Tvær íslenskar ofurkonur: Fóru í sund í Jökulsárlóni!
23.09.2012 Hlín Einarsdóttir

Það var hlegið að þeim Dagbjörtu og Áróru þegar þær spurðu hvort þær mættu fara ofan í Jökulsárlón í sundfötunum en þeim var full alvara eins og myndin sýnir…

Dagbjört og Áróra voru tvær saman í viku á hringferð um landið. Þemað? Að fara í sem flesta læki, hyli og í sjóinn. „Við höfum mikið verið í sjósundi í Nauthólsvík aðallega og erum með eitthvert „thing“ fyrir að hendast í kalt vatn og kjósum það yfirleitt yfir heita vatnið!“ segir Dagbjört og hlær.

Þennan dag fóru þær vinkonur í Skaftafell og gengu upp að Svartafossi og dýfðu sér í ána sem gengur af honum á þremur mismunandi stöðum í góða veðrinu. „Þegar við komum að Jökulsárlóni vorum við enn í sundfötunum og „upphitaðar“ – og vel meðvitaðar að okkur langaði að gera þetta. Við spurðum auðvitað um leyfi en starfsmennirnir hlógu bara að okkur og sögðu að við kæmumst ábyggilega hvort sem er ekkert alveg ofan í. Við hlógum bara á móti og sögðum: „Já, þið haldið það! Bíðið bara, við skulum ekki útiloka neitt!“

 

Magnaðar konur! Dagbjört Þórðardóttir (til vinstri) og Áróra Sigurjónsdóttir (til hægri)

 

Þær stöllur skokkuðu smá hring til að ná í sig smá hita og fóru svo í baðfötum og ullarpeysum á staðinn sem þær völdu sér. „Svo fengum við túrista til að taka myndir og skelltum okkur ofan í. Ætli við höfum ekki náð u.þ.b. tveimur mínútum en það var ótrúlegt hvað við vorum góðar eftir þetta! Smá stingur í höndunum en það er ekkert sem við könnumst ekki við.“

Dagbjört og Áróra eru ánægðar með afrekið og segja að fílingurinn hafi verið æðislegur. „Við hugsuðum kannski málið ekki alveg til enda, túristarnir tóku myndir og svona og við á sundfötunum…! Gott að það er ekki á netinu!“

Dagbjört segist þó halda að hún hafi farið í kaldara vatn: „Já, í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór síðastliðinn vetur og mér var sagt að hann hafi verið -1°C…“

Kjarnakonur sem greinilega víla ekkert fyrir sér!

 

Ritstjórn
30.9.2014

Hann er ekki hræðilegur, hann er bara lítill strákur

jameson

Við höfum lent í nokkrum atvikum undanfarið sem eru mér hvati til að skrifa þetta. Ég vona að fólk lesi þetta og deili á samfélagsmiðlum. Þetta snýst ekki bara um son minn, heldur öll börn sem grín er gert að og þau tekin fyrir vegna þess að þau eru öðruvísi. Ég er viss um að...

Ritstjórn
30.9.2014

Nýtt lag frá Írisi Lóu

íris lóa

Íris Lóa Eskin er tvítug söngkona sem hefur ótrúlega mikinn áhuga á að semja tónlist og syngja. Í sumar var hún í Boston og tók nokkra áfanga í Berklee College of Music og lærði heilmikið þar. Í kjölfarið tók hún upp nýtt lag, Hunting Game. „Ég lærði heilmikið þar og þetta var skemmtileg upplifun. Eftir að...

doktor.is
30.9.2014

Af hverju fá börn hitakrampa?

155301190

Um 5% barna fá hitakrampa við  sótthita. Þetta gerist yfirleitt á fyrstu 3-4 árum barnsins og er oftast hættulaust. Orsakir hitakrampa eru ekki þekktar en börn geta erft tilhneigingu til hitakrampa frá foreldrum sínum. Líkur á hitakrampa aukast ef hiti hækkar snögglega. Það getur einnig skipt máli hversu oft barnið fær sýkingar og hita. Um...

Ritstjórn
29.9.2014

Svona fyllir þú upp í augabrúnirnar

elle-01-brows-blog

Stórar og þykkar augabrúnir hafa verið ótrúlega vinsælar upp á síðkastið og eru margar stúlkur og konur um allan heim búnar að leggja plokkaranum í bili. En þegar reynt er að láta augabrúnirnar vaxa geta hárin verið mislöng og strjál. Það þýðir samt ekkert að gefast upp, hægt er að fylla upp í augabrúnirnar með...

Ritstjórn
29.9.2014

Nýtt lag frá Reykjavíkurdætrum – Myndband

reykjavíkurdætur

Er ekki mest töff að sýna hvað maður er ekki töff? Þrjár af meðlimum Reykjavíkurdætra voru að senda frá sér nýtt lag og myndband. Það eru þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Valdís Steinarsdóttir og Katrín Helga Andrésdóttir sem má sjá hér í myndbandinu við lagið Tíminn tapar takti.  

Aðsendar greinar
29.9.2014

Ert þú hugsanlegur egggjafi?

166272556

„Mig langar til að eignast barn“: Íslensk kona hafði samband við okkur á Bleikt til þess að fá aðstoð okkar við leit að hugsanlegum eggjafa. Við birtum hér grein hennar en birtum hana nafnlaust þar sem þetta er ótrúlega persónulegt málefni. Hefur þú hugsað um að gefa egg, en ekki látið verða af því. Núna...

Ritstjórn
29.9.2014

Best klæddu strákarnir á Instagram

bræður

Það er fátt krúttlegra en fallega klædd börn, tvíburar klæddir í stíl eru þar engin undantekning. Á Instagram er síðan 2youngkings þar sem birtar eru myndir af klæðnaði drengja sem kallaðir eru M og D.  Þessir drengir eru ótrúlega flott klæddir og eru alltaf alveg eins. Nota þeir flott Ray-Ban sólgleraugu, hatta, sólgleraugu og klúta...

Ritstjórn
29.9.2014

Unga fólkið sem bíður með að stunda kynlíf þar til það giftir sig

par

Flestir þeirra sem eru komnir yfir tvítugt hafa stundað kynlíf ef miðað er við niðurstöður margra rannsókna. En af þeim sem ekki hafa stundað kynlíf er hluti sem hefur valið það sjálfur að bíða með kynlíf fram að giftingu. Þetta er oft fullorðið fólk, á kærustu/kærasta en bíður með að stunda kynlíf. Af hverju? Fréttamaður...

Ritstjórn
29.9.2014

Tók sjálfsmynd eftir árekstur

jlo forsíða

Drukkinn ökumaður keyrði aftan á bíl Jennifer Lopez þegar hún var stopp á rauðu ljósi um helgina. Með Jennifer í bílnum voru börnin hennar tvö og Leah Remini besta vinkona hennar. Ökumaðurinn sem ók á pallbíl, stakk af eftir atvikið. Þær vinkonur hringdu á neyðarlínuna og lýstu bílnum og bílnúmerinu. Lögregla var fljót á staðinn...

Ritstjórn
29.9.2014

Útbýr fallegt nesti fyrir börnin sín á hverjum degi

1

Það er ekki í uppáhaldi hjá öllum foreldrum að útbúa nesti handa börnunum. Þó einhverjum kunni að þykja það skemmtilegt eru fleiri sem þakka fyrir það þegar skólinn býður einfaldlega upp á að matreiða beint ofan í krílin. Þetta er þó ekki nokkuð vandamál fyrir Li Ming, sem útbýr nesti af ótrúlegri listfengi, sex daga vikunnar, fyrir...

Ritstjórn
29.9.2014

Þrjár ástæður fyrir því að við þufum að borða pöddur

Insects: Our Food Of The Future?

Fólksfjölgun á jörðinni er gríðarleg og talið er að í lok þessarar aldar verði mannfjöldi á jörðinni um ellefu milljarðar. Ljóst er að erfitt hefur reynst að fæða allan heiminn og lengi hefur verið leitað lausna á þeim vanda. Búfjárrækt er dýr í rekstri, krefst stórra landssvæða, mikillar orku og auðlinda en á þar að...

Ritstjórn
29.9.2014

Fullkomið brúðkaup í Feneyjum

Hamingjusömu hjónin - George og Amal mynduð í Feneyjum daginn eftir brúðkaupið

Hollywood leikarinn Geor­ge Cloo­ney giftist mannréttindalögfræðingnum Amal Alamudd­in í fallegri athöfn í Feneyjum um helgina. George er 53 ára og Amal 36 ára en þau trúlofuðu sig í apríl á þessu ári. Mikið af fjölskyldu og vinum þeirra voru viðstödd brúðkaupið og stóðu veisluhöldin yfir í fjóra daga.     Margar stjörnur flugu til Ítalíu til...

Ritstjórn
29.9.2014

Góð húsráð til að losna við kvef

29-9-2014 08-27-35

Nú er haustið byrjað og margir á vinnustöðum og í skólum byrjaðir að fá kvefpestina. Það er algengt þegar kólnar í veðri og fólk klæðir sig ekki samkvæmt því. Mörgum þykir þetta þreytandi pest og flestir vilja losna við hana sem allra fyrst. Hér eru nokkur heimagerð ráð sem hjálpa þér að losna við kvefið...

Ritstjórn
28.9.2014

3 auðveldar leiðir til að skera melónu

28-9-2014 20-21-31

Við höfum flest okkar verið að skera melónu vitlaust allt okkar líf. Við könnumst þá við það að borða hana með öllu andlitinu og eftir situr stór börkur sem við vitum ekki hvert skal setja. Nú er það vandamál úr sögunni. Í myndbandinu hér fyrir neðan getur þú valið þér mun hentugri leiðir til að...

Ritstjórn
28.9.2014

6 ástæður hvers vegna þú ættir að sofa nakin

28-9-2014 18-20-24

 Hvers vegna ættum við að sofa nakin? Hefur það áhrif á líkamsstarfsemi okkar? Eykur það kynhvötina? Er það hollara fyrir kynfærin? Læknirinn Jennifer Landa telur að svo sé. Í gegnum árin hefur hún hjálpað fjöldann allan af fólki við vandamál sem tengjast kynlífi og bætt heilsu fólks samhliða því. Með því hefur hún jafnað út...

Ritstjórn
28.9.2014

Einstaklingar sem líkjast furðulega mikið teiknimyndapersónum

28-9-2014 16-07-25

Sagt er að hver og einn einstaklingur hafi að meðaltali sex manneskjur í heiminum sem eru lygilega líkar þeim. Þar með eiga allir í hættu að rekast á einstakling sem er nánast alveg eins. Þú gætir rambað á manneskju á ferðalagi þínu um heiminn sem er nauðalík þér, ef ekki alveg eins! Þú gætir einnig...