Viltu læra að drepa Zombie?

Frostbiter er hryllingsmyndahátíð sem verður haldin dagana 24.-27. nóvember á Akranesi. Lovísa Lára Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, stendur fyrir hátíðinni ásamt eiginmanni sínum Ársæli Rafni Erlingssyni.

1187032_10151556902806485_442317540_n
Lovísa Lára og Ársæll Rafn

Blaðakona Bleikt ákvað að slá á þráðinn til Lovísu og grennslast fyrir um hvers vegna henni (og greinilega mjög mörgum fleirum) þykir það góð hugmynd að halda hryllingsmyndahátíð í smábæ á Íslandi.

Meira að segja djöfullinn sjálfur


Lovísa á sko ekki í neinum vanda með að útskýra það. „Við íslendingar eigum sögur sem fara aftur um þúsundir ára. Gegnum víkingasögurnar og þjóðsögur höfum við heyrt um marga yfirnáttúrulega vætti; drauga, álfa, tröll og meira að segja djöfulinn sjálfan. Á veturna þekkjum við fátt annað en myrkrið og þar hafa þessi myrku öfl sem okkur finnst gaman að kynnast í gegnum sögur, lestur og jafnvel bíó, lifað áfram góðu lífi með þjóðinni.“ Blaðakona sér núna að það er fullkomlega rökrétt að halda hryllingsmyndahátíð á miðjum vetri á Íslandi. Lovísa minnir líka á að það eru ein­hverj­ir töfr­ar í hryll­ings­mynd­um, og eitt­hvað alveg sérstakt við að vera í ör­uggu um­hverfi og upp­lifa spennu og hræðslu.

Sterk sena á litlu landi

Lovísa segir að kvikmyndasenan á íslandi sé mjög sterk miðað við hversu lítið landið er. „Okkur fannst samt leiðinlegt hversu fáar hrollvekjubíómyndir hafi verið gerðar hér. Þess vegna ákváðum við að halda hátíðina, og hvetja þannig íslenska kvikmyndagerðarmenn til þess að nýta landslagið og sögurnar til þess að gera frábært bíó.“

15002333_10153949767237344_3101796815761230822_o

Að mati Lovísu er ákveðin stemmning byrjuð að myndast í hryllingsmyndasenunni á Íslandi. „Mér finnst ég vera sjá fleiri og fleiri sem hafa áhuga á að gera hrollvekjur. Það er mjög spennandi að sjá, og við vonumst til í að hátíðin hvetji fleiri. Það þarf heldur ekki mikinn pening til að gera hrollvekju sem hefur áhrif á fólk. Sumar bestu hryllingsmyndirnar eru gerðar með litlu fjármagni, gervilegu blóði og lélegum leikurum en eru samt frábærar.“

Zombie nasistar


Yfir 200 stuttmyndir voru sendar inn á hátíðina frá öllum heimshornum. „Við völdum 25 frábærar erlendar stuttmyndir og 12 íslenskar til sýningar á hátíðinni.„ Þess ber að geta að frítt verður á stuttmyndasýningarnar.

skuggsja-eftirmagnusbjarnason-ogeythorjovinsson
Stilla úr myndinni Skuggsjá eftir Magnús Bjarnason


Einn af hápunktum hátíðarinnar verður sýning hrollvekjunnar Child Eater eftir Erling Thoroddsen í Bíóhöllinni á Akranesi og ætlar Erlingur að svara spurningum um myndina eftir sýninguna.

Áhættu og bardagaleikskennararnir Ine Camilla Björnsten og Kristoffer Jorgensen verða með fyrirlestur um hvernig maður á að drepa zombie nasista og einnig verða þau með námskeið í áhættuleik. En þau sáu um áhættuatriðin í Dead Snow 2.

14894529_10153909987562344_208119227_o
Sérstök sýning af Night of the living dead verður í gamalli verksmiðju með óvæntum uppákomum.

Það er greinilegt að margt hryllilega spennandi verður í boði á Frostbiter!

Snapchat af sofandi konu

Sjálf er Lovísa með þrjár myndir á hátíðinni. „Hrellir er mynd um konu sem vaknar einn morguninn og uppgötvar sér til skelfingar snapchat skilaboð send af ókunnugum aðila af henni sofandi. Það er margt sem myrkrið veit er einsskonar nútíma útgáfa af móðir mín í kví kví, og nýjasta stuttmyndin mín Prómill, sem ég vann ásamt eiginmanni mínum þegar hann var að útskrifast úr leiklistanámi. Sú mynd er um mann sem olli slysi sem hafði alvarlegar afleiðingar á hann og aðra í kring um hann. Hann er ofsóttur af veru sem minnir hann reglulega á mistökin.“

porta-eftirolofbirnutorfadottir
Stilla úr myndinni Porta eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur

Í sumar lauk Lovísa tökum á fyrstu kvikmyndinni sinni í fullri lengd. Myndin heitir Týndu Stelpurnar, og er að vísu ekki hrollvekja heldur meira spennu/drama. „Ég er einnig að vinna í heimildarmynd um aukaleikara á Íslandi. Ég hugsa að það gæti vel verið að næsta bíómynd frá mér verði þó hrollvekja. Ég er allavega með nóg af hugmyndum,“ segir hrollvekjubrautryðjandinn Lovísa að lokum.

Hér má tryggja sér miða á Frostbiter. 

15207943_10153983818322344_1892798137_n

Bjarki gefur út sitt fyrsta lag við góðar viðtökur – Saga er instrumental

Bjarki Ómarsson, gaf nýlega út fyrsta lagið undir eigin nafni, en lagið er instrumental og í kvikmyndastíl, en Bjarka langar að starfa meira á þeim vettvangi. Lagið heitir Saga og vann Bjarki það í samstarfi við vinkonu sína, Þórunni. Myndbandið við lagið gerðu þau síðastliðið sumar á Flateyri og lifnar saga lagsins við með myndbandinu. https://www.youtube.com/watch?v=ANHldUFHUGI&t=3s „Það hefur alltaf kitlað mig að gefa út píanótónlist, mónótóníska tónlist, lög sem eru ekki hefðbundin popplög með viðlagi og versi,“ segir Bjarki, sem hefur alltaf verið með tónlistina í blóðinu. „Pabbi setti trommusett fyrir framan mig þegar ég var fimm ára og það… Lesa meira

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“ Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í… Lesa meira

10 hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ásdís Guðný stofnandi bloggsíðunnar Glam.is skrifaði á dögunum þessa skemmtilegu og í senn fræðandi færslu fyrir verðandi mæður, sem Bleikt.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta.     Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt. Prump og þrútinn magi Á meðgöngu fer eitt ákveðið hormón að aukast sem heitir Progesteron. Það hormón mýkir… Lesa meira

Björk klæðist sérsaumuðum Gucci kjól í nýju myndbandi

Björk hef­ur gefið út nýtt mynd­band við lagið „The Gate,“ sem er fyrsta smá­skíf­an af vænt­an­legri plötu henn­ar sem kem­ur út í nóv­em­ber. Í því klæðist hún sérsaumuðum kjól, sem samtals tók 870 klukkustundir að búa til. Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thom­as Huang, leikstýrir, en list­ræn stjórn­un er í hönd­um Bjark­ar, James Merry og Al­ess­andro Michele, yf­ir­hönnuðar Gucci. https://www.youtube.com/watch?v=_n0Ps1KWVU0 Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn. https://www.facebook.com/GUCCI/videos/10155459953591013/ Lesa meira

Selena Gomez er nýtt andlit Puma

Selena Gomez er nýtt andlit Puma, en samstarfið felur í sér fleira en bara að sitja fyrir á auglýsinga myndum. Í viðtali Selenu við Vogue kom fram að um er að ræða „langtímasamstarf, sem mun fela í sér nokkur verkefni, þar sem ég mun hanna vöru og kynna hana í auglýsingaherferðum.“ Selena segir strigaskó hafa breytt lífi sínu og að skóskápur hennar í dag samanstandi að mestu af strigaskóm (hún tók 20 pör með sér í myndatökuna í New York). „Mér finnst mjög spennandi að vera hluti af Puma fjölskyldunni,“ segir Selena. „Puma sameinar íþróttafatnað og tísku. Það er frábært… Lesa meira

Bananabrauðs granóla

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn. Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra. Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust. Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum. Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála. BANANABRAUÐS GRANÓLA Undirbúningstími: 5 mínútur Eldunartími: 25 mínútur Vegan granóla sem tekur 30 mínútur… Lesa meira

Lorde er á forsíðu Vogue – skýtur á þau sem lögðu hana í einelti

Lorde er á forsíðu októberblaðs Vogue í Ástralíu, sem kemur í sölu 25. september næstkomandi. Hún deildi fréttunum á samfélagsmiðla og skaut í leiðinni á fyrrum skólasystkini sín, sem lögðu hana í einelti. „Það er gjörsamlega klikkað að ég sé á forsíðu Vogue, ég sem var kölluð unibrow í skóla. Þessi með samvöxnu augabrúnirnar er á forsíðu Vogue.“ Þetta er í þriðja sinn sem Lorde er á forsíðu Vogue, en hún hefur áður verið á forsíðu Vogue Ástralíu auk þess að hafa verið á forsíðu Teen Vogue. Lesa meira

Fjarlægði sex rifbein til að líkjast ofurkonunni

Hún hefur farið í meira en 200 lýtaaðgerðir, þar á meðal látið fjarlægja sex rifbein, allt til að líkjast Ofurkonunni (Wonder Woman) sem mest. Pixee Foxx hefur eytt hálfri milljón punda, um 72 milljónum íslenskra króna til að uppfylla ósk sína um að líkjast ofurhetjunni goðsagnakenndu, þar á meðal hefur Foxx undirgengist aðgerðir á brjóstum, augnlokum og mitti. „Það fyrsta sem ég lét breyta var nefið, brjóstin og augnlokin. Ég vissi frá byrjun að ég vildi undirgangast fullt af aðgerðum, en það var smá ferli að fara alla þessa leið.“ Stærsta aðgerðin var þegar sex rifbein voru fjarlægð til að… Lesa meira

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir – „Möguleikarnir eru endalausir“

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Þar er Tara með sína eigin augnháralínu ásamt fleiri snyrtivörum og heilsuvörum. Halloween er sérstakt áhugamál hjá Töru Ég eeeeeelska Halloween, ég fæ ákveðna útrás við að gera Halloween farðanir. Það er allt hægt að gera og möguleikarnir eru endalausir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að breyta fólki með förðun segir Tara. Tara hefur undanfarin ár gert að minnsta… Lesa meira

Ellen og Jennifer Lopez bregða á leik

Þáttastýran bráðskemmtilega Ellen DeGeneres brá sér inn í búningsherbergi Jennifer Lopez fyrir sýningu  þeirrar síðarnefndu í Las Vegas. Ellen skellti sér svo auðvitað á sýninguna sjálfa og skemmti sér að því er virðist konunglega. https://www.youtube.com/watch?v=aai7dDBNXBs https://www.youtube.com/watch?v=L1yUCxgOC5o Sýning Jennifer fer fram í Planet Hollywood og var sú fyrsta 20. janúar 2016, 65 sýningar eru búnar af 108 sem voru áætlaðar, en síðasta er áætluð 26. maí 2018.   Lesa meira

Fimm setningar sem við segjum við börnin okkar og af hverju þær eru slæmar

Hvað ertu að kenna börnunum þínum þegar þú ert ekki að reyna að kenna þeim neitt? Í grein sem birtist á Iheartintelligence.com er fjallar um fimm algengar setningar, sem allir foreldrar hafa notað og eru jafnvel að nota reglulega, og af hverju við eigum að hætta að segja þær við börnin okkar. 1. „Þú ert að gera mig brjálaða/n núna.“ Þó að þessi setning eigi oft við rök að styðjast, jafnvel oft á dag, þá eru margir hlutir sem eiga við rök að styðjast og eru sannir, en við segjum samt ekki við börnin okkar. Að segja við barnið þitt… Lesa meira