Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Ef gosdrykkjaauglýsingar segðu sannleikann: Myndband

Það þarf væntanlega ekki að segja neinum hversu óhollir gosdrykkir eru. Einhverra hluta vegna drekkum við þá samt í miklu magni. Fyrirtækin sem framleiða þá hafa líka eytt dýrmætum tíma og peningum í að selja okkur þá hugmynd að þeir séu alveg ómissandi og skapi einhvers konar vellíðan. Hvar væru hátíðirnar án Coca-Cola? En hvað Lesa meira

thumb image

Ást þeirra á sér þrjú tungumál: „Ég lærði íslensku á því að hlusta á Dýrin í Hálsaskógi“

Varaborgarfulltrúinn og þýðandinn Sabine Leskopf setti sér háleitt markmið í upphafi landsleiksins Allir lesa þegar hún ákvað að lesa bækur á fimm tungumálum fyrstu fimm dagana. „Ég hafði nýlokið við að þýða nýja vefsíðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og var mjög hugsi yfir hlutverki tungumála í mínu daglega lífi. Borgarstjórnin myndaði lið í Allir lesa og Lesa meira

thumb image

Andlitsmálning: Ótrúlega sniðugar hugmyndir fyrir öskudaginn

Nú er öskudagurinn og margir sem vilja vera með flotta andlitsmálningu í tilefni dagsins, ekki bara börnin. Hér eru nokkar skemmtilegar hugmyndir fyrir unga sem aldna. Það eina sem þú þarft er andlitsmálning sem fæst víða þessa vikuna. Húðin getur verið viðkvæm svo kauptu málningu sem ætluð er fyrir andlitið.

thumb image

Lét drauminn rætast og gerðist Disney-prinsessa

Þessi 25 ára kona sinnir hefðbundinni vinnu frá níu til fimm en ver frítíma sínum í að vera Disney-prinsessa – eða eins nálægt því og nokkur kemst í raunveruleikanum. Í búningasafni hennar er að finna 17 flíkur, 16 hárkollur, og hellingur af förðunarvörum sem hún notar til að bregða sér í gervi hvaða Disney-prinsessu sem Lesa meira

thumb image

Nýjung á Instagram: Þetta mun auðvelda mörgum lífið

Instagram hefur loks kynnt til sögunar nýjung sem margir notendur taka fagnandi og mun auðvelda fólki sem stýrir fleiri en einum Instagram-reikningi lífið. Nú getur hver og einn notandi verið með allt að fimm ólíka Instagram-reikninga og skipt á milli þeirra án þess að þurfa að skrá sig inn og út í sífellu. Eftirfarandi eru Lesa meira

thumb image

Losnaðu við óþarfa áhyggjur og streitu strax í dag!

Gerðu greinarmun á því sem þú getur breytt og því sem þú getur ekki haft áhrif á! Rík ábyrgðarkennd, metnaður og sterk löngun til að standa sig teljast góðir eiginleikar og mannkostir. Slíkri persónugerð fylgja þó oft óþarfa áhyggjur. Nokkur ráð að styðjast við: Reyndu að hafa ekki áhyggjur af öllu. Ræddu við þá sem Lesa meira

thumb image

Ólöf hvetur stúlkur til að birta myndir af húðvandamálum: „Ég skammast mín ekki fyrir húðina mína“

Ólöf Rún Ólafsdóttir birti myndir af húðvandamálum sínum í Facebook hópnum Góða systir en í honum eru rúmlega 50.000 konur. Með myndunum vonaðist hún til þess að fleiri stúlkur myndu sætta sig við húðina sína og hvatti aðrar til þess að birta svipaðar myndir. Fékk hún góð viðbrögð við þessu framtaki og byrjuðu fleiri stúlkur Lesa meira