Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Fæstar nauðganir gerast eins og í bíómyndum: „Var þetta ekki bara grátt svæði í kynlífinu?“

Ég hef byrjað á þessum pistli hundrað sinnum og hætt við hann jafn mörgum sinnum. Ástæðan er einföld. Mig langar svo, ég VERÐ að koma þessu rétt frá mér. Mér finnst það skipta gríðarlegu máli. Þetta málefni skiptir mig gríðarlegu máli. Ég verð að leiðrétta þessi röngu skilaboð sem ég fékk á sínum tíma. Ég Lesa meira

thumb image

Fágætar myndir úr Crayola verksmiðjunni: Svona verða litirnir til

Flestir eiga minningar úr æsku tengdar Crayola litum. Hér að neðan má sjá fágætar ljósmyndir sem teknar voru í Crayola verksmiðjunni þar sem rúmlega 12 milljón litir eru framleiddir á hverjum degi. Ljósmyndarinn Bryan Derbal tók myndirnar þegar hann heimsótti verksmiðjuna sem er staðsett í Easton, Pennsylvaníu. Hún opnaði árið 1885 en síðan hefur framleiðslan Lesa meira

thumb image

Myndasyrpa af gullfallegum dýrum í bráðri útrýmingarhættu

Í dag er World Wildlife Day þar sem allir jarðarbúar eru hvattir til að fagna okkar fjölbreytta náttúrulífi. Þá er sömuleiðis vakin athygli á dýraríkinu og þeim fjölmörgum fallegu tegundum sem nú eru í útrýmingarhættu. Margir reyna að því tilefni að leggja sitt af mörkum við að standa vörð um náttúruna og dýralífið. Í tilefni Lesa meira

thumb image

Niðurstaða vísindamanna: Svona stór á getnaðarlimur karla að vera

Flestir karlmenn hafa á einhverjum tímapunkti horft niður á jafnaldra sinn, sem gegnir meðal annars hlutverki æxlunarfæris, og spurt sig hvort hann sé minni eða stærri en að meðaltali. Fram að þessu hefur ekki farið mikið fyrir vísindalegum rannsóknum á stærð getnaðarlima en nú hafa vísindamenn við Kings College í Lundúnum bætt úr því og Lesa meira

thumb image

Ásdís Rán fer að fyrirmynd Kim Kardashian með nýrri bossamynd

Ísdrottningin Ásdís Rán hefur opnað nýja persónulega vefsíðu þar sem hún hyggst gefa góð ráð og skrifa pistla ásamt því að birta myndir og myndbönd. Að því tilefni ákvað Ásdís að deila einni „selfie“ með lesendum sínum – en myndin er tekin að fyrirmynd Kim Kardashian sem birti sambærilega bossamynd af sjálfri sér á Instagram eftir að hún hafði fengið Lesa meira

thumb image

Jared Leto gjörbreyttur – Skegglaus og með stutt hár

Leikarinn og söngvarinn Jared Leto hefur lengi brætt hjörtu aðdáenda með „sexí Jesús“ lúkkinu; sínu síða hári og myndarlega skeggi. En nú er hann gjörbreyttur. Leto hefur látið lokkana fjúka og rakað af sér skeggið, en þetta gerði hann fyrir hlutverk í nýrri kvikmynd sem kallast Suicide Squad. Margir eru miður sín og hafa háværar Lesa meira

thumb image

Sjálfsfróun er fyrir alla: Ragga mælir með sjálfsfróun fyrir heilsuna

Sjálfsfróun er holl iðja og allir ættu að stunda hana. Sjálfsfróun er ekki bara fyrir þá sem eiga ekki kost á öðru kynlífi – heldur ætti hún að vera partur af kynlífi okkar allra. Eins og kynlífsgúrúinn Betty Dodson sagði einhverju sinni: „Elskhugar koma og fara, en ástarsambandið við þig sjálfa/n endist út lífið.“  

thumb image

Hvernig átröskun breytti viðhorfi mínu til lífsins

Ég er viðkvæm, tilfinninganæm, móðgaðist auðveldlega og velti mér upp úr smáatriðum. Ég tek það nærri mér ef mér er ekki boðið í partýið eða heim eftir skóla. Það er ekki mér að kenna; heilinn minn virkar bara svona. Ég hef alltaf verið heltekin af því að vera „nógu góð“ fyrir allt og alla. Ég Lesa meira