem er orðin sex mánaða gömul. Sú stutta hefur ekki sést opinberlega frá því að hún var skírð í júlí.     Myndinar tvær birtust á vefsvæði Kensington hallar en þær eru þakklætisvottur, frá þeim Vilhjálmi og Katrínu, til breskra fjölmiðla fyrir gefa Lesa meira

thumb image

Nærbuxur sem gera túrtappa og dömubindi óþörf!

Ný tegund nærbuxna er talin geta bylt nærbuxnaveruleika kvenna og á sama tíma mögulega gert dömubindi og túrtappa hér um bil að óþarfa. Þrjár hugvitssamar konur Radha og Miki Agrawal og Antonia Dunbar, hafa sett á markað nýja tegund nærbuxna sem hafa einstaka eiginleika. Tíðablæðingar hafa mikil áhrif á konur um allan heim. Viða í heiminum Lesa meira

thumb image

Þegar dóttir mín var tilkynnt til barnaverndar

„Við getum ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu,“ sagði skólastýran við mig í símann. „Mikilvægast er að hlúa vel að henni núna.“ Auðvitað man ég þetta ekki orðrétt, en það var eitthvað á þessa leið. Hún var að tala um dóttur mína. Þetta örlagaríka símtal kom eins og ísköld gusa í andlitið Lesa meira

thumb image

Tara lenti í lífshættu vegna RS-veirusýkingar

Þórhildur Löve er 37 ára tveggja barna móðir sem ritaði nýlega sláandi pistil um reynslu sína og fjölskyldu sinnar af RS-vírusnum. Dóttir Þórhildar, Tara, sem í dag er tæplega eins árs, veiktist alvarlega af RS-vírusnum þegar hún var aðeins þriggja mánaða gömul. Þórhildur segir í pistlinum á opinskáan hátt frá þvi hvernig það var að Lesa meira

thumb image

Lítil hetja kom Juliu til varnar

Julia var úti að hlaupa, með tónlist í eyrunum, eins og gengur og gerist, þegar vel klæddur eldri maður sem hún mætti á götunni hóf upp raust sína. „Kynþokkafulla kona, hei hei hei kynþokkafulla kona!“ hrópaði maðurinn í gríð og erg. Julia ákvað að virða hann ekki viðlits, heldur hlaupa áfram. Julia ákvað að deila Lesa meira

thumb image

Ed Sheeran og James Blunt tilkynntu trúlofun sína

Þeir eru nú meiri karlarnir! Fyrir utan að syngja eins og englar báðir tveir, þó að einhverjir hafi látið þau orð falla að þeir séu álíka vælukjóar, eru þeir líka miklir húmoristar. Á áströlsku Aria tónlistarverðlaununum sem fóru fram í vikunni, drógu þeir að sér mikla athygli fyrir að ganga rauða dregilinn hönd í hönd og Lesa meira