Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Erlendur maður vandar okkur ekki kveðjurnar: „Íslenska þjóðin er afskaplega skítug og þar fer enginn í sturtu“

Við Íslendingar erum vön því að ferðamenn heillist alveg upp úr skónum yfir landinu okkar. Flestir sem koma hingað virðast fara ótrúlega sáttir til baka. Fólk sem hefur aðeins heyrt af íslensku samfélagi og okkar náttúruundrum sér Ísland fyrir sér í einhvers konar draumaljóma sem á ekki endilega við rök að styðjast. Engu að síður Lesa meira

thumb image

Fyndið fólk stundar meira og betra kynlíf!

Kynlíf og hlátur eiga mikið sameiginlegt. „Hláturinn lengir lífið“ eða dregur allavega úr streitu, mildar sársauka og styrkir félagsleg tengsl. Kynlíf hefur einmitt nákvæmlega sömu eiginleika og þykir hollt að stunda mikið kynlíf. Fáir myndu mæla með því að hlæja of mikið á meðan á kynlífi stendur (Í alvöru, það drepur algjörlega stemninguna), en húmorinn Lesa meira

thumb image

Stjörnuspá Bleikt

Gott er að fara með einhvers konar veganesti inn í nýja viku og það klikkar svo sannarlega aldrei að leita til stjarnanna. Þessi stjörnuspá mun vonandi gagnast þér vel á komandi dögum. Steingeitin 22. desember – 19. janúar Þú hefur lengi vitað að eitthvað er í uppsiglingu, einhvers konar uppljómun sem mun hafa gríðarleg áhrif Lesa meira

thumb image

Hún er 79 ára og stundar líkamsrækt af kappi: „Aldur er ekkert nema tala og þú getur komið þér í form“

Ernestine Sheperd er elsta líkamsræktarkona heims. Hún fæddist 1936 og verður hún 79 ára á þessu ári. Hún byrjaði að stunda líkamsrækt með systur sinni, sem dó fyrir nokkrum árum, en hún lét Ernestine lofa að halda áfram að æfa eftir að hún væri farin. Ernestine borðar það sama á hverjum degi og fylgist vel með Lesa meira

thumb image

Íslenskir karlmenn tjá sig um píkur!

Hún er hlý, blaut, myrk og dulúðug. Í henni býr töframáttur nautna og munúðar og kraftur lífsins sjálfs. Sumir eru skíthræddir við hana en aðrir þrá fátt heitar en að kafa ofan í hana, velta sér upp úr henni, drekka í sig safann og anda að sér ilminum. Píkan er máttug!

thumb image

Þetta myndband mun breyta því hvernig þú horfir á sjálfa þig

Ertu með tissjúpakkann við höndina? Gott. Þá getur þú horft á þessa nýju auglýsingu frá Dove þar sem konur voru fengnar til að taka þátt í félagslegri tilraun. Þær skrifuðu í dagbók alla þá neikvæðu hluti sem þær sögðu og hugsuðu um sjálfar sig og eigin líkama – en síðan var þeim sýnt hversu skaðlegur Lesa meira

thumb image

Hversu lengi geymast afgangarnir í raun?

Það er fátt betra en að eiga afgang af góðum mat, en stundum gleymist að borða hann daginn eftir. Þegar vafi leikur á varðandi gæði matarins er ágætt að nota lyktarskynið til að leiðbeina sér, en hér eru þumalputtareglur varðandi nokkrar tegundir matar sem segja til um hversu lengi hann geymist. Heimild: Huffington Post.

thumb image

5 „holl“ sætuefni sem eru alveg jafn slæm og sykur

Viðbættur sykur er eitt versta næringarefnið í nútíma mataræði. Þekking á skaðlegum áhrifum hans hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þrátt fyrir það sem sumir halda fram, þá eru tómar hitaeiningar bara toppurinn á ísjakanum. Sykur, vegna mikils innihalds af einföldu sykrunni frúktósa, getur haft skelfileg áhrif á efnaskiptin. Ef hans er neytt í einhverju magni veldur hann háu Lesa meira

thumb image

Konur sem leggja lag sitt við talsvert yngri menn: Af hverju erum við hneyksluð

Í poppkúltúr nútímans hefur hugtakið Fjallaljón (e. cougar) verið notað um nokkurt skeið yfir konur á virðulegum aldri sem kjósa að leggja lag sitt við talsvert yngri menn. Stundum eru ungu mennirnir kallaðir bjarnarhúnar (e. cubs) – litlir varnarlausir loðboltar sem eiga sér einskis ills von þegar ástleitin fjallaljón læðast aftan að þeim. Hugtakið og Lesa meira