Viltu læra að drepa Zombie?

Frostbiter er hryllingsmyndahátíð sem verður haldin dagana 24.-27. nóvember á Akranesi. Lovísa Lára Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, stendur fyrir hátíðinni ásamt eiginmanni sínum Ársæli Rafni Erlingssyni.

1187032_10151556902806485_442317540_n
Lovísa Lára og Ársæll Rafn

Blaðakona Bleikt ákvað að slá á þráðinn til Lovísu og grennslast fyrir um hvers vegna henni (og greinilega mjög mörgum fleirum) þykir það góð hugmynd að halda hryllingsmyndahátíð í smábæ á Íslandi.

Meira að segja djöfullinn sjálfur


Lovísa á sko ekki í neinum vanda með að útskýra það. „Við íslendingar eigum sögur sem fara aftur um þúsundir ára. Gegnum víkingasögurnar og þjóðsögur höfum við heyrt um marga yfirnáttúrulega vætti; drauga, álfa, tröll og meira að segja djöfulinn sjálfan. Á veturna þekkjum við fátt annað en myrkrið og þar hafa þessi myrku öfl sem okkur finnst gaman að kynnast í gegnum sögur, lestur og jafnvel bíó, lifað áfram góðu lífi með þjóðinni.“ Blaðakona sér núna að það er fullkomlega rökrétt að halda hryllingsmyndahátíð á miðjum vetri á Íslandi. Lovísa minnir líka á að það eru ein­hverj­ir töfr­ar í hryll­ings­mynd­um, og eitt­hvað alveg sérstakt við að vera í ör­uggu um­hverfi og upp­lifa spennu og hræðslu.

Sterk sena á litlu landi

Lovísa segir að kvikmyndasenan á íslandi sé mjög sterk miðað við hversu lítið landið er. „Okkur fannst samt leiðinlegt hversu fáar hrollvekjubíómyndir hafi verið gerðar hér. Þess vegna ákváðum við að halda hátíðina, og hvetja þannig íslenska kvikmyndagerðarmenn til þess að nýta landslagið og sögurnar til þess að gera frábært bíó.“

15002333_10153949767237344_3101796815761230822_o

Að mati Lovísu er ákveðin stemmning byrjuð að myndast í hryllingsmyndasenunni á Íslandi. „Mér finnst ég vera sjá fleiri og fleiri sem hafa áhuga á að gera hrollvekjur. Það er mjög spennandi að sjá, og við vonumst til í að hátíðin hvetji fleiri. Það þarf heldur ekki mikinn pening til að gera hrollvekju sem hefur áhrif á fólk. Sumar bestu hryllingsmyndirnar eru gerðar með litlu fjármagni, gervilegu blóði og lélegum leikurum en eru samt frábærar.“

Zombie nasistar


Yfir 200 stuttmyndir voru sendar inn á hátíðina frá öllum heimshornum. „Við völdum 25 frábærar erlendar stuttmyndir og 12 íslenskar til sýningar á hátíðinni.„ Þess ber að geta að frítt verður á stuttmyndasýningarnar.

skuggsja-eftirmagnusbjarnason-ogeythorjovinsson
Stilla úr myndinni Skuggsjá eftir Magnús Bjarnason


Einn af hápunktum hátíðarinnar verður sýning hrollvekjunnar Child Eater eftir Erling Thoroddsen í Bíóhöllinni á Akranesi og ætlar Erlingur að svara spurningum um myndina eftir sýninguna.

Áhættu og bardagaleikskennararnir Ine Camilla Björnsten og Kristoffer Jorgensen verða með fyrirlestur um hvernig maður á að drepa zombie nasista og einnig verða þau með námskeið í áhættuleik. En þau sáu um áhættuatriðin í Dead Snow 2.

14894529_10153909987562344_208119227_o
Sérstök sýning af Night of the living dead verður í gamalli verksmiðju með óvæntum uppákomum.

Það er greinilegt að margt hryllilega spennandi verður í boði á Frostbiter!

Snapchat af sofandi konu

Sjálf er Lovísa með þrjár myndir á hátíðinni. „Hrellir er mynd um konu sem vaknar einn morguninn og uppgötvar sér til skelfingar snapchat skilaboð send af ókunnugum aðila af henni sofandi. Það er margt sem myrkrið veit er einsskonar nútíma útgáfa af móðir mín í kví kví, og nýjasta stuttmyndin mín Prómill, sem ég vann ásamt eiginmanni mínum þegar hann var að útskrifast úr leiklistanámi. Sú mynd er um mann sem olli slysi sem hafði alvarlegar afleiðingar á hann og aðra í kring um hann. Hann er ofsóttur af veru sem minnir hann reglulega á mistökin.“

porta-eftirolofbirnutorfadottir
Stilla úr myndinni Porta eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur

Í sumar lauk Lovísa tökum á fyrstu kvikmyndinni sinni í fullri lengd. Myndin heitir Týndu Stelpurnar, og er að vísu ekki hrollvekja heldur meira spennu/drama. „Ég er einnig að vinna í heimildarmynd um aukaleikara á Íslandi. Ég hugsa að það gæti vel verið að næsta bíómynd frá mér verði þó hrollvekja. Ég er allavega með nóg af hugmyndum,“ segir hrollvekjubrautryðjandinn Lovísa að lokum.

Hér má tryggja sér miða á Frostbiter. 

15207943_10153983818322344_1892798137_n

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra. Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum. Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur… Lesa meira

Rósa Ásgeirsdóttir elskar að skapa ævintýri fyrir börn

Rósa Ásgeirsdóttir leikkona hefur verið hluti af Leikhópnum Lottu í tíu ár. Á þeim tíma hefur hún skellt sér í hin ýmsu gervi og veitt börnum víðs vegar um landið ómælda gleði. Rósa segir að börn séu frábærir áhorfendur sem geri leikurum alveg ljóst ef þeim mislíkar eitthvað í sýningunni. „Börnin eru svo fyndin og þau spyrja okkur oft spurninga fyrir eða eftir sýningu sem ég á stundum í stökustu vandræðum með að svara og þarf því að vera fljót að hugsa,“ segir Rósa í viðtali sem birtist upphaflega í helgarblaði DV. Rósa er menntuð leikkona og hefur starfað við leiklist undanfarin… Lesa meira

Fyrir og eftir myndir – Breytingar á heimili

Í byrjun febrúar ákváðum við Sæþór að fara loksins í það að mála nokkra veggi í eldhúsinu og stofunni í lit og flikka aðeins uppá með aukahlutum, blómum og slíku. Við erum núna búin að búa í húsinu okkar í 18 mánuði ca og búin að vera á leiðini að henda okkur í þetta verkefni nánast síðan við fluttum ! Ég byrjaði á því að velja mér lit á málningunni og fór í Slippfélagið og valdi mér nokkrar prufur. Ég var alveg búin að ákveða að mála í gráum lit en hitti svo æðislegan starfsmann sem leiðbeindi mér mjög vel… Lesa meira

Skotheld uppskrift af gómsætum grjónagraut sem klikkar aldrei

Eitt af því besta sem börnin mín fá er grjónagrautur. Og best af öllu finnst þeim þegar hann er borinn fram með rúsínum og lifrarpylsu.  Ég hef lengi haft uppskriftina í kollinum og ákvað að skrifa hana niður núna og skella henni hérna inn. Þessi grautur er ótrúlega einfaldur, en það þarf að vísu að fylgjast vel með pottinum og hræra reglulega svo hann brenni ekki við. En hér kemur uppskriftin: (Fyrir 5) Hráefni: 3 dl hrísgrjón 4 dl vatn 1/2 tsk salt 10-12 dl mjólk (ég nota hvort sem er nýmjólk eða léttmjólk, bara það sem ég á til)… Lesa meira

Óstjórnlega fyndnar gínur sem eru orðnar leiðar á starfinu sínu

Í gegnum tíðina hefur oft verið talað um að gínur í búðum sýni óraunhæfa mynd af útliti og vaxtarlagi fólks. Það hefur hins vegar sjaldan verið veitt því athygli hversu leiðinlegu lífi aumingja gínurnar lifa. Þær standa á sama stað á hverjum einasta degi, starfsmenn verslana aflima þær fram og til baka og það kemur fyrir að þær þurfa að standa naktar fyrir framan alla. Það er því ekki skrítið að af og til finni fólk gínur sem haga sér öðruvísi en vanalega. Bored Panda tók saman lista af skemmtilegum gínum sem hafa flúið raunveruleika sinn og eru ekki eins… Lesa meira

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

… eða svo var mér sagt. Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir. Það er enginn fullkominn Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa… Lesa meira

Léttist um 147 kíló á tveimur árum: „Ég fylgist bara með hvað ég borða og hreyfi mig“

Flestir eiga sérstakan atburð eða tímasetningu sem þeir geta tengt við breytingu á lífi sínu. Karlmaður sem vó 257 kíló segir að hann muni aldrei gleyma augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann þyrfti að létta sig. Bored Panda greinir frá því að það hafi verið árið 2016 þegar mikill eldur geisaði í Kanada þar sem Tony Bussey býr, sem hann áttaði sig á því að núna væri tíminn til þess að opna augun og takast á við vandamálið. Flugvélar voru sendar á svæðið til þess að bjarga fólki frá eldinum og þegar Tony mætti á flugvöllinn var hann settur fremst í röðina. Of feitur til þess að… Lesa meira

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri. Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin, segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita. Dóttir hennar neitaði brjóstinu Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu. Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.… Lesa meira

Brúðkaupslisti fyrir verðandi brúðhjón frá Hildi Hlín

Flestir sem þekkja mig vita að ég er einstaklega skipulögð manneskja og elska að búa til lista. Við getum eiginlega sagt að allt sem ég geri, þarf að gera eða ætla mér að gera sé merkt á einhverjum af þessum þúsund "to do”-listum sem ég á og hef vandlega skipt niður eftir viðfangsefni og mikilvægi. Einn stærsti svoleiðis listi sem ég er að vinna eftir þessa dagana er stóri brúðkaupslistinn minn! Þessi listi er búinn að vera opinn í símanum mínum, tölvunni og útprentaður í brúðkaupsbókinni minni núna frá því á síðasta ári (ok þetta er farið að hljóma eins… Lesa meira

Vandræðalegar auglýsingar af speglum til sölu

Ert þú að fara að selja spegil í bráð? Þá gætir þú tekið þessa frábæru sölumenn þér til fyrirmyndar og þá eru miklar líkur á því að spegill verði seldur fljótlega eftir að auglýsingin kemur á netið. Það getur reynst erfitt að taka góða mynd af spegli án þess að spegilmyndin af manni sjálfum eða öðrum laumist óvart með. Þetta fólk reyndi að finna lausn á vandamálinu með misgóðum árangri. Lesa meira

Sjö ára gamall drengur fann sálufélagann í ketti sem lítur alveg eins út og hann sjálfur

Sjö ára gamall drengur sem lagður hefur verið í einelti fyrir útlit sitt eignaðist kött sem er bæði með klofna vör og eins augu og drengurinn. Madden frá Oklahoma fæddist með klofna vör og mismunandi augnlit á hvoru auga. Í síðustu viku þá setti ein vinkona mín mynd af kettinum í sérstakan hóp sem ég er í fyrir foreldra barna með klofna vör. Kettinum hafði verið bjargað í Minnesota og við vissum strax a þessum ketti var ætlað að verða hluti af okkar fjölskyldu. Hann er ekki bara með klofna vör líkt og sonur okkar heldur hefur hann einnig mismunandi lit á augunum eins og Madden, segir Christina Humphreys í… Lesa meira