Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Ber eru náttúrulegur hollustugjafi – Allir í berjamó!

Berjasprettan í ár virðist almennt vera góð og er  víða farið að sjást til fólks í berjamó að tína aðalbláber, bláber og krækiber. Ber eru náttúrulegur hollustugjafi og því full ástæða til að hvetja fólk til að tína ber og nýta sér þau, bæði til að borða beint og í matargerð. Ekki skaðar að með Lesa meira

thumb image

Matur sem skemmist aldrei

Áður en við gæðum okkur á hinum ýmsu matvælum kíkjum við á dagsetninguna og könnum hvort varan sé nokkuð útrunnin. Það er hins vegar ekki alltaf að marka dagsetninguna, líkt og fjallað er um í annarri grein, og þá getur borgað sig að nota augu og nef til að meta stöðuna. Svo má ekki gleyma Lesa meira

thumb image

Sökkvandi sundkappi: Ryan Lochte yfirgefinn af styrktaraðilum eftir skandalinn í Ríó

Ryan Lochte fór heim af Ólympíuleikunum í Ríó með skottið á milli lappanna, eftir að hafa unnið ein gullverðlaun, en tapað trausti og virðingu stuðningsmanna og styrktaraðila. Sundfataframleiðandinn Speedo tilkynnti á mánudag að þeir myndu rifta langtímasamningi sínum við sundkappann. Fleiri fyrirtæki fylgdu því fordæmi, svo sem Ralph Lauren, Syneron-Candela og Airweave. Lochte hefur mestar Lesa meira

thumb image

Ása Lind hefur reynt í sex ár að verða ófrísk: „Búin að byrgja þetta inni alltof lengi“

„Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi opna mig um þetta þegar ég væri orðin ólétt eða búin að eignast barn. En núna eru komin næstum því sex ár síðan við hættum á getnaðarvörnum og ekkert barn komið,“ skrifar förðunarbloggarinn Ása Lind Elíasdóttir í einlægum pistli á heimasíðu sinni. Hún segir að ófrjósemi eigi Lesa meira

thumb image

Rannveig Jónína: Útlitsdýrkunarheilkennið

Útlitsdýrkun: Samfélagið í hnotskurn. Þú ert ekki maður með mönnum nema að lúkka eða svo segja þeir. Gagnrýnisraddirnar eru alls staðar, komdu þér í form, misstu svona mörg kíló fyrir jólin, í kjólinn fyrir jólin og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er ég nýkomin heim frá Krít þar sem ég átti yndislega tíu daga Lesa meira

thumb image

Dóttir bað um hjálp við að byggja völundarhús fyrir hamsturinn – Mamma tók það alla leið

Eitt af því skemmtilega við að eiga hamstur er að sjá þá klifra, klöngrast og skríða í gegnum þrautabrautir. Margir hamstravinir hafa því skemmt sér við að útbúa völundarhús handa þeim. Þegar ung stúlka í Japan bað mömmu sína um aðstoð bjóst hún ekki við því að stuttu síðar yrði hamsturinn heimsfrægur. Mamma hennar tók Lesa meira

thumb image

Keisaraskurður er ekki „auðvelda leiðin“

Hver einasta fæðing er einstök upplifun. Sú upplifun getur verið yndisleg, skelfileg og allt þar á milli. Það er því engin ástæða fyrir mæður að gagnrýna hver aðra byggt á aðstæðum eða ákvörðunum sem teknar eru á fæðingardeildinni. Raye Lee, frá Bandaríkjunum, eignaðist sitt fyrsta barn fyrir um viku síðan og var drengurinn hennar tekinn Lesa meira

thumb image

Svona lítur þú út með hundrað lög af gervibrúnku: Myndband

Margir hafa notað gervibrúnku til að ná sér í smá lit. Sumir þeirra hafa lent í óhöppum í kjölfarið. Lesendur Bleikt ættu að vita að það er ekki heppilegt að gráta rétt eftir brúnkusprautun (sjá hér). Aðdáendur Friends vita að það er ekki sniðugt að láta úða mörgum lögum af brúnku beint framan á sig… Lesa meira