Viltu læra að drepa Zombie?

Frostbiter er hryllingsmyndahátíð sem verður haldin dagana 24.-27. nóvember á Akranesi. Lovísa Lára Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, stendur fyrir hátíðinni ásamt eiginmanni sínum Ársæli Rafni Erlingssyni.

1187032_10151556902806485_442317540_n
Lovísa Lára og Ársæll Rafn

Blaðakona Bleikt ákvað að slá á þráðinn til Lovísu og grennslast fyrir um hvers vegna henni (og greinilega mjög mörgum fleirum) þykir það góð hugmynd að halda hryllingsmyndahátíð í smábæ á Íslandi.

Meira að segja djöfullinn sjálfur


Lovísa á sko ekki í neinum vanda með að útskýra það. „Við íslendingar eigum sögur sem fara aftur um þúsundir ára. Gegnum víkingasögurnar og þjóðsögur höfum við heyrt um marga yfirnáttúrulega vætti; drauga, álfa, tröll og meira að segja djöfulinn sjálfan. Á veturna þekkjum við fátt annað en myrkrið og þar hafa þessi myrku öfl sem okkur finnst gaman að kynnast í gegnum sögur, lestur og jafnvel bíó, lifað áfram góðu lífi með þjóðinni.“ Blaðakona sér núna að það er fullkomlega rökrétt að halda hryllingsmyndahátíð á miðjum vetri á Íslandi. Lovísa minnir líka á að það eru ein­hverj­ir töfr­ar í hryll­ings­mynd­um, og eitt­hvað alveg sérstakt við að vera í ör­uggu um­hverfi og upp­lifa spennu og hræðslu.

Sterk sena á litlu landi

Lovísa segir að kvikmyndasenan á íslandi sé mjög sterk miðað við hversu lítið landið er. „Okkur fannst samt leiðinlegt hversu fáar hrollvekjubíómyndir hafi verið gerðar hér. Þess vegna ákváðum við að halda hátíðina, og hvetja þannig íslenska kvikmyndagerðarmenn til þess að nýta landslagið og sögurnar til þess að gera frábært bíó.“

15002333_10153949767237344_3101796815761230822_o

Að mati Lovísu er ákveðin stemmning byrjuð að myndast í hryllingsmyndasenunni á Íslandi. „Mér finnst ég vera sjá fleiri og fleiri sem hafa áhuga á að gera hrollvekjur. Það er mjög spennandi að sjá, og við vonumst til í að hátíðin hvetji fleiri. Það þarf heldur ekki mikinn pening til að gera hrollvekju sem hefur áhrif á fólk. Sumar bestu hryllingsmyndirnar eru gerðar með litlu fjármagni, gervilegu blóði og lélegum leikurum en eru samt frábærar.“

Zombie nasistar


Yfir 200 stuttmyndir voru sendar inn á hátíðina frá öllum heimshornum. „Við völdum 25 frábærar erlendar stuttmyndir og 12 íslenskar til sýningar á hátíðinni.„ Þess ber að geta að frítt verður á stuttmyndasýningarnar.

skuggsja-eftirmagnusbjarnason-ogeythorjovinsson
Stilla úr myndinni Skuggsjá eftir Magnús Bjarnason


Einn af hápunktum hátíðarinnar verður sýning hrollvekjunnar Child Eater eftir Erling Thoroddsen í Bíóhöllinni á Akranesi og ætlar Erlingur að svara spurningum um myndina eftir sýninguna.

Áhættu og bardagaleikskennararnir Ine Camilla Björnsten og Kristoffer Jorgensen verða með fyrirlestur um hvernig maður á að drepa zombie nasista og einnig verða þau með námskeið í áhættuleik. En þau sáu um áhættuatriðin í Dead Snow 2.

14894529_10153909987562344_208119227_o
Sérstök sýning af Night of the living dead verður í gamalli verksmiðju með óvæntum uppákomum.

Það er greinilegt að margt hryllilega spennandi verður í boði á Frostbiter!

Snapchat af sofandi konu

Sjálf er Lovísa með þrjár myndir á hátíðinni. „Hrellir er mynd um konu sem vaknar einn morguninn og uppgötvar sér til skelfingar snapchat skilaboð send af ókunnugum aðila af henni sofandi. Það er margt sem myrkrið veit er einsskonar nútíma útgáfa af móðir mín í kví kví, og nýjasta stuttmyndin mín Prómill, sem ég vann ásamt eiginmanni mínum þegar hann var að útskrifast úr leiklistanámi. Sú mynd er um mann sem olli slysi sem hafði alvarlegar afleiðingar á hann og aðra í kring um hann. Hann er ofsóttur af veru sem minnir hann reglulega á mistökin.“

porta-eftirolofbirnutorfadottir
Stilla úr myndinni Porta eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur

Í sumar lauk Lovísa tökum á fyrstu kvikmyndinni sinni í fullri lengd. Myndin heitir Týndu Stelpurnar, og er að vísu ekki hrollvekja heldur meira spennu/drama. „Ég er einnig að vinna í heimildarmynd um aukaleikara á Íslandi. Ég hugsa að það gæti vel verið að næsta bíómynd frá mér verði þó hrollvekja. Ég er allavega með nóg af hugmyndum,“ segir hrollvekjubrautryðjandinn Lovísa að lokum.

Hér má tryggja sér miða á Frostbiter. 

15207943_10153983818322344_1892798137_n

Magnús Máni hefur misst 23 kíló: „Ég sagðist ætla að skila verkefninu þegar ég væri komin með six pack“

Magnús Máni Hafþórsson hefur tekið af sér 23 kíló á rúmlega fjórum mánuðum. Magnús hafði alltaf verið í fínu formi en vegna vanlíðan fór hann að borða mikið og bætti því hægt og rólega á sig allt þar til hann var orðin 113 kíló. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningar, át ég þær í burtu. En í raun át ég þær fastar á mig því líkamlegt form fór versnandi og með hugurinn fylgdi með, segir Magnús í einlægu viðtali við Bleikt. Magnús segir að þrátt fyrir að hann hafi orðið svona þungur þá hafi hann aldrei trúað því… Lesa meira

Átta ómetanleg húsráð frá Margréti

Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. 1. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. 2. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. 3. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru… Lesa meira

Sprenghlægilegar sögur af hormónafullum óléttum íslenskum konum

Flestar konur sem gengið hafa með barn undir belti kannast við þá óstjórnlegu hormónaframleiðslu sem líkaminn setur af stað nánast um leið og pissað er á prófið. Hormónarnir gera það að verkum að konan verður virkilega tilfinninganæm á meðan á meðgöngunni stendur og oft í nokkra mánuði eftir á. Það eru því flestar mæður sem eiga skemmtilegar sögur af sjálfum sér frá því þær voru óléttar og réðu ekki við allar þær tilfinningar sem brutust um í brjósti þeirra. Bleikt hafði samband við mæður sem voru tilbúnar til þess að deila fyndnum og vandræðalegum atvikum sem þær lentu í þegar… Lesa meira

Saga Dröfn var fullkomin mamma: „Þetta getur nú ekki verið svo erfitt“

Áður en Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn var hún fullkomin mamma. Barnið hennar mátti aldrei vera með hor, það átti alltaf að fara að sofa á réttum tíma, borða einungis hollan mat og sjónvarpið átti að vera spari. Einnig skildi barnið hennar alltaf vera vel greidd um hárið, í flottum fötum, vel til fara og að sjálfsögðu áttu heimilið alltaf að vera hreint og fínt. Ég hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo erfitt, bara skipta á bleyjum þegar þess þarf, gefa henni að borða og leika við hana, segir Saga í færslu sinni á Mæður.com Kjarnafjölskyldan Ég… Lesa meira

Ljósmæður opna Snapchat: „Fylgjendur fá mjög fjölbreytta fræðslu og upplýsingar. Við viljum efla foreldra í barneignarferlinu“

Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ásamt Áslaugu Valsdóttur formanni ljósmæðrafélagsins fannst komin tími til þess að færa störf ljósmæðra nær nútímanum og gera þau sýnilegri. Þær tóku því sameiginlega ákvörðun um að stofna opin Snapchat reikning þar sem nokkrar ljósmæður skiptast á að sýna og segja frá störfum sínum. Hópurinn er orðin mjög fjölbreyttur og öflugur þar sem ljósmæður vinna mjög fjölbreytt störf á mörgum mismunandi stöðum. Við skiptumst á að vera með snappið og því ættu fylgjendur að fá mjög fjölbreytta sýn og fræðslu. Hver og ein tekur ákveðin málefni fyrir og gefur innsýn inn í sín störf, segir Sigrún í samtali við… Lesa meira

Kristín og Binni Löve eiga von á barni: „Við erum mjög spennt“

Kristín Pétursdóttir leikkona og Brynjólfur Löve Mogensson Snapcat stjarna eiga von á sínu fyrsta barni saman í ágúst. Kristín hefur starfað sem flugfreyja undanfarna mánuði en hún hefur meðal annars leikið í bíómyndunum Órói og Fólkið í Blokkinni. Ég er gengin fjórtán vikur og fjóra daga og við erum mjög spennt. Ég var að vísu mjög veik fyrstu 12 vikurnar en það er allt að koma, segir Kristín í samtali við Bleikt. Brynjólf þekkja flestir undir nafninu Binni Löve en hann gerði garðinn frægan á Snapchat. Í dag starfar Brynjólfur sem rekstrarstjóri pizzustaðarins Blackbox Pizzeria. Við óskum þessum verðandi foreldrum innilega til hamingju. Lesa meira

Hvað er raunveruleg vinátta?

Hvað er vinátta? Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel. En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað. Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt. Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta… Lesa meira

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég. Svona hefst samtal Tönju Ósk Brynjarsdóttur við blaðamann Bleikt. Var sagt að þetta myndi líða hjá Tanja greinir frá því að þetta hafi eingöngu verið upphafið af því einelti og ofbeldi sem hún hefur þurft að sæta í gegnum tíðina. Mér var… Lesa meira

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga? Með þessum orðum hefur Bjargey Ingólfsdóttir nýjustu færslu sína á Bjargeyogco. Af hverju ertu alltaf svona ógeðslega happý? Um daginn fékk ég þessa spurningu frá fylgjanda í gegnum Snapchat og fékk hún mig til þess að hugsa. Til þess að svara henni þá er ég í fyrsta lagi ekkert alltaf ógeðslega happý. Ég hef farið í gegnum dimma dali og upplifað mikinn sársauka. Sársauka í hjartanu og verki í líkamanum. Ég vildi ekki dvelja þar, því það… Lesa meira

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturta“

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist. Ég hef misst fóstur í tvö skipti, þessi tvö skipti voru mjög ólík og ætla ég að segja aðeins frá þeim, segir Guðlaug í einlægri færslu sinni á Amare. Þetta er ekki auðvelt, þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið. Þetta er barnið mitt, litla… Lesa meira

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið. Eins og með öll önnur sambönd eru þau misjöfn eins og þau eru mörg og því er engin ein rétt leið. Ég og Birgir erum búin að vera saman í rúm 3 ár og höfum þar af búið saman í um það bil 2,5 ár. Þegar við byrjuðum… Lesa meira

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup. Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók! segir Aldís í viðtali við Bleikt.is Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort… Lesa meira