Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Þessi úrilli hundur er afskaplega blíður þrátt fyrir útlitið: Myndir

Flestir kannast við útilla köttinn Tardar Sauce, eða Grumpy Cat, eins og hann er betur þekktur. Það hafa færri fengið að kynnast úrilla hundinum Earl, sem er alltaf dálítið fúll á svip. Myndir af hvutta hafa farið eins og eldur í sinu undanfarna daga. Eigandi hans, Derek Bloomfield, segir Earl vera heilsuhraustan fimm mánaða hvolp, Lesa meira

thumb image

16 nauðganir tilkynntar til lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá árinu 2004: Fimm nauðganir tilkynntar árið 2011

Í ljósi umræðna um þöggun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið, sem okkur ber öllum að taka af fyllstu alvöru, er við hæfi að líta á þær tölulegu staðreyndir um tilkynnt kynferðisbrot og nauðganir á útihátíðum landsins undanfarin ár.* Mikil reiði hefur gripið um sig í kjölfar þess að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, gaf Lesa meira

thumb image

Pandabjörn gerði sér upp þungun til að fá dekur og betra fæði

Í Taipei dýragarðinum er allt gert fyrir þungaða pandabirni enda þykir mesta maus að fá þessi grey til að fjölga sér. Eins og flestir vita eru risapöndur í útrýmingahættu og heimkynni þeirra að stórum hluta eyðilögð. Risapandan Yuan Yuan lék þó heldur betur á umsjónarfólk dýragarðsins fyrir skömmu þegar hún sýndi öll merki þess að Lesa meira

thumb image

Fólk er skiljanlega að missa sig yfir þessari vandræðalegu trúlofunarmynd

Hann bauð henni út að borða. Hann bað hennar. Hún sagði „Já“ og þau kysstust. Í fyrstu virðist ekkert athugavert við myndina sem parið deildi í kjölfar trúlofunarinnar. Fyrir framan þau hafði verið útbúið listaverk sem sýndi upphafsstafina í nöfnum þeirra beggja ásamt hjarta. Allt hljómar þetta rómantískt og krúttlegt, þar til fólk fer að Lesa meira

thumb image

Þjóðþekktir einstaklingar lýsa yfir stuðningi við ísfirskt mýrarboltalið

Mýrarboltaliðið Forynjur hefur aflað sér aðdáenda um allt land ef marka má myndband sem birt hefur verið á alnetinu. Þar lýsa meðal annars nokkrir þjóðþekktir einstaklingar yfir stuðningi sínum við liðið. Má þar nefna sem dæmi Sigríði Klingenberg spákonu með meiru, fótboltagoðið og rithöfundinn Þorgrím Þráinsson, Guðmund Steingrímsson þingmann og eiginkonu hans Alexíu Björg Jóhannssdóttur Lesa meira

thumb image

Missti 60 kíló og sigraði fitnesskeppni: „Líkami minn er ekki eins og á hefðbundnu bikiní-módeli, en þetta eru merki um allt það sem ég hef áunnið“

Árið 2008 var hún um 123 kíló, en hún hafði verið í þyngri kanntinum frá barnsaldri. Þegar hún var í menntaskóla þyngist hún meira. Engu að síður hafði hún alltaf mikið sjálfstraust og var jákvæð í alla staði. Þá segir hún mömmu sína og pabba alltaf hafa veitt sér stuðning, hvatt hana áfram og sagt Lesa meira

thumb image

Það eykur líkurnar á að fá krabbamein að kyssa marga

Bráðlega verður fátt eftir sem ekki er hægt að fá krabbamein af. Við vitum að reykingar, áfengisneysla, hreyfingarleysi og lélegt mataræði eru áhættuþættir en nú bætast kossar á þennan lista. Ástralski læknirinn Mahiban Thomas, hjá Royald Darwin sjúkrahúsinu, segri að nú sé svo komið að HPV-vírusinn eigi sök á 70 prósentum allra höfuð- og hálskrabbameinstilfella. Lesa meira