Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

thumb image

Engir fætur engin fyrirstaða: Yfirgefin af foreldrum sínum en varð fimleikastjarna

Hún fæddist án fóta sem varð til þess að foreldrar hennar yfirgáfu hana á spítalanum. Hún var hins vegar ættleidd af bandarískri fjölskyldu sem kenndi henni að fötlun er engin fyrirstaða. Jennifer Bricker dreymdi um að verða fimleikastjarna og vegna stuðnings foreldra sinna lærði hún fljótt að henni væru allir vegir færir. Gerald og Sharon Lesa meira

thumb image

Átta útgáfur af barnamyndum sem þú ættir aldrei að setja á netið

Það er fátt meira áberandi á samfélagsmiðlum en myndir af litlum börnum, við hinar ýmsu aðstæður þrátt fyrir að fjölmargir sérfræðingar, í málefnum barna, hafi talað á móti því. Flestir foreldrar taka upp símann þegar barnið krúttar yfir sig, og setja myndirnar á Facebook, Instragram, eða aðra samfélagsmiðla, í þeim tilgangi að fá viðbrögð frá Lesa meira

thumb image

Scarlett Johannson: Á bakvið glamúrinn er bara venjuleg stelpa

Lítil færsla með fallegum skilaboðum hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook síðasta sólarhring. Færslunni fylgir mynd af Scarlett Johannson, þó deilur ríki um það hvort hún sé raunverulega ómáluð á myndinni eða ekki. Myndinni var deilt á Facebook-síðu undir nafni Scarlett Johansson og hefur fengið tugþúsundir deilinga. Ekki er víst hvort síðan tengist leikkonunni beint, en skilaboðin Lesa meira

thumb image

Justin Bieber grét úr sér augun eftir flutning á VMA hátíðinni

Söngvarinn Justin Bieber hefur forðast sviðsljósið að undanförnu á meðan lagið hans Where Are You Now hefur skriðið upp á topp vinsældarlista í allt sumar. Hann mætti þó ferskur til leiks á VMA verðlaunaafhendinguna þar sem hann flutti tvö nýleg lög. Amazing performance. That’s how you get back up from a fall. Listen to the crowd. Just Lesa meira

thumb image

Kanye West ætlar að bjóða sig fram til forseta

Kosningaherferð Donald Trump virðist kæta ófáa repúblíkana á meðan aðrir fylgjast áhyggjufullir með. Það má segja að bæði sé hlegið og grátið, en líklega trompa tárin hláturinn eftir því sem fylgi hans eykst. Til að bæta gráu ofan á svart hefur rapparinn Kanye West lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til Lesa meira

thumb image

Ef samskipti fólks í raunveruleikanum væru eins og á Facebook

Í hvert skipti sem þú skrifar stöðuuppfærslu á Facebook er það eins konar fréttatilkynning; ávarp til allra sem eru á vinalistanum þínum. Þegar þetta er tekið úr samhengi virðist það dálítið undarlegt. Eins og í þessu myndbandi sem sýnir hvernig samskipti fólks væru ef við töluðum saman í stöðuuppfærslum.

thumb image

Það sem allir pabbar ættu að gera fyrir dætur sínar

„Ég er ekki faðir og mun aldrei verða faðir,“ skrifar ung kona sem nýlega deildi þessum góðu ráðum fyrir feður á vefsíðunni A plus. „Ég er hins vegar dóttir og á tvo pabba. Á mínum 23 árum hef ég lært að samband föður og dóttur er einstakt. Svo einstakt er það að ást og fordæmi feðra Lesa meira

thumb image

Fórnarlömb nauðgana eigi að skammast sín: „Ef þú vilt ekki tæla nauðgara, ekki vera í hælaskóm“

Flestir eru sammála því að kynferðisofbeldi sé gerandanum að kenna. Konur jafnt sem karlar berjast fyrir því að skila skömminni til gerenda og hætta fyrir fullt og allt að afsaka eða réttlæta gjörðir þeirra á kostnað þolenda. Flestir, en ekki allir. Söngkonan Chrissie Hynde, forsprakki The Pretenders, tjáði sig í viðtali við The Sunday Times Lesa meira