Valli í 24 Iceland – „Allt sem ég geri hefur gengið betur eftir að dóttir mín fæddist“

Valþór Örn Sverrisson elskar úr og segist úra perri, enda fékk hann snemma áhuga á úrum þegar hann aðstoðaði úrsmiðinn afa sinn í verslun hans. Valli, eins og hann er jafnan kallaður, lítur á úr frekar sem skart og hannar hann í dag úr í eigin fyrirtæki, 24 Iceland, en úrin hans eru gríðarlega vinsæl og hafa verið meðal vinsælustu gjafa síðustu ár.  Valli er líka snappari með stóran fylgjendahóp og einstæður faðir þriggja ára dóttur, sem hann segir sína bestu klappstýru og hafa komið sér á þann stað sem hann er í dag. Framundan hjá Valla er að sinna báðum börnunum sem best, dótturinni og fyrirtækinu, og sjá þau vaxa og dafna.

Elka Long, pistlahöfundur á Bleikt hitti Valla á Hamborgarafabrikkunni og tók hann í viðtal. Hún gat ekki annað en brosað þegar hann bað hana að hitta sig þar enda sést hann oft og iðjulega á snappinu sínu úti að borða og það oft á dag.

Valli sótti hugmyndina að stofnun 24 Iceland ekki langt, afi hans var úrsmiður auk móðurbræðra hans og sjálfur elskar hann úr. „Ég er svona úra perri. Ég elska úr, en í dag eru þau þannig að maður kíkir eiginlega bara á símann sinn til að vita hvað klukkan er, úr eru eiginlega skart frekar eða það finnst mér allavega,“ segir Valli.

„Afi minn heitinn sem var líka góður vinur minn var úrsmiður, Hermann Jónsson og var hann með verslun í Veltusundi, sem hann rak í 45 ár. Ég hjálpaði honum oft og síðan þegar hann lést þá hjálpaði ég ömmu minni að loka búðinni. Það eru næstum allir í kringum mig úrsmiðir eins og til dæmis bræður mömmu minnar. Ég er samt ekki úrsmiður sjálfur, en hanna öll úrin mín og svo erum við að sjálfsögðu með úrsmið í vinnu hjá okkur.“

Snapchat setur ákveðna pressu á mann

Valli byrjaði eins og flestir sem byrja á Snapchat (vallisverris) með snöpp sem voru fyrir vini og fylgjendahópurinn var ekkert stór.  „Ég byrjaði að snappa þegar Snapchat kom fyrst held ég bara en ég hef alltaf bara verið með 300 vini. Svo var ég með einhverja kúk og piss brandara og fullt af liði fór að senda snappið mitt áfram, en svo þegar ég var úti á Tenerife þá gaf Karen Hrund snappari mér shout-out og annar stór snappari og þá aðallega af því að ég var eitthvað að fíflast og vera fyndinn með litlu dóttur minni og þá fékk ég 2000 nýja vini á held ég innan við sólarhring,“ segir Valli,

Fylgjendahópurinn hefur stækkað og sérstaklega í kjölfarið á velgengni 24 Iceland. Valli segir það mjög skemmtilegt, en um leið setja ákveðna pressu á hann að þurfa alltaf að snappa einhverju. „Ég til dæmis  fer í þennan gír að hugsa: „Æj ég er ekki búinn að snappa neitt í dag.““

„Svo er líka annað með þetta snapp, það er ekkert endilega erfitt að setja inn eina mynd eða segja hvað maður er að gera, en í kjölfarið fæ ég auðvitað alltaf spurningar eins og til dæmis: „Hvað ertu að gera á Fabrikkunni? Hvar ertu að fara í klippingu,“ og fleira í þeim dúr og mesta vinnan fer í að svara öllum. Mér finnst það samt ekkert leiðinlegt og eiginlega bara mjög gaman, en ég er samt ekkert stór snappari miðað við alla þessa snappara, heldur meira bara að dúllast eitthvað.“

Einhleypur vinnualki og einstæður faðir

„Þetta er einfalt, ég er bara single og líður reyndar mjög vel einum. Ég er líka að vinna ógeðslega mikið þannig að ég er ekkert með allar klær úti að leita að ástinni,“ segir Valli og brosir.

„Ég á þriggja og hálfs árs stelpu sem heitir Sigurrós Nadía og við erum bestu vinir. Ég og barnsmóðir mín erum með sameiginlegt forræði þannig að hún býr í viku hjá mömmu sinni og viku hjá mér. Ég fæ oft spurningar um hvort ég sé einstæður faðir og hvort hún sé alltaf hjá mér. Auðvitað lítur það kannski svolítið þannig út þar sem ég er mjög virkur á snappinu þegar ég er með hana. Ég er heppnasti maður í heimi að hafa eignast dóttur mína og meira að segja held ég að fyrirtækið mitt væri ekki einu sinni jafn vel stætt ef ég hefði ekki eignast hana þar sem hún er mikið pepp og heldur manni alveg á mottunni.“

„Maður hugsar líka bara öðruvísi við að eignast barn. Ég vann á leikskóla í þrjú ár og byrjaði tvítugur að vinna þar og eina sem komst að hjá mér var hugsunin um að eignast mitt eigið barn og það var alveg reynt einhverntíma en heppnaðist ekki þá. Ég hefði næstum viljað eignast barn á þeim tíma bara með einhverri gellu, en auðvitað var ekki svo þannig að ég er svo ofboðslega ánægður með dóttur mína og það er svo gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna þó að auðvitað komi líka tímar þar sem þetta verður pínu yfirþyrmandi, en það er svo sjaldan og næstum aldrei. Þegar ég fer með hana í leikskólann á mánudegi get ég ekki beðið eftir að vikan líði, þannig að vikuna sem ég er ekki með hana fæ ég hana samt á fimmtudögum yfir daginn af því ég sakna hennar svo mikið og er bara svo fastur við hana og ég væri svo innilega ekki á sama stað í lífinu ef ég hefði ekki eignast hana.“

Eins og áður sagði er Valli duglegur að taka myndir og snöp og pósta þegar dóttir hans er hjá honum, það er því kannski eðlilegt að hann hafi fengið spurninguna um hvort að hann sé alfarið með hana. En hann fær líka ítrekuð hrós fyrir hversu duglegur faðir hann er og segist Valli ekki gefa mikið út á slíkt hrós.

„Ég tek þessu ekki sem hrósi, ég er bara pabbi. En ég veit samt hvað fólk á við þar sem ég á alveg vini sem ekki vilja eignast börn og svo aðra sem taka bara börnin aðra hverja helgi og enn aðrir sem vilja hafa börnin sín viku á móti viku en fá það ekki og ég ætla ekki einu sinni að fara út í þá sálma, réttlæti móðir gegn föður því það eru bara sálmar sem ég syng ekki upphátt. En allavega að eignast dóttur mína  er bara það besta sem komið hefur fyrir mig í lífi mínu og ég veit að það er pínu vandræðalegt að segja þetta og ég vona að allar stelpur hlaupi ekki bara í burtu en mig langar strax í annað barn, þú veist ekki bara barn með einhverri, en mig langar bara í annað barn ef þú skilur,“ segir Valli og brosir einlæglega.

„Ég er mikill barnakall,“ heldur Valli áfram. „Ég vann á leikskóla í þrjú ár og ég get svarið það að ef ég hefði tök á því að vinna á leikskóla í dag þá myndi ég strax fara að vinna þar, ef ég hefði tíma og væri ekki með fyrirtækið mitt og þrátt fyrir lúsarlaun. Ég meina ég var með 150.000 kall útborgað og jú borgaði leigu og eitthvað, en til dæmis í staðinn kom að ég borðaði alla virka daga frítt og vann engar helgar. Það er fullt af fólki sem er að vinna fimm daga vikunnar og aðra hvora helgi til dæmis í verslunum í Kringlunni og eru með rétt 200.000 kall útborgað og hafa jafnvel ekki gaman af vinnunni sinni. Ég vann á einkareknum leikskóla og ætlaði í nám og læra leikskólakennarann,  en þá var leikskólanum lokað og þá eiginlega hætti ég við.“

Valli segist óttast það mest í lífinu að hitta dóttur sína ekki oftar. „Ég hugsa það oft þegar ég fer til útlanda af því ég er mjög flughræddur, og ég hef verið í flugvél sem ég hélt að væri að hrapa. Þá fór ég beint í að skoða myndir í símanum af dóttur minni,“ segir Valli. Hann segir að draumakonan hans sé líklega ekki til, en langar þó í framtíðinni að eignast fleiri börn og gott einbýlishús.

24 Iceland komið í útrás út fyrir landsteinana

Úrin hans Valla hafa slegið í gegn hér heima og því lá beinast við að koma þeim inn á önnur markaðssvæði og Valli er byrjaður á því. „Ég er búinn að stofna fyrirtæki sem heitir 24 USA og við erum komin með þau úr í Bandaríkjunum, ég vissi að markaðshópurinn væri stór þar en hann er sko viðbjóðslega stór. En það er fyrirtæki þar úti sem ætlar að vinna með okkur og annað hér heima sem ætlar að hjálpa okkur aðeins en þetta er svo stórt að maður varla ræður við það,“ segir Valli.

„Úrin eru alveg eins og 24 Iceland, nema bara með 24 USA og við erum að tala við fullt af bloggurum og snöppurum og annaðhvort gerist eitthvað eða ekki. Þetta er í hægri vinnslu og ég hef alltaf verið þannig í lífinu að ég reyni á allar hugmyndir sem ég fæ í lífinu, stundum virka þær, stundum ekki. Ég hef stofnað fyrirtæki og unnið vinnu sem ég hef dauðséð eftir.“

„Ég var að vinna í Nova mjög lengi eða í þrjú og hálft ár og það var mjög gaman. Við hjá 24 Iceland erum þekkt fyrir að vera með mjög góða þjónustu og erum með 87 í einkunn á Facebook sem er mjög góð þjónusta og ég get alveg lofað þér því að þetta lærði ég hjá Nova. Svo fór ég að vinna fyrir bróður minn sem á Dirty Burger hér heima, en við áttum ekki skap saman svo ég hætti þar. Hann er illa frekur og ég er líka illa frekur,“ segir Valli og hlær.

Mynd: Óli Magg 2017.

24 Iceland byrjaði á traustinu einu saman

„Eftir að ég fór svo til Tailands fyrir tveimur árum þá hugsaði ég hvað yrði gaman að gera eitthvað úratengt, en ég vissi ekki hvernig í fjandanum ég ætti að byrja því ég er ekki úrsmiður, svo ég talaði við bróðir mömmu og fékk ráð. Í framhaldi gerist þetta allt rosalega hratt og í lok september 2015 er ég kominn með úr í hendurnar,“ segir Valli.

Lausafjárstaðan var hinsvegar slæm, Valli átti ekki peninga í byrjun og bankinn gaf enga fyrirgreiðslu þar sem hann skuldaði honum. „Þetta var ekki tengt nenni óreglu, bara skuldir eins og fólk kemur sér í. Ég bað frænda minn um að biðja aðilann að lána mér 50 úr og fékk nei, bankinn sagði líka nei,“ segir Valli og þannig var útlit fyrir að ekkert yrði úr nýja fyrirtækinu.

En þá tók úraframleiðandinn úti við sér og hafði samband við Valla og ákvað að slá til byggt á traustinu einu saman. „Skilaboðin voru eiginlega svona,“ segir Valli, „Ok, þið eruð á Íslandi og við erum ekki að framleiða fyrir neinn þar svo okkur langar að sjá áhugann fyrir þessu,“  núna eru þau búin að framleiða 12 þúsund úr fyrir okkur og sjá ekki eftir þessu.“

Fyrir tveimur mánuðum keypti Valli síðan nýtt fyrirtæki, MaGa, sem hann rekur samhliða 24 Iceland. „MaGa úrin keypti ég af manni í Bretlandi, en þau eru framleidd í sömu verksmiðju og Daniel Wellington úrin. Þetta er allt mjög stórt og umfangsmikið og núna í desember, þá er að koma ný lína af MaGa sem ég er búinn að hanna og það eru tryllt úr. Ég elska hauskúpudæmi og eins skartið frá þeim og get bara ekki beðið eftir að vinna meira með þetta merki,“ segir Valli ánægður.

Samfélagsmiðlar hafa bæði kosti og galla

Valli er virkur á Snapchat, bæði persónulega og fyrir 24 Iceland. Hann segir að samfélagsmiðlar hafi bæði sína kosti og galla og hefur orðið fyrir aðkasti þar, sem hann segir þó ekkert verulegt.

„Ég hef ótrúlega gaman af að gera grín að fólki og set stundum eitthvað inn sem ég ætti kannski ekki að gera, en er ekki illa meint en svo sér fólk það kannski ekki eins og ég. Maður ætti til dæmis ekki að tala saman á samfélagsmiðlum af því að fólk misskilur og spyr spurninga á borð við hvort ég sé í fýlu og þannig. Þannig að maður ætti eiginlega frekar að hringja eða tala saman í eigin persónu,“ segir Valli.

„ 24 Iceland er orðið rosalega vinsælt og þegar ég fer niður í bæ þá er ég oft stoppaður með til dæmis: „Æj, ég ætla alltaf að fara að kaupa úr af þér, fæ ég afslátt?“ Og af því við erum alltaf á snappinu og í raun alltaf í vinnunni, þá get ég tekið sem dæmi að korter í sjö á aðfangadag í fyrra þá var sent á mig: „Hæ ég er með úr sem ég fékk í jólagjöf og mig vantar aðra ól get ég komið í fyrramálið?“, síðan var annar sem sendi á aðfangadag: „Hæ, ég gleymdi að kaupa úr. Má ég koma núna?“

Valli kippir sér þó ekki mikið upp við þetta, og ekki heldur þá staðreynd að fólk er að taka myndir af honum hvar sem er. „Fólk hefur tekið myndir af mér til dæmis í Ikea að borða kjötbollur, en það truflar mig ekkert. Það besta við mig er að mér er orðrétt, drullusama hvað öðrum finnst um mig.“

Hann hefur ekki orðið var við öfund á samfélagsmiðlunum, en veit að hún er til. Sjálfur á hann uppáhalds snappara, Arnór eða arnórs eins og hann heitir á Snapchat.

Það er ljóst að framtíðin er björt hjá Valla sem segir mömmu sína, sem hefur verið kaupmaður í 40 ár og dóttur sína helstu áhrifavalda í lífi sínu. „Allt sem ég geri hefur gengið betur eftir að Sigurrós Nadía fæddist.“

„Ég hef það sem lífsmottó að mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valli, sem leggur til að við brosum meira og hættum að vera í fýlu.

Fylgjast má með Valla á Snapchat: vallisverris.
Fylgjast má með 24 Iceland á Snapchat: Iceland24 og Instagram: 24Iceland.

 

 

Rihanna í sokkapari sem kostar yfir 100 þúsund krónur

Ert þú ein/n af þeim sem þolir ekki að fá mjúka pakka að gjöf, hvað þá ef pakkinn inniheldur sokkapar? Líklegt er að þú myndir þá breyta um skoðun ef pakkinn inniheldur sokkaparið sem Rihanna klæðist hér, því parið kostar 1340 dollara eða tæpar 140.000 kr. Um er að ræða hvíta sokka frá Gucci með kristöllum í og voru þeir fyrst sýndir á í Miami á tískusýningunni Resort fyrir árið 2018. https://www.instagram.com/p/BcXm-PFDKQm/ https://www.instagram.com/p/BcXgU6gDT3N/ Hver veit nema við munum fljótlega sjá Fenty sokkalínu frá Rihönnu, en Fenty snyrtivörulínan og Fenty Puma x Rihanna línan hafa þegar fengið frábærar viðtökur.     Lesa meira

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.   Is He Gone Yet? #2017In4Words pic.twitter.com/I0iTkVXQb1 — BrokenPromisedLand (@VoteAngryNow) November 18, 2017 Election of Ignorant Bully#2017In4Words pic.twitter.com/tHIG7zRRci — Jenius (@PersianCeltic) November 18, 2017 Too many terror acts 😔 #2017In4Words — Josh (@jaythashooter) November 18, 2017   Make Obama President Again! #2017In4Words pic.twitter.com/zbOWMjVdJU — Allyn Beake (@AllynBeake) November 18, 2017 #2017In4Words Your idol's… Lesa meira

Kæri jólasveinn: iPhone eða mandarína?

Nú eru jólasveinar á fullu að raða í pokann skógjöfum fyrir börnin og styttist í að þeir skelli pokanum á bakið og arki til byggða, einn af öðrum. Það er rétt að þeir lesi orð Davíðs Más Kristinssonar áður en þeir leggja í hann. Og ef að netsambandið til fjalla er eitthvað stirt, þá geta kannski foreldrar barnanna skilað þessu til þeirra. Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum. Ef einhverjir af jólasveinunum eru í tölvufæri upp í… Lesa meira

Þessi mynd er sú vinsælasta á Instagram árið 2017

Það eru yfir 800 milljón manns sem nota Instagram í hverjum mánuði og með þær tölur í huga þá getur maður rétt ímyndað sér hversu mörk „like“ ein mynd getur fengið. En það er ein mynd sem notendum líkaði öðrum fremur árið 2017 og þegar þrjár vikur eru eftir af árinu hefur hún rakað inn yfir 11 milljón „like-um“ og 547 þúsund hafa skrifað athugasemdir við myndina. Það er engin önnur en drottningin Beyoncé sem á vinsælustu mynd Instagram og myndin er tilkynning hennar frá 1. febrúar síðastliðnum þegar hún sagði frá að hún ætti von á tvíburum. https://www.instagram.com/p/BP-rXUGBPJa/ „Við… Lesa meira

Heimili Meghan í Toronto er komið á sölu

Meghan Markle undirbýr sig nú fyrir nýtt líf sem prinsessa í Bretlandi og það má vel vera að fyrra heimili hennar í Toronto í Kanada jafnist ekki að stærð á við framtíðarheimili hennar í Kensingtonhöll en glæsilegt er það engu að síður. Húsið er á Yarmouth Road í hverfinu Seaton Village og það voru framleiðendur sjónvarpsþáttanna Suits, sem fundu það fyrir Meghan, en þættirnir eru teknir upp í nágrenninu. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, kvikmyndaherbergi, eldhús af dýrari gerð og tvö baðherbergi. Verðmiðinn er 925 þúsund evrur eða um 113 milljónir íslenskar.     Lesa meira

Jólabréf Höllu Tómasdóttur til barna hennar: „Verið ávallt meðvituð um orð ykkar og athafnir“

      „Nú langar mig að ræða mikilvægi þess að þið tileinkið ykkur sjálfsvirðingu. Þið eigið óumdeilanlegan rétt á að setja öðrum mörk og aðrir eiga engan rétt á hegðun eða gjörðum sem valda ykkur óþægindum og/eða vanlíðan. Elskið ykkur sjálf og líkama ykkar eins og þeir eru og látið strax vita ef einhver misbýður ykkur, veldur ykkur óþægindum, ótta eða óeðlilegri líðan,“ ritar Halla Tómasdóttir rekstarhagfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi í opinberu jólabréfi til barna hennar, Tómasar Bjarts og Auðar Ínu. Bréfið birtir Halla á heimasíðu sinni. Í bréfinu sem ber heitið Virðing og heilbrigð samskipti, gefur Halla börnum sínum… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 10. desember – Gjöf frá Odee

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 10. desember ætlum við að gefa tvö plaköt frá állistamanninum Odee, eina Freyju og eina Oreö. Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America, sjá nánar hér. Oddur var í viðtali við DV í lok sumar þar sem hann sagði… Lesa meira

Gefðu táknræna jólagjöf – mömmupakki UN Women

Jólagjöf UN Women er mömmupakki fyrir nýbakaða móður í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Mömmupakkinn er táknræn jólagjöf, jólakort sem myndar eins konar tjald og stendur eitt og sér. Um 80 þúsund manns búa nú í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi. Yfir 64.000 íbúanna eru konur og börn þeirra og á bilinu 60-80 börn fæðast í búðunum á viku. UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra þar sem konurnar hljóta vernd, öryggi, atvinnutækifæri og börn þeirra fá daggæslu. Á griðastöðum UN Women hafa konur á flótta tækifæri til að afla sér tekna með því… Lesa meira

Tamar semur ljóð um Klevis Sula „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“

Sjómaðurinn og þriggja barna faðirinn, Mikael Tamar Elíasson, hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum fyrir ljóð sín. Nýjasta ljóð hans fjallar um Klevis Sula, unga manninn frá Albaníu sem lét lífið eftir hnífstunguárás á Austurvelli um síðustu helgi.  Harmleikur seilast í hugann á mér í Reykjavík lést ungur maður skiptir það máli hvaðan hann er eða er Ísland auðmjúkur staður Fólkið hans berst nú við alla þá sorg sem hamrar sem sleggja á steini „Drengurinn lést í okkar fallegu borg þar sem dauðinn lá lævís í leyni“ Með hjarta sem hafði drauma og þrár og ást til að gefa okkur… Lesa meira

Stjörnumerkin: Hvað pirrar þau?

Hver er auðveldasta leiðin til að pirra einhvern eftir því hvaða stjörnumerki hann er í? HRÚTURINN – Truflaðu hann. Ef þú truflar hann við störf hans og leiðir til þess að hann kemur minna í verk, mun hann valta yfir þig af reiði. NAUTIÐ – Komdu því á óvart. Nautið þolir ekki hið skyndilega og óvænta og mun því fríka út og verða árásargjarnt. TVÍBURINN – Láttu hann bíða. Tvíburinn þolir ekki að vera lengi á sama stað. Honum líkar best að koma og fara þegar honum hentar og vera frjáls ferða sinna, allt annað er kvöl og pína fyrir… Lesa meira

Jóladagatal Bleikt 9. desember – Gjöf frá Burro Tapas + Steaks

Á hverjum degi fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilega gjöf. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum. Í dag 9. desember ætlum við að gefa óvissuferð matseðil fyrir 2 á Burro Tapas + Steaks.   Veitingastaðurinn Burro og Pablo Discobar opnaði 10. nóvember 2016 við frábærar viðtökur. „Við félagarnir höfðum lengi gengið með þann draum í maganum að opna veitingastað hér heima með suðuramerísku þema. Þegar kom að því að velja nafn á veitingastaðinn vildum við ekki löng krúsídúllunöfn sem heimamenn ættu erfitt með að bera fram,… Lesa meira

Eva Ruza situr fyrir svörum: Frækinn flækjufótur sem elskar allt sem glitrar

Eva Ruza, mamma, eiginkona, og allskonar multitasker er nýkomin úr dásamlegri ferð til Miami með hennar heittelskaða þar sem hún sá um að vera aðstoðarbílstjóri með GPS-ið. „Við erum heppin að hafa komist óhult milli staða eftir mjög skrautlegar leiðbeiningar aðstoðarbílstjórans. Ég held samt að ég hafi náð að útskrifast en það tók verulega á andlegu hlið sjálfs bílstjórans,“ segir Eva. „Ég stunda líkamsrækt nánast alla virka daga vikunnar. Annars vegar læt ég pína mig áfram í Bootcamp eða læt Yesmine Olsen vinkonu mína um pyntingarnar. Það er eins gott að vera með harðstjóra yfir manni svo maður svindli ekki,“… Lesa meira