Víkingur Heiðar tekur hrekkjavökuna alla leið – Heldur 3 partý á Austur

Víkingur Heiðar Arnórsson er framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Hann er einn af þeim sem er heillaður af Hrekkjavökunni og tekur hana alltaf alla leið.

„Ég vil bara hafa þetta alvöru eða sleppa því,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég er svolítið þannig að allt sem ég geri geri ég „extreme,“ ég er ekki að henda bara á mig hárkollu og skikkju. Go hard or go home.“

Árið 2012 var hann Spartverji. „Ég flutti heim brynju sem ég sat með í flugvélinni frá Aþenu, fyrir þann búning vann ég verðlaun í Háskólanum Reykjavík. Allir sem ég mætti sögðu að þetta væri flottasti búningur sem þeir höfðu séð,“ en Víkingur Heiðar fékk þá lánað sverð og skjöld sem hann gekk um með í miðbænum.

Ári seinna datt þó andlitið af fólki sem mætti Víkingi Heiðari því hann lét sig hafa það að sitja í stólnum í fimm klukkutíma til að komast í gervi Avatar. „Ég var í þrjá mánuði að koma mér í form fyrir þann búning, því ég er næstum nakinn,“ segir Víkingur Heiðar og hlær, en hann klæddist aðeins pilsi sem hann saumaði sjálfur. Hann gat hvorki borið veski, lykla eða annað á sér og þurfti að plasta bílinn sinn að innan til að smita ekki blárri málningu í sætin.

„Svo þegar ég kom í hurðina á Rúbín í Öskjuhlíð þá spurði dyravörðurinn mig um skilríki og ég hló bara og sagðist alveg eins geta rétt honum skilríki 12 ára stelpu. Það þekkti mig enginn í gervinu.“

„Svo var ég einu sinni á Halloween í Los Angeles, þá leigði ég rándýran Jon Snow búning frá búningaleigu, sem var með marga orginal búninga úr myndunum. Tók samt enga góða mynd af honum því miður.

Núna þegar hann er framkvæmdastjóri á skemmtistað er hægur heimaleikur að nýta áhugann á Hrekkjavökunni og búningum til að bjóða í gott Hrekkjavökupartý og hann lætur sér auðvitað ekki nægja að bjóða í eitt partý, þau verða samtals þrjú. Partýin eru í samstarfi Austur og KissFM.

„Mér fannst svo mikil synd af því að ég var með besta búninginn tvö ár í röð að fá engin verðlaun fyrir það,“ segir Víkingur Heiðar. „Það lá mikil vinna að baki Avatar búningnum, þannig að ég hugsaði af hverju var ég ekki verðlaunaður með meira en bikar?“

Verðlaunin eru því ekki af verri endanum á Austur, aðalvinningurinn er sólarlandaferð fyrir tvo til Balí ásamt hóteli, annað sæti er flöskuborð að andvirði 250.000 kr. á Austur og þriðja sæti er flöskuborð að andvirði 70.000 kr. á Austur.

„Við tökum myndir af öllum sem mæta í búningi og birtum þær á Facebooksíðu KissFMIceland. Kosning hefst 6. nóvember næstkomandi og stendur í viku. Þannig að það er um að gera að mæta í flottasta búningnum.“

Fyrri tvö kvöldin, föstudagskvöldin 27. október og 3. nóvember eru sérstök háskólapartý, en laugardagskvöldið 4. nóvember er fyrir alla.

Sigurður rekur íslenskan fjölmiðil í Noregi – Nýja Ísland

Sigurður Rúnarsson stóð uppi atvinnulaus árið 2013 eftir 15 ára starf í upplýsingatæknigeiranum. Hann leitaði að vinnu hér heima, sem tengdist námi hans og atvinnu, en þegar honum bauðst starf í Noregi ákvað hann að slá til og flutti út í janúar árið 2014, og starfar í dag sem forstöðumaður tölvurekstrar hjá reiknistofu samgönguráðuneytisins í Osló. „Ég er að upplagi mikill félagsmálamaður og hef starfað að þeim, var einn af stofnendum íbúasamtaka í Norðlingaholti og síðar varaformaður og formaður og þar ritstýrði ég vef samtakanna,“ segir Sigurður. „Þegar ég flutti til Noregs bauð ég fram starfskrafta mína í Íslendingafélaginu í… Lesa meira

Taylor Swift tilkynnir tónleikadaga í Bretlandi 2018

Taylor Swift hefur tilkynnt tónleikadaga hennar í Bretlandi fyrir árið 2018. Tónleikaferðalagið ber heitið Reputation líkt og nýútkomin plata hennar. Þrír tónleikar eru fyrirhugaðir, 8. júní í Manchester, 15. júní í Dublin og 22. júní á Wembley í London. Fyrsta lag plötunnar, Look What You Made Me Do, varð mest streymda lagið á 24 klukkustundum, eftir að textamyndband blaðsins náði 19 milljón áhorfum. Þegar opinbera myndbandið kom út náði það 43,2 milljón áhorfum á einum sólarhring. Miðar fara í sölu þann 1. desember næstkomandi. En þeir sem skrá sig á heimasíðu Swift fá tækifæri til að versla í forsölu sem… Lesa meira

Bára er þrefaldur fitnessmeistari eftir að hafa æft í fimm mánuði

Bára Jónsdóttir kom, sá og sigraði þegar hún keppti á bikarmótinu í fitness þann 18. nóvember síðastliðinn. Þar gerði Bára sem lítið fyrir og vann þrjá titla á mótinu og er hún fyrst kvenna til að ná þeim árangri. Árangur Báru er einnig afar athyglisverður í ljósi þess að hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti eftir að hafa æft íþróttina í aðeins fimm mánuði. Lesa meira

12 töfrandi áfangastaðir um jólin – Ísland efst á lista

Heimasíðan Simplemost tekur í nýlegri grein saman 12 staði víðsvegar um heim, staði sem eru töfrandi og góðir til að heimsækja um jólin, staði sem bjóða um á jólaskreytingar ásamt náttúrulegri fegurð. Og hvaða áfangastaður ætli lendi efst á listanum? Jú Reykjavík. Rennum stuttlega yfir hvaða 12 áfangastaðir ná á listann, en lesa má nánar um þá alla hér. 1) Reykjavík - Ísland Komdu um jólin og vertu fram yfir áramótin! Jólin á Íslandi eru einstaklega kósí, þegar fjölskyldur sameinast í matarboðum og skiptast á bókum að gjöf. Á gamlárskvöldi þá er venjan að sprengja flugelda. Báðir hátíðisdagarnar eru frábærir… Lesa meira

Var 50 klst. að gera Wonder Woman búning úr jógadýnu og límbandi

Rhylee Passfield, ástralskur förðunarfræðingur, notaði jógadýnu, límband og hugmyndaflugið til að endurgera búning Wonder Woman. „Ég byrjaði á því að vefja sjálfa mig í límband. Síðan klippti ég límbandið í snið, límdi á jógadýnu og límdi aftur saman.“ Næst útbjó hún brynjuna með límbyssu og gervinöglum. Skóna fann hún á næsta flóamarkaði og beltið, hlífar og höfuðbúnaður eru úr þunnum föndursvampti Búningurinn var ekki dýr, 30 dollarar eða um 3.000 kr., en það tók hins vegar um 50 klukkustundir að búa hann til. Brynjað var síðan bæði spreyjuð og handmáluð. Pilsið er gert úr vínyldúk sem límdur er á nærbuxur.… Lesa meira

Jólakósífatalína Beyoncé er komin í sölu

Queen B er nú búin að spila út nýjasta trompinu í fatalínu sinni, jólafatnaði sem er bæði kósí og flottur. Línan samanstendur af peysum, heilgöllum og jólaskrauti og er til sölu á vefsíðu hennar. https://www.facebook.com/beyonce/posts/10159784105765601   Lesa meira

Sjáðu stórglæsilegan giftingarhring Serenu

Fylgjendur Serenu Williams á Instagram fengu að sjá glæsilegan giftingarhring hennar þegar hún póstaði mynd í gær af dótturinni, Alexis Olympia, sem er næstum þriggja mánaða. Williams giftist Alexix Ohanian í ævintýralegu brúðkaupi þann 16. nóvember síðastliðinn í New Orleans í Louisiana. Dagurinn var sérstaklega valinn þar sem hann er afmælisdagur Anke móður Ohanian, en hún er fallin frá. https://www.instagram.com/p/BbzVaZungU7/ https://www.instagram.com/p/Bbuw10mH_Tg/ Lesa meira

Myndband: The Retro Mutants gefa út jólalag í 80’s stíl

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants var að gefa út sitt fyrsta jólalag. Lagið heitir Finally It´s Christmas eða Loksins eru jól og var það samið á einum degi. https://www.youtube.com/watch?v=cGy2EkDmtso&feature=share Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm og gaf sveitin út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“  Lesa meira

Íslenskt handverk í boði á Óslóarsvæðinu fram að jólum

Tvær íslenskar handverkskonur, Hrafnhildur Brynjarsdóttir og Elísabet Steingrímsdóttir, bjóða nú framleiðslu sína til sölu á mörkuðum í Jessheim í Noregi, en íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur og Elísabet hanna, framleiða og selja vörur sínar. Hrafnhildur hefur verið að framleiða sína eigin jakka í yfir sex ár og selur víða á mörkuðum. En hún er ekki bara með jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Í samtali við vefsíðuna Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar… Lesa meira

Þau kynntust í leikskóla og giftu sig 20 árum seinna

Matt Grodsky var þriggja ára þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að giftast bekkjarsystur sinni, Laura Scheel. 20 árum seinna stóð hann við þá yfirlýsingu. „Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, en hún leyfði mér alltaf að elta sig um allt,“ segir Grodsky. „Ég var alltaf að reyna að ganga í augun á henni með því að fara með línur úr Lion King og svoleiðis.“ Þau voru í sama leikskóla í Phoenix í Arizona, en gengu síðan í sitt hvorn barnaskólann. Að lokum misstu þau sambandið við hvort annað. Þau hittust ekki aftur furr en þau… Lesa meira

Megan Markle mun vera trúlofuð og að flytja inn til Harry

Megan Markle lauk tökum í og yfirgaf þættina Suits í síðustu viku og til hennar sást í London á mánudag. Flutningamenn voru í íbúð hennar í Toronto Kanada nýlega og sögur herma að hún sé að flytja inn til prins Harry í Kensingtonhöll. „Þetta er ekki spurning um hvort hún flytur inn, heldur hvenær,“ sagði heimildamaður við People. US Weekly gengur skrefinu lengra og segir parið nú trúlofað og að undirbúa sumarbrúðkaup í lok júní á næsta ári og að Markle sé að flytja inn til Harry, sem fyrst. Opinber tilkynning um trúlofun mun væntanleg í janúar. „Það gefur henni… Lesa meira