Veganúar er að ganga í garð – „Aldrei verið auðveldara að vera vegan“

Janúar er handan við hornið – eða Veganúar, eins og sumir kjósa að kalla mánuðinn. Síðustu ár hefur nenfnilega myndast hreyfing þar sem fólk prófar veganisma í mánuð – einmitt í janúar.

Nú stendur til að halda kynningar- og fræðslufund um Veganúar fyrir alla áhugasama – fundurinn verður haldinn í Bíó Paradís þann 4. janúar kl. 20 og er öllum opinn. Hér er síða viðburðarins á facebook.

Bleikt náði í skottið á Sæunni Ingibjörgu Marinósdóttur, sem starfar sem markaðsstjóri Gló, og er einmitt ein skipuleggjenda fræðslufundarins.

Hvers vegna að prófa í mánuð?

Margir eru forvitnir um veganisma en halda að þetta sé óyfirstíganlegt og erfitt. Þess vegna er Veganúar tímabilið hæfilega stutt til að fólk treysti sér í að skuldbinda sig allan tímann en samt nógu langt til að þátttakendur læri allt sem þeir þurfa að kunna og öðlist sjálfstraust til að halda ótrauðir áfram á vegan brautinni ef þeim líður þannig. 

Síðustu ár hafa sýnt að þátttakendur Veganúar líta veganisma og matarneyslu allt öðrum augum en áður og þetta er eitt sterkasta afl vegan heyfingarinnar til að draga úr misskilningi og fordómum.

Skiptir það máli?

Veganismi skiptir okkur öll máli, hann hefur mjög jákvæð áhrif á umhverfið og heilsuna en fyrst og fremst er hann réttlætisbarátta fyrir hönd dýra. Aðal útgangspunktur Veganúar er sá að dýr eigi rétt til lífs og frelsis sem við höfum ekki leyfi til að taka frá þeim, að hagnýting dýra sé hvorki réttlætanleg né nauðsynleg og Veganúar mánuðurinn leiðir mörgum það fyrir sjónir hversu satt það er.

Er þetta ekki erfitt?

Það hefur aldrei verið auðveldara að vera vegan og Ísland er að breytast hratt í algjöra vegan Paradís. Við höfum aðgang að ógrynni ljúffengra matvara og úrvalið eykst verulega frá mánuði til mánaðar. Veitingastaðir eru að vakna til vitundar um þessa byltingu og almennt er vegan lífsstíllinn orðinn viðurkenndur og sjálfsagður hluti af fjölbreytni mannlífsins. Það að vera vegan er ekkert flóknara en hver annar lífsstíll, einu vandræðin eru rétt í byrjun þegar fólk þarf að kynna sér hvað er vegan og hvað ekki. Eftir það er þetta dans á rósum.

Þarf maður að skipta öllu út?

Það fer bæði eftir því hvað fólk á fyrir og hversu hratt það vill fara í breytinguna. Sum vilja klára allar dýraafurðir sem þau eiga og skipta þannig yfir en önnur vilja taka skrefið strax og losa sig við allar dýraafurðir til að rýma fyrir því nýja. Það er engin rétt eða röng leið í því, hver ákveður þetta fyrir sig. Stóra málið í þessu er að hætta að kaupa dýraafurðir því þannig minnkum við eftirspurn og greiðum atkvæði með vegan valkostum.

Af hverju eru svona margir að skipta í vegan mataræði þessa dagana?

Margir eru farnir að hlusta á málstað veganisma með opnum huga og átta sig þá fljótt á því hversu auðvelt og áhrifaríkt það er að gera þessa breytingu á lífsstíl sínum. Með því að borða heilnæmt vegan fæði og afþakka allar dýraafurðir bjargar hver einstaklingur tugum lífa á hverju ári, dregur úr sóun og umhverfissóðaskap, stuðlar að betri heilsu og betri heimi. Það er fátt sem veganisminn hefur ekki jákvæð áhrif á og í honum felst svo lítil fórn fyrir einstaklinginn að þetta er einfaldlega borðleggjandi valkostur.

Er þetta bara bóla?

Nei alls ekki, veganisminn er kominn til að vera og mun halda áfram að vaxa um ókomna tíð. Þetta er ekki megrunarkúr eða tískufyrirbæri heldur réttlætis- og kærleikshreyfing sem getur ekki annað en stækkað. Um leið og fólk hefur horfst í augu við ranglæti og gert eitthvað í því er erfitt að snúa til baka. Um þetta gilda sömu lögmál og um aðra félagslega réttlætisbaráttu sem við höfum gengið í gegnum og lítum á sem sjálfsagðan hlut í dag.

Hvað verður á fundinum – hvers vegna að mæta?

Á fundinum verður farið yfir bæði hagnýt atriði fyrir nýgræðinga og almenna fræðslu um alla þætti veganismans. Þar verður tækifæri til að spyrja spurninga og jafnvel til að taka endanlega ákvörðun um þátttöku. Boðið verður upp á vörukynningar og jafnvel smakk, almenna gleði og kærleik. Allir sem hafa minnsta snefil af áhuga ættu að láta sjá sig og kanna hvort Veganúar sé ekki bara skemmtilegt næsta skref og góð leið til að byrja nýtt ár.

Ásdís Inga setti markmið tengd andlegri heilsu í Meistaramánuði: „Ég tek einn dag í einu“

Ásdís Inga Haraldsdóttir er þjálfari og móðir en hún er ótrúlega hvetjandi og jákvæð á Snapchat. Ásdís Inga hefur sjálf náð ótrúlega flottum árangri en í Meistaramánuði setur hún sérstaka áherslu á andlega vellíðan. Við fengum að heyra meira um hennar Meistaramánuð. Af hverju tekur þú þátt? "Ég tek þátt í meistaramánuði vegna þess að mér finnst gaman að setja mér ný markmið. Það að setja sér markmið skiptir gífurlega miklu máli svo maður viti hvert maður er að stefna og meistaramánuður gefur manni þessa hvatningu að fara jafnvel enn lengra með markmiðin sín." Hvernig markmið settir þú? "Markmiðin mín… Lesa meira

Dönsku prinsarnir og prinsessurnar klæðast 66° Norður í fríinu sínu

Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er alltaf frábært að sjá íslenskt fyrirtæki njóta vinsælda út fyrir landsteina. 66° Norður hefur skapað sér stórt nafn víðsvegar um heiminn og hafa margar stjörnur sést klæðast flíkum frá fyrirtækinu. Nú hefur 66° Norður fangað athygli konungsfjölskyldunnar í Danmörku, en á Facebook síðu dönsku konungsfjölskyldunnar var birt mynd af dönsku prinsunum og prinsessunum í 66° Norður klæðnaði. Þetta verður nú að teljast heldur merkilegt og frábært fyrir íslenska fyrirtækið. Sjáðu prinsana og prinsessurnar í 66° Norður hér fyrir neðan. Lesa meira

Hvað er krúttlegra en dýr? Nýfædd og lítil dýr – Myndir

Við hjá Bleikt elskum dýr, allskonar dýr. Hvað er betra heldur en að eyða frítímanum sínum að leita að krúttlegum myndum af bilaðslega sætum dýrum? Mjög fátt! En hér kemur milljón króna spurningin, hvað er krúttlegra en dýr? Og svarið er (ekki heilagt svar): Þegar dýrin eru nýfædd og ung. Þá erum við að meina þegar dýr eru að upplifa fyrstu vikurnar og mánuðina í lífinu, þegar þau eru að ganga í gegnum það sem við mannfólkið köllum barnsaldur. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan og skoðaðu mismunandi dýr þegar þau eru ennþá bara lítil kríli. Bored Panda tók myndirnar saman. Lesa meira

Myndir frá Westminster hundasýningunni

Westminster Dog Show er háttvirt hundasýning sem hefur verið haldin hvert ár síðan 1877. Tæplega þrjú þúsund hundar taka þátt og er sýningin svo stór að það verður að halda hana á tveimur dögum. Í sýningunni keppa ótrúlega fjölbreyttar tegundir hunda og er þetta viðburður sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu hvert ár. Sýningin er sýnd í sjónvarpi og fylgist mikill fjöldi fólks víðsvegar úr heiminum með henni. Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni í ár. Lesa meira

Faðir kemur dóttur sinni á óvart með ótrúlegri „Fríða og Dýrið“ ljósmyndaseríu með hana í aðalhlutverki

Josh Rossi kom dóttur sinni á óvart með ótrúlega fallegri gjöf á Valentínusardaginn. Josh er atvinnuljósmyndari og ákvað að búa til ógleymanlega „Fríða og dýrið“ ljósmyndaseríu fyrir þriggja ára dóttir sína Nellee. Hann fór Þýskalands, Ítalíu, Kalíforníu og fleiri landa þar sem hann tók myndir af köstölum, þorpum og öðrum fallegum kennileitum. Síðan eftir að hann kom heim lét hann Nellee klæðast Fríðu búning og tók myndir af henni, en allan tíman vissi hún ekki um áætlanir föður síns. Næst notaði hann töfra photoshop til að koma dóttur sinni rækilega á óvart. Sjáðu lokaniðurstöðuna hér fyrir neðan. https://www.instagram.com/p/BQiKeVUhYln/?taken-by=joshrossiphoto https://www.instagram.com/p/BQgjwwlBVBO/?taken-by=joshrossiphoto Horfðu… Lesa meira

Uppskrift: Banana- og hnetu möffins

Þessar einföldu möffins tekur innan við tuttugu mínútur að baka í ofninum og eru ótrúlega bragðgóðar. Uppskrift:  2 egg 110 gr brætt smjör 2 þroskaðir bananar (stappaðir) 1 tsk vanilludropar 230 gr hveiti 180 gr sykur 1 tsk lyftiduft ¼ tsk matarsódi ¼ tsk salt 1 ½ tsk kanill 75 gr saxaðar brasilíu hnetur Aðferð: Hitið ofninn 180° Blandið öllum þurrefnunum saman og setjið til hliðar. Hrærið eggjum, bræddu smjöri og stöppuðum banönum saman ásamt vanilludropum. Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við þar til vel blandað. Skiptið niður í um 12 muffinsform og bakið í um 15-18 mínútur. Lesa meira

Hann þjáist af svefnlömun og endurgerir martraðirnar með ljósmyndum

Ljósmyndarinn Nicolas Bruno eyðir dögunum sínum eins og við hin, en næturnar hans eru allt öðruvísi og mjög óhugnanlegar. Nicolas, 22 ára, þjáist af svefnlömun og hefur gert það síðastliðin sjö ár. Sem þýðir að hann upplifir martraðir mun skýrar og greinilegar heldur en annað fólk. Svefnlömun er ástand sem er oft einnig nefnt svefnrofalömun sökum þess að það einkennist af lömunartilfinningu og getuleysi til hreyfinga, annaðhvort við upphaf svefns eða sem algengara er við lok hans. Viðkomandi upplifir oft að hann getur hvorki hreyft legg né lið, en flestir sem upplifa þetta geta þó hreyft augun og eru meðvitaðir… Lesa meira

Sia biður Kanye West að hætta að nota loðfeldi: „Þetta er svo sorglegt“

Margir töldu Yeezy Season 5 línuna hans Kanye West vera sú „bestu hingað til,“ en ein stjarna var ekki á sama máli. Söngkonan Sia spurði Kanye á Twitter hvort hann væri tilbúinn að „íhuga að sleppa loðfeldum“ eftir tískusýninguna hans á New York tískuvikunni. Kanye notaði loðfeld í tveimur „lúkkum“ í sýningunni. Sia deildi myndbandi, með tístinu til Kanye, sem heitir „Under the Fur Coats: Rabbits‘ Screams of Death.“ Hún skrifaði að þetta væri raunveruleiki loðfelda fyrir tísku og það væri mjög sorglegt. https://twitter.com/Sia/status/831979710888321024?ref_src=twsrc%5Etfw Fjöldi fólks voru sammála Siu, þar á meðal hafa dýraverndunarsamtökin PETA tekið undir með henni. https://twitter.com/peta/status/832011548495187968?ref_src=twsrc%5Etfw… Lesa meira

Ale Sif er dugleg í Meistaramánuði: „Það er fátt betra en tilfinningin þegar maður nær markmiðunum sínum“

Alexandra Sif Nikulásdóttir og kölluð Ale Sif og er hún ein af þeim fjölmörgu sem taka þátt í Meistaramánuði þessa dagana. Ale Sif er 28 ára og þjálfari hjá FitSuccess ásamt því að vera förðunarfræðingur. Hún elskar hollan og góðan lífsstíl og deilir ýmsum ráðum tengdum honum ásamt öðru skemmtilegu á Snapchatinu sínu alesifnikka og á Instagram. Við fengum að heyra hvernig Meistaramánuðurinn er hjá henni. Af hverju tekur þú þátt í Meistaramánuði? "Mér finnst meistaramánuður mjög frábært framtak til þess að hvetja fólk til þess að setja sér raunhæf og geranleg markmið. Mér finnst líka svolítið skemmtilegt að meistaramánuður… Lesa meira

Vissir þú að þessar stjörnur voru einu sinni giftar?

Það getur verið erfitt að eiga langlíft ástarsamband í Hollywood, stöðugt undir smásjá slúðurblaða sem fylgjast grannt með hverri hreyfingu. Sumum stjörnupörum hefur tekist það, eins og Victoriu og David Beckham og Will og Jada Pinkett Smith. Svo eru það stjörnupörin sem þú vissir kannski ekki að giftust og skildu. Skoðaðu listann hér fyrir neðan, Popsugar tók saman. Kemur eitthvað hjónaband hér fyrir neðan þér á óvart? Bradley Cooper og Jennifer Esposito Emmy Rossum og Justin Siegel Scott Foley og Jennifer Garner Drew Barrymore og Tom Green Julia Roberts og Lyle Lovett Tom Cruise og Mimi Rogers Mario Lopez og… Lesa meira

Allir elska hinn heillandi Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada

Það er ekkert leyndarmál að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er heillandi maður. Hann hefur sigrað hjörtu fólks víðsvegar í heiminum síðan hann var kjörinn í embætti. Nú lítur út fyrir að hann sé líka að sigra hjörtu frægra persóna og embættismanna, eins og Elísabetar Bretadrottningar, Emmu Watson, Ivönku Trump og jafnvel Donald Trump. Það er eins og fólk eigi erfitt með að fela heillun sína á forsætisráðherranum, sem er bara frekar skiljanlegt! Sjáðu bara hvernig fólk horfir á hann á myndunum hér fyrir neðan. Lesa meira

Hlæjandi fjórburarnir sem glöddu heiminn – Sjáðu þær í dag!

Mjög fáir geta staðist barnshlátur, hinn gífurlega smitandi og krúttlega barnshlátur. Mathias fjórburarnir eru sönnun á því en myndband af þeim þegar þær voru ungbörn liggjandi á móðir sinni og hlæjandi í kór vann verðlaun í „America‘s Funniest Home Videos.“ Nokkrum áður síðar þá var myndbandið valið „Fyndnasta myndband allra tíma“ í þættinum og vann fjölskyldan rúmlega 27 milljónir króna. Stúlkurnar, Grace, Emily, Mary Claire og Anna, voru sex ára þegar myndbandið var valið fyndnasta myndband allra tíma. Í kjölfarið kom fjölskyldan fram í mörgum sjónvarpsviðtölum og spjallþáttum, þar á meðal The Oprah Winfrey Show. Í dag eru fjórburarnir sextán… Lesa meira