Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Einhverfum átta ára syni Láru var ráðlagt að sleppa samræmdu prófunum: „Þau eru talin of heimsk“

Fæ sting fyrir brjóstið: Hjálpi mér! Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir,  – staðfesting á fordómum og skilningsleysi  þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður  á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega Lesa meira

thumb image

Góðar ástæður fyrir því að verða sjálfstæðari

Það er frábært að láta mömmu og pabba sjá um sig en á einhverjum tímapunkti kemur að því að einstaklingar þurfa að byrja að hugsa um sig sjálfir. Sjálfstæði getur verið ótrúlega gott ef fólk hefur þroskast nóg til þess að standa á eigin fótum. Það er ótrúlega gott að verða fullorðinn og sjálfstæður einstaklingur Lesa meira

thumb image

Gjörbreytt Taylor Swift – Augabrúnirnar breyta miklu

Taylor Swift er mjög ólík sjálfri sér á forsíðu tímaritsins Wonderland. Mesta breytingin er förðunin hennar, en Taylor er oftast með rauðar varir og vel blásið hár. Í myndatökunni fyrir Wonderland var valið meira náttúrulegt og „dewy“ lúkk fyrir hana, blautt hár, nude varir, sólarpúður og þykkar og dökkar augabrúnir eins og Cara Delevingne. Þetta Lesa meira

thumb image

Alexandra Sif: „Mér líður eins og ég sé nakin ef ég er ekki með naglalakk“

Förðunarvörurnar mínar: Alexandra Sif Nikulásdóttir er 26 ára fjarþjálfari hjá Betri Árangur og förðunarfræðingur. Ásamt því að vinna við sín stærstu áhugamál og keppa í fitness, bloggar hún um lífið og tilveruna á síðunni sinni. Alexandra Sif sem oftast er kölluð Ale, vakti athygli þegar hún kom með óvænta endurkomu í módelfitness um síðustu helgi og Lesa meira

thumb image

Kökupinnakonfekt fyrir jólin

Hátíðarnar nálgast og margir eru farnir að huga að jólabakstri, konfektgerð og öðru skemmtilegu. Hér er ég búin að útbúa kökupinnakonfekt sem er frábært konfekt fyrir alla sælkera, börn sem fullorðna! Kökupinnakonfekt 1 pakki Betty Crocker kökumix 1/2-2/3 dós Betty Crocker vanilla frosting Hvítt súkkulaði (Candy melts) Dökkt súkkulaði Jólabrjóstsykur (mulinn) Konfektform Þessar kökukúlur eru útbúnar Lesa meira

thumb image

Jennifer Aniston: „Fyrirgefðu Kim“

Forsíðan hennar Kim Kardashian var ekkert frumleg samkvæmt Jennifer Aniston. Löngu áður en Kim reyndi að brjóta Internetið með afturenda sínum var Jennifer búin að vera nakin á forsíðu tímarits. Í mars 1996 sýndi Jennifer afturendann sinn á forsíðu tímaritsins Rolling Stone. Í viðtali við Extra sagði Jennifer í vikunni að hún hafi verið LÖNGU Lesa meira

thumb image

Rassar eru í aðalhlutverki í nýju myndbandi Beyoncé

Beyoncé sendi frá sér nýtt myndband í gær við lagið 7/11. Í myndbandinu dansar Beyoncé út um allt húsið og er mest allan tíman buxnalaus. Eins og í mörgum öðrum myndböndum þessa dagana er mikil áhersla lögð á rassahreyfingar og „twerk“. Bæði Beyoncé og dansarar hennar sýna danstakta sína en það er víst engin sem Lesa meira

thumb image

Kallax (Expedit) hilla fær nýtt útlit

Þegar við vorum nýflutt rákumst við á þessa týpísku Expedit hillu á nokkurskonar bland.is síðu Noregs og þar sem íbúðin okkar var voða tóm ákváðum við að kaupa hana á klink verði. Síðan þá hef ég verið að vandræðast með hana.. Fyrst stóð hún ein og sér inní borðstofu, sem var ekki alveg að gera sig Lesa meira

thumb image

Jólaleikur Bleikt og Prentagram

Langar þig fallegan myndaramma eða jólakort með mynd sem þú getur sent þínum nánustu? Lestu þá áfram… Í vikunni sögðum við ykkur frá sniðugu jólakortunum og römmunum sem Prentagram bjóða upp á. Við ætlum núna um helgina í samstarfi við Prentagram að gefa einhverjum heppnum lesendum ramma og jólakort.     Ramminn sem við gefum er Lesa meira